Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 43 ✝ Gretar BíldsfellsGrímsson fæddist í Reykjavík 20. júní 1940. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar Gretars voru Grímur Ögmunds- son, f. á Syðri-Reykj- um 3. sept. 1906, d. 1. júlí 1991, og Ingi- björg Guðmunds- dóttir, f. á Bíldsfelli 29. maí 1910, d. 25. des. 1987. Gretar kvæntist 29. maí 1960 Láru Jakobsdóttur frá Ísafirði, f. 20. ágúst 1938. For- eldrar hennar voru Jakob Lárus- son, f. 9. júlí 1909, og Kristín Sig- urðardóttir, f. 17. júní 1917, þau eru bæði látin. Börn Gretars og Láru eru: 1) Grímur Þór, f. 30. júlí 1959, kvæntur Ingibjörgu Sigurjóns- dóttur, f. 23. okt 1960. Börn þeirra eru Gretar Már, Sandra Ósk, Sæv- ar Örn og Sindri Már. Sonur Gríms er Haukur Þór. 2) Sigurður Ólafur, f. 7. des. 1960, sambýlis- kona Selma S. Gunnarsdóttir, f, 19. jan. 1960. Börn Sigurðar eru Halldór Hilmar, Kristín Ösp og Lára Rut. Börn Selmu eru Sigur- laug Rósa, Kristján Freyr og Eva Guð- rún. 3) Guðmundur Hrafn, f. 16. mars 1963, sambýliskona Þórey S. Þórisdóttir, f. 23. okt 1963. Börn Guðmundar eru Fannar Smári og Andrea Nótt. Börn Þóreyjar eru Klara Rut, Snævar Örn og Bergsteinn Ingi. 4) Ingibjörg Ragnheið- ur, f. 17. des. 1964, gift Sigurgeiri Guð- jónssyni, f. 4. jan. 1968. Börn þeirra eru Sigurlaug Lára og Gunnar Smári. 5) Dagný Rut, f. 25. jan. 1972, sambýlismað- ur Einar Guðmundsson, f. 25. apr- íl 1975. Sonur þeirra er Gretar Bíldsfells. Sonur Einars er Einar Óli. Gretar lauk landsprófi frá Laugarvatni 1957. Hann stundaði nám við Garðyrkjuskóla ríkisins 1959–1962. Gretar starfaði sem verktaki á árunum 1963–1972. Hann var bóndi á Syðri-Reykjum 1972–1985 og eftir það var hann alfarið með garðyrkju. Útför Gretars verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kveðja til pabba. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Dagný Rut. Elsku besti pabbi minn. Þú varst besti pabbi sem ég gat hugsað mér, alltaf svo glaður og góð- ur. Sama hvað ég gerði af mér, þá skammaðir þú mig bara einu sinni og ég man það enn þann dag í dag mjög vel. Ég reyndi eins og ég gat að hugsa um þig í veikindum þínum. Ég vil þakka fyrir þau ár sem ég fékk að vera með þér og kveð þig með þess- um orðum: Þínum anda fylgdi glens og gleði gamansemin auðnu þinni réði. Því skal halda áfram hinum megin með himnaríkisglens við mjóa veginn. Ég vona að þegar lífi mínu lýkur, ég líka verði engill gæfuríkur. Þá við skoðum skýjabreiður saman og skemmtum okkur, já, það verður gaman. (Lýður Ægisson.) Þín er sárt saknað, Guð geymi þig. Þín dóttir Ingibjörg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Elsku Gretar minn. Nú er komið að kveðjustund þó ótímabært sé. Þrátt fyrir langvinn veikindi átt- um við ekki von á því núna, þú varst búinn að vera svo óvenju hress og kátur. Kynni okkar voru ekki löng, en þú tókst mér opnum örmum þegar ég kom inn í fjölskylduna og aldrei bar þar skugga á. Fáa menn hef ég hitt jafn káta. Alltaf reyndir þú að sjá björtu hliðarnar á öllum málum og aldrei heyrði ég þig hallmæla nokkrum manni. Þú hugsaðir alltaf vel um fjöl- skylduna þína, enda var hún númer eitt hjá þér. Ég vil þakka þér sam- fylgdina og geymi góðar minningar um þig, sérstaklega samveruna á Klöpp nú fyrir skemmstu Elsku hjartans Lára mín, Grímur, Siggi, Bóbó, Ingibjörg, Dagný og ástvinir allir, ykkar missir er mikill. Megi al- góður Guð styrkja ykkur á erfiðri stundu. Minningarnar lifa um góðan dreng. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Selma S. Gunnarsdóttir. Kveðja til afa. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Gretar Bíldsfells. Elsku besti afi, það er svo erfitt að hafa þig ekki hjá okkur. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Allar góðu minningarnar lifa í hjörtum okkar. Við viljum þakka þér fyrir allar skemmtilegu útilegurnar sem við fórum í saman. Þú varst allt- af svo kátur og glaður er við komum austur og vildir alltaf hafa okkur hjá þér. Við vitum að þér líður vel og ert laus við allar þjáningar. Við skulum passa ömmu vel fyrir þig. Sigurlaug Lára og Gunnar Smári. Lokið er ævidögum Gretars bónda á Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Þeir urðu rúm 63 ár. Lokabaráttan stóð ekki lengi. en var hörð og ekki í mannlegu valdi að endalokunum yrði frestað. Hann hafði marga og tvísýna hildi háð á liðnum árum og alltaf haft betur í því stríði. Skin og skúrir höfðu þannig skipt sköpum í lífi hans er stundum lék á bláþræði, í bókstaflegri merk- ingu þar sem það var háð tengingu við súrefnisgjafa nótt og nýtan dag og mátti þar ekkert út af bera. Gretar var einbirni og borinn til eftirlætis góðra og mikilhæfra for- eldra. Hann naut þeirrar menntunar í æsku er hugur hans stóð til og í samræmi við þá kostamiklu jörð er var ættaróðal föður hans. Hann naut lífsins af fullum heilindum, en hneigðist til þess að gera sér fram- kvæmdir undirgefnar með stjórnun mikilvirkra vinnutækja. Hann var, sem aðrir, barn síns tíma. Varð at- hafnasamur verktaki samhliða því að reka gróðurhúsaræktun heima á Reykjum og njóta lífsins, kannski stundum um of. Hann eignaðist góða og mikilhæfa eiginkonu, sem síðar stóð með honum í blíðu og stríðu í sambúð þeirra allri. Naut með hon- um gleði þegar vel gekk, en var fé- lagi hans og lífvörður á sífelldri bak- vakt, er alvaran barði dyra. Náin frændsemi og vinátta var með okkur Gretari. Faðir hans Grímur Ögmundsson og ég vorum systrasynir. Frændsemi er í blóði hvers manns og er hægt að rekja hana eftir skráðum heimildum, en er ekki sýnileg nema hún sé nærð af vináttu og samskiptum. Einmitt slík tengsl urðu til í frumbernsku minni er ég fékk bréf frá afa mínum Grími Einarssyni bónda á Syðri-Reykjum, fæddum árið 1841, eða fyrir 162 ár- um. Dóttursonur afa, nafni hans Ög- mundsson, nærði svo frændsemina, á þreifanlegan hátt, meðan hans naut við. Hann var sérstæður per- sónuleiki og minnisstæður maður. Gretar tók svo við hlutverkinu að föður sínum látnum. Þannig hefir voðin ofist, að uppistöðu af frænd- semi, en að ívafi af vináttu og gagn- kvæmum heimsóknum og kynnum. Þann þátt rækti Gretar frændi, ásamt eiginkonu sinni Láru, af mik- illi kostgæfni, nú síðast fyrir fáum vikum. Þá komu þau hjónin, sem jafnan fyrr, hlaðin fagnandi gleði og gjöfum nýs grænmetis, sem börn mín og fjölskyldur þeirra nutu með mér, þakklátum huga. Minningin um Gretar verður um- vafin hlýrri vináttuvoð er ofist hefir af traustum þráðum milli frændliðs um áratuga skeið. Ívafið frá honum var heilshugar, gott og traust. Þess vegna var ljúft og gaman að eiga hlut að ættarvoðinni með honum. Fyrir öll þau samskipti er ég þakklátur og bið eiginkonu hans, börnum þeirra, barnabörnum og venslafólki þeirra öllu verndar Almættisins. Grímur Gíslason. Föstudaginn 19. september bár- ust þær fréttir um okkar byggð að vinur okkar og nágranni Gretar B. Grímsson hefði haldið á vit almætt- isins. Hann hafði þá dvalið á sjúkra- húsi í nokkra daga meðvitundarlaus, því kom andlátið ekki á óvart, en Gretar hafði um nokkur ár átt við lungnasjúkdóm að stríða. Þegar góður vinur fellur frá finnst manni að erfitt verði að fylla það skarð sem kemur þegar slíkur hlyn- ur fellur. Ættartréð sem búið er að standa allaufgað í 150 ár í því brestur grein. Gretar sem var einkabarn foreldra sinna og sólargeisli var sjálfborinn til að taka við húsbóndasætinu af föður sínum látnum Grími Ögmunds- syni, sem bjó af rausn á staðnum frá 1936 í nær hálfa öld. Grímur tók við af föður sínum Ögmundi Guðmunds- syni frá Bergsstöðum hér í sveit. Hann var tengdasonur Gríms Ein- arssonar sem talinn var einn besti bóndi þessarar sveitar á síðari hluta 19. aldar. Gretar var því fjórði bónd- inn sem tók við Syðri-Reykjabúinu af þessum meiði. Þar sem feður okkar Gretars voru nánir vinir og einnig afar okkar Ög- mundur og Gísli um langa ævi, var vinátta okkar Gretars byggð á traustum grunni enda bar þar aldrei skugga á. Gretar var með eindæm- um traustur maður og mikill vinur vina sinna. Grímur faðir Gretars var stórhuga maður og hafði kjark til að breyta búskaparháttum á Syðri- Reykjum. Hóf hann og stofnaði félag um garðyrkjubúskap. Hann hóf iðn- rekstur með pípulögnum og stofnaði til þéttbýlis á jörð sinni. Einnig var hann brautryðjandi um að skipu- leggja sumarbústaðahverfi hér í sveit og hóf vörubílaútgerð. Inn í þennan ramma fæddist Gretar og ólst upp við hlið foreldra sinna, þar sem allur búskapur var stærri í snið- um og með meiri glæsibrag en þá var títt. Er Gretar hafði lokið fagnámi í Garðyrkjuskóla ríkisins, tók hann við vörubílaútgerð föður síns. Hann hafði þá fundið sér konuefni, Láru Jakobsdóttur frá Ísafirði. Þau bjuggu fyrst í einni af íbúðum Gríms bónda. Þangað komum við vinir þeirra hjóna fyrst til þeirra þar sem hjartahlýja og myndarskapur ungu frúarinnar fékk að njóta sín og þar litu nýjar ættargreinar dagsins ljós. Mikil var gleði eldri hjónanna Gríms og Ingibjargar þegar börnin fóru að labba á milli góðbúanna. Gretar tók þátt í að stofna verk- takafélagið Vörðufell hf. með hópi ungra athafnamanna hér í uppsveit- um Árnessýslu. Unnu þeir hörðum höndum að margvíslegum verkefn- um sem þeir tóku að sér. Á sama tíma byggði Gretar glæsilegt íbúðar- hús yfir fjölskyldu sína sem stækk- aði ört. Börnin eru fimm glæsilegir fulltrúar foreldra sinna. Gretar var oft að heiman og var heimilið honum allt, þar dró ekki úr hans góða frú, enda mikill gestagangur alla tíð á þeirra heimili og tekið á móti öllum með hjartahlýju húsbændanna. Eftir stranga vinnu við vörubíla- akstur sneri Gretar sér að bústörf- um bæði mjólkurframleiðslu og síðar garðyrkjunni, er hann endurbyggði gróðurstöðina með miklum glæsi- brag sem hann rak um árabil og nú síðast með syni sínum og tengda- dóttur, Grími og Ingibjörgu. Gretar var heimakær og fylgdist vel með öllu. Hann naut þess að ferðast um landið sitt og einnig að njóta hvíldar á sólarströndum. Þar áttum við margar ógleymanlegar stundir saman en vart var hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en Gret- ar og Láru. Hin síðari ár hallaði undan fæti með heilsufarið, en lífsgleðinni hélt Gretar til hinstu stundar. Er ég heimsótti hann fyrir um þrem vikum var hugurinn sá sami. Uppbygging jarðarinnar og áframhaldandi ætt- arbúskapur honum efst í huga. Er við kvöddumst eftir góða kvöldstund sagði hann: „Mundu að nú kem ég næst til þín og vertu bara heima.“ Ég kveð þennan kæra vin klökkum huga en minningarnar munu lifa. Við hjónin í Úthlíð og fjölskyldur okkar sendum þér Lára mín og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Ágústa og Björn. Hve sælt hvert hús, er sinna meðal gesta þér sífellt býður heim, ó, Jesús kær. Í húsi því er hátíð æ hin besta, er heimsókn þína dag hvern öðlast fær. Hve sælt hvert hús, ef hjón þar saman búa í helgri trú og von og kærleik eitt og sífellt augum sálna til þín snúa, um samfylgd þína biðja þrátt og heitt. Hve sælt hvert húsið, þar sem athöfn alla þér allir helga’ og gjörvallt dagfar sitt. Þú síðar þá til samvistar munt kalla í sæluríka dýrðar húsið þitt. (Helgi Hálfdánarson.) Nú hefur Jesús kallað Gretar frænda minn til sín, „í sæluríka dýrð- arhúsið sitt“. Þjáningunum er lokið, við tekur bjartari tíð, fallegi strák- urinn hennar Imbu frænku er aftur ungur og hraustur. Þrátt fyrir eigin veikindi átti Gret- ar hlý huggunarorð handa okkur, þegar sorgin sótti okkur heim. Þá eins og ævinlega var gott að eiga hann að. Frændfólkið á Brekku-bæjunum þakkar samfylgdina, við Gretar og foreldra hans, sem við trúum að taki á móti einkasyninum opnum örmum. Við biðjum Láru og fjölskyldunni allri Guðs blessunar. Hólmfríður Óskarsdóttir. Síðasta orustan var of hörð til að Gretar vinur okkar gæti unnið hana. Orusturnar höfðu verið margar og margar taldar ósigrandi en Gretar vann þær allar með baráttuvilja sín- um og lífslöngun. Bak við baráttuna var hans yfirvegaða létta lund og var alltaf stutt í bros og grín. Hann byrj- aði oftast eftir erfiða baráttu að slá á létta strengi. Það er ekki svo ýkja langt síðan hann var sendur til Reykjavíkur með þyrlu rænulaus og vart hugað líf. Lá svoleiðis í fjóra sól- arhringa. Á fimmta degi hringdi sím- inn hjá okkur og var það enginn ann- ar en Gretar. „Sæl,“ heyrði ég. „Veistu að þeir sendu mig með smá- þyrlu í bæinn. Þeir verða að senda stærri þyrlu næst.“ Ég nær orðlaus að heyra rödd hans og hváði og sagði honum að þetta hefði verið stóra þyrlan. Hann svaraði strax á móti: „Ja, hún var allavega ekki nógu stór því að þeir urðu að senda gleraugun mín og tennurnar með bíl í bæinn!“ Svo skellihló hann. Já þetta var hann Gretar. Mín fyrsta ferð austur að Syðri- Reykjum var árið 1956, er pabbi keypti land með heitu vatni af Grími, föður Gretars. En ferðirnar áttu eft- ir að verða margar og enn fleiri eftir að við hjónin settum sumarbústað á landið okkar. Lára og Gretar byrj- uðu ung að vera saman og þeirra bú- skapur hófst á Syðri-Reykjum. Byggðu þau sér mjög fallegt heimili þar. Með okkur tókst mikil vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Og börn okkar, þá sérstaklega sonur okkar Kristján, sem átti að vera eitt sumar í sveit á Syðri-Reykjum en þau urðu nokkur. Hann gerir sig enn heima- kominn þar. Margar góðar stundir áttum við við fundarborðið, hér er átt við stóra borðstofuborðið sem var jafnan setið við, borðað, drukkið kaffi eða tekinn snafs. Ég sagði alltaf að framsókn- armenn væru á vernduðu svæði er þeir komu á Syðri-Reyki því Gretar harðbannaði mér að fara í smáslag við þá við borðið. „Þú mátt gera allt annað,“ sagði hann og brosti. Það leyndi sér ekki það traust sem Gretar bar til Láru sinnar. Enda stóð hún eins og klettur í allri hans baráttu og erfiðleikum í gegnum ár- in. Öðrum eins kvenskörungi hef ég ekki kynnst og þeir sem þekkja til vita um kraft hennar og dugnað. Barnalán þeirra var mikið, börnin fimm hafa öll komið sér vel fyrir og hafa erft dugnað og hugmyndaflug þeirra beggja. Gretar átti margar góðar hugmyndir til að nýta land sitt á Syðri-Reykjum, bæði í byggingu sumarhúsa og að nýta heita vatnið í rafmagn, en því miður leyfði heilsa hans ekki að koma því í framkvæmd. Í viðtali við Morgunblaðið í apríl síðastliðnum lét hann í ljós að Grím- ur sonur hans myndi taka við gamla húsinu hans afa síns og vonandi framkvæma það sem hann gat ekki sjálfur gert. Gretar og Lára gerðu mikið af því að ferðast um landið og þau áttu felli- hýsi af fullkomnustu gerð. Nú síðast- liðið ár fann maður hvað hann sakn- aði þess að hafa ekki getað farið í neina verulega reisu en plönin voru til staðar sem og blöð og bæklingar um nýjustu fellihýsin og húsbíla af bestu gerð. En Gretar minn, þú lagð- ir einn upp í aðra ferð. Kynnisferð skulum við kalla það. Næst er við sitjum við fundar- borðið góða verður örugglega skálað og við vitum að þú munt skála á móti, aldrei langt frá með brosið þitt. Kæri vinur, far þú í friði. Við Bjössi þökkum þér vináttubönd sem þú bast. Því miður verðum við er- lendis 4. okt. en hugur okkar verður heimavið. Guð gefi Láru og allri fjölskyld- unni styrk. Áslaug H. Kjartansson. GRETAR BÍLDS- FELLS GRÍMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.