Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Brynjólfs-dóttir fæddist á Hvanneyri 26. sept- ember 1906. Hún lézt 24. september síðastliðinn. Anna ólst upp í Hlöðutúni í Stafholtstungum, dóttir hjónanna er þar bjuggu lengi, Jónínu Jónsdóttur, f. 19.11. 1875, d. 6.12. 1961, og Brynjólfs Guð- brandssonar, f. 18.9. 1875, d. 25.8. 1959. Systkini hennar eru: 1) Margrét, f. 15.6 1908, d. 25.1. 1928; 2) Jón Ásgeir verkstjóri í Hörpu, f. 21.11. 1909, d. 11.7. 1981; 3) Ragnheiður húsfreyja í Reykjavík, f. 4.3. 1912; 4) Guð- brandur Gissur læknir í Chic- ago, f. 24.2. 1914; 5) Ingibjörg húsfreyja í Reykjavík, f. 30.5. 1916; og 6) Guðmundur Garðar, fv. bóndi í Hlöðutúni, f. 21.10. 1919. Anna giftist 31.8. 1946 Sigurði Snorrasyni, bónda á Gilsbakka í Hvítársíðu, f. 23.10. 1894, d. 2.10. 1978. Þau voru barnlaus, en ólu upp Snorra Jó- hannsson, f. 22.3. 1947. Börn Sigurð- ar af fyrra hjóna- bandi eru: Magnús, fv. bóndi á Gils- bakka, f. 27.9. 1924; Sigríður, fv. starfs- maður á skrifstofu lögreglunnar í Reykjavík, f. 2.6. 1926; og Guðrún, fv. einkaritari for- sætisráðherra, f. 4.8. 1928. Anna gekk í Kvennaskólann í Reykjavík 1923–1925 og var við nám í Englandi sumarið 1929. Hún var barnakennari í heima- sveit 1926–1943. Anna starfaði lengi í skólanefndum skólanna á Varmalandi, húsmæðraskóla og grunnskóla. Hún tók frá unga aldri þátt í margháttuðum fé- lagsmálum, ungmennafélagi sveitarinnar, kvenfélagi o.fl. Anna verður jarðsungin frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Örlögin höguðu því svo að við systkinin á Gilsbakka kynntumst aldrei Guðrúnu ömmu okkar, sem dó löngu áður en við fæddumst. Ekki leiddum við þó hugann að þessu eins og vert hefði verið þegar við vorum börn, því Anna Brynj- ólfsdóttir, seinni kona Sigurðar afa okkar, var okkur alla tíð sem besta amma. Við ólumst upp í lærdómsríku nábýli við afa og Önnu. Stöðu Önnu í huga okkar krakkanna má ráða af því að við nefndum gamla íbúðar- húsið, þar sem þau bjuggu, aldrei annað en Önnubæ. Öll börn löð- uðust að Önnu, enda hafði hún sjaldgæft lag á að skilja þau, setja sig í spor þeirra og leiðbeina þeim á þroskabrautinni. Af þessu nutum við góðs, ekki bara við systkinin, heldur líka fjöldi frændsystkina okkar og annarra barna og ung- linga, sem dvöldu hjá afa og Önnu öll sumur. Þó oft væri margt í heimili og mikið líf í tuskunum hafði Anna alltaf vakandi auga með öllu sem á gekk. Hún vandaði um við okkur, hlýleg en ákveðin, þegar henni þótti heimskupörin keyra úr hófi og kom iðulega til bjargar þeg- ar við höfðum komið okkur í ógöng- ur. „Grenjaðu bara, þá kemur Anna og hjálpar þér,“ var heilræði sem reyndist vel þegar öll sund virtust lokuð. Eftir að við komumst á full- orðinsár hélt hún áfram að fylgjast með okkur og styðja okkur í einu og öllu. Hjónaband afa og Önnu var ást- ríkt og þau voru samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Missir Önnu var því mikill þegar afi dó fyrir réttum 25 árum. Nokkrum ár- um áður orti afi fallegt kvæði til Önnu, sem lýkur á þessu erindi: Ást þín er fersk og í engu breytt í annríki hefir þú stutt og leitt mig og aðra sem með þér fóru. – Þá skuld mína aldrei get ég greitt. Við tökum undir þessa kveðju afa okkar til Önnu og minnumst henn- ar með þakklæti fyrir það vega- nesti sem hún gaf okkur. Katrín, Sigurður, Ólafur, Þorsteinn, Guðmundur og fjölskyldur. Anna Brynjólfsdóttir móðursyst- ir mín á Gilsbakka var ávallt skemmtileg heim að sækja. Bæj- arstæðið er með þeim glæsilegustu í íslenskri sveit og gestristni Önnu var einstök. Hún var frá á fæti og birtist snaggaraleg með skupluna á höfði þegar upp brekkuna og heim- reiðina var komið. Hún var ættuð frá Hlöðutúni í Stafholtstungum. Gamla húsið á Gilsbakka er sann- arlega reisulegt en var ákaflega erfitt umgangs þar sem eldhúsið var í kjallaranum en stofurnar uppi á hæð og þurfti að fara bratta tré- stiga með veitingar þar sem ekki var við það komandi að fá kaffið, hvað þá matinn, í eldhúsinu. Sig- urður Snorrason, eiginmaður Önnu, féll frá á árinu 1978 og var það stórt skarð fyrir skildi en hann var öðrum mönnum fróðari um landið, lífið og tilveruna auk bú- rekstrarins. Stórbú var þá þegar á Gilsbakka. Mörg hundruð fjár, fjöldi mjókurkúa og reiðhestar voru ávallt til taks. Búskapurinn þýddi langar og margar vökunætur um sauðburðinn og leituðu margir til Önnu ef vanda bar að höndum. Anna sá hlutina oft í öðru ljósi og er mér minnisstætt þegar hún var spurð um undur Bandaríkjanna og hún svaraði að þar hefði hún ekkert séð, sem ekki var gert af manna höndum þar með talið landslagið í Chicago er hún fór í heimsókn til Gissurar bróður síns. Ísland var hennar land og landslag og hún var mikill náttúruunnandi og í návígi við náttúruna daglega. Í Borgar- firðinum gekk hún lítil og létt á fæti um tún og afrétti með stuttan staf í hendi. Hún tók sér far með strandferðaskipi hringinn í kring- um landið til að sjá Ísland frá nýj- um sjónarhóli. Anna var ákaflega barngóð þó að ekki ætti hún börn sjálf. Nábýlið við Magnús Sigurðs- son og Ragnheiði Kristófersdóttur og börn þeirra á Gilsbakka var henni heilladrjúgt. Hjá Önnu og Sigurði voru margir í sveit á sínum yngri árum en ég kom þar þó ekki nema í stuttar heimsóknir. Margir þeirra sem hafa verið í sveit á Gils- bakka hafa haldið tryggð við sveit- ina og verið þar tíðir gestir. Klassískur veislusíðsumarsmat- seðill Önnu var soðinn lax og bláber sem hún hafði tínt sjálf og rjómi beint úr skilvindunni. Þá var sauða- kjötið ekki síðra, sem hún hafði reykt sjálf og sendi skyldfólki um jólin. Þegar hún var eitt sinn úti að borða, á veitingastað í Aðalstræti, varð henni að orði í hálfrökkrinu, sem þar var, að nú væri gott að hafa fjósaluktina við höndina til að lesa matseðilinn. Síðustu æviárin átti hún á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi. Þau ár voru henni erfið, sérstak- lega af því að hún var orðin blind og veikburða. Við Hrönn sendum öllum nánustu ættingjum og að- standendum samúðarkveðjur okk- ar. Blessuð sé minning sómakon- unnar Önnu Brynjólfsdóttur. Brynjólfur Helgason. Háöldruð heiðurskona látin. Um langt skeið elsti íbúi sinnar sveitar. Mig langar að heiðra minningu Önnu á Gilsbakka með nokkrum orðum um góð og dálítið sérstök kynni. Einn af fyrstu sveitungum konu minnar sem ég kynntist vel, var einmitt hún Anna. Það eru u.þ.b. fimmtán ár síðan og hún þá orðin 82 ára gömul. Við hittumst á ein- hverju mannamóti og hún bað okk- ur Þuríði, nýútskrifaða garðyrkju- fræðingana, að koma að finna sig við fyrsta tækifæri. Hún vildi sýna okkur garðræktina sína og fá góð ráð. Heimboðið var að sjálfsögðu þegið og eftir það voru heimsóknir til Önnu fastur liður hjá mér á hverju vori og stundum oftar, á meðan hún gat sinnt garðræktinni. Hún vildi m.a. láta klippa og grisja trjágróðurinn og ekki síður spjalla um eitt og annað tengt ræktun trjáa og blóma. Áhugi hennar var einstakur og í tveimur litlum gróð- urhúsum í garðinum ræktaði hún rósir, gladiolur, marglita vatnsbera og margt fleira. Plönturnar báru þess merki að eigandinn hefði „græna fingur“ og vildi allt fyrir þær gera. Anna hafði sérstakt dá- læti á rósum og átti þær margar fallegar. Hún var ekki í vafa hver væri fegurst rósa. Það var sú gamla sort „La France“ sem ræktuð var sem gluggarós í hennar ungdæmi. Þvílík fegurð og ilmur! Málrómur- inn varð alltaf hátíðlegur þegar hún minntist á þetta eftirlæti sitt. Þegar Anna heyrði um áform okkar Þuríðar að rækta tré og blóm til sölu, stóð ekki á hvatningunni. Hún hafði einmitt svo oft gefið hvamminum auga þar sem við ætl- uðum að vera með gróðrastöðina. Þetta taldi hún úrvalsstað og það hefur hann líka reynst. Einlægur áhugi hennar var sannarlega hvetj- andi og hún gaukaði ýmsu að okkur sem hún taldi vænlegt að rækta. Á hverju vori vildi hún fá að vita ná- kvæmlega hvað við hefðum á boð- stólum. Vorið 1991 vorum við með fyrstu plönturnar af hegg. „Hann verð ég að eignast,“ sagði Anna ákveðin. Ég keyrði strax með plöntu frameftir. Anna valdi stað- inn og sagði dreymin á meðan ég var að setja plöntuna niður; „ …og heggurinn stráði blómum á þakið.“ Þetta var tilvitnun í einhverja róm- antíska norræna skáldsögu, held ég. Það var svalur „Hrútafjarðarfíl- ingur“ þennan dag og ég man ég horfði til skiptis á litlu plöntuna og svo háa gamla húsið hennar Önnu. „Þvílík bjartsýni, það verður seint sem þessi rómantíska stemning skapast hér á Gilsbakka,“ hugsaði ég. Nú tólf árum seinna er samt svo komið, að jafnaldri plöntunnar hennar Önnu sýndi og sannaði, að hann er í fullum færum með að „strá blómum á þakið“ á bæ einum hér í Síðunni. Húsið er að vísu lægra en gamla Gilsbakkahúsið. Orð hennar eru samt að rætast, undurfljótt meira að segja. Hún vildi meina að þegar komið væri skjól fyrir norðaustannæðingnum, væri hægt að rækta hér fleira en margur teldi. Í heimsóknum til Önnu var margt rætt annað en garðrækt. Á meðan varð að gera ís, kökum og kaffi góð skil. Hún sá strax að mér þykir ís góður og setti síðan ávallt fyrir mig súpudisk og matskeið, svo ég fengi örugglega nóg. Hreinskilin var hún og sagði oft skemmtilega sína meiningu. Ef henni þótti þörf á góðum ráðum, kom hún því til skila svo eftirminnilegt er. Eitt sinn komum við Þuríður til hennar með elsta son okkar, sem var þá orðinn fimm ára. Anna bjó á efstu hæð í húsinu og stiginn upp frekar bratt- ur tréstigi. Stráknum þótti eitthvað óárennilegt að fara þarna niður og vildi láta bera sig. Það þótti Önnu ótækt. Til að sýna honum hvernig hann ætti að fara að, brunaði hún niður stigann á rassinum, komin hátt á níræðisaldur. Við urðum öll orðlaus uppi á skörinni. Strákurinn þverskallaðist við að leika þetta eft- ir og var borinn niður. Þá kom Anna með eina af sínum dásamlegu ráðleggingum: „Drengurinn má ekki vera einbirni öllu lengur, ein- birni verða yfirleitt hálfómögulegar manneskjur vegna dekurs.“ Þetta voru holl ráð eins og alltaf og búið að bæta þar úr. Í rauninni hittumst við Anna ekki mjög oft en eins og hún sagði eitt sinn er ég kvaddi: „Það er svo undarlegt, mér finnst við höfum alltaf þekkst.“ Ég varð hissa, þetta hafði mér einmitt fundist líka. Til- veran er stundum svo skrýtin og skemmtileg. Kynnin við Önnu á Gilsbakka eru mér ógleymanleg og þeirra er gott að minnast. Guð blessi minningu hennar. Árni Brynjar Bragason. Sem drengur fyrir rúmum 70 ár- um átti ég þess kost að fá að vera í sveit í nokkur sumur. Vinafólk for- eldra minna er þá bjó í húsinu Akri, Bræðraborgarstíg 25, hér í borg, kom því til leiðar að ég fengi að dvelja nokkur sumur að Hlöðutúni í Stafholtstungum. Við vorum þar samtímis ég og vinur minn Þorkell Pálsson (Tolli á Akri, nú látinn). Ég gleymi aldrei þessum sumrum, er ég fékk að vera í sveit hjá þeim in- dælishjónum Brynjólfi Guðbrands- syni og Jónínu konu hans að Hlöðu- túni. Á þeim árum var enn búið í gamla burstabænum. Í dag er elsta barn þeirra hjóna, Anna Brynjólfs- dóttir, frv. húsfreyja á Gilsbakka, kvödd hinstu kveðju og fer útför hennar fram frá Reykholtskirkju en jarðsett verður að Gilsbakka. Ég minnist Önnu með djúpri virðingu. Hún var prinsessan á heimilinu og minnist ég þess rétt eins og það hefði skeð í gær að eitt herbergið í gamla bænum var til- einkað Önnu og að mig minnir sér- staklega byggt fyrir hana. Anna var talsvert mikið að heiman þessi sumur, sem ég fékk að njóta þess að vera í Hlöðutúni, og var þá her- bergi hennar friðað fyrir umgengni okkar krakkanna. Ég átti þess kost fyrir nokkrum árum að heimsækja Önnu að Gils- bakka og voru þá rifjuð upp þessi löngu liðnu ár. Við það tækifæri gaf hún mér mynd, sem hún tók á Al- þingishátíðarárinu 1930 af okkur drengjunum, Gumma, Tolla og mér, ásamt enskri kennslukonu sem kom í heimsókn til Önnu í Hlö- ðutún og í baksýn var fallega hvönnin í Hlöðutúni. Einnig sýndi hún mér fallega gróðurhúsið sitt á Gilsbakka. Með þessum fáu línum vildi ég þakka Önnu, foreldrum hennar og systkinum, já öllu fólkinu í Hlöðu- túni, fyrir dásamlega kynningu og velvild við mig allar götur frá því að ég sem drengur fékk að fara með e/s Suðurlandi til Borgarness og þaðan með mjólkurbílnum að Hlöðutúni og bið almættið að blessa minningu Önnu Brynjólfs- dóttur. Hafi hún og þau öll þökk fyrir allt og allt. Árni Kr. Þorsteinsson. Fáein kveðjuorð. Hugurinn fer til baka um hálfa öld. Fullur þakk- lætis og aðdáunar. Við hjónin bæði nutum mannvisku Önnu á unglings- árum okkar. Vorum sumarkrakkar í sveit á Gilsbakka í Hvítársíðu, þar sem Anna stjórnaði húshaldinu af fádæma elju. Dugnaður hennar og vinnusemi var með ólíkindum og eru ógleymanleg þeim sem nutu. Ætíð var hún fyrst á fætur og ætíð síðust til náða. Alla daga, árin um kring. Þótt smávaxin væri og lág- róma. Við eigum mörg góð minni frá þeim árum. Ásta nefnir oft hand- tökin sem Anna föðursystir hennar kenndi henni við hin ýmsu störf. Hagnýtt nám sem dugði henni vel. Og vinsemdina og hlýjuna sem Anna auðsýndi henni þegar hún sex ára gömul var fyrst send frameftir. Hlýjuna sem Ásta þekkti úr Hlö- ðutúni og saknaði, svo ung að árum. En sumrin hennar á Gilsbakka, sem einkenndust af vinnu og vinnu- semi í bland við kátínu og glaðværð ungmenna, urðu níu talsins. Eins og góður rithöfundur hefur sagt þá eru minningar manna eins og farangur og betri tímabilin eins og veislur. Gilsbakkatímabilið, fólk- ið, störfin, landið og örnefnin eru veislan í mínum farangri. Ákafur og ástríðufullur kom ég þangað, unglingur, og teigaði tilveruna af nautn. Á góðum stundum rifjum við Ásta upp dagana þá. Hvar við fund- um hvort annað. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Önnu Brynjólfsdóttur, hugsum til hennar með þakklæti sem og þeirra sem mynduðu þessa veröld sem var. „Orðstír deyr aldr- egi.“ Óli Ágústsson, Ásta Jónsdóttir. Mín gamla húsmóðir og vinkona um hálfrar aldar skeið hefur nú kvatt þennan heim fjörgömul og farin að heilsu.Vegna þeirra að- stæðna var hvíldin það sem hún þráði. Okkar kynni hófust árið 1954 þegar ég réðist sem sumarstrákur að Gilsbakka. Þar bjuggu hún og maður hennar Sigurður Snorrason stórbúi af miklum myndarskap. Mín kynslóð var send í sveit á sumrin sem reyndist okkur oftar en ekki betur en besti skóli. Önnu get ég best lýst neð orð- unum umhyggja og alúð. Hún stýrði sínu stóra heimili með prýði en þar var oftast mannmargt og gestkvæmt. Aldrei var og er sú at- höfn í Gilsbakkakirkju að kirkju- gestum sé ekki boðið í kaffi. Þau eru mörg ungmennin sem kynntust Önnu, bæði heima á Gils- bakka og einnig er hún stundaði kennslu í heimasveit sinni, Staf- holtstungum. Anna var þekkt í uppsveitum Borgarfjarðar fyrir lagni við skepnur, einkum var mikið leitað til hennar um sauðburðinn en þá komu bændur gjarnan akandi á jeppum sínum með ær sem ekki gátu borið. Þetta gerðist jafnt á nóttu sem degi og oft hygg ég að svefntíminn hafi ekki verið mikill hjá Önnu. Af þessari kynslóð sem nú er óðum að hverfa af sjónarsviðinu mátti mikið læra. Hún gaf okkur innsýn í þá veröld sem var, áður en tæknibyltingin gerðist. Þannig máttu börnin á uppvaxtarárum Önnu vaka yfir túnum og engjum á nóttunni því að engar voru þá girð- ingarnar. Í stopulum frístundum iðkaði Anna eitt sinna hjartans mála en það var rósarækt. Óvíða hef ég séð jafnmargar tegundir rósa og í gróð- urhúsi Önnu síðustu árin sem hún var í fullu fjöri. Í nálægð Önnu leið öllum vel. Ég er fullur þakklætis fyrir árin sem ég var á Gilsbakka svo og synir mínir sem einnig dvöldust þar. Ég kveð mína gömlu húsmóður sem gengin er inn í land endur- fundanna og hefur skilað dagsverki sem okkur samferðamönnum henn- ar mun seint gleymast. Blessuð sé minning Önnu Brynj- ólfsdóttur, þeirrar merku konu. Kjartan Sigurjónsson. ANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegu eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÞURÍÐAR SALÓME GUÐMUNDSDÓTTUR frá Akri, Hvolhreppi, til heimilis á Öldubakka 15, Hvolsvelli. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á kvennadeild 21A á Land- spítalanum við Hringbraut. Bjarni Heiðar Þorsteinsson, Guðmundur Páll, Hrafnhildur Elísabet, Jón Trausti og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.