Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TVÆR ólíkar tilraunir til að „búa til þjóð“ hafa vakið athygli heimsbyggðarinnar: basl Bandaríkjamanna við að byggja upp lífvæn- legt stjórnarfyrirkomulag í Írak og metnað- arfull áform Evrópusambandsins um að breyta því í sannkallað sambandsríki. Þótt þessar tilraunir séu að mörgu leyti ólíkar er „lýðræðishallinn“ mjög áberandi í þeim báð- um. Fullvalda ríki krefst pólitískrar sam- kenndar. Til að skilja þetta skulum við snúa okkur að nokkrum íhugunarefnum sem bera keim af Rousseau. Jean-Jacques Rousseau var mótsagnakenndur snillingur sem fyrstur tengdi skipulega mörg af meginstefum nú- tímaviðhorfa til raunverulegs lýðræðis með öllum sínum mótsagnakenndu kröfum. Hann var mikill hugsuður en það leiðir alltaf til ófarnaðar að fara að ráðum hans. Í fyrstu lýðræðisbyltingunum voru völd færð frá konungum til „þjóða“. En til þess þurfti að finna upp nýja tegund sameigin- legrar stofnunar sem gæti tekið ákvarðanir og gert ráðstafanir sem hægt væri að rekja til almannavilja – að hætti Rousseau. Þetta nýja fyrirkomulag krefst mikils samloðunar- krafts vegna þess að lýðræði felur í sér fleira en vilja meirihlutans. Þegar öllu er á botninn hvolft geta margs konar stofnanir eða samkundur, jafnvel mjög laustengdir hópar, tekið meirihlutaákvarð- anir. Segjum sem svo að á opnum fyrirlestri finnist nokkrum viðstaddra að það sé orðið of heitt í húsinu og biðji um að gluggarnir verði opnaðir en aðrir séu á móti því. Hægt væri að gera út um þetta með því láta fólkið greiða atkvæði og minnihlutinn sætti sig við vilja meirihlutans. Hópurinn gæti samt verið samsettur af einstaklingum, sem þekkja ekki hver annan og eiga nánast ekkert sameig- inlegt annað en það að sækja fyrirlesturinn. Lýðræðisleg samfélög þurfa á hinn bóginn að tengjast sterkari böndum en hópur sem kemur saman fyrir tilviljun. Lýðræði felur í sér ákveðna starfshætti við ákvarðanatökuna – sem byg hlutans (þ réttindi e lætingu f unni. Þeir sem þeir stjórn alrá Til að s ir okkur staklingsi ur í atkvæ þarf þá að sé andvíg telja mig ur að eng það er me alráður k engu? Lýðræðisvand ópusambandin Eftir Charles Taylor © Project Syndicate. ’ Eru Írakar of sundr-aðir, hafa þeir verið kúg- aðir of lengi, til að geta þróað með sér þá sam- kennd og samfélagsvit- und sem lýðræði krefst? ‘ Þ AÐ er skrýtin tilfinning að setjast á Alþingi í fyrsta skipti. Ég vona að með nýrri kynslóð á Alþingi verði nauð- synleg viðhorfsbreyting þar sem látið verður af sérhagsmunagæslu og kostnaðarsömu kjördæmapoti. Við þurf- um ætíð að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi. Við þurfum ætíð að spyrja okk- ur að því hvernig við gerum samfélag okk- ar betra. Frelsi, jafnrétti og bræðralag voru kjörorð frönsku byltingarinnar. Þessi hugtök hafa verið leiðarljós jafn- aðarmanna alla tíð síðan. Hægt er að nálgast öll úrlausnarefni samtímans út frá þeirri fallegu hugmyndafræði sem birtist í þessum þremur orðum. Frelsi frá fátækt og fáfræði Frelsi er fyrsta hugtak okkar jafn- aðarmanna en Samfylkingin metur frelsi einstaklingsins mikils. Við viljum þó ekki aðeins frelsi á markaði heldur einnig frelsi frá fátækt og fáfræði. Þar skiptir öflugt menntakerfi mestu máli. Íslendingar eru ekki eins vel menntaðir og margir halda. Tæplega helmingur hvers árgangs lýkur einungis grunnskóla- prófi sem er mun verri staða en hjá ná- grannaþjóðum okkar. Samfylkingin vill koma á móts við fólk sem vill hefja nám að nýju og auka fjölbreytileika með iðn-, verk- og listnámi enda er brottfall úr framhaldsskólum óvíða hærra en hér- lendis. Ríkisstjórnin vill hins vegar auka miðstýringu og fækka valmöguleikum. Samfylkingin hefur hins vegar lengi stutt styttingu framhaldsskólans en það má ekki gerast á kostnað fjölbreytileikans. Samkvæmt nýjustu tölum OECD er Ís- land einungis í 14. sæti þegar útgjöld á hvern nemanda í skólakerfinu eru borin saman. Þar sem hlutfallslega mun fleiri eru á skólaskyldualdri á Íslandi en hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum ættum við að eyða hærra hlutfalli af landsfram- leiðslu í menntamál en ella. Menntamál Það er grun sinna sjúkum tryggja viðun Erfitt er að rö þegar þessir h er. Samfélag o mörgum sviðu félagi sem læt með að hafa m segja geðsjúk ár eftir ár. Þa sem lætur rík láta hundruð og nauðsynjav arstofnunum. félagi sem læt með að draga arstríð á mjög Það er einn láta ríkisstjór að samþykkja stjórnmálaflo heldur á réttr stjóri er skipa flokksskírtein inn sem auglj sækjandinn. Frelsi, jafn grunnstefin í Þessi grunnst betra. Hjörtu hugtök jafnað ætlar í vetur o sem flesta lan um mikilvægi verði í forystu hafa aldrei verið forgangsmál núverandi ríkisstjórnar. Treystum einstaklingunum Við þurfum frelsi í viðskiptum. Rík- isvaldið á ekki að vasast í hlutum sem ein- staklingarnir eru fullfærir um að sinna. Við þurfum ekki ríkisfjölmiðil sem drepur allt einkaframtak með þátttöku sinni á auglýsingamarkaði. Fjárfestingar útlend- inga í íslensku hagkerfi eru til góðs, líka í sjávarútvegi. Við eigum ekki að óttast um það svið sem við erum sérfræðingar í á heimsmælikvarða. Hæstiréttur Bandaríkjanna kallaði eitt sinn samkeppnislög stjórnarskrá atvinnu- lífsins. Samkeppnisstofnun mun hins veg- ar áfram búa við fjársvelti af hálfu rík- isstjórnarinnar. Ríkisstjórnin ber því beina pólitíska ábyrgð á seinagangi þeirra mála sem þar eru til skoðunar og hugs- anlegri fyrningu brota. Án öflugra sam- keppnislaga verður ekkert frelsi á mark- aðinum, einungis skaðlegt lögmál frumskógarins. Jafnrétti er annað hugtak sem er jafn- aðarmönnum hugleikið. Tæplega helm- ingur allra kvenna sem nú sitja á þingi kemur úr einum flokki, Samfylkingunni. Kynbundinn launamunur er þó enn til staðar í samfélaginu og staða einstæðra feðra er oft bágborin. Samkynhneigðir einstaklingar búa enn ekki við full réttindi í okkar samfélagi. Við eigum að jafna vægi allra kjósenda, hvar sem þeir búa, með því að gera landið að einu kjördæmi. Gera þarf kaup á vændi refsivert og þyngja refsingar við grófum ofbeldis- og kynferðisafbrotum enda hef- ur réttarvitund almennings fengið sig full- sadda af óréttlátum dómum. Það gengur ekki lengur að dómstólar landsins hunsi hluta þeirra lagaheimilda sem löggjafinn hefur sett þeim hvað varðar refsingar. Bræðralag er þriðja meginstef jafn- aðarstefnunnar. Við eigum að gæta okkar minnsta bróður. Gleymum því aldrei að á bak við tölfræði er einstaklingur með þrár, vonir og tilfinningar. Hvernig við bætum samf Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson Höfundur er Samfylkinga ’ Við vieins fre heldur e fátækt o Á STÓRA SVIÐINU Ætla mætti að íslenskar leikhús-uppfærslur eigi frekar erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinana, þó ekki sé nema vegna þess hversu fáir þekkja til íslenskrar tungu og jafnframt hversu erfitt það getur reynst leikurum að koma túlkun sinni til skila á öðrum tungumálum en sínu eigin. Sýning Vesturports á hinu klassíska leikverki Shakespeares, Rómeó og Júlíu, hefur yfirstigið þá erfiðleika með eftirtektarverðum hætti, eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær. Það sýnir töluverða dirfsku að fara með uppsetningu á leikriti Williams Shakespeares til heimalands hans, Englands, þar sem þekking fagfólks þar á arfleifð hans er gríðarleg og aldarlöng hefð fyrir uppsetningum á verkunum. Samt sem áður hafa dóm- ar breskra blaða verið afar lofsam- legir, ekki síst ef tekið er tillit til þess hversu vel gagnrýnendum þykir leik- hópurinn hafa náð að fanga anda leik- rits Shakespeares og þann kraft sem það býr yfir. Eins og tæpast hefur farið framhjá nokkrum sem sá sýn- ingu Vesturports á Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu reynir sýningin mikið á alla sem að henni standa; þýð- endur, höfunda leikgerðar, leikstjóra og ekki síst leikarana, sem öll eiga mikið hrós skilið fyrir listrænt áræði. Í frétt um verkefnið, sem birtist hér í blaðinu hinn 28. september sl., kemur fram að íslenskur leikhópur hefur ekki áður sýnt fullmótað verk í þekktu leikhúsi í Evrópu án opin- berra styrkja. Aðstoð við uppfærsl- una í London kemur frá íslenskum kaupsýslumanni, Björgólfi Thor Björgólfssyni, og er til marks um það hversu góðum árangri samstarf at- vinnulífs og lista getur skilað þegar vel er að verki staðið og djörfung beggja aðila nýtt til fullnustu. Í frétt- inni var haft eftir Björgólfi Thor að þessi sýning á Rómeó og Júlíu í London „sýni öllum að Íslendingar eiga fullt erindi inn á stóra sviðið“ – sem er auðvitað vísun í þau orð Shakespeares sjálfs að allur heimur- inn sé leiksvið – og það er einkar ánægjulegt að hann skuli hafa reynst svo sannspár. EYÞJÓÐIR OG EVRÓPA ÍMorgunblaðinu í gær birtist frá-sögn af erindi, sem DominickChilcott, yfirmaður Evrópu- skrifstofu brezka utanríkisráðuneyt- isins, flutti fyrir nokkrum dögum ásamt samtali við hann um afstöðu eyþjóða til Evrópu. Í stuttu máli var niðurstaða Chilcott sú, að 30 ára reynsla Breta af samstarfi innan ESB hefði gert þeim gott, gert þá víðsýnni í hugsun og nálgun að lausn vanda- mála. Þetta skal ekki dregið í efa. Það er hins vegar hægt að ræða af- stöðu Breta og fleiri þjóða til ESB út frá öðrum sjónarhóli en þeim hvort eyþjóðir hafi sérstaka afstöðu til samstarfsins innan ESB og raunar spurning, hvort sú nálgun hafi ein- hverja sérstaka þýðingu. Evrópusambandið varð til sem við- leitni meginlandsþjóðanna til þess að gera út um nágrannadeilur þeirra í milli, sem leitt höfðu til stórstyrjalda á meginlandinu öldum saman og tveggja heimsstyrjalda á 20. öldinni. Þetta er grundvallaratriði og má ekki gleymast. Bretar hafa aldrei verið fullgildir þátttakendur í þessum nágrannadeil- um á meginlandinu, ef svo má að orði komast. Þeir hafa hins vegar blandað sér í þær deilur aftur og aftur. Árum saman höfðu Bretar miklar efasemdir um að þeir ættu að ganga í Evrópusambandið. Þeir voru ekki einir um það. Meginlandsþjóðirnar höfðu líka efasemdir um það og þá ekki sízt Frakkar. De Gaulle hafnaði á sínum tíma þátttöku Breta í Evr- ópusambandinu. Frá því að Bretar gengu í Evrópu- sambandið hafa verið stöðugar deilur í þeirra hópi um þá þátttöku. Deil- urnar eru svo hatrammar að hinn sögufrægi Íhaldsflokkur hefur árum saman verið lamaður vegna þess að flokkurinn er klofinn í herðar niður í afstöðu til Evrópusambandsins og um þessar mundir sérstaklega til evr- unnar. Brezkir íhaldsmenn eru ekki einir um þær efasemdir. Fyrir nokkru höfnuðu Svíar aðild að evrunni í þjóð- aratkvæðagreiðslu þrátt fyrir að fylking forystumanna í stjórnmálum og atvinnulífi mælti með aðild að evr- unni. Danir hafa lengi verið aðilar að Evrópusambandinu en þeir hafa ekki tekið evruna upp og meðal dönsku þjóðarinnar eru enn alvarlegar efa- semdir um að þjóðin eigi heima innan ESB. Norðmenn hafa tvívegis hafnað aðild að ESB. Það getur varla verið tilviljun, að þrjár Norðurlandaþjóðir eru svo full- ar efasemda um afstöðuna til ESB, tvær þeirra tvístígandi innan ESB og ein þeirra þriggja þ.e. Norðmenn, hafa tekið þann kost að standa utan ESB. Þetta mál snýst ekki um eyþjóðir. Það snýst einfaldlega um það að ræt- ur Evrópusambandsins liggja í átök- um milli meginlandsþjóðanna. Þess vegna hafa þær þjóðir, sem ýmist hafa staðið utan við þau átök eða dregizt treglega inn í þau haft svo mikla fyrirvara á þessu samstarfi og raun ber vitni. Um leið er skiljanlegt að þjóðirnar í austurhluta Evrópu, sem hafa með einum eða öðrum hætti orðið aðilar að átökum meginlandsþjóðanna um ald- ir, hafi sterkan áhuga á að verða full- gildir aðilar að samstarfinu innan ESB. Hugsjónin um sameinaða Evrópu er stórkostleg hugsjón. Á þeim ára- tugum sem Evrópusambandið hefur starfað hefur því tekizt mjög vel það ætlunarverk, að tengja hagsmuni að- ildarríkjanna svo sterkum böndum, að þau hefðu engan hag af því að fara í stríð hver gegn annarri. Þetta megin markmið Evrópusambandsins hefur náðst. En það er ekki þar með sagt, að þeir sem alla tíð hafa staðið utan við þessi átök eigi endilega að verða aðilar að því að tryggja að þau verði ekki endurtekin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.