Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960, fax 587 1986. Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Elsku litla systir. Ég mun ávallt minnast þín í gleði og söknuði sem fallegu litlu fíngerðu hetjunnar sem fór of fljótt, sem gaman var að umgangast og leika sér með, og margt var það sem þú kenndir mér á þinni stuttu ævi hér bæði í gleði og sorg og því mun ég aldrei gleyma. „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Augu mín fá þig ei lengur að sjá, en ástvini mína og þína, þú í ljósi munt faðma fá, í beiðni og bæn ég bið þig að bera ástarkveðju, okkur öllum frá. Þinn elskandi bróðir Jóhann Freyr. Elsku dúllan mín, þitt bros og þinn hlátur er í huga mínum þegar ég skrifa þetta en líka sorgarstundirnar okkar saman. Mér finnst svo stutt síðan ég sat með þig í fanginu í Hjarðarlundinum, við vorum ný- komnar úr Kjarnaskógi þegar ég varð að segja þér að pabbi þinn væri BIRGITTA ÍRIS HARÐARDÓTTIR ✝ Birgitta ÍrisHarðardóttir fæddist á Akureyri 24. febrúar 1981. Hún lést í Reykjavík 25. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 3. september. dáinn. Eftir þá stund hefur mér fundist ég eiga þig og Helenu og hefur sú tilfinning auk- ist með árunum einsog við ræddum oft um. Manstu þegar Karen Ýr var handleggsbrotin og við Helena sendum þig út á tún til að ná í dúllurnar og Pollý vegna þess að við þorð- um ekki, auðvitað fórst þú eins og alltaf ef að þú varst beðin um eitt- hvað. Síðan liðu árin og ég flutti til Hafnarfjarð- ar. Ég var ekki búin að búa þar lengi þegar þið eldri komuð þangað líka. Mér fannst ég vera búin að eignast stóra fjölskyldu, með ykkur fjórar og Bjart. Hvað var sagt oft við mig uppi á Snóker „Átt þú þessar stelpur líka?“ og ég brosti alltaf og jánkaði því að ást mín til ykkar systra er ekki minni en til þeirra yngri og er ég og verð alltaf stolt af því að hafa fengið að hafa þig í nálægð minni og horft á þig trítla um mitt heimili eins og það væri þitt Það var líka umtalað hvað þú værir falleg, ég sagði alltaf að þú værir ekki bara falleg heldur vildir þú líka allt fyrir alla gera ef að þú gast. Núna vantar mig dúlluna mína til að hjálpa mér að laga til, heima og í vinnu einsog þú gerðir alltaf og hvert eiga Karen og Sírrý mín að hringja í til að fara með á rúntinn og taka spólu með, þegar mamma er að vinna. Ég veit ekki svörin ennþá en ég veit að við getum alltaf talað við þig og þú ert hjá okkur. Okkar síðustu orð hvorrar við aðra voru í vinnunni, þú sagðir ofboðslega ertu falleg og ég sagði þú líka dúllan mín og ég elska þig, þú sagðir ég elska þig líka, með bros á vör, svo hvarfst þú út í fallega veðrið. Þær systur rífast um bleiku húfuna þína þangað til ég finn þessa hvítu, sem ég mun gera. Guð og allir góðir vættir varðveiti þig, ástin mín. Þín að eilífu Sóley. Elsku Birgitta. Ég man hve oft þú varst með mér í öllu því sem ég bað þig um að gera fyrir mig og þú gafst þér alltaf tíma fyrir mig og varst alltaf svo góð við mig og sagðir að við ættum að njóta lífsins. Við sátum oft heima í stofu á Smyrlahrauni og þú ræddir við mig um lífið og tilveruna, sem ég á stund- um erfitt með að skilja, því ég er svo ung en þú sagðir mér að þetta væri erfitt líf og svolítið skrítið en ég mundi skilja það þegar ég yrði stærri. Ég man þegar við fórum á ættar- mótið í sumar og stoppuðum á Bif- röst í Borgarfirði þar sem þú varst að vinna og létum þig fá diskinn til að þú gætir æft þig að syngja lagið Eldur í mér. Ég man þegar við sungum sam- an í karókíinu á ættarmótinu í sumar, það var svo gaman, við vorum svolítið feimnar við frænkurnar en þegar stóra frænka, hún Birgitta, stappaði í okkur stálinu og sagði að við gætum þetta alveg þá var þetta ekkert mál fyrir okkur Sirrý Karen og Guðrúnu að syngja með þér elsku Birgitta. Við munum alltaf eiga minningar um þig og munum aldrei gleyma þér, elsku sæta og góða frænka. Ég vildi að þú værir ennþá hér en nú ertu hjá afa og ömmu og öllum hinum sem eru farnir frá okkur og ég veit að þau munu passa þig. Ástar- og saknaðarkveðjur. Komin er ég í hvílu mína, kaunin snerta engin pína, ó, Guð, sendu englana þína, allt í kring sængina mína. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þínar frænkur að eilífu Sirrý og Karen. Yndislegt sumar er liðið, farið að hausta, farfuglarnir farnir til sinna suðlægu heim- kynna. Soffía mín, eða Soffa eins og hún var ætíð kölluð, fór í sína hinstu ferð að morgni 14. september og trúi ég því að vel hafi verið tekið á móti henni af Inga manni hennar sem lést fyrir nokkrum árum. Betri manneskjum en þeim hjón- um er leitun að, hógværðin og virð- ingin sem þau báru hvort fyrir öðru er einstök. Aldrei var talað um þau hjón öðruvísi en þau bæði saman, Soffa hans Inga eða Ingi hennar Soffu, svo náin voru þau hvort öðru. Alltaf var jafn gaman að koma til þeirra hvort sem var í Deild sem ég kom oft sem unglingur eða í Litla- gerði í Hvolsvelli mörgum árum eldri. Að koma í Litlagerði var eins og að koma í ævintýraheim, allar myndirnar og stytturnar um allt svo smekklega sett upp. Soffa var lista- maður í sér, bjó sjálf til jólakort sem hún sendi fjölskyldu og vinum og málaði myndir á silki, allt svo listi- lega gert og hafði hún yndi af því að gefa myndirnar sem hún bjó til. Synd að hún hafði ekki byrjað á sinni listsköpun mörgum árum fyrr. Blómaskálinn var heimur út af fyrir sig með öllum þeim blómum sem þar voru. Hvað hún Soffa mín var stolt þegar hún sýndi mér mandarínutréð sem hún hafði komið til og var með mörgum mandarínum á. Það blómstraði allt í höndunum á henni Soffu minni. Soffa bjó nokkur ár á heimili sínu í Litlagerði eftir lát manns síns þar til hún fór á Ljósheima á Selfossi þrot- in að kröftum. Guð geymi þig, elsku vinkona. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðbjörg Karlotta. Það haustar að eftir eitt fallegasta sumar sem komið hefur í manna minnum. Því fylgir söknuður og tregi og ósk um að geta haft það lengur og fá að njóta þess áfram. Eins er farið um með þær mann- eskjur sem manni þótti sérstaklega vænt um og hefði viljað hafa áfram en þegar mannsævin er orðin löng og þreyta og veikindi farin að segja til sín getur hvíldin orðið gleðileg og þakklæti og góðar minningar komið í staðinn fyrir sorg og söknuð. Þann- SOFFÍA GÍSLADÓTTIR ✝ Soffía Gísladóttirfæddist í Görðum í Vestmannaeyjum 31. desember 1915. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 14. september síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Stórólfshvolskirkju 19. september. ig hugsa ég til hennar Soffíu sem við erum að kveðja í dag. Indælar, góðar minningar frá liðnum árum þegar komið var við í Deild áður en farið var heim úr sveitinni eða á Hvolsvöll á fallega heimilið hennar þar og Inga mannsins hennar. Oftast var farið heim með blóm og afleggjara því hún var mikil blómakona og hafði ánægju og gleði af því að gefa. Fyrir þetta allt vil ég þakka af heilum hug og þegar ég nú úr sumarhúsinu mínu lít út um gluggann þá blasir við mér gamla húsið í Deild sem stendur nú sem tákn um góða húsbændur og mann- eskjur sem indælt var að eiga að vin- um og lifa í minningunni um alla tíð. Hjartans samúð til ykkar sem syrgið í dag. Kæra Soffa mín, þakka þér fyrir alla þína vináttu. Auður Helga. Ég var eitt af þessum heppnu börnum sem fékk að eyða nokkrum vikum, nokkur sumur í Deild hjá Soffu og Inga og er sá tími sveipaður ævintýraljóma í minningunni. Það var auðvitað alltaf sólskin og einstök gleði og hlýja einkenndi heimilið. Þau Ingi höfðu bæði þann eigin- leika að varðveita barnið í sjálfum sér alla tíð og ég man sérstaklega glettnisglampann í augunum og dill- andi hlátri Soffu. Minningarnar líða gegnum hug- ann, ilmur af nýbrenndu kaffi og heimabökuðu brauði, heyskap og sunnudagsferðir ýmist á hestum eða í traktorskerru og það hvernig Soffa hafði gaman af og tók þátt í uppá- tækjum okkar krakkanna. Það var ort og það var sungið og meira að segja gólfbón varð gaman þegar hún klæddi okkur stelpurnar í föðurland, ullarsokka og vettlinga og svo mátt- um við „synda“ um gólfin. Í stofunni var líka hægt að láta sér líða vel innan um blómin hennar Soffu og framandi ávaxtatré, allar ævintýrabækurnar og dúkkulísurn- ar hennar Hrefnu. Soffa hafði skilning á þessu öllu. Þær mamma höfðu verið litlar stelpur saman í Múlakoti, Soffa nokkrum árum eldri og tók mömmu að sér í hringiðunni á stóru heimili. Þeim þótti alla tíð vænt hvorri um aðra og ég naut góðs af því. Það var mikið hlegið þegar þær gömlu vin- konurnar hittust. Ég þakka þessa yndislegu sum- ardaga í Deild á árum áður og votta Hrefnu, Þresti og fjölskyldum þeirra samúð. Soffa var ein af þessum gefandi, fallegu konum sem maður mætir á lífsleiðinni og gleymir aldrei. Þórey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.