Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 4
BÖRN 4 C LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gerður, 10 ára, sendi okkur þessa þraut og spyr: Hvað heitir stelpan á myndinni? Það má ef til vill fylgja með að stelpan heitir tveimur nöfnum. Hvað heitir stelpan? Í VETUR verða skákmót í Hús- dýragarðinum einu sinni í mánuði eða alls átta sinnum. Krakkar sem taka þátt í mótunum safna sér stigum yfir veturinn og 20 krakkar fá svo að taka þátt í loka- mótinu sem verður í vor. Sig- urvegarinn á lokamótinu hlýtur að launum ferð fyrir tvo í Tívolí í Kaupmannahöfn. Fyrsta mótið var síðasta sunnudag og 65 krakkar tóku þátt. Keppt er í fjórum flokkum. Sigurvegari stelpna í 1.-3. bekk var Hrund Hauksdóttir en í 4.-6. bekk sigraði Júlía Guðmunds- dóttir. Kristján Daði og Dagur Andri Friðgeirsson voru efstir yngri strákanna en Tryggvi Þór varð hlutskarpastur eldri drengja. Börn að tafli ÞÆR Kristín (8 ára) og Guðrún (10 ára) voru rétt að hefja skákviðureign þegar Barnablaðið náði tali af þeim. Kristín er í Melaskóla og hefur heil- mikinn áhuga á skák. „Pabbi kenndi mér að tefla og ég hef teflt mikið,“ segir Kristín. Guðrún er í Hvassaleit- isskóla og finnst mjög gaman að tefla. „Mamma og pabbi kenndu mér að tefla. Ég hef tekið þátt í risastóru skákmóti,“ segir Guðrún. Barnablaðið þurfti að kveðja stelp- urnar þar sem skákin þeirra var að hefjast en þær voru greinilega til- búnar í harða keppni. Hressar skákstelpur Morgunblaðið/Kristinn ÞÓRIR, Kristófer, Kjartan og Óttar eru allir 10 ára og ganga í Lindaskóla. Þeir fréttu af skákmótinu í skólanum og ákváðu að freista þess að næla sér í ferð í Tívolí. Þeim finnst öllum mjög gaman að tefla og fá skákkennslu í skólanum einu sinni í viku. Sprækir skákstrákar Morgunblaðið/Kristinn Svar: Stelpan heitir Kristín Mjöll. ÍSLENDINGAR eru mikil ljóðaþjóð og Ís- land er eina landið í heiminum sem býr að svona mörgum reglum um ljóð. Það þykir mik- il kúnst að koma saman hefðbundnu ljóði með tilheyrandi stuðlum, höfuðstöfum, rími og fleiru. Steinn Steinarr er eitt af þekktustu skáldum Íslands en hann lifði frá árinu 1908 til ársins 1958. Hann orti meðal ann- ars þetta skemmtilega ljóð: Að sigra heiminn Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði.) Og þótt þú tapir það gerir ekkert til, því það var nefnilega vit- laust gefið. Ef þú lumar á ljóði sem þú vilt birta í Barnablaðinu máttu endilega senda okkur það. Það þarf ekkert endilega að ríma. Ljóðaþjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.