Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 6
á K ÓLUMBÍA, sem af mörgum er talið hættu- legasta land heims, var áfangastaður þeirra Kristínar Pétursdóttur og Lilju Kristínar Ólafsdóttur í sum- ar, en þangað fóru þær á vegum al- þjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS. Íbúar Kólumbíu þurfa að berjast við slæma ímynd sem landið hefur í huga margra sem ekki þekkja til. Margir nefna kannski kókaín í sömu andrá og Kólumbíu og það er stað- reynd að meira berst af kókaíni á al- þjóðlegan markað frá Kólumbíu en nokkru öðru ríki í heiminum, eins og fram kom í frétt AP-fréttastofunnar í byrjun þessa mánaðar. Þegar þetta land í Suður-Ameríku er nefnt, gæti öðrum dottið í hug kól- umbíski ökumaðurinn Juan Pablo Montoya sem hefur átt góðu gengi að fagna í Formúlu 1-kappakstrinum. Fleiri myndu kannski nefna gott Kól- umbíu-kaffi og enn öðrum yrðu efst í huga skæruliðahópar sem stunda mannrán og hryðjuverk, en skæru- liðar hafa töluverð áhrif í landinu. Kópavogsbúunum Lilju og Krist- ínu kom mest á óvart hvað þær voru öruggar í landinu og hve allt gekk hversdagslega fyrir sig í borgunum Medellín og Bogota þennan mánuð sem þær dvöldu þar og tóku þátt í hversdagslífinu með kólumbískum fjölskyldum. Báðar hafa þær verið viðloðandi AFS síðan þær voru sjálfar skipti- nemar, Kristín í Bandaríkjunum fyrir 14 árum en Lilja í Ekvador fyrir þremur árum. Lilja hefur spænskuna á valdi sínu síðan þá en Kristín lærði heilmikið í Kólumbíuferðinni. Báðar fóru þær á gömlu heimilin sín eftir Kólumbíuferðina í sumar, Lilja til Ekvador og Kristín til Chicago í Bandaríkjunum. „Foreldrar“ hennar urðu sextug og slógu upp mikilli veislu þar sem mættu m.a. sjö af átta skiptinemum sem fjölskyldan hefur hýst í gegnum árin. Ekki vitund smeykar AFS eru alþjóðleg fræðslu- og sjálfboðasamtök sem hafa það að markmiði að efla fræðslu og sam- skipti á milli þjóða heims. Til að ná settum markmiðum standa samtökin m.a. fyrir nemenda- og kennaraskipt- um á milli landa. Aðildarlönd AFS eru nú 54 og árlega fara um 10 þúsund manns um heim allan til dvalar á veg- um samtakanna í lengri eða skemmri tíma. Það var fyrir tilstuðlan AFS í Kól- umbíu sem auglýsing var birt í frétta- bréfi AFS á Íslandi, en samtökin í Kólumbíu hvetja sjálfboðaliða AFS til að koma til landsins, þar sem ekki hafa verið sendir þangað skiptinemar undanfarin ár vegna ótryggs ástands. Kristín og Lilja sóttu um, voru valdar og segjast ekki hafa verið vitund smeykar þegar í ljós kom að þær fengu að halda til þessa lands í Suður- Ameríku sem af fara miklar sögur um eiturlyfjaframleiðslu og skæruhern- að. „Tilgangur ferðarinnar var að kynnast hinni raunverulegu Kólumb- íu, ekki þeirri sem búið er að draga upp mynd af í fjölmiðlum,“ segir Lilja. Skæruliðaástandið hefur varað síðastliðin þrjátíu ár eða svo og í upp- hafi þess tímabils ætlaði þessi hópur að bæta lífskjör almennings og út- rýma spillingu í stjórnkerfinu, að sögn Kristínar og Lilju. Á undanförn- um árum hafa skæruliðarnir notað of- beldisfullar aðferðir til að vekja at- hygli á málefnum sínum og gæta eigin hagsmuna og hafa gert líf almennings erfitt í stað þess að bæta það. Skæru- liðarnir tengjast einnig eiturlyfjaiðn- aðinum í Kólumbíu í síauknum mæli og fjármagna starfsemi sína t.d. með því að loka af svæði þar sem kókaín er framleitt og telja þau til sinna yfir- ráðasvæða. Skæruliðarnir tilheyra í raun mörgum mismunandi hópum og Lilja og Kristín segja að núorðið sé hinn almenni Kólumbíubúi afar ósátt- ur við skæruliðana, þótt hann hafi ekki verið það í upphafi þegar skæru- liðarnir voru frelsishetjur og börðust fyrir lítilmagnann. „Það sem okkur fannst magnaðast við þessa ferð var að sjá hve allt var venjulegt,“ segir Kristín. „Það þurfa allir til dæmis að kaupa í matinn og hjálpa börnunum að læra, alveg eins og hér. Fólk naut hvers dags fyrir sig og samvista við hvert annað,“ segir Kristín. Fátækt og stéttaskipting Lilja segir að hún hafi frekar búist við því að andrúmsloftið í Kólumbíu væri fremur þrúgað og fólki liði kannski ekki mjög vel, vegna þessa ótrygga ástands. Kristín segir að fjöl- skyldur þeirra og vinir hafi haft álíka hugmyndir og þar að auki verið hræddir um að eitthvað kæmi fyrir þær. „En þetta var ótrúlegt. Ég hef sjaldan verið jafnörugg. Ég hef búið í Kaupmannahöfn og verið hræddari á Hovedbanegården,“ segir hún. „Við vorum aldrei hræddar,“ segir Lilja og bætir við að ástæðan sé að íbúar Kól- umbíu hafi nú þegar aðlagast ástand- inu og viti hvernig sé öruggast að haga lífi sínu, ferðast og fleira. Þeim var til dæmis ráðlagt að ferðast bara með flugvél ef ferðinni væri heitið lengra en bara upp í sumarhús sem margar millistéttarfjölskyldur eiga. Mikil stéttaskipting ríkir í Kólumbíu og tilheyrir mikill meirihluti lands- manna lægstu stéttunum. Fyrst voru þær Kristín og Lilja í átta milljóna manna borginni Medell- ín í norðvesturhluta landsins og fóru svo til höfuðborgarinnar Bogota sem er aðeins sunnar þar sem búa tólf milljónir. „Það er náttúrulega mikil fátækt í þessu landi eins og í allri Suð- ur-Ameríku,“ segir Lilja sem þekkir líka vel til í Ekvador síðan hún var skiptinemi þar. „Öll þessi fátæku lönd eiga samt miklar auðlindir og þar sem þau eru við miðbaug er veðurfarið gott. Það geta ekki verið betri að- stæður fyrir manninn að búa við. Svo Morgunblaðið/Jim SmartLilja Kristín Ólafsdóttir og Kristín Pétursdóttir. Kristín Pétursdóttir og Lilja Kristín Ólafs- dóttir, sem í eina tíð fóru utan sem skipti- nemar, gerðust í sumar sjálfboðaliðar í Kólumb- íu, landinu sem einna þekktast er fyrir kók- aín, kaffi og skæruhern- að. Þær sögðu Stein- gerði Ólafsdóttur frá fleiri hliðum landsins. Öruggar FRÁ KÓPAVOGI T IL KÓLUMBÍU háskaslóð 1 6 5 3 DAGLEGT LÍF 6 B LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.