Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ U PPSKERUHÁTÍÐ íslenskrar sjónvarps- og kvikmynda- gerðar fer fram á föstudaginn kemur með viðhöfn á Nordica Hótel. Auðvitað einkennast slíkar skjallsamkomur gjarn- an af óttalegu punti og prjáli en þó má ekki horfa framhjá því að aldrei er listamönnum klappað of oft á bakið fyrir fram- lag þeirra til menningarlífsins. Á þeim for- sendum einum og sér eiga Edduverðlaunin sannarlega rétt á sér. Fyrir utan það nátt- úrlega hversu skrambi gaman er alltaf að svona verðlaunaathöfnum. Að spá í spilin fyrirfram, hverjir eiga að fá verðlaun og hverjir ekki. Og líka eftirá, hverjir fengu og fengu ekki, hverjir áttu að fá en fengu ekkert og hverjir fengu en áttu það ekki skilið. Slíkur leikur og hitinn í kringum hann getur vissulega farið út í öfgar og virkað kjánalega óþarfur þegar hæst og verst lætur en tæpast er hann þó skaðlegur til lengdar. Þvert á móti stendur uppúr að sig- urvegararnir, nöfn þeirra sem taldir eru hafa framúr skarað, varðveitast lengur í minning- unni. Hafa verið settir á þann stall sem þeir eiga skilið. Veitt eru verðlaun í allmörgum flokkum á Eddunni í ár, hinum sömu og undanfarin ár. En við nánari grennslan kemur í ljós að einn flokkinn vantar. Einn mjög mikilvægan flokk. Eiginlega nauðsyn- legan flokk þegar á annað borð verið er að verð- launa fyrir árangur á sviði kvikmynda- og sjón- varpsefnisgerðar. Það er enginn sérstakur flokkur fyrir leikið sjónvarpsefni. Engar til- nefningar sem falla í skaut frambærilegustu leiknu sjónvarpsþátta- eða myndanna. Hvers vegna í ósköpunum? Þegar þetta dularfulla mál var borið und-ir skipuleggjendur Edduverðlaunannaþá höfðu þeir svarið á reiðum höndum,enda fullkomlega meðvitaðir um þenn- an ágalla: Það hefur hreinlega ekki nógu mikið af leiknu íslensku sjónvarpsefni verið í boði síðan síðustu Edduverðlaun voru afhent til þess að það dygði í heilan verðlaunaflokk. Af þeim sök- um hafi skipuleggjendum verið nauðugur einn sá kostur að setja þá fáu þætti sem til leikins sjónvarpsefnis gátu talist í einn haug með öllu öðru sjónvarpsefni. Og það er ekki eins og um hafi verið að ræða einhverja nýja og ferska þætti, þessir örfáu leiknu sem til greina komu. Við erum að tala um fasta liði eins og venjulega; Áramótaskaupið og Spaugstofuna – með fullri virðingu fyrir þeim klassísku stofnunum. Eini þátturinn þar fyrir utan sem teljast mætti leik- inn af þeim sem til greina komu fyrir tilnefning- arnar var svo Atvinnumaðurinn. Nýr þáttur og því virkilega jákvætt framtak hjá einkareknu stöðinni Skjá einum. Og þessa örfáu leiknu þætti – sem strangt til tekið ætti ekki einu sinni að flokkast með leiknu efni heldur sem skemmtiþættir eins og gert er á sambærilegum verðlaunahátíðum út í heimi – þurfti að bera saman við annað gerólíkt sjón- varpsefni eins og Kastljós, Ísland í bítið og Gettu betur. Mjög sanngjarnt – eða þannig. En hvað er málið? Hvers vegna í ósköpunum er þannig ástatt að svo gott sem ekkert leikið íslenskt efni, framleitt sérstaklega fyrir sjón- varp, er á boðstólum í okkar íslenska sjónvarpi – um leið og næstum allir landsmenn sitja stjarfir á hverju kvöldi yfir erlendu leiknu efni? Einkareknu stöðvarnar, þær meta þetta sjálfsagt og vega út frá hversu arðbært það er á endanum, enda bera þær engar skyldur aðrar en þær að skila eigendunum arði. Og miðað við þeirra innlegg undanfarin ár – vissulega í minna lagi en þó eitthvað, sbr. eina eiginlega framhaldsþáttaröðin síðustu árin, Forn- bókabúðin sem Stöð 2 sýndi – þá virðist einhver ávinningur felast í að reyna að bjóða Íslend- ingum upp á íslenskt endrum og sinnum. En á þessi ríkisrekna að starfa þannig? Eiga baunateljarar þar á bæ einir og sér að vega það og meta hvort sé hagkvæmara fyrir stöðina, þáttaröð af bandarísku þáttunum Svona var það 76 eða frumsýning á nýrri íslenskri þátta- röð með alíslensku gríni um íslenskan veru- leika, samið af íslenskum höfundum, gert af ís- lensku fagfólkið og leikið af íslenskum leikurum? Auðvitað er undir slíkum kring- umstæðum bandaríski kosturinn miklu ódýrari, og svo miklu, miklu fyrirhafnarminni. En er það málið? Er þar með verið að rækta tilskilið og lögbundið hlutverk þessarar sjón- varpsstöðvar okkar allra? Varla. Var ekki ein- hvern tímann markað það hlutverk stöðv- arinnar að henni bæri að sinna ákveðnu menningarlegu hlutverki, leggja rækt við að bjóða íslenskum áhorfendum upp á íslenska listsköpum og íslenska afþreyingu, sprottna úr íslenskum veruleika? Og er það gert í dag? Varla. Ekki með Svona var það 76 og öllum þeim félögum. Og ekki heldur með því að veita einkarekinni sjónvarpsstöð lið- og fjárstuðning í samkeppni um beinar útsendingar frá kapp- leikjum í enskri knattspyrnu. Það hefur ekkert með ræktun íslenskrar menningar að gera og brýtur algjörlega í bága við tilgang með rík- isrekinni sjónvarpsstöð. Skiptir þá engu hversu skemmtilegt sjónvarpsefni enski boltinn er og vinsælt. Kemur málinu bara ekkert við. Auðvitað hefur Ríkisútvarpið yfir tak-mörkuðu fjármagni að ráða og alltafverður álitamál hvernig því ber aðverja. Hvort eigi að setja það í sjón- varpsefni sem afmarkaður áhugi er á, eins og t.d. beinar útsendingar frá erlendum íþrótta- viðburðum, garðyrkjuþættir, timburmenn og skapandi íslenskt menningarefni eða þá efni sem vitað er að fær almennt mikið áhorf eins og bandarískir sjónvarpsþættir, bíómyndir og ís- lenskir spjall- og skemmtiþættir. Það er t.d. alltaf álitamál hvort láta eigi gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni eins og forkeppni Evróvisjón- söngvakeppninnar róa til að geta fjallað betur um Evrópumótið í knattspyrnu, Ólympíuleika og Listahátíð. Hvenær á áhorfendafjöldinn að ráða för og hin menningarlega skylda Rík- isútvarpsins að víkja – og svo öfugt? Og er það svo að þetta tvennt fari sjaldnast saman, áhorf- ið og menningarleg mikilvægi? Talsmenn fyrir meira af leiknu íslensku efni hafa ekki síst notað þau rök að íslenskir áhorf- endur vilji sjá íslenskt afþreyingar- og menn- ingarefni, ekki síður en það erlenda, og jafnvel frekar, fái þeir að venjast því. Það hafa þeir í það minnsta sannað, leiknu skemmtiþættirnir Spaugstofan, Skaupið og Fóstbræður. Þetta er allra vinsælasta sjónvarpsefni sem í boði er, með fréttum og öðru íslensku dægurmenning- artengdu efni á borð við Á tali hjá Hemma Gunn, Laugardagskvöld með Gísla Marteini og nú síðast að öllum líkindum Stjörnuleitin. Það að annað leikið efni á borð við stuttarstakar sjónvarpsmyndir hafi ekki notiðeins mikillar hylli, hefur örugglegameð það að gera að slík framleiðsla fyr- ir sjónvarp hefur aldrei náð að festast í sessi. Hvert einasta tækifæri sem boðist hefur virðist hafa verið soddan himnasending að viðkomandi hafa hreinlega reynt of mikið, ætlað að gera allt, sannarlega nýta þetta einstaka tækifæri til að láta ljós sitt skína. Áreynslan hefur þar af leiðandi verið of mikil og útkoman liðið fyrir það að engin markviss stefna, ritstjórnarstefna ef vill, hefur verið rekin hjá í Ríkissjónvarpinu sem miðar að því að finna út hvers konar leikið efni er vænlegast að framleiða t.d. bæði með til- liti til listræns mikilvægis og almenns áhuga. Ef Ríkisútvarpið á hinn bóginn er ekki að rækja þetta hlutverk, að sinna menningarlegri skyldu sinni, þá er allt eins gott að selja það bara. Í það minnsta er ekki hægt að sætta sig við að vera þvingaður til að greiða áskrift fyrir Svona var það 76, Leiðarljós og annað erlent af- þreyingarefni sem hefur nákvæmlega ekkert með þessi helstu rök fyrir ríkisrekinni sjón- varpsstöð að gera. En sé þar ranglega ályktað, er þá ekki kominn tími á að bæta við verðlauna- flokkum á Eddunni? Fyrir besta erlenda sjón- varpsefnið; bestu sápuna, besta erlenda leikna dramaþáttinn, besta erlenda leikna gamanþátt- inn, besta erlenda leikna spennuþáttinn, besta erlenda leikna skemmtiþáttinn, bestu erlendu leiknu sjónvarpsmyndina? Það er í það minnsta nóg framboðið af erlendu leiknu efni í íslensku sjónvarpi til að það næði að fylla alla þessa flokka og fleiri til. Auðvitað er jákvætt hversu miklu meira af íslensku sjálfstætt framleiddu efni Ríkissjón- varpið er farið að kaupa inn og sýna. En það þarf líka að reka einhverja dagskrárgerð sjálft, þó væri ekki nema með því að gerast meðfram- leiðandi að lofandi íslensku leiknu efni, eins og í tilfelli þessa spennandi verkefnis sem spennu- þættirnir Allir hlutir hafsins eru kaldir líta út fyrir að vera. En til þess að það sé hægt í meira mæli þarf annaðhvort að koma til tilfærsla á fjármagni sem Ríkisútvarpið hefur þegar til umráða eða aukið fjárframlag frá yfirvöldum. Trúlega þarf hvorutveggja að koma til ef fylla skal upp í það „ginnungagap“ sem myndast hefur, eins og framleiðandi Allir hlutir hafs- ins… Ólafur Rögnvaldsson orðaði það í samtali við Morgunblaðið fyrir rúmri viku. Er vonandi að sú viljayfirlýsing sem felst í nýjum kvik- myndalögum um að veitt verði fé í sjónvarps- efnissjóð sé sú fylling sem til þurfi, sú löngu tímabæra lyftistöng sem leikið íslenskt sjón- varpsefni hefur þurft á að halda. Edduna fyrir bestu erlendu sápuna hlýtur … Hvenær fá Beðmál í borginni Edduverðlaun? Sarah Jessica Parker í skýjunum með Edduna sína og þakkar íslensku sjónvarpstækjaeigendum veittan stuðning. AF LISTUM Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is DAGSKRÁ um Guðmund Björnsson verður í Húnabúð, Skeifunni, kl. 14 á sunnudag. Guðmundur Björnsson (1864–1937) var landlæknir, al- þingismaður, bæjarfulltrúi í Reykjavík, skáld (Gestur), stofn- andi Slysavarna- félagsins og Odd- fellowreglunnar svo eitthvað sé nefnt. Erindi flytja Jón Torfason ís- lenskufræðingur, Sigursteinn Guð- mundsson læknir, Ársæll Guð- mundsson, Geir Zoëga. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur ljóð Guð- mundar við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Ævi og störf Guðmundar Björnssonar Guðmundur Björnsson ÍSLENSKA óperan heldur yfir sjó og land til Vestmannaeyja og sýnir þar óperutvennuna Madama Butt- erfly og Ítölsku stúlkuna í Alsír í Höllinni sunnudagskvöldið kl. 20. Þrjár sýningar verða svo í Óper- unni; 11., 19. og 25. október. Tvenn- an var frumsýnd í Óperunni á síð- astliðnu vori og sýnd þrisvar sinnum þar, auk gestasýninga í Eyjafirði og Skagafirði. Sagan hefst í Nagasakí og endar í Alsír. Báðar fjalla óperurnar um örlög kvenna sem hnepptar eru í ánauð – önnur gerir sér ekki grein fyrir því fyrr en of seint, hin er sér meðvitandi um aðstæður sínar og hefur þess vegna möguleika á að bjarga sér. Höfundur útdráttanna er Ing- ólfur Níels Árnason og er hann jafnframt leikstjóri sýningarinnar. Tónlistarstjóri er Kurt Kopecky, sem leikur jafnframt á píanó og gegnir í raun hlutverki heillar hljómsveitar. Sönghlutverk eru í höndum fastráðinna söngvara Ís- lensku óperunnar, þeirra Huldu Bjarkar Garðarsdóttur, Sesselju Kristjánsdóttur, Davíðs Ólafssonar, Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar og Ólafs Kjartans Sigurðarsonar. Frá Nagasakí til Alsír og þaðan til Eyja Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sesselja Kristjánsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson í Ítölsku stúlk- unni frá Alsír eftir Rossini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.