Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 2
BÖRN 2 C LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KARATE er sjálfsvarnaríþrótt og bardagalist. Íþróttin á rætur sínar að rekja til Japan en það er ekki vitað með vissu hvernig karate varð til. Orðið karate þýðir tóm hönd og vísar til þess að í karate er barist án vopna. Í karate er mikið lagt upp úr aga. Á æfingum er þögn og iðkendur æfa sig án truflunar frá öðrum. Nemendur hrópa ekki yfir salinn ef þá vantar aðstoð heldur bíða eftir að kennarinn komi eða spyrja eftir tímann. Þegar keppt er í karate er annað hvort keppt í Kata eða Kumite. Kata er bardagi við ósýni- lega andstæðinga þar sem keppandinn sýnir ákveðnar hreyfingar sem þurfa að vera í réttri röð og á réttum hraða. Kumite þýðir bardagi og þá keppa tveir ein- staklingar. Hins vegar meiða keppendur aldrei hvor annnan heldur sýna einungis fram á hvernig þeir gætu meitt hvor annan. Þess vegna eru slys frekar óalgeng í karate. Morgunblaðið/Jim Smart Frá karateæfingu hjá Karatedeild Breiðabliks. Um karate HELGA Þóra og Frosti æfa karate með ka- ratedeild Breiðabliks. Þau æfa bæði þrisvar í viku og finnst það mjög skemmtilegt. Frosti er með rauða beltið en Helga Þóra með það appelsínugula. Frosti segir að það þurfi að taka hvert og eitt belti í áföngum og að það taki um það bil ár að fá nýtt belti. „Maður byrjar með hvíta beltið, fær svo það gula, svo appelsínugula og svo rauða.“ En hvað er eiginlega gert á karateæfing- um? „Við byrjum yfirleitt á að hoppa og teygja. Svo hvílum við og förum svo í meiri kraft. Kýl- um, spörkum og hoppum. Stundum förum við í kata og ef við erum dugleg endum við á ein- hverjum leik,“ segir Frosti. Mikill agi í karate Eru einhverjar sérstakar reglur í karate? „Já, það er bannað tala nema maður rétti upp hönd og við eigum að vera snyrtileg. Við eigum helst ekki að yfirgefa salinn meðan á æfingu stendur, til dæmis ekki fara á klósett- ið,“ segir Helga Þóra. „Svo eigum við að sýna virðingu við salinn, fánann, kennarann og andstæðinginn. Ég held að það sé hvergi eins mikill agi og í karete,“ bætir Frosti við. Keppið þið í karate? „Já, við keppum í kata. Við megum ekki taka þátt í bardaga fyrr en við erum 13 eða 14 ára,“ segir Helga Þóra og bætir við að það sé skemmtilegt að keppa en stundum sé biðin dá- lítið löng þegar það eru margir keppendur. „Í kata eru ímyndaðir andstæðingar. Þetta var búið til af mönnum í eldgamladaga og það eru margar ólíkar gerðir,“ segir Frosti. Frosti og Helga Þóra eru sammála um að stundum séu æfingarnar erfiðar en að þetta sé samt ótrúlega skemmtilegt. Þau eru bæði í öðrum félagsstörfum og þurfa því að skipu- leggja tíma sinn vel. Karatebörn í Breiðabliki Morgunblaðið/Jim Smart Helga Þóra og Frosti á karateæfingu. TEIKNAÐU strik frá punkti númer 1 að punkti númer 75. Þá verður teikn- ingin skiljanlegri en hún er núna. Að því loknu geturðu litað myndina. Hvað vantar sjóræningjana? GERÐUR, 10 ára, sendi okkur þessa skemmtilegu mynd. Svo virðist sem nýr dagur sé að rísa og sólin að fikra sig upp á himininn. Nýr dagur rís ÞAÐ eru til margar skemmtilegar leiðir til að teikna allt sem þú getur ímyndað þér. Hér er ein sniðug aðferð til að teikna kisu á auðveldan hátt. Að lokum geturðu litað hana eins og þér finnst fallegast. Teiknaðu kisu Ívar, 7 ára strákur frá Akureyri, sendiokkur þessa litríku mynd. Það er þó alls óvíst hvert myndefnið er en lista- menn eru þekktir fyrir að leika sér með liti. Litrík mynd HÚS Dursley-fjölskyldunnar, hinnar leiðinlegu fóstur- fjölskyldu Harrys Potters, er til sölu. Þetta mun þó ekki vera eiginlegt hús fjöl- skyldunnar heldur húsið sem var notað þegar kvikmyndinar um Harry Potter voru teknar. Húsið er ósköp venju- legt hús í Bracknell í Englandi en eigandinn telur sig geta selt það fyrir um 30 milljónir ís- lenskra króna. Þið sem hafið séð Harry Potter-myndirnar munið eflaust að húsið kom ekki oft fyrir og þann stutta tíma sem Harry var þar var hann yfirleitt læstur inni í her- bergi eða í kompu undir stiganum. Hús Durs- ley-fjöl- skyldunnar til sölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.