Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 28
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Selfossi | „Fólk fer í kór af því að því finnst gaman að syngja. Hjá okkur eru æfingar tvö kvöld í viku sem eru vel þess virði og gefa manni útrás ásamt því að maður lærir auðvitað mikið. Maður hrein- lega losar streituna og söngurinn gefur góða slökun þó svo maður þurfi að reyna verulega á sig á æf- ingum. Áhyggjurnar hverfa og öll hugsun verður skýrari,“ segir Ingibjörg Stefánsdóttir leik- skólastjóri og formaður Samkórs Selfoss en kórinn fagnar á þessu ári 30 ára afmæli. Kórinn var stofnaður 24. september 1973 á „Kaupfélagsloftinu“ í núverandi ráðhúsi Árborgar þar sem nú er fundarsalur bæjarstjórnarinnar. Frá stofnun hefur kórinn verið einn af hornsteinum menningar- lífsins á Selfossi. Árið í hátíðarbúningi Fyrsti formaður kórsins var Guðmundur Axelsson sem nú er látinn og fyrsti stjórnandinn var Jónas Ingimundarson. Ingibjörg segir að allt þetta starfsár verði í hátíðarbúningi í tilefni afmælisinis. Kórinn byrjaði afmælishaldið með því að bjóða til sín gestum á af- mælisdaginn 24. september. Af- mælistónleikar verða 18. október í Selfosskirkju þar sem einnig munu koma fram kórar sem fyrrverandi stjórnendur kórsins starfa með núna. Björgvin Þ. Valdimarsson kemur með Skagfirsku söngsveit- ina og Jón Kristinn Cortes mætir með Karlakórinn Þresti. Þá verður Karlakór Hreppamanna einnig á tónleikunum en núverandi stjórn- andi Samkórsins, Edit Molnár, stjórnar honum. Auk þess kemur Bergþór Pálson einsöngvari fram á tónleikunum. Þetta kvöld verður síðan afmælishóf í Þingborg með borðhaldi og dansleik. „Svo kemur auðvitað okkar ár- vissa jólavaka 22. desember í af- mælisbúningi sem og vorferðalagið okkar næsta vor,“ segir Ingibjörg formaður sem er ein af 45 kór- félögum. „Það er auðvitað félagsskap- urinn sem dregur mann að kór- starfinu. Þar sem er söngur þar er gaman og stjórnendurnir okkar hafa allir verið metnaðarfullir og látið okkur glíma við erfið verk- efni. Það má alveg segja að það sé eins og að fara í jóga að fara á æf- ingu, öll þreyta hverfur og maður endurnýjast bókstaflega,“ segir Ingibjörg þegar hún lýsir því hvaða áhrif það hefur að gefa sig á vald söngnum á söngæfingum og hver mesta upplifunin er í kring- um þetta tómstundastarf. Stórt hljóðfæri „Kór er stórt hljóðfæri og þegar búið er að stilla alla saman, frá fjórum röddum upp í átta, þá er það stærsta upplifunin að finna samhljóminn og það hvernig stjórnandinn spilar á þetta hljóð- færi. En til þess að þetta virki þurfa allir að vera vel vakandi og einbeittir. Mér finnst það hrein- lega meiriháttar upplifun að finna 45 manneskjur standa saman sem einn maður. Maður sækir í þessa upplifun sem er mjög gefandi. Svo kynnist maður mörgum tegundum tónlistar í þessu starfi. Lagavalið er fjölbreytt og mað- ur verður aldrei leiður á þessu og ekki þó maður sé alltaf að syngja sama lagið, það er samt aldrei eins og það var síðast þegar maður söng það,“ segir Ingibjörg en hún og systkini hennar eru mikið í tón- listinni, bróðir hennar Jóhann er trompetleikari og tónlistarkennari og syngur í Kammerkór Suður- lands, Soffía systir hennar syngur í Óperukórnum og er söngkennari og Margrét syngur í Samkórnum eins og Ingibjörg en þau systkinin hafa komið fram sem kvartett. „Ég hef mjög gaman af söng og syng talsvert mikið og hef alltaf gert það, bæði í vinahópi og svo með börnunum hér á leikskólanum Álfheimum. Það er alveg yndislegt að fá að njóta þess að syngja bæði ein og með öðrum og gaman að upplifa sönginn með börnunum,“ segir Ingibjörg Stefánsdóttir for- maður Samkórs Selfoss og leik- skólastjóri á Selfossi. Söngurinn gefur slökun og áhyggjurnar hverfa Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Söngelskur leikskólastjóri: Ingibjörg Stefánsdóttir í söngstund á sal í leik- skólanum Álfheimum. Þar njóta börn og starfsfólk þess að syngja saman. Ingibjörg Stefánsdóttir er formaður Samkórs Selfoss sem er 30 ára Hveragerði | Nú er í gangi sérstök tilraun á vegum Garðyrkjuskólans með ræktun á fjórum afbrigðum af nýju salati, „Bataviasalat“, sem ekki hefur verið ræktað hér á landi áður. Umsjónarmaður verk- efnisins er Garðar Árnason, verk- efnisstjóri skólans. Bataviasalat (Lactuca sativa var. capitata) er af ýmsum talið ein gerð jöklasalats, en af öðrum sem sérstakur flokk- ur innan höfuðsalats, mitt á milli smjörsalats („venjulegs höfuðsal- ats“) og jöklasalats. Bataviasalat er tilkomið við æxlun á milli jökla- salats og smjörsalats. Blöð plantn- anna líkjast blöðum jöklasalats að útliti og gerð, en eru þykkari, bylgjóttari og með dýpri skerð- ingar en blöð smjörsalats. Plönt- urnar mynda lausvafna hausa, t.d. lausari í sér en bæði hjá smjör- og jöklasalati. Völ er á afbrigðum með meira eða minna rauðleit eða brúnrauðleit blöð. Plönturnar eru af ýmsum sagðar standast betur ýmsa sjúkdómsvalda en bæði smjör- og jöklasalat. Í Evrópu er bataviasalat t.d. nokkuð ræktað í Frakklandi og áhugi er fyrir því víðar. Samkvæmt sænskum til- raunum hentar bataviasalat vel til haustræktunar bæði utandyra og í gróðurhúsum og hefur gefist mun betur en jöklasalat. Þá hefur bat- aviasalatið reynst fljótsprottnara en jöklasalat. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Ræktun: Fjögur mismunandi af- brigði með mismunandi blaðlögun af batavisasalati eru nú ræktuð í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Tilraun með nýjar káltegundir Hveragerði | Körfuknattleiksdeild Hamars gaf á dögunum öllum 9 ára krökkum í Hveragerði áritaðan körfubolta. Ástæða þessa er að stjórn deildarinnar hefur lengi átt þennan draum til að kynna deildina og nú var ákveðið að láta drauminn rætast. Að sögn Péturs Ingvarssonar aðalþjálfara var ákveðið að velja þennan aldur vegna þess að þessir krakkar eru elstir í yngsta aldursflokknum í minnibolta. Þau eru lík- leg til að vera móttækileg fyrir körfunni og þetta er góður aldur til að hefja körfu- knattleiksæfingar. Það voru hinir erlendu leikmenn Hamars þeir Chris Dade og Fah- eem Nelson sem afhentu og árituðu bolt- ana ásamt Pétri. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Allir níu ára krakkar fengu körfubolta Eyrarbakka | Miðvikudaginn 1. októ ber var ágæt sam- koma í Rauða húsinu á Eyr- arbakka. Upphafsmenn þess- arar kvöldsamkomu eru Ingi Þór veitingamaður og áhugafólk um mannlíf á Eyr- arbakka. Hugmyndin með Bakkakvöldum er að fá íbúa þorpsins til að koma saman, spjalla og kynnast, í stað þess að kúra hver í sínu sjón- varpshorni. Fyrsta kvöldið heppnaðist ákaflega vel og var fullt út úr dyrum. Fyr- irhugað er að Bakkakvöld verði framvegis fyrsta mið- vikudag hvers mánaðar. Í dag laugardag verður haldið hér fyrsta íbúaþingið á vegum Árborgar og því var vel til fallið að bera saman hugmyndir og áhugasvið. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Í Rauða húsinu: Ingi Þór kynnir tilgang Bakkakvöldsins. Bakkakvöld og íbúaþing Selfossi | Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að nýta for- kaupsrétt skv. fyrirliggjandi kaupsamningi, dags. 2. júlí 2003, á spildu úr jörðinni Eyði-Sandvík, Árborg. Eigendur Eyði- Sandvíkur höfðu gert kaupsamning við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um landspilduna. Kaupverð var 14 milljónir. Fyrr á árinu samþykkti bæjarstjórn að nýta forkaupsrétt að annarri landspildu, í kringum flugvöllinn, en um hana höfðu landeigendur gert kaupsamning við Fossmenn ehf. á Selfossi sem hugðust skipuleggja þar íbúðabyggð. Það land kostaði 60 milljónir. Bæjarstjórn Árborgar hefur því varið 74 millj. kr. til að nýta forkaupsrétt að landi sem einkaaðilar hugðust kaupa. 74 milljónir til forkaups- réttar á landi við Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.