Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ARNAR Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, gerir ráð fyrir því að komandi viðræður um kaup og kjör fiskverkafólks þegar líður á árið verði erfiðar. Nefnir hann í því sambandi hækkandi gengi krón- unnar og hugsanlega þenslu í þjóð- félaginu. Þetta kom fram í máli hans á aðalfundi samtakanna í gær.„Gild- istími flestra kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði rennur út um næstu áramót. Fyrirsjáanleg þensla í þjóðfélaginu ásamt væntingum mun gera kjaraviðræður þyngri en ella. Það verður ekki auðvelt fyrir fisk- vinnsluna og útflutningsfyrirtæki að taka á sig aukinn launakostnað á sama tíma og spáð er frekari geng- ishækkun krónunnar á næstu miss- erum,“ sagði Arnar Hann ræddi einnig afkomu fyrir- tækja í sjávarútvegi og sagði að á þessu ári hefðu orðið nokkrar breyt- ingar á afkomu einstakra vinnslu- greina. Hækkun á gengi krónunnar hefði leitt til lækkunar á útflutnings- tekjum og minnkandi framlegðar í sjávarútvegi. Afkoman í mjöl- og lýs- isvinnslu væri í góðu jafnvægi en erf- iðara væri að spá í frystingu og salt- fiskvinnslu. Markaðsverð á saltfiski hefði verið hagstætt á síðustu tólf mánuðum. Arnar sagði að ef horft væri til þróunar framlegðar hjá tólf frysti- húsum samkvæmt könnun SF síð- ustu tólf mánuði mætti áætla að reksturinn yrði nokkuð í járnum. „Í heildina tekið stefnir í að afkoma fyr- irtækja í sjávarútvegi verði misjöfn á þessu ári, í sumum tilvikum mjög þokkaleg en öðrum mun lakari. Í heild stefnir í að árið 2003 verð talið í góðu meðallagi í sjávarútvegi.“ Að vera betri birgjar Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri Granda, fjallaði á fundinum um þá ógn sem íslenskum sjávarútvegi stafaði af fiskvinnslu í Kína. Til að bregðast við henni sagði Svavar mik- ilvægt að gera sér grein fyrir því að Kínverjar væru stöðugt að auka vörugæði sín og uppfylltu skilyrði kröfuhörðustu markaða. Svavar benti á að japönsk sjávarútvegsfyr- irtæki hefðu í mörg ár átt í samvinnu við kínversk fyrirtæki og líklegt væri að íslensk fyrirtæki myndu gera slíkt hið sama. Ætla mætti að slík sam- vinna gæti stuðlað að aukinni nýt- ingu flestra tegunda uppsjávarfisks til manneldis, auk vinnslu á þeim hluta botnfisks sem ekki er hag- kvæmt að vinna hérlendis vegna of mikils launakostnaðar. Svavar lagði hins vegar áherslu á að íslensk fyrirtæki hefðu möguleika á að bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart Kína. Hér mætti til að mynda lækka launakostnað verulega án þess að skerða laun starfsmanna með meiri sérhæfingu og sjálfvirkni í fiskiðjuverum. Einnig þyrfti að auka verulega framleiðsluverðmætið með aukinni framleiðslu á kældum flökum og flakahlutum. Til að svo gæti orðið þyrfti hins vegar að lækka verulega flutningskostnað, einkum flugfrakt. Svavar sagði að það sem ráða myndi úrslitum um afkomu framleið- enda sjávarafurða væri samkeppnin um disk neytandans. Í því sambandi væri mikilvægast að íslensk fisk- vinnslufyrirtæki legðu sem mesta áherslu á að verða betri birgjar, til að geta tryggt stöðugt framboð fisks til stórkaupenda, líkt og þeir gerðu kröfur um. Hann sagði að hjá helstu fiskveiðiþjóðunum við Norður-Atl- antshaf; Íslandi, Noregi og Færeyj- um, væru reglur sem takmörkuðu eignarhald erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi. Þannig væru sjávarút- vegsfyrirtæki þessara landa ber- skjölduð fyrir svo kröftugri sam- keppni frá láglaunalöndum eins og Kína. Svavar taldi að stór útgerðar- fyrirtæki sem gætu starfað jöfnum höndum í Noregi, Færeyjum og á Ís- landi yrðu betri birgjar og betur til þess fallin að þjóna markaðnum en þau fyrirtæki sem störfuðu einungis í einhverju þessara landa í dag. „Mik- ilvægast er að okkur takist áfram að stíga þau skref sem þarf til að stand- ast samkeppnina við Kína en það verður aðeins gert með því að skapa betra svigrúm til vaxtar og viðgangs fyrirtækja í sjávarútvegi og fyrir- tækin geri sér grein fyrir meginverk- efni sínu, sem er að þjóna markaðn- um betur. Að vera betri birgjar,“ sagði Svavar. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva Spáir erfiðum kjaraviðræðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva var í Skíðaskálanum í Hveradölum. ÚR VERINU AFL fjárfestingarfélag og Fjárfest- ingarfélagið Atorka hafa selt Ís- landsbanka allan hlut sinn í Sjóvá- Almennum tryggingum, samtals 10,8%. Þá hafa MP Verðbréf selt bankanum 2,8% af 6,9% eign sinni í Sjóvá-Almennum. Eftir eiga MP Verðbréf 4,1% í Sjóvá-Almennum, en hafa gert framvirkan sölusamning vegna þess hlutar. Eftir þessi viðskipti hefur hlutur Íslandsbanka í Sjóvá-Almennum aukist úr 58,8% í 71,5%, en Íslands- banki hyggst gera hluthöfum Sjóvár- Almennra yfirtökutilboð á genginu 37, sem er jafnt genginu í fyrrnefnd- um viðskiptum. Afl og Atorka óskuðu í lok síðustu viku eftir hluthafafundi í Sjóvá-Al- mennum til þess meðal annars að fjalla um tillögu þess efnis að Sjóvá- Almennar myndu höfða mál á hendur Íslandsbanka og/eða stjórnarmönn- um í Sjóvá-Almennum til heimtu skaðabóta vegna sölu félagsins á eig- in bréfum, en félagið hafði selt Ís- landsbanka 2% af eigin bréfum. Á miðvikudag í þessari viku var til- kynnt að boðað yrði til hluthafafund- ar í Sjóvá-Almennum, bæði að kröfu Íslandsbanka og Afls og Atorku, fyr- ir tíunda þessa mánaðar. Um leið var tilkynnt að ákveðið hefði verið að láta kaup Íslandsbanka á eigin bréfum Sjóvár-Almennra ganga til baka. Þeir sem krafist höfðu hluthafafund- arins fyrir hönd Afls og Atorku fögn- uðu að kaupin hefðu gengið til baka, en sögðu þetta aðeins fyrsta áfang- ann á langri leið og að þetta dygði ekki til að taka tillögu um málshöfð- un út af dagskrá hluthafafundar Ís- landsbanka. Styrmir Þór Bragason, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Atorku og Afls fjárfestingarfélags, segir að væntanlega verði ósk um hluthafafund og málshöfðun dregin til baka, en stjórnir félaganna eigi eftir að koma saman til að taka form- lega ákvörðun um það. Hann segir að fallið hafi verið frá því að fara í dóms- mál vegna þess að óvíst væri um nið- urstöðu þess og að slík málaferli yrðu tímafrek og myndu dreifa athygli stjórnenda Afls og Atorku. Álitið hafi verið að hagsmunum hluthafa Afls og Atorku yrði betur borgið með því að ganga að tilboði Ís- landsbanka. Hluti söluandvirðisins yrði notaður til að fjárfesta í bönkum, meðal annars Íslandsbanka, enda megi búast við góðri afkomu af bankastarfsemi á næstunni. Það megi sjá af nýlegri afkomuviðvörun Íslandsbanka og einnig af fjárlaga- frumvarpinu, en í tengslum við það hafi komið fram að mikill uppgangur sé framundan og hann komi sér vel fyrir starfsemi banka. Styrmir segir að stjórnendur Afls og Atorku séu enn sannfærðir um að Íslandsbanki hafi gert mjög góð kaup í Sjóvá-Almennum á genginu 37 og að með því að fjárfesta hluta sölu- andvirðisins í Íslandsbanka muni hluthafar Afls og Atorku njóta góðs af því óbeint. Afl, Atorka og MP selja í Sjóvá-Almennum SJÓVÁ-Almennar tryggingar hafa sent frá sér jákvæða af- komuviðvörun og gera nú ráð fyrir að hagnaður ársins verði að minnsta kosti 3 milljarðar króna, en í byrjun ársins var gert ráð fyrir 700 milljóna króna hagnaði. Í afkomuviðvöruninni segir að í ljósi mikils hagnaðar af sölu fjárfestinga í liðnum mánuði hafi afkomuspá verið endur- skoðuð og nú sé ráðgert að hagnaður félagsins á árinu nemi að minnsta kosti 3 millj- örðum króna. Félagið hyggist nýta þær sérstöku aðstæður sem skapast hafi til að styrkja útjöfnunarskuld umfram það sem áður hafi verið ráðgert og gera félaginu þannig enn betur kleift að takast á við þær sveifl- ur sem ávallt megi búast við í vátryggingarekstri. Í spánni sé miðað við að tjónaþungi haldist óbreyttur til loka árs. Sjóvá-Almennar Áætlaður hagnaður 3 milljarðar HLUTHAFAFUNDUR Íslands- banka veitti í gær bankaráði heimild til aukningar hlutafjár félagsins um 1.500 milljónir króna að nafnvirði. Jafnframt var veitt heimild til að greiða fyrir nýja hluti í félaginu með hlutum í Sjóvá-Almennum trygging- um miðað við verðið 37 krónur á hlut. Tillögurnar voru samþykktar með 99,68% atkvæða en farið var fram á skriflega kosningu á fundinum. Íslandsbanki á nú ríflega 70% hlutafjár í Sjóvá-Almennum og mun á mánudag gera öðrum hluthöfum í félaginu yfirtökutilboð á verðinu 37. Verður þeim boðið að velja hvort þeir fái greitt fyrir hlut sinn með reiðufé eða með hlutabréfum í Íslandsbanka miðað við verðið 5,95 krónur á hlut. Sjóvá-Almennar verður dótturfélag bankans og rekið sem sjöunda afko- musvið hans, tryggingasvið. „Það er ljóst að samkeppni á fjár- málamarkaði fer harðnandi,“ sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, á fundinum. „Því er æ mikilvægara að skera sig úr sam- keppninni á einhvern hátt.“ Hann benti á að markaðsvirði bankans hefði um þetta leyti fyrir 10 árum verið um 3,4 milljarðar króna. „Hlut- hafar sem áttu hlutabréf þá hafa átjánfaldað eign sína á þessum tíu ár- um,“ sagði Bjarni en markaðsvirði bankans eftir hlutafjáraukningu og miðað verðið 5,95 er um 62,5 millj- arðar. Bankaráð hyggst halda óbreyttu markmiði sínu um greiðslu 40% hagnaðar samstæðu í arð. Hluthafafundur Íslandsbanka Hlutafjár- aukning samþykkt Morgunblaðið/Þorkell ● STÆRSTU hluthafar Eimskipa- félagsins hafa sett saman tillögu um nýja stjórn sem kosin verði á hlut- hafafundi félagsins 9. þessa mán- aðar. Tillaga verður gerð um að Magnús Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Búnaðarbankans, verði nýr formaður stjórnar í stað Benedikts Jóhannessonar. Auk Magnúsar verður gerð tillaga um að í stjórn verði kosnir Gunnlaugur Sæv- ar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafn- ar og stjórnarmaður í SH, Sindri Sindrason, fyrrverandi forstjóri Pharmaco, Þór Kristjánsson, aðstoð- arforstjóri Pharmaco og varamaður í bankaráði Landsbankans, Þórður Magnússon, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélagsins, og Pálmi Har- aldsson, framkvæmdastjóri Fengs. Alls sitja sjö menn í stjórn Eimskipa- félagsins og gerir tillagan ráð fyrir að skipt verði um þá alla. Tillaga að stjórn Eimskipafélagsins ● ÚTGÁFUFÉLAG DV hefur fengið framlengingu á greiðslustöðvun fé- lagsins til loka þessa mánaðar. Að sögn Jóhannesar Rúnars Jóhanns- sonar, aðstoðarmanns útgáfufélags DV á greiðslustöðvunartímanum, verður tíminn nýttur til að ná samn- ingum við kröfuhafa án íhlutunar dómstóla. Jóhannes segir að búið sé að tala við meirihluta kröfuhafa og að undirtektir hafi almennt verið já- kvæðar. Hann segir tilboðið þríþætt. Í fyrsta lagi sé í boði peningagreiðsla að lágmarki 200.000 krónur, en þó þannig að um sé að ræða 20% af höfuðstóli kröfu. Í öðru lagi sé í boði breyting á kröfu í hlutafjáreign og í þriðja lagi bjóðist auglýsingar í DV á verðlistaverði upp í kröfur. DV fær greiðslu- stöðvun framlengda ● HEKLA opnar með viðhöfn í dag kl. 10 nýja þjónustumiðstöð vélasviðs Heklu í Klettagörðum 8–10 í Reykja- vík og verður opið fyrir gesti og gang- andi til kl. 17. Um er að ræða nýtt og rúmgott húsnæði sem, að sögn Tryggva Jóns- sonar forstjóra Heklu, er eina sér- hannaða húsnæðið af þessu tagi á landinu. Hann segir að fyrst og fremst sé hér um stórbætta aðstöðu að ræða þar sem hægt verður að veita viðskiptavinum alhliða þjón- ustu og rétt sé að segja að um bylt- ingu sé að ræða í aðstöðu vélasviðs- ins. . Húsnæðið er alls 4.350 fermetrar að stærð og 3.600 fer- metrar að gólffleti. Of langt mál væri að telja upp hina ýmsu eiginleika hússins. Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri véla- sviðsins, nefnir þó að 27 dyr séu á húsinu þar sem hægt er að koma inn með stórar vinnuvélar, gólf séu sér- styrkt fyrir þyngstu vélarnar, vara- hlutalager er tölvustýrður og í hús- næðinu sé ein stærsta smurstöð landsins auk hjólbarðaþjónustu. Spurður um heildarfjárfestinguna í húsinu segir Tryggvi að hún liggi mest í byggingunni sjálfri, og fyrri eig- endur Heklu hefðu verið búnir að klára það verk áður en hann tók við lyklunum í fyrirtækinu á síðasta ári. Ljóst sé hinsvegar að fá þurfi góða nýtingu á svo stóru og fullkomnu húsi til að fjárfestingin borgi sig en nýtingin helst að hans sögn í hendur við það þjónustustig sem hægt verð- ur að veita. Kurt G. Thiel svæðissjóri Caterpill- ar í N-Evrópu kom til landsins í gær til að vera við opnun hússins. Thiel lauk lofsorði á bygginguna og alla að- stöðuna. „Húsið er frábært og gerir Heklu kleift að veita úrvals þjónustu. Þetta er mikið framfaraskref fyrir Heklu,“ sagði Thiel í samtali við Morgunblaðið. Thiel sagði einnig að sölunet Cat- erpillar í heiminum hefði á að skipa 220 söluaðilum eins og Heklu. „Þessi söluaðilar eru lykillinn að vel- gengni okkar. Samband okkar við þá er einstakt í þessum iðnaði og við reynum að styðja þá eftir fremsta megni til að ná sem mestum og bestum árangri.“ Nýtt húsnæði véla- sviðs Heklu hf. „VIÐ þurfum að vera þess meðvit- andi að í þorskeldinu eða í eldi á hvítfiski yfirleitt bíður okkar hörð samkeppni, ekki hvað sízt frá Chile- mönnum sem nú eru sem óðast að þróa eldi sitt á lýsingi. Við því er ekkert að gera annað en einfaldlega að gera betur,“ sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi SF. Árni ræddi sérstaklega um þorsk- eldi og eldi á öðrum hvítfiski og sagði ennfremur: „Mikil reynsla okkar á hvítfiskmörkuðunum er- lendis mun reynast ómetanleg auk þess sem við erum ekki að fást við sölu með einhvern hverfulan lúx- usmat sem fólk getur einn góðan veðurdag fengið leið á. Heldur erum við að fást við að selja hversdagsmat sem í sjálfu sér er lúxusmatur að hollustu til og gæðum en í eðli sínu þannig að enginn fær leið á honum. Hvað þorskeldið varðar verðum við að sækja fram, sú stefna hefur nú verið mótuð að leggja áherzlu á að koma upp kynbættum eldisstofni þorsks og stuðla þannig að því að þorskeldið verði sem allra fyrst starfrækt sem aleldi, þ.e. eldisferill- inn spanni allt frá hrognastigi til sláturfisks. Fyrstu árin getur þó reynzt vel að afla reynslu með hinu svokallaða áframeldi, þar sem smá- þorskur er fangaður og alinn í slát- urstærð í kvíum,“ sagði Árni . Okkar bíður hörð samkeppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.