Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 32
MATARKISTAN 32 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ É G BÝ til ýmislegt úr berjum á haustin, krækiberjahlaup, að- albláberjasultu og hlaup og síðan nota ég hratið í krækiberjalíkjör sem ég geymi til jóla. Mér finnst svo eig- inlega skemmtilegast að safta bæði úr krækiberjum og bláberjum,“ seg- ir Ylfa Mist Helgadóttir. „Það er svo heimilislegt að eiga saft. Þegar ég var að alast upp var ég hjá yndislegri dagmóður sem gerði alltaf krækiberjasaft sem hún geymdi á glerflöskum og mér fannst þetta eitthvað svo frábært. Við notum saftina í ýmislegt, drekkum hana, notum á hrís- grjónagraut og út á ís og eftirrétti.“ Ylfa Mist er búsett á Bolungarvík og þar í nágrenninu tínir hún aðalbláber og krækiber. Síðan tínir hún rifsber ef hún kemst í þau. Ylfa Mist segist geyma megnið af því sem hún býr til fram til jóla en þá fá ættingjar og vinir körfur með ýmsu góðgæti sem hún býr til. Býr til hrásaft „Við höfum haft þennan háttinn á lengi og ég finn að fólk hefur gaman af að fá svona jólagjafir, sérstaklega ef það gefur sér ekki tíma til að standa í þessu sjálft.“ Hvernig býrðu til saftina? „Ég á enga uppskrift en iðulega set ég berin í matvinnsluvél og mauka hressilega. Svo er safinn síað- ur í gegnum sigti og síðan sótt- hreinsaðan bómullarklút. Ég sýð saftina aldrei því mér er í mun að halda vítamínunum í henni. Stundum blanda ég sykri samanvið en iðulega set ég saftina beint á plastflöskur og í frysti og leysi svo bara sykurinn upp í henni þegar ég tek hana úr frysti.“ Það hefur fleira farið í jólakörf- urnar en sultur, hlaup og saft því Ylfa Mist býr til jólalíkjör úr kræki- berjahratinu og svo kryddbitter sem fær að fljóta með í körfurnar. „Ég nota jöklakrap og hratið úr krækiberjunum og þetta er alveg frábær jólasnafs. Í kryddbitterinn notum við svo ýmsar jurtir og vodka.“ Hún hefur líka notað tækifærið þegar haustuppskeran af grænmeti er á góðu verði. „Við höfum prófað að súrsa niður grænmeti þegar gera má góð kaup á því og einnig höfum við soðið niður ber á krukkur og kryddað græna tómata og sett á krukkur. Þegar gul- rætur eru á hagstæðu verði er til- valið að búa líka til gulrótarmarmel- aði.“ Saltar sveppi að rússneskum hætti Ylfa Mist tínir stundum sveppi og sýður niður eða steikir og frystir. „Ég hef prófað að tína mjólk- ursveppi og salta þá niður á krukkur að rússneskum hætti. Þeir eru síðan útvatnaðir í sólar- hring og notaðir í sósur og súpur.“ Hún tínir líka hefðbundna sveppi eins og gorkúlur og kúalubba og steikir þá í smjöri, saltar og frystir í litlum pokum. Slíkir sveppir eru að hennar sögnóviðjafnanlega góðir á ristað brauð, út í eggjakökur og í sósur og súpur. Þegar Ylfa Mist er spurð hvernig hún komist yfir það að sjóða niður, sulta og vera svona myndarleg bend- ir hún á að þetta sé áhugamál. „Ég er hússtjórnarskólagengin og á meðan aðrir kjósa að vera í golfi þá sinni ég þessu áhugamáli.“ Ylfa Mist deilir hér með lesendum  HAUSTMATUR | Ýmsir nota tækifærið þegar haustuppskeran af grænmeti er á góðu verði og sjóða niður Skemmtilegast að safta Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Ylfa Mist Helgadóttir í Bolungarvík er hússtjórnarskólagengin og sinnir áhugamáli sínu meðan aðrir fara í golf. Á haustin sultar Ylfa Mist Helgadóttir, saft- ar, býr til líkjör og hlaup úr krækiberjum. Síðan nýtir hún rifsberin og aðalbláberin. Einar G. Pálsson býr til hvannar- marmelaði, súrsar asíur og bakar brauð. E INAR G. Pálsson í Borgarnesi hefur gaman af því að sýsla í eldhúsinu, ekki hvað síst við matargerð. Hann og Guðrún Jónsdóttir kona hans eiga fjögur börn svo það er nóg að gera heima fyrir. Hann starfar í Búnaðarbankanum í Borgarnesi, er í fjarnámi á Bifröst, spilar badminton auk þess sem hann stundar göngu- ferðir svo eitthvað sé nefnt. Hér fylgja uppskriftir að hvannar- og appelsínumarmelaði, súrsuðum asíum og brauði. Asíurnar fékk Guð- rún á Hvanneyri, þar sem hún starf- ar. Þær voru ræktaðar í tilraunareit og var uppskeran svo góð að starfs- fólkinu var boðið að taka með sér asíur heim, eins og hver gat borið. Með í kaupunum fylgdi þessi upp- skrift að súrsuðum asíum. Hvannar- og appelsínu- marmelaði 1 kg hvönn (nota blaðleggina) 1 kg appelsínur 2 kg sykur Hvönnin er skorin smátt, appels- ínurnar ekki eins smátt, soðið smá stund. Síðan er þetta hakkað. Sykr- inum dembt útí og soðið þangað til það er orðið „sultulegt“. Reyndar verður það að vera svolítið þunnt að sjá þegar maður hættir að sjóða svo að það verði ekki of stíft þegar það kólnar. Einar segir best að taka hvönnina í júní eða júli. Notaðir eru blaðleggirnir og þegar hann tók hvönnina í ágúst síðastliðnum fannst honum þeir aðeins vera farnir að tréna. Súrsaðar asíur 1 kg asíur ¼ l edik ¼ l vatn 550 g sykur 8 negulnaglar 2 kanilstangir Asíurnar eru afhýddar og tekið innan úr þeim fræ- ið. Hellt yfir þær sjóðandi vatni sem er látið standa á þeim þar til það kólnar. Vatninu hellt af asíun- um og þær þerraðar með klút, síðan skornar í strimla og vigtaðar. Edik, vatn, sykur og krydd soðið þar til fer að þykkna. Í þessu eru as- íubitarnir soðnir í 5 mín. Látið á heit glös. Eftir 3–4 daga bið er leginum hellt af og hann soðinn þar til hann þykknar betur. Síðan er hann aftur settur í glösin og þeim lokað strax. Fjölkornabrauð Einar hefur bakað langmest af fjölkornabrauði. Það hefur breyst í meðförum enda segist hann hafa möndlað uppskriftina aðeins til. Fjölkornabrauð Uppskrift fyrir 2 brauð 700 g hveiti 150 g fjölkornablanda 150 g rúgsigtimjöl 1 msk. salt 1–2 msk. sykur Þurrger eða pressuger Sultar, súrsar og bakar brauð Ljósmynd/Guðrún Jónsdóttir Einar hreinsar fræ úr asíum fyrir súrsun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.