Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 54
MESSUR Á MORGUN 54 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Karl V. Matthías- son prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Ás- kirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Kaffi- sala Safnaðarfélags Áskirkju eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörns- son BÚSTÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjöl- breytt tónlist. Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Fjölskyldumessa kl. 11 í umsjá sr. Hjálmars Jónssonar. Barnakór Dómkirkjunnar syngur undir stjórn Krist- ínar Valsdóttur. Marteinn Friðriksson leik- ur á orgel. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Sönghópur úr Dómkórn- um syngur. Sigurður Flosason og Marteinn Friðriksson sjá um tónlistina. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl 11 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur, djákna o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Ung- lingamessa kl. 20. Einfalt form, létt tón- list með þátttöku úr unglingastarfi kirkjunnar. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Birgir Ásgeirsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. Sunnudagsfundur kl. 13. (Kemur í stað fræðslumorguns, sem verið hefur síðustu árin.) Efni: „Mig langar til að þreyta málssókn við Guð-Jobsbók“ og þjáningin: Kristinn Ólafsson. Kvöldmessa kl. 20. Schola cantorum syngur. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveins- son. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Umsjón Hrund Þórarinsdóttir, djákni. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Lára Bryndís Eggertsdóttir syngur einsöng. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson, org- anisti Jón Stefánsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan halda börnin í safnaðarheimilið með Þóru Guðbjörgu og Ágústu. Kaffisopi eftir messuna. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sunnudagaskólakenn- ararnir Hildur, Heimir og Þorri taka á móti börnunum. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið og Kór Laugarneskirkju leiðir safn- aðarsönginn, en Bjarni Karlsson sókn- arprestur þjónar ásamt Sigurbirni Þorkels- syni meðhjálpara. Messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra í safnaðar- heimilinu á eftir. Messa kl. 13 í Þjónustu- miðstöð Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Gunnari Gunnars- syni, Þorvaldi Halldórssyni og hópi sjálf- boðaliða. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Drengjakór Neskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur sr. Frank M. Halldórs- son. Barnastarf á sama tíma. Sögur, brúð- ur og söngur. Öll börn fá kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safnaðar- heimilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prófastur, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, vísi- terar söfnuðinn og setur sr. Örnu Grétars- dóttur inn í embætti presta í Seltjarnar- nesprestakalli. Sunnudagaskólinn á sama tíma og börnin hvött til að mæta til hátíðlegrar stundar. Kammerkór Seltjarn- arneskirkju syngur. Einleikur á trompet, Eiríkur Örn Pálsson. Organisti Pavel Mana- sek. Eftir messuna er kirkjugestum boðið í safnaðarheimilið til að þiggja léttar veit- ingar. Verið öll hjartanlega velkomin. Minn- um á æskulýðsfélagið kl. 20. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barnasamvera kl. 11. Ása og bangsarnir hennar verða á staðnum. Sjáumst hress. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma. Molasopi í safnaðarheimilinu eftir messu. Létt- messa kl. 20. Páll Rósinkrans og Óskar Einarsson sjá um tónlistina. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bára Frið- riksdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. DIGRANESKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson, Unglingakór Digraneskirkju syngur. Sunnudagaskóli hefst í kirkju en færist síðan í kapellu á neðri hæð kirkjunnar. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu (500 kr). Orgel- tónleikar kl. 17. Kjartan Sigurjónsson. Leikrit um Ólafíu Jóhannsdóttur eftir Guð- rúnu Ásmundsdóttur leikkonu kl. 20. Að- göngumiði og kaffi kr. 3.000. Hjónaklúbb- ur Digraneskirkju kl. 20. Panelumræða í kapellu á neðri hæð. „Erfiðu spurningarn- ar.“ (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Prestur: Sr. Svavar Stef- ánsson. Organisti: Lenka Mátéová. Elín Elísabet Jóhannsdóttir, umsjónarmaður sunnudagaskólans, aðstoðar við þjónust- una. Barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Þórdísar Þórhallsdóttur og Lenku Mátéová. Barn verður borið til skírnar. Boðið upp á kaffi og svaladrykk í safn- aðarheimilinu á eftir guðsþjónustu. Ekið um hverfið í lokin. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Kristín Jónsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogs- kirkju. Prestur séra Sigurður Arnarsson. Umsjón: Laufey og Bryndís. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Sigurvin. Krakkakór og Unglingakór syngur. Stjórn- andi Oddný J. Þorsteinsdóttir. Organisti: Guðlaugur Viktorsson. Gospelmessa kl. 20 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason. Söngkona: Margrét Eir. Píanisti: Karl Olgeirsson. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barna- guðsþjónusta kl. 13. Fyrirhuguð safnaðar- ferð þessa helgi fellur niður. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). Prest- arnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskyldu- og þakk- argjörðarguðsþjónusta kl. 11. Barnakór syngur og börn úr barnastarfi kirkjunnar taka virkan þátt í guðsþjónustunni. Strengjakvartett leikur; Páll Polomares, Viktor Árnason leika á fiðlur, Þorkell Helgi Sigfússon á selló og Örn Ýmir Arason á kontrabassa, Fjóla Nikulásdóttir á píanó. Í guðsþjónustunni verður lögð sérstök áhersla á þakkargjörðina, að þakka allt það sem Guð gefur og við fáum að njóta. Séra Árna Pálssyni fyrrverandi sóknar- prestur og frú Rósu Þorbjarnardóttur konu hans verða í guðsþjónustunni færðar þakkir fyrir mikið og farsælt starf fyrir kirkj- una. Séra Ingþór Indriðason Ísfeld þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LINDAKIRKJA: Á sunnudaginn mun sr. Gísli Jónasson prófastur í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra vísitera Lindasöfn- uð. Guðsþjónustan verður að venju í Lindaskóla kl. 11, þar sem sr. Gísli prédik- ar. Að lokinni guðsþjónustu verður haldinn almennur safnaðarfundur með prófasti. Sunnudagaskólinn er á sínum stað og fer fram í kennslustofum á meðan guðsþjón- ustan stendur. Boðið verður upp á akstur fyrir íbúa Vatnsenda- og Salahverfis. Hóp- ferðabíll mun stansa á sömu stöðum og skólabíllinn gerir í Vatnsendahverfi (fyrsta stopp 10.45) en á Salavegi verður stans- að við strætisvagnabiðstöðvar. Allir vel- komnir. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Hressandi söngur, sögur, lifandi sam- félag. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ást- ráðsson prédikar. Organisti Jón Bjarna- son. Kór Seljakirkju leiðir söng. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Guðsþjón- usta og samkoma falla niður á sunnudag vegna árlegs móts kirkjunnar í Vatnaskógi þessa helgi. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma á morgun kl. 16. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Dag- ur heimilasambandsins: Kl. 17 samkoma fyrir heimilasambandssystur í Garða- stræti 38. Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræðissamkoma í Herkastalanum. Pálína Imsland stjórnar. Herskólanemi Marit Velve Byre talar. Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband. Eirný Ásgeirsdóttir talar. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Vegna vinnu við loftklæðningu í kirkjusalnum falla samkomur niður sunnu- dagana 5. og 12. október. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Lofgjörð fyrir samkomuna frá kl. 16.30. Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, talar um efnið „þegar lífið fer í flækju“. Lofgjörð og fyrirbæn að lokinni samkomu. Fræðsla fyrir börn 2–14 ára í aldurs- skiptum hópum. Matur á fjölskylduvænu verði eftir samkomu. Verið öll hjartanlega velkomin. FÍLADELFÍA: Laugardagur: Bænastund kl. 20. Opinn AA-fundur í kjallara kl. 20.15. Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Mikil lofgjörð hjá Gospel- kór Fíladelfíu. Fyrirbænir. Allir velkomnir. Bænastundir alla virka morgna kl. 6. filda- delfia@gospel.is KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík: Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Alla laugardaga: Trúfræðsla barna kl. 13 í Landakotsskóla. Að henni lokinni er barnamessa í Krists- kirkju (kl. 14). Rósakransbæn í október: Alla mánudaga og föstudaga fyrir kvöld- messu kl. 17.30 og alla miðvikudaga að kvöldmessu lokinni. Reykjavík: Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður: Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Rósakransbæn í október: Farið er með rósakransbænina hálftíma á undan messum á sunnudögum og miðviku- dögum. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík: Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnu- daga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. Rósa- kransbæn í október: Mánudaga til fimmtu- daga í Brálundi 1 kl. 19, föstudaga og laugardaga kl. 17.30 í Péturskirkju og sunnudaga kl. 10.30. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Guðsþjónusta sunnudaginn 5. okt. kl. 11 f.h. Sr Kristín Þórunn Tómasdóttir annast guðsþjónustuna. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Guð- mundur Ómar Óskarsson. Sunnudaga- skóli í safnaðarheimilinu kl. 13. Jón Þor- steinsson. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 Sunnudagaskóli í kirkjunni. Allir krakkar fá biblíumynd af Abraham og sögð verður sagan af sáttmála Guðs við hann. Rebbi fær brúðuheimsókn. Mikill söngur, bænir og biblíusaga. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og barnafræðararnir. Kl. 14 Messa með alt- arisgöngu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H Guðjónssonar organ- ista. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Prestur sr. Fjölnir Ásbjörnsson. Kl. 20. Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K í kirkjunni. Farið verður að huga að Lands- móti sem er 17.–19. október. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Íslensk-þýsk göngumessa sunnudaginn kl. 10.30. Gengið frá minnismerkinu um fyrstu lút- ersku kirkjuna á Íslandi sem þýskir kaup- menn frá Hamborg reistu á suðurbæjar- höfninni við Háagranda. Alda Ingibergs- dóttir syngur einsöng og Jónatan Garðarsson rifjar upp sögubrot fyrri tíðar. Gengið til messu í Hafnarfjarðarkirkju eftir gönguna og komið við á tilteknum sögu- slóðum á leiðinni og til kirkju rúmlega kl. ellefu. Prestar: Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Kristján Valur Ingólfsson sem þýðir yfir á þýsku. Kirkjukaffi í Hásölum eftir mess- una. Sunnudagaskólar í kirkjunni og Hval- eyrarskóla á vanalegum tíma. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Barna- og unglingakórinn syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteins- dóttur. Fundur með foreldrum fermingar- barna í safnaðarheimilinu að messu lok- inni. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Góð og uppbyggileg stund fyrir alla fjölskylduna. Umsjón hafa Sigríð- ur Kristín, Hera og Örn. Guðsþjónusta kl. 13. Kór Fríkirkjunnar leiðir sönginn. Kór- stjóri er Örn Arnarson og organisti er Skarphéðinn Hjartarson. Prestur: Sigríður Kristín Helgadóttir. ÁSTJARNARSÓKN í samkomusal Hauka á Ásvöllum: Barna- og fjölskyldumessa sunnudag kl. 11–12. Djús, kex og kaffi ásamt föndri og söngstund að vanda. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Þátttaka í frjálsu samfélagi, frelsi og ábyrgð. Ferm- ingarbörn vetrarins mæti kl. 19. Kaffi, djús og kex eftir messu. Ponzý (unglinga- starf ætlað árg. 1990 og uppúr) á mánu- dögum kl. 20–22. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru- Vogskóla kl. 11.15. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í Álftanesskóla sunnudaginn 5. október kl. 11:00. Prestarnir. GARÐASÓKN: Fjölskylduguðsþjónusta í Vídalínskirkju sunnudaginn 5. október kl. 11:00. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng. Einnig syngur barnakór Hofsstaðaskóla við athöfnina. Sunnu- dagaskólinn tekur þátt í athöfninni. 5 ára börnum, fædd 1998, afhent bókin „Kata og Óli fara í kirkju,“ að gjöf frá söfnuð- inum. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, þjónar. Prest- arnir. Messa í Garðakirkju kl. 14:00. Kór Vídal- ínskirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, þjónar. Prestarnir. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta 5. október kl. 11. árd. og markar hún upphaf vetrarstarfsins í Innri- og Ytri-Njarðvíkursöfnuðum og Kirkjuvogs- söfnuði í Höfnum. Sérstaklega er börnum úr söfnuðunum boðið í þessa helgistund þar sem í heimsókn kemur Leikbrúðuland og sýnir Fjöðrina sem varð að fimm hæn- um og ævintýrið um Stein Bollason. Efni sunnudagskólans verður kynnt. Meðhjálp- ari er Ástríður Helga Sigurðardóttir. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju leiðir söng undir stjórn Natalíu Chow Hewlett organista. (Sjá nánar í safnaðarfréttum Njarðvíkur- prestakalls.) Sr. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðþjón- usta/Sunnudagaskóli kl. 11. árd. Prestur: sr. Helga Helena Sturlaugsdóttir. Barna- kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti: Há- kon Leifsson. Meðhjálpari: Helga Bjarna- dóttir. INGJALDSHÓLSKIRKJA: Sunnudaginn 5. október verður hátíðarguðsþjónusta í Ingj- aldshólskirkju af tilefni 100 ára afmælis kirkjunnar. Guðsþjónustan hefst kl. 14 og mun biskup Íslands, herra Karl Sigur- björnsson, prédika. Séra Ingiberg J. Hann- esson prófastur þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti séra Ragnheiði Karítas Pétursdóttur. Kl. 13.30 hefst tónlist- arflutningur í kirkjunni undir stjórn Kay Wiggs. Á eftir guðsþjónustunni verður boð- ið til kaffisamsætis í félagsheimilinu Röst, Hellisandi. Allir velkomnir. Sóknar- prestur. HNÍFSDALSKAPELLA: Sunnudagaskóli kl. 13. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og altaris- ganga kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma. Sóknarprestur. HRÍSEYJARKIRKJA: Fyrsti sunnudaga- skóli vetrarins verður á sunnudaginn kl. 11. STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sungnir verða Taizé-sálmar. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Messa verð- ur fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju sunnudaginn 5. október kl. 14. Messu- kaffi á prestsetrinu á eftir. Allir velkomnir. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akur- eyrarkirkju syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Fyrst í kirkju, síðan í safnaðarheimili. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Fé- lagar úr Kór Glerárkirkju. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Fermingarbörn og for- eldrar hvött til að mæta. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Bænastund kl. 16.30. Almenn samkoma kl. 17. Jón Viðar Guð- laugsson talar. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenivíkurkirkja: Kirkjuskóli laugardaginn 4. okt. kl. 13.30. Messa sunnudaginn 5. okt. kl. 14. Sval- barðskirkja: Kyrrðarstund sunnudaginn 5. okt. kl. 21. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Þorgeirs- kirkja: Kyrrðarstund mánudaginn 6. okt. kl. 20. Fundur með foreldrum fermingar- barna mánudag 6. okt. kl. 21. Sóknar- prestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Æðruleysisguðsþjónusta kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir prestur við Akureyrarkirkju leiðir athöfnina. Anna Vals- dóttir, Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfs- son sjá um tónlist og leiða almennan safnaðarsöng. Kaffi eftir messu. Allir vel- komnir. Mánudagur: Kyrrðarstund kl. 18. 12 sporin, mannrækt. Opinn fundur kl. 18.30. Enn er hægt að slást í hópinn. Sóknarprestur. VÍKURKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Ath. breyttan messu- tíma. Kór Víkurkirkju leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. Sóknar- börn hvött til að mæta til kirkju. Sóknar- prestur. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Messað á Stóra-Núpi sunnudag kl. 11. Fermingar- börn fyrr og síðar hvött til að mæta. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa sunnudag kl. 14. Fundur um fermingar- daga vorsins 2004 strax eftir messu. Sr. Skírnir Garðarsson. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: Messa sunnudag kl. 13.30. Sr. Axel Árnason í Tröð messar í sumarleyfi sóknarprests. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Ferming- arbörn og aðstandendur þeirra eru hvattir til að mæta. Sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudaginn 5. október kl. 11, þá er vænst þátttöku eldri borgara og sunnudagaskólinn á sama tíma. Léttur hádegisverður að messu lok- inni. Morguntíð sungin þriðjudag, miðviku- dag, fimmtudag og föstudag kl. 10, kaffi- sopi á eftir. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11–12. Kirkjuskóli verður í Vallaskóla útistofu nr. 6 á fimmtudögum kl. 14– 14.50. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknar- prestur. Guðspjall dagsins: Hinn daufi og málhalti. (Mark. 7.) Morgunblaðið/Finnur PéturssonHagakirkja á Barðaströnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.