Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M arkmið friðar milli Ísr- aela og Palestínumanna virðist fjarlægjast jafnt og þétt þessa dagana. Múrinn, sem nú er verið að reisa milli Ísraels og Vesturbakkans, er birt- ing þeirrar gjár, sem er á milli Ísraela og Palestínumanna. Múr þessi, sem Ísraelar kalla öryggismúr, kallar fram minningar um ýmsar tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að stía fólki í sundur í mannkynssögunni. Orðið „öryggi“ var líka notað þegar Berlínarmúrinn var reistur. Það kom fyrir oftar en einu sinni í yfirlýs- ingunni, sem Varsjárbandalagið sendi frá sér skömmu eftir miðnætti 13. ágúst 1961 um að grip- ið yrði til aðgerða í Berlín. Berlínarmúrinn er nú horfinn, en engum, sem sá þetta mannvirki, sem hefði teygt sig frá frá Borgarnesi til Selfoss, hverfur hann úr minni. Ef farið er aðeins lengra aftur í sögunni rifjast upp gyðingagettóið í Varsjá, sem nasistar jöfnuðu við jörðu eftir upp- reisnina 1943. Nú reisa fórnarlömbin sinn múr og fórnarlömb fórnarlambanna eru Palestínumenn. Öryggismúr Ísraela hefur verið talsvert í fréttum upp á síðkastið og kemur ekki til af góðu því að þeir hafa ákveðið að halda áfram smíði hans og hafa þar með mótmæli fjölda ríkja að engu. Fyrir þá, sem vilja átta sig á umfangi þessa mannvirkis, er bent á sláandi skýringarmynd, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, föstudag, af múrnum. Þar sést sá hluti múrsins, sem risinn er, og fyrirhug- aður annar áfangi, sem ráðgert er að ljúka í des- ember, en síðan mun bætast við þriðji áfangi. Múrinn er úr járnbentri steinsteypu og nær allt að átta metra hæð. En í raun er einföldun að tala aðeins um múr því um er að ræða 50 til 150 metra breitt belti þar sem er malbikaður vegur fyrir lög- reglubíla, moldarvegur fyrir herbíla og allt að 2,4 metra djúpur skurður til að koma í veg fyrir að hægt verði að komast yfir beltið á bílum. Eftir beltinu endilöngu stendur síðan múrinn annars vegar og tæplega tveggja metra háar gaddavírs- rúllur hins vegar og á milli þeirra er nokkurs kon- ar einskis manns land. „Þetta er múr kynþátta- haturs“ Leiðtogar Palestínu- manna gagnrýndu Ísraela harkalega í vikunni vegna ákvörð- unar þeirra um að halda áfram smíði múrsins. „Þetta er múr kynþáttahaturs og spillir fyrir friðarumleitunum,“ sagði Yasser Arafat. Múrinn nær þegar víða inn á svæði Palestínu- manna og í þeim áfanga, sem tilkynnt var um í vikunni, verður farið langt inn á vesturjaðar pal- estínsku sjálfstjórnarsvæðanna og þorpum skipt í tvennt. Verður múrinn til þess að tugir þúsunda Palestínumanna og nokkur af frjósömustu land- svæðum þeirra einangrast frá öðrum palestínsk- um svæðum. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Ísr- aela fyrir áform sín um að lengja múrinn, en sú viðbót, sem síðast var samþykkt mun þýða að 45 km bætast við. Bandaríkjamenn segja jafnframt að múrnum sé greinilega ætlað að afmarka end- anleg landamæri og hafa sagt að til greina komi að halda eftir hluta af ábyrgð á níu milljarða doll- ara láni til Ísraels. Þrýstingur Bandaríkjamanna er hins vegar ekki áhrifaríkari en svo að í stað þess að hætta við ákváðu Ísraelar að haft yrði gat í múrnum þar sem yrði sérstök og efld örygg- isgæsla. Lítill ágreiningur var um það innan ísr- aelsku stjórnarinnar að haldið skyldi áfram að reisa múrinn og var það samþykkt með 18 at- kvæðum gegn fjórum. Ísraelar bættu síðan gráu ofan á svart með því að tilkynna að ákveðið hefði verið að reisa meira en 550 hús í byggðum ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum. „Þeir hafa valið þá stefnu að stækka byggðir landtökumanna og sýna okkur yfirgang í stað friðar og samninga,“ var haft eftir Saeb Erekat, helsta samningamanni palestínsku heimastjórn- arinnar. „Þetta gerir hugmyndina um tveggja ríkja lausn að engu.“ Ólögleg inn- limun á palest- ínsku landsvæði Á þriðjudag kom fram skýrsla Johns Dug- ards, mannréttinda- fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Mið-Asíu- löndum. Þar segir að öryggismúrinn jafngildi því að palestínskt land- svæði sé innlimað með ólöglegum hætti í Ísrael. „Tími er kominn til að fordæma múrinn sem merki um ólöglega innlimun á sama hátt og inn- limun Ísraela á Austur-Jerúsalem og Gólanhæð- um hefur verið fordæmd sem ólögleg,“ sagði Dug- ard. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sent George Bush Bandaríkjaforseta bréf þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að beita stjórn Ísraels refsiaðgerðum og draga úr fjár- framlögum til hennar sem samsvaraði bygginga- kostnaði múrsins. Múrinn hefur gerbreytt lífi þess fólks, sem býr við hann. Með honum er ekki aðeins verið að skilja að Ísraela og Palestínumenn heldur Palest- ínumenn innbyrðis. Í austurhluta Jerúsalem búa 200 þúsund Palestínumenn, sem hafa verið skildir frá rúmlega tveimur milljónum Palestínumanna, sem búa á Vesturbakkanum. Í dagblaðinu New York Times var fjallað um þau áhrif, sem múrinn hefur haft á líf almennings og tekið dæmi af Nas- ief Abu Shusheh, palestínskum verktaka, sem lagði nýverið veg á milli Jerúsalem og Ramallah, heimabæjar síns á Vesturbakkanum. Nú getur hann ekki ekið eftir veginum nema hafa leyfi frá Ísraelum. „Þetta hefur lamandi áhrif,“ segir hann. Áður var erfitt að segja til um hvar Ram- allah sleppti og Jerúsalem tók við og það tók stundarfjórðung að fara á milli. Nú gegnir öðru máli. Varðstöðvar eru um allt og langar biðraðir myndast. Palestínumenn á Vesturbakkanum hafa unnið í Jerúsalem. Þar hafa þeir einnig sótt skóla, stundað innkaup og fengið heilbrigðisþjónustu. Nú hefur gömlum vegum verið lokað. Biðraðir eru daglegt brauð og oft er einfaldlega lokað fyrir umferð svo klukkustundum eða dögum skiptir þegar ísraelsk yfirvöld fá vísbendingar um að hryðjuverk séu yfirvofandi. Þetta andrúmsloft hefur ekki aðeins lamandi áhrif á Palestínumenn. Ísraelar hafa einnig þurft að breyta lífsháttum sínum. Tortryggnin er alls- ráðandi. Gyðingar í Jerúsalem lýsa því hvernig þeir leggja nú lykkju á leið sína frekar en að fara í gegnum arabahluta borgarinnar. Óttinn við hryðjuverk er stöðugur förunautur, hvort sem sest er í strætisvagn eða á veitingastað. Sérstaks öryggis er gætt á helgum stöðum múslíma í borginni og hafa Ísraelar gripið til þess ráðs að takmarka aðgang að bænagjörð á Must- erishæð á föstudögum og fyrir viku var til dæmis öllum körlum undir fertugu meinaður aðgangur. Óttast yfirvöld að óeirðir geti brotist út eftir há- degisbænastundina á föstudögum. Ísraelar segja að gripið sé til allra þessara að- gerða til að gæta öryggis og vinna gegn hryðju- verkum. Palestínumenn halda því hins vegar fram að margt af því, sem þeir hafi gert, miði að því að takmarka umsvif Palestínumanna í Jerú- salem. Til marks um það er bent á að til dæmis hafi Viðskipta- og iðnaðarráði araba í Jerúsalem verið úthýst úr borginni fyrir tveimur árum á þeirri forsendu að tilskilin leyfi skorti. Samtökin hafa verið starfandi frá árinu 1936 og benda for- svarsmenn þeirra á að Ísraelsríki hafi ekki verið stofnað fyrr en 12 árum síðar. Í september fyrir þremur árum urðu vatnaskil í samskiptum Ísraela og Palestínumanna. 28. september fór Ariel Sharon, sem nú er forsætis- ráðherra Ísraels, í umdeilda för upp á Musteris- hæðina í Haram as-Sharif-moskuna. Daginn eftir brutust út blóðug átök milli Palestínumanna, sem voru að mótmæla för Sharons, og ísraelsku lög- reglunnar. Síðan þá hafa um 2.400 Palestínumenn látið lífið og 800 Ísraelar. Til samanburðar má geta þess að árið 1999 urðu aðeins tveir óbreyttir, ísraelskir borgarar palestínskum hryðjuverka- mönnum að bráð og var þessi árangur, sem var sá besti frá 1987, rakinn til þess að palestínskum yf- irvöldum hefði í samvinnu við Ísraela tekist að kæfa starfsemi hryðuverkahópa og íslamskra öfgamanna. Hótunin um hryðjuverk varpar skugga á dag- legt líf Ísraela og sennilega hafa flestir fengið að kynnast hörmungum þess að missa vini eða ætt- ingja. Sama gildir um Palestínumenn fyrir utan það að þeir finna með mun áþreifanlegri hætti fyrir ástandinu. Atvinnumöguleikar hafa tak- markast og þrengingar hafa aukist. Ráðist er inn í hverfi og hús eru jöfnuð við jörðu. Þess eru dæmi að múrinn skilji að híbýli fólks og ræktarlönd þess. Möguleikar Palestínumanna til að hafa í sig og á hafa verið skertir verulega. Í ljóði eftir Robert Frost segir að garður sé granna sættir, en það er erfitt að heimfæra það upp á múr Ísraela. Hugmyndin um Ísraelsríki í skjóli veggjar mitt í arabaheiminum er hins vegar ekki ný af nálinni. Árið 1923 birti Ze’ev Jabot- insky tvær greinar, sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á stefnu Ísraela. Í annarri þeirra segir hann um hugmyndina um ríki gyðinga: „Við getum ekki lofað neinum verðlaunum hvorki aröbunum í Palestínu né aröbunum utan Palestínu. Sjálfvilj- ugir munu þeir ekki fallast á samkomulag. Og þeir sem segja að samkomulag við araba sé óhjá- kvæmilegt skilyrði fyrir síonisma verða að við- urkenna fyrir sjálfum sér í dag að þessu skilyrði verður ekki náð og því verðum við að gefa síon- isma upp á bátinn. Annaðhvort verðum við að FISKVINNSLAN OG ERLENT VINNUAFL VIÐSKIPTABANKAR OG FJÁRFESTINGARBANKAR Guðni Ágústsson, landbúnaðar-ráðherra og varaformaðurFramsóknarflokksins, lýsti þeirri skoðun í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrir nokkrum dögum, að skoða þyrfti sameiningu viðskiptabanka og fjár- festingarbanka. Í samtali við Morg- unblaðið í gær útskýrði ráðherrann frekar hugmyndir sínar í þessu sambandi og sagði: „Ég álít mjög mikilvægt að við íhugum það vel, hvort við sættum okkur við að í okkar litla landi sé það sama fólkið í einum og sama bankanum, sem fæst við málefni viðskiptabankans, fjárfestingar- bankans og verðbréfasviðsins. Ég er sannfærður um að þetta þurfi að gerast í sérstökum deildum og að þær séu aðskildar og sérstakur stjórnandi yfir hverri þeirra, þótt það sé í sama bankanum …Það er auðvitað alvarlegt fyrir þjóðfélagið ef nýir eigendur bankanna geta leg- ið undir þeim grun, að starfsmenn á fjárfestingarsviði bankanna sitji þar með þeirra eigin gleraugu á nefinu og skoði þannig fyrirtækin út frá sjónarmiðum eigenda bankanna. Ég tel það æskilegt fyrir íslenzkt þjóð- félag að þessi mál verði nú skoðuð af fullri alvöru…“ Það er ljóst af ummælum Guðna Ágústssonar og raunar margra fleiri stjórnmálamanna að þetta mál verður mjög til umræðu á næstu vikum og mánuðum. Í þeim efnum er sjálfsagt að afla upplýsinga um reynslu annarra þjóða og í þessu til- viki á það ekki sízt við um Þjóðverja og Japani. Það er t.d. umhugsunarefni, hvort sú skoðun Guðna Ágústssonar geti verið raunsæ að í því fámenni sem hér er sé hægt að koma upp slíkum Kínamúrum innan fyrirtækjanna, að hinir ýmsu starfsþættir séu al- gerlega sjálfstæðir en reknir á veg- um sama fyrirtækis. Það má setja spurningarmerki við þá afstöðu ráð- herrans. Að hluta til snýst þetta mál um það, að bankarnir mega ekki verða of áhrifamiklir í samfélaginu. Þeir munu alltaf gegna mjög mikilvægu hlutverki en það væri óeðlilegt ef mál þróuðust á þann veg, að allt at- vinnulífið snerist meira og minna um þá og starfsemi þeirra. Í þessum efnum sem öðrum skiptir máli að hæfilegt jafnvægi ríki í viðskipta- og atvinnulífi landsmanna á milli einstakra þátta þess. Bankarnir mega ekki og eiga ekki að verða hið nýja SÍS. Athyglisverðar upplýsingar komufram um þróun fiskvinnslunnar í ræðu Arnars Sigurmundssonar á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í fyrradag. Hann skýrði frá því, að störfum í fiskvinnslu hefði fækkað um helming á síðustu 10 árum og nú væru um 5500 heilsdagsstörf í fisk- vinnslunni í stað 10 þúsund heils- dagsstarfa. Og jafnframt að erlent vinnuafl væri nú á milli 15 og 20% af starfsmannafjölda við fiskvinnslu. Fækkun starfsmanna á sér eðli- legar skýringar í tækniframförum og breyttum vinnubrögðum. Það er jafnframt alþekkt hjá öðrum þjóð- um, að ekki er hægt að reka vissar grundvallaratvinnugreinar án er- lends vinnuafls. Batnandi lífskjör Íslendinga end- urspeglast m.a. í þessum tölum. En jafnframt eru þær til marks um hversu mikilvægt það er fyrir þjóð- arbúskap okkar að fólk frá öðrum þjóðum skuli reiðubúið að koma hingað, taka þátt í atvinnulífi okkar og jafnvel setjast hér að til frambúð- ar. Þetta fólk á sinn þátt í því hve mikil velmegun ríkir hér um þessar mundir. 5. október 1993: „Leiðtogar harðlínuaflanna í Rússlandi, þeir Rúslan Khasbúlatov, for- seti þingsins í Moskvu, og Al- exander Rútskoj, varaforseti, sem þingið hafði skipað for- seta, eru ábyrgir fyrir því að miðborg höfuðborgar Rúss- lands varð að blóði drifnum vígvelli í gær og á sunnudag. Þeir hvöttu stuðningsmenn sína til óhæfuverka og öttu þeim síðan út í opinn dauðann. Boris Jeltsín, hinn lýðræð- islega kjörni forseti Rúss- lands, gaf í gærmorgun út sérstaka tilskipun um að ráð- ist skyldi á aðsetur þingsins, Hvíta húsið, í miðborg Moskvu, en þar höfðu harð- línumenn haldið til und- anfarna daga.“ 5. október 1983: „Athygl- isvert er að fylgjast með fréttum frá þingi Verka- mannaflokksins í Bretlandi og bera saman við stöðuna í stjórnmálum hér á landi. Verkamannaflokkurinn hlaut einhverja verstu útreið í sögu sinni í kosningunum í júní og á flokksþinginu núna á að gera upp sakir við þá sem taldir eru hafa skaðað flokkinn mest. Marxistar eru reknir úr trún- aðarstöðum og stefnunni á að breyta þannig að mesta vinstri vitleysan sé þurrkuð út. Verkamannaflokkurinn ætlar hvorki að krefjast úr- sagnar Breta úr Evrópu- bandalaginu né einhliða kjarnorkuafvopnunar.“ 5. október 1973: „Und- anfarnar vikur hafa dag- blöðin vart skrifað um annað en landhelgismálið. Er það að vonum, því að þar hafa miklir atburðir verið að ger- ast, þótt enginn geti raunar á þessari stundu neinu um það spáð, hver niðurstaðan verður. En þrátt fyrir mikilvægi landhelgismálsins er svo sannarlega ástæða til að ræða ýmis mál önnur um þessar mundir, og einna hæst ber þá þróun verðlags- málanna og þá kjarasamn- inga, sem framundan eru, en svo til allar starfsstéttir eru með lausa samninga nú í haust.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.