Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 11 G UÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra segir að vissulega sé staðan á kjöt- markaðinum mjög erfið. „En þessi mikla fram- leiðsla í öllum greinum kjötgeirans hefur skapað stöðu sem er í svipinn dálít- ið erfið. Ég hef þó talið mikilvægt að menn taki á stöðu dagsins og ræði frekar um það sem framundan er. Þrátt fyrir þessar aðstæður er ég raunar sannfærðari en áður um það að land- búnaðurinn er íslensku þjóðinni mjög mik- ilvægur. Við eigum frábæran landbúnað, mjög góða bændur sem framleiða einhver bestu mat- væli sem til eru í heiminum sem Íslendingar taka fram yfir önnur matvæli.“ Bíða menn einfaldlega ekki eftir að það verði grisjun og jafnvel mikil grisjun? „Staðan er einna alvarlegust hjá svínabænd- um sem voru mjög öflugir og gerðu það gott. Sú ringulreið sem þar hefur orðið vegna offram- leiðslu og mikilli stækkun nokkurra búa hefur gert það að verkum að þetta hefur ekki verið gróðaatvinnuvegur síðustu árin fyrir þann fjölda sem þar er. Menn hafa ekki náð tökum á þessari stöðu og þetta hefur komið illa við bú- greinina og menn hafa verið að hrökklast úr henni. En það má auðvitað ekki gleyma að svínaframleiðendur hafa unnið mikið og gott starf á liðnum árum í að bæta framleiðslu sína. Samt sem áður er það dálítið erfið staða, fyrir grein sem stóð í blóma fyrir fimm árum, að þar skuli ekki vera rými nema fyrir örfáa framleið- endur. Sama gildir raunar líka um kjúk- lingabúskapinn, þar hefur þróunin orðið sú að framleiðslan hefur nánast alveg farið úr hönd- um bænda. Það eru afurðastöðvarnar og pen- ingastofnanir sem reka orðið stóru búin í frum- framleiðslunni og það finnst mér vond þróun.“ Hvað með hlutverk bankanna í þeirri stöðu sem nú er á kjötmarkaðinum? „Það er engin spurning um að það hefur verið mikið framboð á fjármagni og ljóst að menn hafa víða farið offari í fjárfestingum, hvort sem það er í kjúklingaframleiðslunni eða svínakjöts- framleiðslunni. Það hafa margir komið að þess- um atvinnugreinum með fé, ekki bara banka- kerfið, lánasjóður landbúnaðarins hefur þarna komið eitthvað að, Byggðastofnun, sveitarfélög og svo auðvitað einstaklingar sem hafa lagt til hlutafé svo og hefðbundnar afurðastöðvar bænda. Þannig að það eru margir ábyrgir í því efni. Hvað bankakerfið varðar finnst mér það mikið umhugsunarefni hvort menn eiga að sætta sig við að bankarnir séu reknir eins og þeir eru reknir nú. Ég álít mjög mikilvægt að við íhugum það vel hvort við sættum okkur við að í okkar litla landi sé það sama fólkið í einum og sama bankanum sem fæst við málefni við- skiptabankans, fjárfestingarbankans og verð- bréfasviðsins. Ég er sannfærður um að þetta þurfi að gerast í sérstökum deildum og að þær séu aðskildar og sérstakur stjórnandi yfir hverri þeirra þótt það sé í sama bankanum. Hvað kjötmarkaðinn varðar eru því miður dæmi um það að drengjakórar í bönkunum, sem enga tilfinningu hafa fyrir kjötmarkaðinum, búi til púsluspil til þess að aðstoða einn stóran aðila í atvinnugrein á borð við svína- eða kjúklinga- framleiðslu. Mér finnst því að þarna þurfa að verða skýr skil í bankakerfinu. Kannski er það svo að við verðum einnig að hugsa okkur um í þessu efni á öðrum sviðum þjóðfélagsins, þ.e. hvort við ætlum að sætta okkur við slík vinnu- brögð til lengdar þegar eigendur bankanna eru orðnir atvinnurekendur og efnamenn. Við, sem sátum í bankaráðum ríkisbankanna, vorum oft vændir um að hafa þar pólitísk áhrif en stað- reyndin er sú að við komum ekki nálægt sjálfum viðskiptunum. Við unnum að því að fara yfir stöðu mála á hverjum tíma og að því að móta stefnu bankanna og veita bankastjórunum að- hald en við vorum ekki í viðskiptunum sjálfum. Það er auðvitað alvarlegt fyrir þjóðfélagið ef ný- ir eigendur bankanna geta legið undir þeim grun að starfsmenn á fjárfestingarsviði bank- anna sitji þar með þeirra eigin gleraugu á nef- inu og skoði þannig fyrirtækin út frá sjón- armiðum eigenda bankanna. Ég tel það æskilegt fyrir íslenskt þjóðfélag að þessi mál verði nú skoðuð af fullri alvöru og ég treysti auðvitað viðskiptaráðherra vel til þess að gera það þannig að skapa megi meiri frið um starf- semi bankanna. Ég hef raunar rætt þessa hugs- un mína við marga menn og þ.á m. við fyrrver- andi framkvæmdastjóra Evrópubankans. Hann var mér sammála um að nauðsynlegt sé að skipta sviðum bankanna upp. Ég tala af reynslu úr landbúnaðinum og hef séð þessa stöðu í mörgum greinum viðskipta á Íslandi og veit að mönnum líður illa að hafa þetta með þessum hætti. Við búum í litlu hagkerfi og sjáum því greinilega hvaða áhrif þetta spilverk í kjúk- linga- og svínaræktinni hefur haft í þeim at- vinnugreinum. Menn geta leikið sér að gengi bréfa og gert allar kúnstir þegar fyrirkomulagið er með þessum hætti. Ég álít hins vegar að við- skiptabanki eigi að vera viðskiptabanki og það eigi að vera skil á milli hans og fjárfesting- arbankans og verðbréfasviðsins.“ Nú er samningurinn við kúabændur að renna út. Hvað tekur þar við? „Margir þeir samningar sem við höfum gert við bændur, eins og í mjólkinni, hafa skilað mik- illi þróun. Það er kraftur í mjólkurframleið- endum og þeir búa við ákveðna velgengni sem samningurinn hefur skilað þeim. Það er mik- ilvægt nú að ganga beint til þess í vetur að klára nýjan mjólkursamning til langs tíma við kúa- bændur þrátt fyrir þá seinkun sem hefur orðið á WTO-samningunum. Þar er biðstaða og við fáum lengri aðlögunartíma. Ég sem landbún- aðarráðherra mun beita mér fyrir því að nýr samningur líti dagsins ljós í vetur.“ Verður hann öðruvísi en núgildandi samn- ingur? „Ég á von á því að einhverjar áherslur verði öðruvísi en þó sömu grundvallaratriði til staðar, en kannski verðum við að taka mið af því að WTO gerir kröfur um skerta framleiðsluteng- ingu styrkja og við verðum einfaldlega að taka mið af því að einhverju leyti. En ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta verði skýr samn- ingur og gagnist bændum vel og treysti góða af- komu áfram og þá sérstaklega til áframhaldandi þróunar í mjólkurframleiðslu. Með nýjum samningi þarf einnig að standa vörð um það kerfi sem kúabændur búa við og þá glæsilegu þróun sem hefur verið í mjólkuriðnaðinum. Samningurinn við kúabændur hefur virkað mjög vel, búunum hefur að vísu fækkað og þau hafa stækkað. En bændurnir standa miklu sterkari nú en þeir gerðu fyrir fimm eða tíu ár- um og þeir geta miklu frekar mætt innflutningi fyrir utan hitt að þróunin í iðnaðinum hefur ver- ið með þeim hætti að enginn talar um að hann vilji innfluttar vörur, mjólkuriðnaðurinn full- nægir þörfum okkar og við viljum afurðir hans frekar en afurðir frá öðrum löndum. Íslenskur landbúnaður er í sérflokki hvað heilbrigði og gæði varðar. Mér leiðist að hlusta á menn sem tala eins og við séum að standa gegn þróun- arríkjunum. Við flytjum þeirra vörur inn án tolla, s.s. kaffi, sykur, hveiti, kryddvörur o.fl., en kjöt, mjólkurvörur og grænmeti frá þeim og víða frá stenst ekki okkar kröfur og má ekki hingað koma vegna sjúkdóma og þess að eitri er úðað ótæpilega á akra, eitri sem bannað er hér og í ESB.“ Staða sauðfjárbændanna er mun erfiðari. „Sauðfjárbændur glíma enn og aftur við heil- mikinn vanda. Framleiðslan er mikil og enn þarf mikið af framleiðslu þeirra að fara á er- lenda markaði. En það má ekki horfa fram hjá því að menn eru nú í fyrsta sinn farnir að vinna af fagmennsku á erlendum mörkuðum og mjög dýrum mörkuðum sem greiða hátt verð fyrir lambakjötið. Þetta hafa menn verið að gera í Bandaríkjunum, á Ítalíu og nú síðast í Dan- mörku. En umframmagnið af kindakjöti sem þarf að fara til útlanda er mikið og það fer á mjög lágu verði þannig að skilaverð til bændanna er ekki það sem það verður í framtíð- inni ef tekst að stækka þessa markaði. Hinn hlutinn af vanda sauðfjárbænda er auðvitað sá að með sauðfjársamningnum, sem gerður var árið 2000, voru menn að byrja að reyna að þróa atvinnugreinina. Sauðfjárbúin eru enn mörg hver lítil og margir bændur hafa ekki aðal- framfæri sitt af sauðfjárrækt en ég minni á að slíkt þekkist líka í mörgum öðrum atvinnugrein- um. Sauðfjárræktin byggist að stórum hluta á því að bóndinn og hans fólk sæki tekjur annað. En staða sauðfjárbænda er óneitanlega erfið og ég er auðvitað að leita leiða núna hvort rík- isstjórnin getur komið að þessum vanda enda er það svo að sauðfjárræktin er sú landbún- aðargrein sem enn heldur uppi hinni dreifðu byggð á Íslandi.“ Er hagræðing lausnarorðið? „Ég vil líta á þessa erfiðleika á kjötmarkaði sem tímabundið vandamál og vona og trúi að jafnvægi verði komið á í lok næsta árs, en ég hef fyrst og fremst verið talsmaður þess að menn búi vel enda eru kröfur um góðan búskap mjög mikilvægar. En ég vil ekki loka á sauðfjárrækt sem aukabúgrein. Samt sem áður þarf að fara yfir það núna hvað er hægt er gera og þá ekki síst fyrir þá bændur sem eiga enga aðra at- vinnumöguleika en sauðfjárbúskapinn. Sú nefnd sem ég hef skipað til þess að greina bráðavandann vinnur hratt og skilar af sér fljót- lega og þá verður það metið af ríkisstjórn hvort og hvað verður gert í málefnum sauð- fjárbænda.“ Hafa sauðfjárbændur ekki verið í vandræð- um til fjölmargra ára, jafnvel áratuga? „Sauðfjárbændur lentu fyrst í kreppu 1990 þegar útflutningurinn var sleginn af með af- námi útflutningsbóta. Eftir sátu 2.500 til 3.000 sauðfjárbændur með framleiðslu í landinu sem ekki hafði lengur nokkurn erlendan markað. Staða sauðfjárbænda hefur ekki verið auðveld frá þessum tíma og síðan hafa komið upp erf- iðleikar að undanförnu vegna stöðunnar á kjöt- markaðinum. Ég tel að það sé vont til lengri tíma litið að atvinnugreinin sé í stöðugri vanda- málaumræðu. Ég gerði t.d. samning við garð- yrkjubændur til þess að reyna ná þeim út úr slíku vandamálatali sem kom upp á hverjum einasta vetri út af tollum. Ég fæ ekki betur séð en sá samningur virki mjög vel, bæði fyrir þá sem í þeirri atvinnugrein starfa og neytendur líka. Og það ríkir friður um atvinnugreinina. Vandi dagsins hjá sauðfjárbændum er að of mikið framboð af kjöti er á markaðnum í dag. En það má líka segja í þessu efni að það er fleira landbúnaður en ær og kýr og það þarf auðvitað að leggja áherslu á að landsbyggðin byggist öfl- ugu fólki sem er í búskap á ólíkum sviðum. Að því hef ég verið að reyna að stuðla m.a. á sviði ferðaþjónustu, skógræktar og landgræðslu og nú blasir við góður árangur í kornrækt. Meðal spennandi tækifæra er þróun í líftækni. Það hefur orðið heilmikil þróun á þessum sviðum og margir sterkir einstaklingar búa orð- ið úti í sveitum landsins, s.s. hestamenn, trjá- ræktarmenn, tónlistarbændur, ferðabændur o.s.frv. og í þessu sambandi má minna á að það hafa t.d. 70–80 jarðir eða smábýli verið end- urreist af mjög öflugu fólki sl. 4 ár. Þess vegna finnst mér mjög mikilvægt að þessari neikvæðu umræðu um stöðuna á kjötmarkaði og stöðu sauðfjárbænda linni. Það er enginn vond um- ræða um mjólkurframleiðsluna, hún er ein- skorðuð við kjötgeirann. Þess vegna þarf að finna leiðir til þess að jafna þá umræðu og sauð- fjárbændur verða að skoða margt hjá sjálfum sér og í sínum sölu- og markaðsmálum.“ Geturðu greint nánar frá því hvað þú átt við með því? „Menn verða að skoða þann möguleika að þessi þróun geri það að verkum að verðlag á kjöti hækki ekki mikið. Því verða menn að kanna allar leiðir til þess að sem stærstur hluti geti skilað sér til bændanna. Hvað tekur af- urðastöðin? Hvað tekur smásalinn? Og bændur verða að kanna hvort þeir eigi einhverja hag- ræðingarmöguleika heima á búunum. Mjólk- urbændur hafa verið að hagræða hjá sér og það kann vel að vera að sauðfjárbændur og sauð- fjárbyggðin geti tekið á honum stóra sínum. Þá á ég við að það er svo margt sem hefur breyst á stuttum tíma; heyskapur á einu býli tekur 4–5 daga með rúllutækninni. Þarf sú rúllutækni að vera til á hverjum einasta bæ? Geta menn ef til vill með félagshyggju unnið meira saman og geta 4–5 bændur átt stóru og dýru vélarnar saman? Það er reyndar þannig hjá sumum og hefur gefist vel. Eða geta stórir og öflugir verk- takar, eins og þekkist víða erlendis og er að þróast hér, annast heyskap bænda í auknum mæli og létta þannig verkum og draga úr kostn- aði við rekstur búanna. Ég held að að það sé hægt að gera meira af þessu. Sums staðar er þetta væntanlega hægt en annars staðar ekki en ég held að menn eigi ekki að loka augunum fyrir því að með samvinnu og félagshyggju megi finna leiðir til þess að hagræða. Ég tel einnig að sauðfjárbændur, þótt þeir hafi gert margt vel á síðustu árum, þurfi að hugsa enn betur hvernig þeir geta tengst markaðinum betur og hvernig þeir geti styrkt sínar afurðir á markaði. Lambið er einu sinni það besta sem við gefum gestum okkar, íslenskast af öllu.“ Ringulreið vegna offram- leiðslu og stækkunar fárra búa Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra ræðir í samtali við Arnór Gísla Ólafsson um offramboð á kjötmarkaði, hlutverk bankanna í þeirri þróun og erfiðleika sem sauðfjárbændur glíma við. Morgunblaðið/Jim Smart „Hvað kjötmarkaðinn varðar eru því miður dæmi um það að drengjakórar í bönkunum, sem enga tilfinningu hafa fyrir kjötmarkaðinum, búi til púsluspil til þess að aðstoða einn stóran…“ arnorg@mbl.is ’ Ég álít að viðskipta-banki eigi að vera við- skiptabanki og það eigi að vera skil á milli hans og fjárfestingarbankans og verðbréfasviðsins. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.