Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 21
enskukennari í gagnfræðaskólanum í Gimli, verið mikil innspýting auk þess sem Blanche Bristow, amma hans í föðurætt, hafi verið rithöfund- ur. Hún hafi meðal annars skrifað leikrit og ljóð og ferðast um með leikhóp, sem ekki hafi verið algengt í hópi kvenna upp úr 1920. „Síðan var ég með mjög góða kennara í United College sem síðar varð Winnipeg-há- skóli, menn eins og Walter Swayze og Bob Hallstead, sem voru meðal annars við stjórnina í rithöfunda- félaginu. Ég gekk í félagið og eitt leiddi af öðru. Ég öfunda suma nem- endur mína um leið og ég virði þá því þó þeir séu ekki nema kannski 18 ára vita þeir hvað þeir vilja gera. Sömu sögu er ekki að segja af mér. Ég vissi aldrei hvað ég vildi gera eða hvað ég vildi verða. Það bara gerðist. Ég kom efni frá mér í útgáfu og þegar ég sá nafn mitt á prenti kitlaði það hé- gómagirndina og ég hélt áfram að gefa út bækur.“ Flutningurinn til Victoria fyrir tæplega 30 árum var líka tilviljun, að sögn Bills, sem og það að kennara- starfið varð að ævistarfi, en áður en hann flutti til vesturstrandarinnar kenndi hann í Riverton, Iowa, Gimli og Missouri. Hann segir að hann hafi verið atvinnulaus og þegar hann eitt sinn hafi verið í atvinnuleit í miðbæ Winnipeg hafi hann hitt skólanefnd- arformann frá Nýja Íslandi. „Skól- arnir byrja eftir fjóra daga og mig vantar kennara í Gimli, Riverton og Árborg,“ sagði hann. „Þar sem þú ert frá Gimli geturðu ekki fengið kennarastarf þar en hvort viltu fara til Riverton eða Árborgar?“ „Ég þekki ekkert til í Árborg en er kunn- ugur í Riverton og fer þangað,“ svar- aði ég. Fjórum dögum síðar var ég í skólastofu í skólanum í Riverton og lét sem ég væri kennari. Rúmlega 40 árum síðar er ég enn að vinna við það að læra að verða kennari.“ Mikilvæg símtöl Bill segir að símtöl hafi haft áhrif á flutninga sína og lífsins ferðalag. „Það var hringt í mig og ég beðinn að koma til Missouri til að kenna rit- leikni í kvennaskóla. Það var frábær reynsla og mér leið vel þarna í öðru- vísi umhverfi en ég hafði áður kynnst. Fjórum árum síðar breytti símtal stefnunni enn á ný. Maður með enskan hreim hringdi og spurði hvort ég vildi koma aftur til Kanada. Ég sagðist vera tilbúinn til þess og þá sagði hann að staða biði mín í Victoria. Ég fór þangað með kannski tvö ár í huga en er þar enn. Svona er lífið. Sumir skipuleggja líf sitt út í ystu æsar en hjá mér hefur það verið á annan hátt. Síminn hringir um miðja nótt og viðmælandinn segir að mér sé boðið til gömlu Sovétríkj- anna. Ég þakka gott boð og fer aftur að sofa en þegar ég vakna um morg- uninn spyr ég sjálfan mig hvort þetta símtal hafi átt sér stað. Nokkrum mánuðum síðar er ég á leiðinni til Kiev og farið er um mig silkihöndum rétt eins og ég væri rokkstjarna. Ég fer um allt, sé allt og upplifi stórkost- legt ævintýri á tveimur vikum en þegar ég kem aftur heim spyr ég sjálfan mig hvort þetta hafi gerst. Þessar óvæntu uppákomur hafa auð- veldað mér ritstörfin. Þessar ferðir sýna líka hvað ég hef haft mikil sér- réttindi sem rithöfundur. Ég hef fengið tækifæri til að ganga beint inn í líf annarra. Ekki sem ókunnugur maður heldur sem sérstakur gestur. Gestgjafarnir hafa farið með mig á staði og sýnt mér ýmislegt sem ókunnugir hafa ekki tækifæri til að sjá. Þetta eru forréttindi.“ Að undanförnu hefur Bill einbeitt sér að barnasögum. „Kannski af því að ég er orðinn afi, en annars eru börn frábærir hlustendur og það er sérstaklega gefandi að skrifa fyrir þau. Þau eru óhrædd við að spyrja og láta ánægju sína í ljós. Einu sinni svaraði ég ótrúlega mörgum spurn- ingum fjölmargra barna, en svo fór að það fækkaði í hópnum og á end- anum voru aðeins þrír krakkar eftir í salnum. Þar á meðal var stúlka í bleikri peysu sem hafði staðið álengdar allan tímann, horft og hlustað, en allt í einu hljóp hún til mín, faðmaði mig, sleppti síðan tak- inu jafnsnögglega og hún hafði hert að og hljóp út ganginn á eftir hinum krökkunum. Svona viðbrögð gleym- ast ekki og það er alltaf ánægjulegt geri maður einhverjum eitthvað gott. Fullorðnir hlustendur eru líka gef- andi og ég hef verið mjög heppinn hvað þetta varðar. Sérstaklega hafa áheyrendur í íslensk-kanadíska sam- félaginu reynst mér vel og þeir hafa kunnað vel að meta sögur mínar.“ Áhrif frá íslenska umhverfinu Þó að Bill búi í Victoria er hann tíður gestur í Gimli og eins og sjá má í verkum hans hefur umhverfið þar haft mikil áhrif á hann. „Allt mitt líf hef ég verið að læra um þetta sam- félag og talað um það í ræðu og riti. Einu sinni heimsótti ég 15 skóla í Norður-Ontario á einni viku og hélt erindi fyrir meira en 2.200 nemend- ur. Alls staðar var landakort uppi á vegg og ég sýndi þeim hvar Ísland var og sagði þeim frá landi og þjóð. Síðan sýndi ég þeim leiðina sem Ís- lendingarnir fóru þegar þeir fluttu til Kanada á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar og las fyrir þá sögur eftir mig. Þetta er í hnotskurn það sem ég hef gert um tíðina og ég hef haldið því áfram vegna þess að við- brögðin hafa verið þess eðlis. Efnið hefur fallið í kramið hjá hlustendum, en fyrrnefndir nemendur í Norður- Ontario höfðu aldrei áður heyrt á Ís- land minnst og flestir þeirra hafa sennilega aldrei heyrt Ísland nefnt á nafn síðan. En það má alltaf segja þeim sögu.“ þeim sögu“ steg@mbl.is ’ Það er auðvelt aðvera rithöfundur í ís- lensk-kanadíska um- hverfinu. Við söfn- um ekki fé en fáum viðurkenningu sam- félagsins. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 21 Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. kynnir námsstefnu um „PARTNERING“ nýjar samningaleiðir við framkvæmdir í stað hefðbundinna útboða Knud Erik Busk, verkefnisstjóri nýrrar bækistöðvar Danmarks Radio (multimediehus) í Örestaden á Amager, formaður „Byggherreforeningen“ í Danmörku og höfundur handbókarinnar „Partnering – handbog for byggherrer“ heldur erindi um þessa nýju leið við verklegar framkvæmdir er varða samstarf og verklag allt frá forsögn til verkloka. Stuðst verður við Danmarks Radio verkefnið í máli og myndum. Danir kalla þetta „Partnering“ og hafa þróað aðferðina nokkuð sjálfstætt. Námsstefnan, sem haldin verður á ensku, hefst í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. október kl. 9:00 og mun standa til kl. 12:00. Húsið opnað kl. 8:30 og skal þátttökugjald, kr. 5.000, greitt við innganginn. Skráning fer fram á asdis.i@fsr.is og frekari upplýsingar er að finna á www.fsr.is. Stjórn NBD á Íslandi NORRÆNN BYGGINGARDAGUR Á ÍSLANDI – NBD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.