Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ jóðfélagsumræða fer gjarnan fram í rituðu máli, enda penninn (lyklaborðið nánar til- tekið) ákjósanlegt verkfæri þeirra sem vilja nýta sér stjórnarskrárbundið tjáning- arfrelsi til að koma viðhorfum sín- um á framfæri. Sá tiltölulega nýi miðill sem Netið er býður upp á stóraukna möguleika til að nýta þetta frelsi. Netvædd umræðuborð, eins og Málefnin.com og Femínistinn.is/ umræður, geta myndað skemmti- legan vettvang þjóðmálaumræðu, hvort sem er á ákveðnu afmörk- uðu sviði eða á breiðari grunni. Þarna mætti halda að væru komnir nokkurs konar gagnvirkir þjóðfundir þar sem fjöldi manns geysist fram á ritvöll- inn til að leggja sitt af mörkum til málefnalegrar umræðu. Svo gott er það þó ekki. Það virðist nefnilega vera lenska í Netheimum að koma fram undir dulnefni í stað þess að kvitta und- ir sín innlegg í umræðuna með fullu nafni. Notendur umræðu- borðsins Málefnin.com, sem í fljótu bragði gæti virst bæði gagnrýninn og gagnlegur um- ræðuvettvangur, kjósa að búa sér til sérstakar netpersónur til að tala máli sínu. Þetta er afar leitt því með því að birta nafnlausar skoðanir er í raun ekki verið að leggja neitt til málanna. Sökum nafnleysisins er enginn ábyrgur fyrir þeim orðum sem sögð (eða skrifuð) eru. Nema auðvitað þeir sem sýna þá skynsemi að koma fram undir nafni, en það heyrir til undantekninga á fyrrnefndu um- ræðuborði. Öðru máli gildir um umræðu- borð femínista. Á þeim vettvangi koma langflestir fram undir nafni, og er það vel. Við þetta netvædda borð er rætt um hvaðeina sem tengist jafnréttismálum. Umræð- an er oft gagnrýnin, eins og vera ber, og meðal annars spannst við borðið lífleg umræða um skrif undirritaðrar sem birtust í þess- um dálki 15. og 31. júlí síðastliðinn og fjölluðu um jafnréttismál. Einn notandi taldi það með ólíkindum að „konur sem hafa áhuga á kven- frelsi skuli ekki frekar beita kröftum sínum innan hreyfing- arinnar á hverjum tíma, en kjósa frekar að sitja á girðingunni og gagnrýna það sem í gangi er.“ Annar kvað upp þann dóm að skrif mín afhjúpuðu „þekking- arleysi og fordóma“ … og sá þriðji áleit mig „eitthvað mis“. Svo mörg voru þau orð ... og reyndar miklu fleiri, bæði jákvæð og neikvæð. Gagnrýni er gagnleg og vilji fólk á annað borð nýta sér tjáningarfrelsið verður það að vera við því búið að aðrir vilji nýta sitt til að lýsa öndverðum við- horfum. Við umræðuborð fem- ínista er fólk óhrætt við að bera ábyrgð á orðum og gagnrýna und- ir nafni, sem er virðingarvert. Netið er kærkomin leið til að iðka skrif og baða sig í tjáning- arfrelsinu. Allt of mikið ber á því við netvædd umræðuborð að tján- ingarfrelsinu sé skipt út fyrir tækifæri til að segja hvað sem er um hvern sem er, án ábyrgðar og í skjóli dulnefnis. Málverjar, eins og sá hópur sem skrifar á Málefn- in.com kallar sig, eru duglegir við að koma skoðunum sínum á fram- færi. Í notendahópnum eru yfir 850 manns og frá því að borðið var opnað í lok júní sl. hafa yfir 35 þúsund innlegg verið skrifuð. Með einfaldri samlagningu fann und- irrituð það út að af þeim 35 þús- und innleggjum sem búið var að senda inn (þegar talning fór fram í gærmorgun) kom nákvæmlega helmingur, ríflega 17 þúsund, frá sömu 20 notendunum. Það er langt því frá að við borðið sitji á níunda hundrað manns daglega og leggi sitt af mörkum til að skapa lifandi þjóðmálaumræðu. Ef við gerum ráð fyrir að þessir 20 ofurnotendur hafi skráð sig um það leyti sem borðið fór í loftið, fyrir um 120 dögum, þá hefur hver þeirra tjáð skoðanir sínar á þessum vettvangi yfir sjö sinnum (7,3) á hverjum einasta degi. Alls 51 innlegg á spjallkerfið á hvern þessara notanda í viku, eða um 37 innlegg í 40 stunda vinnuviku. Á næstum hverri einustu klukku- stund vinnuvikunnar finna ofur- málverjar sér tíma til að kokka upp innlegg í nafnlausa umræðu á Netinu. Tilgangurinn er óljós. Kannski er þetta uppreisn hinna reyklausu. Að hanga við umræðu- borð á meðan reykingamennirnir taka sér þjóðhagslega óhag- kvæmar reykpásur. Ég legg til að vinnuveitendur málverjanna málglöðu slái saman í stórt, alvöru hringborð handa þessum 20 manna hóp. Við borðið gætu málverjarnir sest einu sinni í viku og látið dæluna ganga þar til hver og einn væri búinn að leggja eitthvað til málanna fimm- tíu og einu sinni. Þátttakendur við hringborðið myndu vitanlega bera hauspoka og nota raddbreyti við umræðurnar til að verða nú örugglega ekki dæmdir af skoð- unum sínum. Við hlið hringborðs- ins gæti verið gagnlegt að hafa mykjuhaug ef þörfin fyrir skít- kast, sem virðist lifa góðu lífi á netvædda umræðuborðinu, skyldi kvikna. Hauspokarnir kæmu í góðar þarfir við þá iðju því enginn gæti vitað hver væri að kasta skít í hvern. Þá væri vel til fundið að láta myndir af fjölmiðlafólki og stjórnmálamönnum prýða veggi hringborðsherbergisins, enda er sérlega vinsælt að kasta skít í fólk í áberandi stöðum í þjóðfélaginu í þeirri þjóðfélagsumræðu sem fram fer á Málefnin.com. Mynd- irnar myndu auðvelda málverjum að grynnka á mykjuhaugnum. En svo getur vel verið að það sé bara ég sem er svona gamaldags. Ef til vill er nafnlaus, ábyrgð- arlaus og tilgangslaus þjóðmála- umræða það sem koma skal. Um- ræðuþættir í sjónvarpi á borð við Kastljósið og Ísland í dag taka kannski í fyllingu tímans upp þann sið að gefa viðmælendum sínum, álitsgjöfunum, kost á að mæta með hauspoka í beina út- sendingu. Þannig gætu þeir sagt hvað sem er um hvern sem er, nafnlaust og án ábyrgðar ... alveg eins og á Netinu. Nafnlaus uppreisn „Allt of mikið ber á því við netvædd umræðuborð að tjáningarfrelsinu sé skipt út fyrir tækifæri til að segja hvað sem er um hvern sem er, án ábyrgðar og í skjóli dulnefnis.“ VIÐHORF Eftir Eyrúnu Magnúsdóttur eyrun@mbl.is ALÞJÓÐADEGI kennara var komið á laggirnar árið 1994 að frumkvæði Menningarmálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Dag- urinn er haldinn hátíðlegur 5. október ár hvert og yfirskrift hans að þessu sinni er Kennarar opna dyr að betri heimi. Af hálfu KÍ verður í tilefni dagsins lögð áhersla á málefnið líðan kennara í starfi. Kennarar verða að búa við viðunandi starfsumhverfi til að standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til þeirra. Kennsla felst ekki aðeins í því að miðla þekkingu til nemenda heldur líka að glæða áhuga þeirra, efla hæfileika og opna þeim fjölbreytt sjónarhorn á tilveruna. Góð menntun er und- irstaða samfélagsframfara og lykill að betri heimi. Lág laun og slæmt vinnuum- hverfi veldur kennaraskorti Alþjóðasamband kennarasam- taka sendi nýlega frá sér ályktun í tilefni af alþjóðadegi kennara. Al- þjóðasambandið hvetur til umbóta á vinnuumhverfi kennara til að draga úr viðvarandi kennaraskorti og tryggja gæði menntunar barna og ungs fólks. Alþjóðasambandið vísar meðal annars í nýlega skýrslu OECD um ástand mennt- unar og menntamála í aðild- arríkjum stofnunarinnar og í fleiri löndum heims. OECD lýsir yfir áhyggjum sín- um af hækkandi lífaldri kennara á grunn- og framhaldsskólastigi. Í flestum aðildarríkjum þess er meira en helmingur grunnskóla- kennara 40 ára eða eldri. Á Íslandi og í sjö öðrum aðildarríkjum er meira en þriðjungur kennara á framhaldsskólastigi eldri en 50 ára. Að mati OECD þurfa stjórn- völd þessara landa að leita leiða til að draga strax úr viðvarandi og vaxandi kennaraskorti. Í skýrsl- unni kemur einnig fram að á skóla- árinu 2001–2002 tókst ekki að fylla 12% af kennarastöðum í aðild- arríkjunum. Alþjóðasamband kennarasam- taka segir kennaraskortinn í aðild- arríkjum OECD stafa af slæmu vinnuumhverfi kennara og að laun þeirra séu ekki samkeppnishæf við laun annarra starfsstétta. Lág laun og slæmt vinnuumhverfi kennara skýra afar takmarkaðan áhuga ungs fólks á kennarastarf- inu. Umbætur á vinnuumhverfi félagsmanna KÍ Undanfarið hafa augu manna opnast fyrir því að umbætur á vinnuumhverfi snúast ekki aðeins um líkamlega þætti heldur einnig sálræna og félagslega. Starfsfólk í þjónustu-, umönnunar-, upplýs- inga- og skrifstofustörfum er meirihluti vinnuafls á evrópskum vinnumarkaði. Áhætta í vinnuum- hverfi sem stafar af streitu, vinnu- álagi og breyttum starfskröfum eru nú megin heilbrigðis- og ör- yggisvandamálið í Evrópu. Starfs- og rekstrarumhverfi ís- lenskra skóla hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum ár- um. Skólar ákvarða fyrirkomulag starfsmannamála sinna og allra meginþátta í innra starfi. For- eldrar, fræðsluyfirvöld og sam- félagið í heild hafa miklar vænt- ingar til skólans. Kennarar og stjórnendur finna fyrir vaxandi streitu í starfi og miklu vinnuálagi enda fjölgar viðfangsefnum þeirra sífellt. Nýliðun í íslenskri kenn- arastétt er mjög lítil vegna þess að ungt fólk hefur takmarkaðan áhuga á starfinu. Þetta áhugaleysi birtist líka í erfiðleikum með að ráða í lausar kennarastöður í skól- um og fjölda undanþága frá lág- markskröfum til að gegna starfinu. Innan Kennarasambands Ís- lands er mikið rætt um nýja áhættuþætti og streituvalda í vinnuumhverfi kennara og stjórn- enda og líðan þeirra í starfi. Þing KÍ árið 2002 starfaði undir yf- irskriftinni Kennsla aðlaðandi ævi- starf. Ályktanir þingsins mynda grunn að stefnumörkun KÍ á sviði vinnuumhverfismála. Þingið lagði líka til að KÍ veitti félagsmönnum sambandsins ráðgjöf og þjónustu í vandamálum sem tengjast sál- félagslegum áhættuþáttum í vinnu- umhverfi þeirra og líðan í starfi. Slík þjónusta og ráðgjöf eru nú í undirbúningi innan KÍ á vegum sérstakrar þemanefndar sem starf- ar samkvæmt yfirskrift þings KÍ frá árinu 2002. Að stilla saman strengi Fleiri stéttarfélög og launþega- samtök hafa þegar hafið vinnu að umbótum í sálfélagslegum þáttum í vinnuumhverfi félagsmanna sinna, s.s. VR og BHM, og sífellt fleiri hugsa sér til hreyfings í þess- um efnum. Á vordögum 2003 voru lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, endurskoðuð á Al- þingi. Í markmiðum þeirra segir að Vinnueftirlitið eigi m.a. að veita ráðgjöf og fyrirmæli um öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi í samræmi við félagslega og tækni- lega þróun í þjóðfélaginu. Í grein í Morgunblaðinu 16. september sl. gerir Kristinn Tóm- asson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlit- inu, grein fyrir rannsókn stofn- unarinnar á sálfélagslegu vinnuumhverfi lækna á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi. KÍ fagnar þessari endurskoðun vinnuum- hverfislaganna og rannsókn Vinnu- eftirlitsins. KÍ hyggst leita sam- starfs við önnur launþegasamtök og stéttarfélög til að þrýsta á um enn frekari rannsóknir Vinnueft- irlitsins á vinnuumhverfi fólks. Auk þess mun KÍ efla samstarf við viðsemjendur og fræðsluyfirvöld um úrbætur á sálfélagslegu vinnu- umhverfi kennara til að gera kennslu að aðlaðandi ævistarfi. Samstarf margra þarf til að tryggja að skólar geti opnað börn- um og ungu fólki dyr að betri heimi. Kennarar opna dyr að betri heimi Eftir Aðalheiði Steingrímsdóttur og Maríu Pálmadóttur Aðalheiður er varaformaður Félags framhaldsskólakennara, María er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Aðalheiður Steingrímsdóttir María Pálma NÝLEGA var haldið lýðheilsuþing hér í Reykja- vík. Rætt var þar m.a. um heilbrigðisáætlun til 2010. Aðalerindið flutti Berglind Ásgeirsdóttir, að- stoðarframkvæmdastjóri OECD, og greindi frá ýmsum niðurstöðum úr könnun á heilbrigðiskerfum ýmissa landa sem stofnun hennar er að gera. Þar komu fram mjög athyglisverðar tölur, t.d. um útgjöld þjóða til heil- brigðismála miðað við þjóðarfram- leiðslu. Þar erum við ofarlega á blaði og ljóst að útgjöld okkar og annarra fara vaxandi. Biðlistar Berglind greindi einnig frá biðlistum í ýmsum lönd- um eftir aðgerð til að setja gervilið í mjöðm. Þessi listi er frá árinu 2000. Ísland var ekki á listanum en á því ári skoðaði hópur nemenda í MBA-námi við Háskóla Íslands kostnað við að halda þennan bið- lista. Um var að ræða 98 sjúklinga og var með- albiðtími þeirra 327 dagar. Ef við bætum Íslandi við lista Berglindar lítur hann svona út: Biðtími eftir mjaðmaraðgerð Ísland 327 dagar England 240 dagar Finnland 210 dagar Danmörk 150 dagar Noregur 140 dagar Holland 90 dagar Austurríki, Belgía, Frakkland, Þýskaland, Sviss 50 dagar Þegar rætt er um bið eftir sjúkrahúsplássi og bið er innan við 60 daga er ekki talað um biðlista. Það er mjög sérstakt að lönd Mið-Evrópu eru því nánast ekki með neina biðlista en Norðurlönd og England langa. Skýringin er sú að þessar þjóðir haga rekstri þjónustunnar á mismunandi hátt. Í Mið-Evrópu eru sjúkratryggingakerfin aðskilin frá ríkissjóði land- anna og rekstrarþátturinn aðskilinn frá trygg- ingaþættinum. Þau félög sem sjá um trygg- ingakerfið eru með það á hreinu að biðlistar eru dýrir og borga sig ekki. Á Norðurlöndum og í Bret- landi eru sjúkratryggingar hluti af ríkissjóðum landanna og reksturinn er á sömu hendi. Slík kerfi hafa reynst mjög þung í vöfum þar sem báðir þættir kerfanna eru á sömu hendi. Kostnaður við biðlist- ana er því ekki eins ljós og í hinu kerfinu. Hin Norðurlöndin eru að færa greiðslur til sjúkrastofn- ana úr föstum fjárlögum í afkastatengdar greiðslur. Við erum þar töluvert á eftir. Biðlistar aldraðra Samkvæmt heilbrigðisáætlun átti að stytta biðtíma sjúklinga eftir hjúkrunarplássum verulega, þannig að hann verði ekki lengri en 90 dagar, en það hefur ekki tekist enn. Sá biðtími hefur lengst og er tæp- lega 300 dagar og sjúklingar í bráðri þörf eru orðn- ir um 500. Í síðustu stjórnunarupplýsingum Land- spítala kemur fram að þar eru 146 sjúklingar sem hafa lokið meðferð en ekki hægt að útskrifa þar sem hjúkrunarpláss vantar. Samkvæmt þessum upp- lýsingum erum við því með lengstu biðlista í Evr- ópu. Mikill kostnaður er fyrir kerfið að viðhalda þess- um biðlistum. Áætlað hefur verið að upphæðin geti verið nálægt 2 milljörðum króna á hverju ári. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, hélt erindi á þinginu um heilbrigðisáætlun í ljósi fjár- laga. Samkvæmt því gerir ríkisstjórnin engar til- lögur um úrbætur í heilbrigðiskerfi okkar í frum- varpi til fjárlaga næsta árs. Réttur sjúklinga Berglind greindi einnig frá niðurstöðu Evrópudóm- stóls í sambandi við réttindi sjúklinga. Hún sagði að fimm dómar hefðu fallið sem allir staðfestu rétt þeirra til að leita viðurkenndrar meðferðar í öðrum löndum sambandsins ef þeir fengju ekki meðferð innan eðlilegs tíma heima fyrir og þá á kostnað heimalandsins. Það er því ljóst að þúsundir ís- lenskra sjúklinga eiga þennan rétt. Furðulegt hlýt- ur að teljast að heilbrigðisráðuneyti og Trygg- ingastofnun hafa ekki upplýst sjúklingana um þennan mikilvæga rétt þeirra og hvaða leiðir eigi að fara til að þeir geti notfært sér hann. Biðlistar og heilbrigðisáætlun Eftir Ólaf Örn Arnarson Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.