Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 29 hætta landnámstilraunum okkar eða halda þeim áfram án þess að taka tillit til afstöðu þeirra, sem fyrir eru. Landnámið getur því þróast undir vernd afls, sem ekki er háð fólkinu á staðnum, á bak við járnvegg, sem það mun ekki hafa afl til þess að brjóta niður.“ Jabotinsky var ekki að tala um eiginlegan vegg á borð við þann, sem nú er að rísa, heldur vegg byssustingja. Hugmyndir Jabotinskys voru um- deildar í fyrstu, en þetta var í raun sú leið, sem David Ben Gurion ákvað að fara, og forsendan var sú að arabar myndu aldrei líða það að gyð- ingar stofnuðu ríki ef þeir gætu komið í veg fyrir það. Því þyrftu gyðingar að hafa slíkan herstyrk að þeir semdu ávallt af meiri styrkleika en and- stæðingurinn. Blóðsúthellingarnar undanfarin þrjú ár hafa gert það að verkum að raddir hófsemi virðast eiga stöðugt minni hljómgrunn jafnt meðal Ísraela sem Palestínumanna. Fjölmiðlar í Ísrael verða stöðugt einstrengingslegri í garð Palestínumanna og þá einkum og sér í lagi leiðtoga þeirra, Yassers Arafats. Að sama skapi verður þolinmæði al- mennra, palestínskra borgara minni gagnvart Ísraelum og sínum máttlitlu yfirvöldum vegna þess hversu lítils þau mega sín í samskiptum við ísraelsk yfivöld. Langlundargeð Palestínumanna er ekki mikið um þessar mundir og loforðum um frið þurfa að fylgja áþreifanlegar efndir eigi að draga úr stuðningi við uppreisnina gegn Ísr- aelum. Heiglar við völd? Það er þó ekki víst að í þessum efnum sé allt sem sýnist. Ísraelski rithöfundurinn Amos Oz hefur fjallað mikið um þessi mál. Í grein, sem hann skrifar í New York Times í ágúst segir hann að helsta fyrirstaðan fyrir friði séu leiðtogarnir, Sharon og Arafat. Það er vert að huga betur að grein Oz: „Í Mið-Austurlöndum er ekki lengur um að ræða stríð milli Ísraels og Palestínu,“ skrifar hann. „Frá því að vopnahléð hófst fyrir rúmum sjö vikum [núna 13] hafa skoðanakannannir hvað eftir annað sýnt að afgerandi meirihluti beggja vegna borðsins styður vopnahléð, styður friðar- vegvísinn og er hlynntur hugmyndinni um tveggja ríkja lausn þar sem Ísrael yrði við hlið Palestínu. Vissulega eru allir óánægðir með þess- ar lausnir og allir eru fullir grunsemda og tor- tryggni, allir sem segja „já“ gnísta tönnum um leið. Engu að síður segjast um 70% manna í hvor- um herbúðum tilbúin fyrir frið.“ Oz segir að óvinir friðarins séu öfgamennirnir í röðum Ísraela og Palestínumanna. Þeir hafni allri málamiðlun og haldi því fram að hinn aðilinn eigi aðeins rétt á að deyja eða hverfa. Síðan spyr hann hvernig á því geti staðið að þessir öfgamenn í röð- um araba og gyðinga komist hvað eftir annað upp með að standa í vegi fyrir friði og „ýta okkur öll- um aftur og aftur í vítahring ofbeldis og hefnda“. Hann segir að svarið sé einfalt, leiðtogarnir séu heiglar og þá skorti kjark. Þeir geri sér grein fyr- ir því að enginn árangur muni nást fyrr en búið sé að hemja öfgamennina og útiloka þá, en hvorugur vilji taka þennan slag í sínum röðum, þótt þeir séu fúsir til að horfa upp á slík átök í herbúðum hins. Þetta gangi hins vegar ekki: „Ef við ætlum að brjóta óvini friðarins á bak aftur verður að gera það samtímis á báðum stöðum. Samtímis er lyk- ilorð. Palestínumenn verða að afvopna hryðju- verkasamtök þeirra um leið og Ísraelar fjarlæga allar óleyfilegar landnemabyggðir með valdi ef þarf. Allir vita þetta, en hvar er hugrekki leiðtog- anna.“ Uppreisn Palestínumanna mistök Einnig eru raddir meðal Palestínu- manna, sem telja að þeir beri að horfa í eig- in barm og benda á að málstaður þeirra sé á villigötum. Mohammed Dahlan, sem gegndi stöðu yfirmanns öryggismála í skammlífri ríkisstjórn Mahmouds Abbasar, lýsti yfir því í blaðaviðtali á sunnudag fyrir viku að uppreisn Palestínumanna hefði verið mistök. Hann sagði að lífskjör palest- ínsks almennings væru verri nú en þau voru áður en uppreisnin braust út. Dahlan sagði að fyrsta uppreisn Palestínumanna, sem stóð yfir frá 1987 til 1993 hefði skilað meiri árangri en núverandi uppreisn. Fyrir 29. september árið 2000 hefðu Palestínumenn verið í betri stöðu en nú bæði í pólitískum skilningi og hvað snerti afstöðu um- heimsins. Enn fremur hefðu Palestínumenn eng- an veginn áttað sig á því hversu djúpstæð áhrif at- burðirnir 11. september 2001 myndu hafa á þróun mála í Mið-Austurlöndum. Fræðimaðurinn Edward Said, sem lést 25. september, hefur sennilega verið einn mælskasti talsmaður Palestínumanna, þótt hann hafi ekki fengið náð fyrir augum Arafats. Said fæddist í Vestur-Jerúsalem á fjórða áratugnum, en ólst upp í Kaíró og Bandaríkjunum. Hann átti í raun hvergi heima, kristinn Palestínumaður átti lítið erindi í Egyptalandi og sem arabi var hann utan- garðsmaður í Bandaríkjunum. En segja má að hann hafi tekið að sér það hlutverk að vera mál- svari Palestínumanna í Bandaríkjunum. Það var ekki þakklátt hlutverk því að samúð Bandaríkja- manna hefur legið hjá Ísraelum. Eins og segir í minningargrein um Said í nýjasta tölublaði viku- blaðsins The Economist skildi hann samúð Bandaríkjamanna með Ísraelum og þá gömlu sektarkennd, sem bjó að baki henni. Þetta setti Palestínumenn í sérstaka klemmu að mati Saids: „Að vera fórnarlamb fórnarlambs skapar veru- lega óvenjulegt vandamál.“ Lykillinn í hönd- um Bandaríkja- manna Said gagnrýndi ekki aðeins Bandaríkja- menn og Ísraela. Hann hafði litla samúð með harðstjórum í arabaheiminum og gagnrýndi stjórnarfar Arafats. Hann var reyndar í palestínska þjóðarráðinu á níunda áratugnum, sem hvatti Arafat til þess að stefna að myndun tveggja ríkja þar sem Ísrael og Palestína yrðu hlið við hlið. Hann varð hins vegar fyrir vonbrigð- um með Arafat og fannst hann sætta sig við spill- ingu og fúsk um leið og hann ýtti til hliðar þeim hæfustu í röðum Palestínumanna. Þá gagnrýndi hann einnig að Arafat skyldi undirrita friðarsam- komulagið 1993 vegna þess að þar væri verið að tryggja Ísraelum öryggi á meðan þeir gætu hald- ið áfram að leggja land undir landnemabyggðir. Said sá greinilega að lykillinn að því að finna lausn mála fyrir botni Miðjarðarhafs væri í hönd- um Bandaríkjamanna, sem af og til segðu réttu hlutina, þótt það væri á forsendum Ísraela og þeim væri aldrei fylgt eftir. Fyrir skömmu skrif- aði Said í Los Angeles Times: „Fram undan eru mörg ár ólgu og eymdar í Mið-Austurlöndum, þar sem helsta vandamálið er, svo það sé orðað með sem skýrustum hætti, vald Bandaríkjamanna. Það sem Bandaríkjamenn neita að sjá skýrum augum geta þeir tæplega gert sér vonir um að lagfæra.“ Reuters Palestínumaður rekur handlegginn í gegnum rauf í múrnum, sem skilur að bæinn Abu Dis á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem. Múrinn hefur verið harðlega gagnrýndur víða um heim. „Fram undan eru mörg ár ólgu og eymdar í Mið- Austurlöndum, þar sem helsta vanda- málið er, svo það sé orðað með sem skýrustum hætti, vald Bandaríkja- manna. Það sem Bandaríkjamenn neita að sjá skýrum augum geta þeir tæplega gert sér vonir um að lag- færa.“ Laugardagur 4. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.