Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 27
Grindavík | Jón Adolf opnar sýn- ingu á tréútskurðarverkum sínum í listsýningasal Saltfiskseturs Íslands í Grindavík í dag, laugardag, kl. 15. Jón Adolf er með þekktustu tréútskurð- armönnum landsins, segir í fréttatilkynn- ingu frá Salt- fisksetrinu. Þetta er þriðja einka- sýning hans. Sýningin stendur til 4. nóvember. Listsýningasalur Saltfiskseturs Ís- lands er opinn alla daga vikunnar frá kl. 11 til 18. Útskorin tölva eftir Jón Adolf. Sýnir tréskurðarmyndir Keflavík | Ionela Loaies er nýr þjálfari hjá fim- leikadeild Keflavíkur, en hún vann bronsverðlaun í liðakeppni með landsliði Rúmeníu á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996. Hún segist vonast til að koma sín muni styrkja félagið. Loaies er sambýliskona Rúmenans Robert Bentia, sem er einnig þjálfari hjá fimleikadeild Keflavíkur. Hann þjálfaði fimleika hjá Fimleikafélaginu Rán í Vestmannaeyjum í eitt og hálft ár áður hann var beð- inn um að taka að sér þjálfun í Keflavík. „Ég kom til Keflavíkur til að vera með Robert,“ segir Loaies. „Þegar hann var búinn að finna rétta staðinn þá kom ég til hans. Hér var verið að leita að tveimur þjálfurum svo við ákváðum að flytja hingað.“ Loaies segir alla aðstöðu í Keflavík vera öðruvísi en hún á að venjast frá Bandaríkjunum, en hún hefur starfað sem fimleikaþjálfari þar undanfarin fjögur ár- .„Aðstaðan hér í Keflavík er ekki sambærileg, en fer sífellt batnandi.“ Tekur langan tíma að þjálfa Ólympíuverðlaunahafa „Auðvitað vonast ég til að hafa góð áhrif á árangur þeirra sem æfa í Keflavík, fimleikar eru erfið íþrótt það tekur langan tíma að verða góður. Það er mikil vinna framundan og það tekur mörg ár að þjálfa góða fimleikamanneskju,“ segir Loaies. Aðspurð segist hún ekki vilja gefa upp hvernig hún ætli að bæta árangurinn, og segir aðferð hvers þjálf- ara verða að vera hans atvinnuleyndarmál. Hún segir að hún þjálfi um 50 krakka í mismunandi hópum. „Krakkarnir eru fínn efniviður, þau reyna sitt besta og eru mörg mjög góð. Það er ánægja að vinna með þeim.“ Loaies vill ekkert segja um hvort verðandi ólymp- íuverðlaunahafi leynist í krakkahópnum í Keflavík: „Það tekur langan tíma að þjálfa Ólympíuvinnings- hafa svo það er ekki hægt að segja það núna hvort eitthvað af krökkunum hérna séu efni í Ólympíu- vinningshafa.“ Það er mikilvægt að byrja ungur að æfa fimleika, Aðferðir hvers þjálfara eru atvinnuleyndarmál Morgunblaðið/Brjánn Jónasson Ionela Loaies: Vonast til að bæta árangur fimleikafólks frá Keflavík. og sjálf byrjaði Loaies að æfa aðeins sjö ára gömul. Hún hætti að keppa árið 1997 og gerðist fim- leikaþjálfari í Bandaríkjunum tveimur árum síðar. Þó að Loaies hafi unnið til bronsverðlauna á Ól- ympíuleikum segir hún erfitt að segja til um hvað sé hápunkturinn á ferlinum. „Það er svo margt, ég get ekki ákveðið hvað það ætti að vera. Ég átti góðan feril og vil ekki gera upp á milli,“ segir hún hæversk- lega. Rúmenskur Ólympíu- verðlaunahafi kennir fimleika í Keflavík SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 27 Laugavegi 63, sími 551 2040 NÝTT NÝTT ! Skór í versluninni SOLDIS Ítalskir dömuskór, mokkasíur og stígvél fyrir veturinn Reykjanesbæ | Bæjaryfirvöld hafa látið setja upp stoppistöð fyrir puttalinga við Hringbraut í Keflavík, við útkeyrsluna í áttina að Garði. Þar geta ökumenn sem sjá að þeir eiga samleið tekið þá upp. Ungt fólk sést gjarnan við gatnamót Hring- brautar og Vesturbrautar í Keflavík til að húkka sér far á golfvöllinn í Leiru, í hesthúsin á Mánagrund, í Garð eða Sandgerði. Og þeim hefur yfirleitt gengið ágætlega að fá far. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að það hafi skapað ákveðna hættu í umferðinni þegar bílar stoppuðu við þessi gatnamót. „Við ákváðum að færa þetta aðeins frá gatnamót- unum, útbúa útskot og merkja staðinn skil- merkilega,“ segir Árni. Tvö skilti eru við útskotið. Á öðru stendur „Golfvöllur, Garður“ og á hinu „Mánagrund, annað“ og á báðum skiltunum er alþjóðlegt tákn puttalinga, þumalfingur sem vísar til him- ins. Þeir sem ætla að húkka sér far geta því staðið undir öðru hvoru skiltinu og þeir öku- menn sem vilja taka þá upp í séð hvort þeir eiga samleið en þurfa ekki að stoppa til að spyrja. Blaðamaður fékk ungan mann til að stilla sér upp til myndatöku á útskotinu. Sá tók fram að langt væri síðan hann hefði húkkað far en ekki leið á löngu þar til stoppað var og þurfti pilt- urinn að hafa sig allan við að afþakka farið. Strætisvagnarnir ganga innan bæjar í Reykjanesbæ en þó ekki norður í hesthúsa- hverfið. Engar almenningssamgöngur eru á milli Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis. Ekki heldur á golfvöllinn sem er á landi Gerða- hrepps. „Þetta er vonandi bara millibilsástand, þar til menn sjá sér fært að koma upp stræt- isvagnaferðum hér á milli. Það myndi til dæmis gerast um leið og svæðið yrði eitt sveitarfélag,“ segir Árni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á leið á golfvöllinn eða út í Garð: Ungi maðurinn var varla búinn að koma sér fyrir þegar fyrsti bíllinn stoppaði. Stoppistöð útbúin fyrir puttalingaGarðurinn byggða bestur Gerðahreppi | Sýning með yf- irskriftinni „Garðurinn byggða bestur“ verður haldin í íþróttahús- inu í Garði dagana 17. til 19. októ- ber næstkomandi. Tilefnið er 95 ára afmæli Gerðahrepps og 10 ára af- mæli íþróttamiðstöðvarinnar. Ætlun Garðmanna er að sýna í hnotskurn hið fjölbreytta atvinnu- og menningarlíf sem er í byggð- arlaginu. Þátt taka fjörutíu aðilar. Frítt verður inn en margt til sölu. Þá verða ýmsar uppákomur og skemmtiatriði í tengslum við sýn- inguna. „Það hefur komið mörgum á óvart að í sveitarfélagi sem telur um 1.300 íbúa skuli vera jafn fjölbreytt mann- líf og starfsemi og raun ber vitni. Við viljum með þessari sýningu gefa landsmönnum öllum kost á að kynn- ast því með heimsókn til okkar í Garðinn,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu um sýninguna. Bráðger börn | Reykjanesbær tek- ur þátt í verkefninu Bráðger börn – verkefni við hæfi, sem er tilrauna- verkefni þar sem reynt er að finna bráðgerum börnum og unglingum verkefni við hæfi í vetur. Ekki er til einhlít skilgreining á hópi bráðgerra nemenda, en meðal þess sem aðstandendur verkefnisins horfa til eru háar einkunnir í sam- ræmdum prófum, sterk innri áhuga- hvöt og góður námsárangur vegna áhuga á efninu, áhugi á því að kafa dýpra en hefðbundin kennsla gerir ráð fyrir o.fl. Þetta kemur fram á heimasíðu Reykjanesbæjar. Jóga | Hvers vegna komum við á jörðina? Hver er tilgangur þinn? Hvernig getum við lifað til fulls? Kristbjörg Kristmundsdóttir jóga- kennari og blómadropaþerapisti fjallar um efnið í Púlsinum í Sand- gerði næstkomandi sunnudag, klukkan 20. Nánari upplýsingar er að finna á vef Púlsins, www.pulsinn.is. Vatnsveita | Bæjarráð Grindavík- ur hefur falið bæjarstjóra að kanna möguleika á sölu vatnsveitu bæjar- ins til Hitaveitu Suðurnesja hf. Nýlega var gengið frá kaupum Hitaveitunnar á eignum Vatnsveitu Reykjanesbæjar og um leið var frá því gengið í stjórn fyrirtækisins að aðrar vatnsveitur á svæðinu yrðu keyptar á sömu kjörum, ef viðkom- andi sveitarfélög óskuðu að selja.    Ættfræði | Félagar á Suðurnesj- um í Ættfræðifélaginu hefja vetr- arstarfið n.k. mánudagsköld 6. október kl. 20 í Bókasafni Reykja- nesbæjar. Allir áhugasamir um ættfræði eru velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Fundað verður fyrsta mánudagskvöld hvers mán- aðar í vetur. Á NÆSTUNNI          Afltak bauð best í sjóvarnir Suðurnesjum | Afltak ehf. í Reykja- vík bauðst til að gera sjóvarna- garða á Vatnsleysuströnd, í landi Sandgerðis og Gerðahrepps fyrir liðlega 8,5 milljónir í útboði Sigl- ingastofnunar. Er það 66,7% af kostnaðaráætlun stofnunarinnar. Íslenskir aðalverktakar voru með nokkru hærra tilboð og SEES ehf. í Njarðvík með enn hærra boð. Kostnaðaráætlun Siglingastofn- unar hljóðaði upp á 12,8 milljónir kr. Verkinu skal lokið í tveimur áföngum, 1. desember næstkom- andi og 15. janúar á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.