Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólahúsið flytur Í dag opnum við á nýjum stað Skólavörðustíg 21A kl. 12.00 Verið velkomin á jólalega opnunarhátíð Jólahúsið Skólavörðustíg 21A sími 568 8181, www.jolahusid.com Hafnarfirði | Gamla bókasafnið við Mjósund gengur nú í endurnýjun lífdaga. Vífilfell keypti bókhlöðuna og af- henti hana samtökunum Regnbogabörnum til afnota í lok nóvember í fyrra. Samtökin eru að leggja lokahönd á húsnæðið á efri hæðinni en hafa leigt Hafnarfjarðarbæ neðri hæðina undir félagsmiðstöð fyrir ungt fólk. Þar er nú allt á fullu við að innrétta húsnæðið og stefnt að því að opna Samfélagshúsið, eins og það er kallað, nú í október. Geir Bjarnason er forstöðumaður Samfélagshússins og segir að verkefnið sé sprottið út frá því að unga fólkið í Hafnarfirði vanti einfaldlega svona aðstöðu. „Það hefur lengi verið ósk krakka sem eru 16 ára og eldri að það sé aðstaða fyrir þau og sannanlega hefur þessi aldur verið nokkuð afskiptur. Verkefnið fékk heitið Samfélagshús, því upphaflega vildu menn ekki einskorða þetta við einhvern ákveðinn aldur, heldur láta verkefnið þróast og finna út hvaða hópar þyrftu á þessari starfsemi að halda. Við vinnum eiginlega út frá því ennþá.“ Stofnaður var hópur um verkefnið og unnin var könn- un á meðal ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára í Hafn- arfirði og þau spurð hvað þau vildu gera og hvort þau myndu sækja staðinn. „Þeim fannst vanta mjög mikið námskeið sem tengjast listum, t.d. námskeið í ljósmynd- un, leirlist og myndlist fyrir þessa aldurshópa, og við ætl- um m.a. að reyna að bæta úr því,“ segir Geir. Forstöðumaður má ekki vera einstrengingslegur Að sögn Geirs voru Regnbogabörn að byrja um svipað leyti og verkefninu var hrundið af stað og sáu menn að þessir aðilar gætu átt góða samleið í húsinu. Varðandi starfsemina verður áhugi unglinganna látinn ráða því hvernig starfið þróast, segir Geir. Hann segir unga stúlku hafa farið á þeirra vegum ásamt öðrum ung- lingum og skoðað sambærilegar miðstöðvar víða um landið. Hún skilaði að því loknu tillögum varðandi það hvað svona staður þurfi að hafa og hvað beri að varast. „Það var t.d. bent á að forstöðumenn megi alls ekki vera einstrengingslegir og þeirra hugmyndir um áhuga- mál eigi ekki að ráða starfseminni. Og það er sú hug- myndafræði sem við erum að vinna út frá, að þeir sem koma til með að vera hérna móti starfsemina.“ Geir segir að unglingarnir hafi líka rekist á það að sums staðar hafi myndast klíkur sem hafi sölsað undir sig félagsmiðstöðvarnar. „Að vita af þessu skiptir rosalegu miklu máli. Auðvitað má ætla að sá hópur sem myndar klíkuna þurfi sannarlega á staðnum að halda, en það er ekki skynsamlegt að reka svona fyrir kannski 20 manns.“ Hugmyndir að innréttingu húsnæðisins koma frá nem- endum af hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði sem gerðu tillögur að innréttingum eins og þeir vildu helst hafa húsnæðið. Þar var mikil áhersla lögð á að innrétta kaffihús og netkaffi og eru framkvæmdir við eldhús og kaffiaðstöðu langt komnar. Ýmsar hugmyndir nemanna er þó ekki hægt að framkvæma strax, að sögn Geirs, en unnið verði samkvæmt hugmyndun þeirra eftir því sem efni og aðstæður leyfi í framtíðinni. Í Samfélagshúsinu verður salur þar sem m.a. bílskúrs- hljómsveitir geta troðið upp og aðrir geta verið með ýms- ar uppákomur. Auk þess er aðstaða fyrir hópavinnu og námskeið og nú hefur ung stúlka staðið fyrir námskeiði um hönnun og tísku álaugar, sem gengið hefur vel. „Síðan eru hér fjölmennir hópar, t.d. Tælendinga, Fil- ipseyinga og Pólverja, sem ganga ekkert svo auðveldlega inn í starfsemi íslenskra klúbba og einhvers staðar vill þetta fólk kannski hafa aðstöðu fyrir sitt eigið fé- lagstengda menningarlíf. Við sjáum fyrir okkur að þessi aðstaða geti nýst þessum hópum,“ segir Geir. Gamla bókasafnið í Hafnarfirði fær nýtt og mikilvægt hlutverk sem vettvangur unga fólksins Langþráð aðstaða Morgunblaðið/Þorkell Samfélagshúsið: Geir stefnir að opnun í október. Vesturbæ | Börn í fjórða bekk Melaskóla tóku sig til í gær og framkvæmdu gjörning þegar um 100 börn mynduðu einskonar foss á stigagangi skólans, sem tákna átti vatnið frá upphafi til ósa. Gjörningurinn var lokapunkt- urinn á þemadögum í skólanum, þar sem krakkarnir unnu margvísleg verkefni sem tengjast vatni og hlutverki þess í náttúrunni. Í gjörningnum rann „áin“ og fossaði af þriðju hæð niður á þá fyrstu undir tónlist sem börnin höfðu sjálf samið, og túlkaði tónlistin árniðinn og foss- drunurnar. Börnin líktu eftir ánni og fossinum með léreftsræmum og húf- um sem þau lituðu sjálf. Á þemadögum vatnsins fóru þau í ýmsar heimsóknir á staði sem tengjast vatni frá ýmsum sjónarhornum, skoðuðu læki, vötn og tjarnir. Börnin skoð- uðu sérstaklega hringrás vatnsins og fjölluðu um það á margvíslegan hátt í máli og myndum, en mest var lagt upp úr upplifun og skapandi starfi í tengslum við vatn, að sögn Rögnu Ólafsdóttur, skólastjóra Melaskóla. Morgunblaðið/Jim Smart Barnafoss í Melaskóla FREYJA Friðbjarnardóttir var ráð- in framkvæmdastjóri Regnboga- barna frá 1. febrúar sl. og segist ánægð með að vera loksins komin í endanlegt húsnæði þótt ennþá eigi eftir að ljúka við endurgerð og inn- réttingar á húsnæðinu, m.a. fyr- irlestrasal og herbergi undir hóp- astarf, en Freyja vonast til að húsnæðið verði að mestu tilbúið þeg- ar Regnbogabörn fagna ársafmæli í nóvember. Að sögn Freyju hjálpa fyrirtæki og einstaklingar við að fjármagna reksturinn, auk leigunnar fyrir neðri hæð hússins og fastrar upp- hæðar á fjárlögum. „Það er hins vegar erfitt að ljúka við endurgerð hússins, því það vill enginn styrkja framkvæmdir. Húsið var komið á tíma og dýrt að taka það í gegn. Það er svolítið sárt að þurfa að eyða þessum mikla tíma og peningum í að gera húsnæðið klárt,“ segir Freyja. Hún var framan af eini starfs- maður Regnbogabarna en í júní hóf ráðgjafi störf hjá samtökunum og hefur haft í mörgu að snúast við að aðstoða þá sem leita til Regnboga- barna. Að sögn Freyju eru komnir 29 skjólstæðingar sem koma að jafn- aði í ráðgjöf og fá aðstoð og er sá yngsti 9 ára en sá elsti orðinn sex- tugur. Einnig er oft beðið um fyr- irlestra um einelti og margir hafa skrifað og hringt. Elsta konan sem beðið hefur um aðstoð er komin yfir sjötugt, þannig að segja má að regn- bogabörn á öllum aldri leiti eftir að- stoð hjá samtökunum. „Þetta er ívið meira en við bjugg- umst við í byrjun. Við erum í raun ekkert farin að kynna starfsemina, en það stendur auðvitað til. Það er ársafmæli Regnbogabarna í nóv- ember og þá er okkur mikið í mun að vera búin með ákveðna áfanga í húsinu og ætlum þá að vera með móttöku hér og dreifa kynning- arbæklingum í skóla.“ Morgunblaðið/Þorkell Regnbogabörn: Freyja hefur haft í nógu að snúast undanfarna mánuði. Regnbogabörn á öllum aldri leita aðstoðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.