Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 29 Á DEGI íslenskrar tungu, 16. nóv- ember 1996, undirritaði Auður Lax- ness svohljóðandi skjal: Afhendingarbréf Með bréfi þessu afhendi ég fyrir hönd eiginmanns míns, Halldórs Laxness, handrit að ritverkum hans, sem og bréfasafn og fleiri gögn er tengjast honum, til varðveislu í handritadeild Landsbókasafns Ís- lands – Háskólabókasafns. Gljúfrasteini, 16. nóvember 1996 Sign. Auður Laxness Þegar Auður undirritaði skjalið, var megnið af handritum skáldverka Halldórs Laxness þegar komið í vörslu Landsbókasafns, en hann átti sjálfur frumkvæði að því að koma handritum sínum þangað, allt frá því uppúr 1960. Eins og yfirskrift afhendingar- bréfsins ber með sér eru gögnin af- hent safninu til varðveislu, en ekki gjafar. Engin ákvæði fylgja afhend- ingarbréfinu, hvorki kvaðir né tak- markanir. Samningurinn um Gljúfrastein 21. apríl 2002 gerðu Auður Sveinsdóttir Laxness og Davíð Oddsson forsætisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, með sér samning til að heiðra minningu Halldórs Laxness. Þetta er samn- ingurinn um kaup íslenska ríkisins á húsi skáldsins og fjölskyldu hans að Gljúfrasteini. Í fyrstu grein þessa samnings sel- ur og afsalar Auður sér fasteigninni Gljúfrasteini, 300 fm steinsteyptu húsi, bílskúr, sundlaug og eignar- landi til íslenska ríkisins. Kaupverð fasteignar og jarðar eru 35 milljónir króna. Í kaupunum eru ekki með landspildur sem Halldór Laxness og Auður höfðu áður afsalað dætrum sínum, Sigríði og Guðnýju. Þetta eru landspildurnar Jónstóft og Melkot. Í þessari grein samningsins er einnig kveðið á um það að á meðan Melkot sé í eigu afkomenda Halldórs Lax- ness, skuli þeir hafa umferðarrétt um jörð Gljúfrasteins, utan húsgirð- ingar. Eignin var seld án veðbanda eða annarra kvaða en þeirra er að ofan greinir. Afhending eignarinnar var miðuð við 1. september 2002, en heimilt að fresta henni til ársloka 2002 ef Auður Laxness óskaði þess. Önnur grein þessa samnings er um kaup ríkisins á 47 listaverkum í íbúðarhúsinu að Gljúfrasteini og einni höggmynd utandyra. Í fylgi- skjölum samningsins er ítarleg skrá yfir listaverkin, og í hvaða herbergj- um þau eru. Meðal höfunda þessara verka eru Jóhannes Kjarval, Louisa Matthíasdóttir, Svavar Guðnason, Nína Tryggvadóttir, Asger Jørn, William Heinesen, Ásmundur Sveinsson, Kristján Davíðsson og Erró. Umsamið kaupverð á lista- verkunum fjörutíu og átta var 31 milljón króna. Þriðja grein þessa samnings fjallar um gjafabréf, þar sem Auður Laxness gefur íslenska ríkinu allt innbú að Gljúfrasteini sem tilheyrði heimili hennar og Halldórs. Gjafa- bréfið er sérstakt skjal, sem fylgir samningnum og er undirritað af Auði og Davíð Oddssyni. Því eru gerð sérstök skil hér að neðan. Í fjórðu grein kaupsamningsins er loks fjallað um Minningarsafn það sem ríkið áformar að opna að Gljúfrasteini um mitt næsta ár. Þar kemur fram að forsætisráðherra skipi þriggja manna ráðgefandi stjórn fyrir safnið og ráði til þess safnstjóra. Einn stjórnarmaður skal skipaður án tilnefningar, mennta- málaráðherra tilnefnir einn, og sá þriðji er skipaður úr hópi niðja Hall- dórs og Auðar Laxness. Þeir sem gegna þessum stöðum nú, í sömu röð og upp er talið hér að framan, eru Þórarinn Eldjárn rithöfundur, Guðmundur H. Frímannsson deild- arstjóri og Halldór Þorgeirsson tengdasonur Halldórs og Auðar. Í fylgiskjölum þessa samnings er að finna, auk listaverkaskrárinnar, afsöl, lóðamælingar og uppdrætti. Gjöf Auðar Laxness Með ofangreindum samningi, frá 21. apríl 2002, fylgir gjafabréf Auðar Laxness. Gjafabréfið er í fjórum lið- um. Í fyrsta lið er tilgreint að Auður gefi íslenska ríkinu allt innbú að Gljúfrasteini sem tilheyrði heimili hennar og Halldórs. Tilgreint er ná- kvæmlega á sérstöku fylgiskjali hvaða munir þetta eru. Til fróðleiks og til að gefa innsýn í hvers konar munir þetta eru, má nefna: teppa- mottu, rúmfjöl frá 1713, Steinway- flygil, skálar, dúka, sófasett, púða í sófa, kistu, hægindastóla, blóma- vasa, vindlakassa, símaborð, ösku- bakka, sígarettukassa, plötuspilara, kolafötu, bolla- og matarstell, silfur- borðbúnað, ferðatöskur, blaðagrind, kökudisk, borðfána, veggteppi og leðurskammel. Alls eru þetta tæp- lega 250 skráðir munir og munasett. Undir öðrum lið gjafabréfsins gef- ur Auður íslenska ríkinu „allt safn handrita og hvers konar annarra uppskrifta, minnisblaða og annars hand- eða vélritaðs efnis“ sem þá var til staðar að Gljúfrasteini og hef- ur að geyma hugverk Halldórs Lax- ness. „Gjöfin er þó bundin öllum takmörkunum höfundarréttar og er einskorðuð“ við það að þau gögn sem undir þennan lið samningsins heyra verði „sýningargripir“. Þessi gögn er þau sem mest hefur verið rætt um í fjölmiðlum að und- anförnu. Þarna eru sendibréf til Halldórs frá öðrum, afrit af nokkr- um bréfum hans sjálfs, minniskomp- urnar hans og fleira sem fræðimenn hafa sóst eftir að fá að skoða. Svo virðist sem það atriði gjafa- bréfsins hafi ekki legið ljóst fyrir í umræðu síðustu daga, að þessi gögn hafi ekki verið ætluð til annars en að vera sýningargripir, og þar af leið- andi ekki ætluð til skoðunar eða út- láns á handritadeild Landsbóka- safns, hvorki til fræðimanna né almennings. Halldór Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið í gær að þessi tilteknu skjöl ættu að verða sýning- argripir. „Varðveislan er á ábyrgð og forsjá Landsbókasafns. Það kom fram í samningi sem forsætisráðu- neytið gerði við Landsbókasafnið 18. september að við ætlum aðgang að þessu til sýningahalds, en ekki ann- ars.“ Í þessum lið gjafabréfsins er kveðið á um það að handhafar höf- undarréttar hafi óhindraðan aðgang að gögnununum sem undir þennan lið heyra, til hvers konar eftirgerð- ar, ljósritunar, ljósmyndunar eða upptöku á tölvutækt form. Í þriðja lið gjafabréfsins er fjallað um bókasafn Auðar og Halldórs að Gljúfrasteini, sem er allt gefið ís- lensku þjóðinni. Fjórði og síðasti liður gjafabréfs- ins snýr að öðrum lausamunum að Gljúfrasteini en áður eru upptaldir, og skulu þeir allir gefnir íslensku þjóðinni, að undanskildum þeim inn- búsmunum sem til hafa komið eftir andlát Halldórs Laxness. Undir gjafabréfið rita Auður Lax- ness og Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Samkvæmt samningum þessum er ljóst að hluti gagna Halldórs Lax- ness varð eftir á Gljúfrasteini árið 1996, þegar Auður Laxness afhenti Landsbókasafni handrit og sendi- bréf skáldsins. Þau gögn voru hins vegar gefin samkvæmt ofangreindu gjafabréfi, með kaupsamningnum árið 2002. Í september á þessu ári virðist hins vegar hafa verið ákveðið, að þau gögn sem féllu undir annan lið gjafabréfsins skyldu þá flutt af Gljúfrasteini og vistuð á Landsbóka- safni. Forsætisráðuneytið og Lands- bókasafnið gera með sér samkomu- lag um þetta, sem undirritað er af Halldóri Árnasyni skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu og Sigrúnu Klöru Hannesdóttur landsbóka- verði, 18. september síðastliðinn. Halldór sagði í samtali sínu við Morgunblaðið í gær, að ákvörðunin um flutning skjalanna sem fylgdu Gljúfrasteini, og tilgreind voru í 2. grein gjafabréfs Auðar Laxness, á Landsbókasafn hafi verið tekin fyrir alllöngu síðan. Ákvörðunin hafi ver- ið kynnt ráðgefandi stjórn um Minn- ingarsafnið, sem hafi verið henni samþykk, og því full sátt um þá til- högun. „Það voru allir sama sinnis um að öll skjöl, hverju nafni sem þau nefndust, ættu heima á Landsbóka- safninu, og yrðu skráð þar, en ekki á Gljúfrasteini. Jafnframt lá fyrir í samkomulagi forsætisráðuneytisins og Landsbókasafnsins, ákvæði um að ráðuneytið veitti fjármagn til skráningarinnar. Þessari ráðgefandi stjórn hafði verið kynnt samkomu- lagið á þriðjudegi, og stjórnin lagði áherslu á að drifið yrði í því að flytja gögnin. Það var gengið frá sam- komulaginu og gögnin flutt á fimmtudegi. Ákvörðunin snerist þó ekki eingöngu um skrásetningu gagnanna, heldur voru menn ekki alveg sáttir við að hafa þau á Gljúfrasteini. Ef eitthvað má gagn- rýna er það það, að þetta hefði átt að gerast löngu fyrr. Gögnin eru betur komin í vörslu Landsbókasafnins.“ Í fyrstu grein þessa samkomulags segir að forsætisráðuneytið afhendi þær minnisbækur og skjöl sem ennþá séu á heimili skáldsins að Gljúfrasteini, til handritadeildar Landsbókasafnsins til varðveislu, með öðrum gögnum skáldsins. Önnur grein samkomulagsins kveður á um það að Minningarsafn um Halldór Laxness fái afnot af þeim gögnum, prentuðum og óprentuðum, sem varðveitt eru á Landsbókasafni, til sýninga og kynningar á skáldinu eftir nánara samkomulagi. Í þriðju grein samkomulagsins kemur fram að Landsbókasafnið muni skrá öll skjöl og bréf sem tengjast skáldinu og gera slíkar skrár aðgengilegar almenningi. Kveðið er á um að skrárnar skuli vera opinberar, en ekkert sagt um gögnin sjálf. Til að létta Landsbóka- safninu skráninguna, greiðir fjár- málaráðuneytið Landsbókasafninu eina og hálfa milljón á þessu ári, og sömu upphæð á því næsta, en það er fjárstuðningurinn sem Halldór Árnason minntist á. Þá kemur fram að safnið muni þegar í stað hefjast handa við skráninguna. Landsbókasafnið mun leita leiða til að skapa sérstakt alþjóðlegt vef- setur um Halldór Laxness, sam- kvæmt fjórðu grein samkomulags- ins. Þetta verður gert með því að yfirfæra valin bréf skáldsins, hand- rit og önnur skjöl, myndir og hljóð- rit sem snerta skáldið og lista- mannsferil hans, í stafrænt form og gera aðgengilegt á Netinu. Lokagrein samkomulagsins snýr að bókasafni Gljúfrasteins. Þar kemur fram að fræðimönnum er vinna að rannsóknum á bókum er tilheyra Minningarsafninu að Gljúfrasteini, verði veitt aðstaða á lestrarsal handrita- og þjóðdeildar Landsbókasafns til þeirrar vinnu. Halldór Laxness er enn í sviðsljósinu, en síðustu vikurnar hafa umræður um gögn hans og skjöl verið í hámæli. Bergþóra Jónsdóttir skoðar hér þá samninga sem gerðir hafa verið um eigur Auðar og Halldórs Laxness og gjafabréf Auðar, þar sem hún gefur íslenska rík- inu innbúið að Gljúfrasteini, með þeim gögnum sem mest umræða hefur verið um. Skráning gagna Halldórs Laxness hefst þegar í stað 2. grein gjafabréfs Auðar Laxness til íslenska ríkisins. 3. grein samnings forsætisráðuneytisins við Landsbókasafnið. begga@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur Hús Nóbelsskáldsins, Gljúfrasteinn. SNORRI Wium syngur í stað Gunn- ars Guðbjörnssonar á Stórtónleikum í Salnum í dag kl. 14.30. Tónleikarnir eru nú fluttir í fjórða sinn. Aðrir flytjendur eru sem fyrr Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Kristinn Sig- mundsson og Jónas Ingimundarson. Á efnisskránni eru vinsælar aríur og dúettar úr þekktum óperum svo og íslensk sönglög. Tónleikarnir verða haldnir í fimmta og allra síðasta sinn á mánu- dagskvöld kl. 20. Snorri syngur í stað Gunnars BJÖRN Birnir opnar málverkasýn- ingu í Húsi málaranna í dag kl. 14. Björn var um árabil kennari við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og stjórnaði málaradeild skól- ans í 12 ár. Það er orðið langt um liðið síðan Björn hélt einkasýningu síðast. „Ég hef sýnt mikið með öðrum, en það er orðið nokkuð síð- an ég sýndi síðast einn. Líklega um 1990. Áður sýndi ég tvívegis á Kjar- valsstöðum og einu sinni í galleríi í Reykjavík,“ segir Björn. „Ég er nú búinn að vera að nudda við þetta í hálfa öld og hef náttúrlega breyst. Það er þó eitthvað sem fylgir manni alla tíð, maður þekkist á verkum sín- um.“ Á sýningunni eru um 40 myndir gerðar á sl. 10 árum. „Allt eru þetta abstraktmyndir sem ég er að sýna núna. Þær eru unnar með akríl á striga og pappír, og akríl og olíu sumar hverjar. Áður fyrr var ég með myndraðir. Ein hét t.d. Á sandinum, en þá var ég hugfanginn af Mýrdals- sandi og önnur hét Á sléttunni. Hún var frá dvöl minni í Bandaríkjunum og veru minni austanfjalls.“ „Þeir hefðu sennilega hengt mig“ Björn Birnir LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frum- sýnir í kvöld kl. 20 einleikinn Kontrabassinn eftir Patrick Sü- skind. Gunnar B. Guðmundsson leik- stýrir en túlkun hins raunamædda tónlistarmanns er í höndum Hall- dórs Magnússonar. Patrick Süskind er m.a. kunnur fyrir bókina Ilmurinn sem fór á sín- um tíma sigurför um heiminn. Kontrabassinn er hans fyrsta leikrit, skrifað árið 1980. Þetta er þriðja uppsetningin á þýðingu Hafliða Arn- grímssonar og Kjartans Óskarsson- ar. Einleikur um sálarlíf tón- listarmanns ELSTI karlakór landsins, Karlakór- inn Þrestir, halda hausttónleika í Víðistaðakirkju kl. 17 á laugardag og í Hafnarborg á sunnudagskvöld kl. 20. Verkin sem flutt verða eru flest ný í söngskrá Þrastanna, þjóðlög, klassísk verk og nýrómantísk verk frá Ameríku, Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi auk íslenskra sönglaga. Þrestir stefna að því að taka þátt í al- þjóðlegri kórakeppni í Wales í júlí 2004 og verða nokkur laganna á efn- isskránni flutt þar. Kórmenn eru nú um 70 talsins og verður á næstu misserum stefnt markvisst að fjölgun í kórnum. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez en formaður er Páll Ólafsson. Hausttónleikar Þrastanna í Hafnarfirði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.