Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 268. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Nói í fremstu röð Nói albínói fékk ellefu Eddu- tilnefningar | Fólkið 67 Hvatt til dáða Haraldur Ingólfsson er sannur atvinnumaður | Íþróttir 61 Bílarnir og frelsið Einar Már á bólakafi í umferðinni | Lesbók 10 FORRÁÐAMENN Haraldar Böðv- arssonar hf. á Akranesi hafa óskað eftir við Landsbanka Íslands að kaupa fyrirtækið af Brimi, dóttur- félagi Eimskipafélags Íslands. Einn- ig hefur KEA á Akureyri lýst áhuga á að kaupa Útgerðarfélag Akureyr- inga (ÚA) af Brimi. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga samþykkti sl. miðvikudag eftirfar- andi tillögu: „Framkvæmdastjóra KEA verði falið að ræða við fulltrúa Landsbankans eða nýrrar stjórnar Eimskipafélagsins um fyrirhugaða sölu á ÚA. KEA hyggst í framhald- inu kanna möguleika á að mynda hóp til að kaupa ÚA og tryggja þá miklu atvinnuhagsmuni sem eru af að fé- lagið starfi áfram á Norðurlandi.“ Andri Teitsson, framkvæmda- stjóri KEA, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær hafa haft sam- band við Landsbankann og óskað eftir fundi en ekki væri víst hvenær sá fundur yrði. Hann sagði erfitt að meta hvaða verð væri rétt að bjóða í ÚA þar sem síðasta opinbera upp- gjör félagsins væri frá mars 2002. „Eftir að Brim eignaðist ÚA, Skagstrending og Harald Böðvars- son hafa ýmsar eignir og stórar verið færðar á milli félaganna. Því er ekki ljóst hver á hvað í dag, hver eigin- fjárstaðan er og svo framvegis. Til dæmis var eignarhlutinn í Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna seldur frá ÚA til Burðaráss.“ Andri sagði að ekki væri búið að leggja drög að þeim hópi sem mundi kaupa ÚA. Forráðamenn Haraldar Böðvars- sonar (HB) á Akranesi hafa einnig beðið um viðræður við Landsbank- ann um kaup á HB út úr Brimi. Har- aldur Sturlaugsson, framkvæmda- stjóri HB, sagði við Morgunblaðið að forráðamenn HB hefði sett sig í sam- band við Landsbankann „strax og þetta umrót varð“. „Við fylgdum því eftir með form- legum hætti, bréfi dagsettu 23. sept- ember. Formlegar viðræður hafa ekki átt sér stað en við höfum verið í góðu sambandi við þá síðan. Á með- an get ég ekki tjáð mig frekar um þetta mál en vilji okkar er skýr í þessum efnum, eins og kemur fram í bréfi til eigenda í Landsbankanum, sem er ráðandi aðili í Eimskip, því hagsmunir Akurnesinga eru í húfi.“ Landsbankinn vildi ekki tjá sig um málið í gær og vísaði til þess að ný stjórn tæki við í Eimskipafélaginu 9. október. Þá yrði það hennar að fjalla um málið. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hafa Skagstrendingar ekki sóst eftir sínu félagi, Skagstrendingi, með formlegum hætti. Heimamenn vilja kaupa hluti Brims í ÚA og HB STOFNUN Árna Magnússonar hefur keypt ís- lenskt handrit frá 18. öld af fornbókasala í Ísrael, og er þetta í fyrsta skipti svo vitað sé að íslenskt handrit komi hingað frá þessum heimshluta. „Þetta er mjög óvenjulegur staður, þetta er í fyrsta skipti sem ég veit til þess að íslenskt handrit hafi verið komið til Asíu,“ segir Vésteinn Ólason, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Forsvarsmönnum stofnunarinnar barst tölvu- póstur frá ísraelskum fornbókasala þar sem þeim var boðið handritið, og fengu þeir send ljósrit af nokkrum síðum þess. „Það stóð þar að handritið væri skrifað af sr. Árna Böðvarssyni á Ökrum í Mýrasýslu, en hann var þekkt skáld á 18. öld. Þetta reyndist vera texti mestmegnis úr Snorra- Eddu, en auk þess ýmislegt fleira sem oft fylgdi handritum á þessum tíma.“ Handritið kom til landsins í vikunni og er nú ver- ið að rannsaka það á Stofnun Árna Magnússonar. „Það þarf nú fyrst og fremst að skrá efnið í hand- ritinu og síðan að setja það í samhengi við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á Snorra-Eddum gerðum á þessum tíma,“ segir Vésteinn. Öruggt að handritið er ófalsað Þó að handritið hafi ekki beina þýðingu fyrir fornbókmenntirnar hefur það menningarsögulegt gildi, segir Vésteinn. „Það er gaman að eiga hand- rit eftir þennan mann þó að líklega sé til annað Edduhandrit eftir hann. Hann var mikilsvirt skáld og skrifari.“ Vésteinn segir öruggt að handritið sé ósvikið: „Við þekkjum rithönd mannsins [Árna Böðvarssonar] og sjáum það á pappír að þetta er íslenskt handrit og ekta handrit frá þessum tíma.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Bókin sem kom í leitirnar í Ísrael. Fengu 18. aldar Snorra-Eddu frá Ísrael LÖGREGLAN í Kaíró í Egypta- landi hefur handtekið mann fyrir að reyna að selja 2.500 ára gamla múmíu. Ætlaði hann að nota and- virðið til að borga upp lán, sem hann tók vegna dráttarvélarkaupa. Múmíuna hafði maðurinn keypt af öðrum manni, sem hafði fundið hana í eyðimörkinni í vesturhluta landsins fyrir þremur mánuðum. Gerði kaupandinn sér vonir um að geta fengið hátt í 200 milljónir króna fyrir múmíuna og kom henni því fyrir á pallbílnum sínum og ók með hana um hverfi efnafólksins í Kaíró. Þar gekk hann fyrir hvers manns dyr og bauð múmíuna til sölu en við heldur litlar und- irtektir. Maðurinn brá þá á það ráð að lækka og lækka verðið og loksins kvaðst hann gera sig ánægðan með að fá fyrir dráttarvélarláninu, sem komið var í vanskil. Þegar hér var komið var lögreglan búin að frétta af söluherferðinni og nú eru múmí- an og maðurinn komin á bak við lás og slá. Múmía upp í vanskilin Kairó. AFP. KONA í Brussel virðir fyrir sér Karl Bretaprins á harða spretti að því er virðist en raunar er það höfuðið eitt, sem er konunglegt. Var því bætt við stæltan skrokk einhvers íþróttamanns. Með þessum hætti auglýsir Eurostar tíðari lest- arferðir um Ermarsundsgöngin. Reuters Konunglegur sprettur GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær, að þótt margra mánaða leit að ger- eyðingarvopnum í Írak hefði eng- an árangur borið réttlætti skýrsl- an um leitina innrásina í landið. Hún sýndi, að Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, hefði verið „hættulegur umheiminum“. Í skýrslu Davids Kays, sem stjórnaði vopnaleitinni, segir, að engin gereyðingarvopn hafi kom- ið í leitirnar en hins vegar hafi fundist rannsóknastofur, lifandi bótúlíngerlar og áætlanir um smíði langdrægari eldflauga en Írökum var heimilt. Bush sagði, að skýrslan sýndi, að Saddam hefði „blekkt alþjóða- samfélagið og verið hættulegur umheiminum“, en svaraði því ekki hvort hann teldi, að gereyðingarvopn ættu eftir að finnast. Jack Straw, utanríkis- ráðherra Bretlands, sagði, að þótt vopnin væru ófundin, þá þýddi það ekki, að þau væru ekki til. Vopnaleitin hefur hingað til kostað um 22,8 milljarða króna en Kay vill leita áfram í allt að níu mánuði enn og ætlar Bush af þeim sökum að biðja þingið um rúma 45 milljarða kr. í viðbót. Frakkar og Rússar vísuðu í gær á bug nýrri Írakstillögu Bandaríkjastjórnar en í henni segir, að Írökum verði afhent völdin „smám saman“ eftir að stjórnarskrá hafi verið samin. Það getur tekið marga mánuði. Þá hafa talsmenn stórra fylkinga í Írak lýst yfir óánægju með hana. Bush segir stríðið rétt- mætt vegna Saddams Frakkar og Rússar hafna Íraks- tillögu Bandaríkjamanna Washington. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.