Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 1
Hvað er það sem étur allt? Prentsmiðja Árvakurs hf. Hvað sagði Akureyringurinn þegar hann sá pítsu í fyrsta skipti? Oj! Hver ældi á laufabrauðið? -- Hafnfirðingur nokkur hringdi á pítsustað og pant- aði pítsu. Þegar Hafnfirðingurinn hafði pantað píts- una spurði sá sem tók niður pöntunina hvort hann vildi láta skera hana í 6 eða 8 sneiðar. Hafnfirðingurinn hugsaði sig vel og lengi um og svaraði svo: Bara 6 sneiðar, ég er ekki nógu svangur til að geta borðað 8. P ítsur eru vanalega sagðar kom a frá Ítalíu. Pítsugrín Það getur verið gaman að elda góðan mat og bjóða jafnvel vinum sínum að smakka. Til eru ótal pítsu- uppskriftir en hér fylgir ein og að sjálfsögðu Pizza Margherita. Pítsubotn: 2½ dl. hveiti 1 dl. vatn 1 msk matarolía 1 tsk. sykur ½ tsk salt Sósa: 1 dós niðursoðnir tómatar (lítil) 1 tsk basilikum 1 tsk pipar 1 tsk salt 1 tsk oregano Annað: 150 grömm mozzarella ostur, rifinn (það er líka hægt að rífa niður venjulegan ost) Aðferð: Sigtaðu hveiti og salt saman í skál. Hrærðu þurrgeri saman við. Blandaðu matarolíu og volgu vatni saman og hrærðu saman við deigið. Hnoðaðu deigið. Settu deigið í skál, viskustykki yfir skálina og láttu það standa í 40-50 mínútur. Það getur verið gott að láta það vera nálægt ofni. Flettu deigið út með kökukefli. Kveiktu á ofninum (mundu að hafa engar plötur inni í ofninum). Settu bökunarpappír á bökunarplötu og deigið þar ofan á. Hrærðu basilikum, pipar, salti og oregano sam- an við niðursoðnu tómmatana. Smyrðu sósunni á þannig að hún þeki pítsuna vel. Stráðu ostinum yfir. Þú getur sett hvað sem er út á ef þig langar í meira álegg. Bakaðu í miðjum ofni við 220°C í 30 mínútur. Margaríta fyrir tvo VINKONURNAR Erla Sigríður (10 ára) og Linda (9 ára) eru í 5. bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Þær skelltu sér saman á myndina Pabbi passar og voru hæst- ánægðar með hana. „Myndin var mjög skemmtileg. Hún fjallar um karl sem vinnur við að passa börn. Fyrst treystir fólkið honum ekki til að passa krakka en krakk- arnir vilja helst vera hjá honum,“ segir Erla Sigríður og bætir við að auðvitað geti karlar passað börn alveg eins og konur. Linda segir að það hafi gengið vel hjá karlinum að passa börnin og að hún sjálf væri alveg til í að vera í pössun hjá honum. Lindu finnst mjög gott að myndir séu talsettar á íslensku því að þá sé auðveldara fyrir hana að fylgjast með öllu sem gerist. Þær vinkonurnar eru sammála um að myndin sé ótrúlega fyndin en Erlu Sigríði finnst besta atriðið vera þegar lítill strákur þóttist geta farið einn á klósettið. „Svo þegar hann kom út sagðist hann ekki alveg hafa hitt og það var allt út um allt,“ segir Erla Sigríður. Krakkarýni: Pabbi passar Erla Sigríður og Linda voru hæstánæðgar með myndina. Ótrúlega fyndin mynd ÍTALSKUR matur er sérlega vinsæll hjá Íslendingum en ítalskir réttir eru til dæmis pítsa, pasta og lasagne. Ítalir eru einna frægastir fyrir pítsur en engu að síður koma þær ekki upprunalega frá Ítalíu. Forn- Grikkir voru nefnilega fyrstir til að baka stórt, kringlótt, flatt brauð og skella á það ólífuolíu, kryddi, kartöflum og því sem fyrir hendi var. Pítsan barst hins vegar til Ítalíu á 18. öld (1700–1800) og fór sigurför um landið. Margher- ita drottning uppgötvaði pítsuna og bað kokkinn sinn að baka handa sér pítsur og koma með þær í konungshöllina. Kokkurinn brá á leik og vildi að pítsan hefði ítölsku fánalitina sem eru rauður, hvítur og grænn. Til þess að ná því markmiði setti hann á pítsuna tómata fyrir rauða litinn, mozarellaost fyrir hvíta litinn og ferskt basil fyr- ir græna litinn. Margaríta nefnd eftir drottningunni Drottningin varð yfir sig hrifin af pítsunni og pístan var því nefnd eftir henni Pizza Margher- ita, eða margaríta eins og hún kallast á íslensku. Pítsur geta verið ótrúlega mismunandi eftir því hvort þær eru heimabakaðar, keyptar úti í búð eða bakaðar á pítsustöðum. Svo getur pítsa líka verið mismunandi eftir því í hvaða landi hún er keypt. Pítsur geta verið með þunna eða þykka botna og hægt er að setja alls konar álegg á. Í Danmörku er til dæmis hægt að kaupa pítsu með eggi en Íslendingar eru víst ekki vanir þeirri samsetningu. Þegar pítsan kom fyrst til Íslands var reynt að gefa henni íslenskt nafn. Þá var ákveðið að kalla pítsuna flatböku. Í dag tala hins vegar flest okkar um pítsu enda passar það orð vel inn í íslenskt mál. Unnið upp úr Vísindavef Háskóla Íslands. Uppruni pítsunnar Morgunblaðið/Magnús Valur Margherita, drottning á Ítalíu á 18. öld , bað stundum kokkinn að baka handa sér pítsu. LITAÐU fletina, sem eru ekki merktir með punktum, dökka, t.d. dökkbláa eða svarta. Þá sérðu af hverju myndin er og getur klárað að lita. Falin mynd Laugardagur 4. október2003 Svar: Tíminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.