Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 1
HJÖRDÍS Ágústsdóttir heitiríslenskur fatahönnuður, al-inn upp í Svíþjóð, sem nú stundar framhaldsnám í tísku- og efnatextíl í Stokkhólmi. Hjördís er að ljúka hönnun kjóla fyrir sögusýn- ingu, sem haldin verður í Palazzo Ruspoli í Róm í lok mánaðarins. Sýn- ingin varpar ljósi á Kristínu Svíadrottningu og menning- artengsl Sví- þjóðar við Evr- ópu og Ítalíu á 17. og 18. öld. Samhliða henni, í öðru galleríi á sama stað, verður túlkun á níu hugtökum og fyrirbærum sem varpa ljósi á Svíþjóð nútímans. Þar er spunnið út frá náttúru, vatni, sum- arnótt, vetrarmyrkri, samhug, jafn- rétti, tækni og hlutverki og lýsir Hjördís fyrrgreindum hugtökum með kjólum. Kveðst hún búin með alla nema „hlutverk“ og „vatn“. Perlur og skíðaföt „Vatn verður meðal annars túlkað með perlum og hafa vin- konur mínar staðið í ströngu við að þræða þær upp á band. Hlut- verka-kjóllinn er hugsaður út frá skíðafötum og notagildi þess sem auðvelt er að þvo,“ segir hún aðspurð um útfærslu kjól- anna. Hjördís er 29 ára og hefur búið í Svíþjóð frá tveggja ára aldri. Hún túlkar landið Svíþjóð í fatahönnun fyrir sýninguna á Ítalíu. Hvað Svía sjálfa varðar lýsir hún þeim sem „dá- lítið þröngsýnum, alvarlegum og hrikalega prakt- ískum“, í það minnsta samanborið við Dani. Áhuginn á fötum hefur alltaf ver- ið til staðar, en hefur breyst í þörf fyrir tjáningu með tímanum. „Föt eru mikið valin eftir hugarástandi. Þegar maður er heima kýs maður þægilegan klæðnað, en eitthvað stórbrotn- ara og flottara fyrir partí, svo dæmi sé tekið. Tískan hefur sitt tungumál og nú hugsa ég meira um að segja eitthvað með fötum.“ Hjördís útskrifaðist frá Beck- mans-hönnunarskólanum í fyrravor og fjallaði lokasýn- ingin um dauðann. „Dauðinn er eitthvað sem við tölum aldr- ei um og einn kjóll hefur fullt af rými og efni þar sem hægt er að útfæra tiltekinn þanka- gang. Mikil vinna fer í að finna efni við hæfi og oft bý ég það til sjálf, þrykki á það og lita svo það sé alveg eins og ég vil. Ég vil fá fólk til þess að hugsa lengra, tískan er ekki bara flott pjatla,“ segir hún. Kjólar um dauðann Hjördís hefur haft nóg fyrir stafni eftir að náminu í Beckmans lauk. Hún tók meðal annars þátt í þriggja daga útstillingu í Madríd á Spáni í nóvember í fyrra og í keppni í Peking í Kína í mars síð- astliðnum. Í maí á þessu ári hélt hún sýningu á vinnustofu sinni ásamt fleirum þar sem þemað var „Í lífi og dauða“ og útfærði fjóra kjóla um dauðann, í hvítu, rauðu, brúnu og svörtu. Einnig fékk hún styrk frá Formmuseets vänner ný- verið, sem er í fyrsta skipti sem hann er veittur fatahönnuði, að hennar sögn. Hinn 24. október sýnir Hjördís kjólana úr sýning- unni „Í lífi og dauða“ á tísku- Hjördís Ágústsdóttir fatahönnuður. sýningu norrænna hönnuða í Stokk- hólmi og þegar sýningarhaldi lýkur bíður textílhönnun fyrir stóra hús- gagnasýningu í Stokkhólmi í febr- úar á næsta ári. Þar að auki segist Hjördís ætla að einbeita sér að skól- anum í vetur, Konstfack, listaháskól- anum í Stokkhólmi, þar sem hún stundar meistaranám. „Ég hef ekki haft mikið fyrir því að fá verkefni eftir að ég útskrif- aðist og verið rosalega heppin. Þetta er alger draumavinna,“ segir Hjör- dís Ágústsdóttir. Svíþjóð nútím- ans lýst með kjólum. „Tækni“, t.v. og „Náttúra“.  HÖNNUN „Norðurljós“. Sköpunarverk Hjördísar hafa verið til umfjöllunar víða, til dæmis í Elle og Svenska Dagbladet. LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 Tíska er tjáning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.