Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                       !  "   !  "  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VINSAMLEG samskipti nágrann- anna eru líklega flestum mikilvæg. Að vísu koma stundum upp leiðinda nágrannaerjur hjá sumum, sem hafa þær afleiðingar að hvorki er yrt á ná- grannann né hann virtur viðlits, og þaðan af síður honum heilsað. Slíkt langvarandi ástand er oftast til mik- illa leiðinda, og þessvegna ætti það að vera mönnum kappsmál að ná sáttum. En í versta falli er hægt að flytja í burtu til að forðast leiðindin. Finnar hafa ekki tök á að flytja land- ið sitt í burtu frá risanágrannanum sínum Rússlandi. Þeir hafa því valið þá leið að lifa í sátt og samlyndi við hliðina á rússneska risanum. Sam- eiginleg landamæri landanna eru hvorki meira né minna en 1.269 km. og íbúafjöldinn í Rússlandi er um 160 milljónir. En þó Rússar og Finnar hafi verið góðir og vinsamlegir nágrannar í meira en 50 ár, þá gleyma Finnar því ekki að í lok vetrarstríðsins árið 1940 innlimuðu Rússar hluta af finnsku Kirjálahéruðunum (Karjala), og um leið borgina Vyborg (Viipuri), inn í Sovétríkin (sem er enn í dag hluti af Rússlandi), og frá svæðinu fluttu 420.000 Kirjálabúar til annarra hluta Finnlands. Og úr ógnum vetrar- og framhaldsstríðsins (1939–1940) voru 70 þúsund finnsk börn send til Sví- þjóðar. Nú á dögum er það öðruvísi „inn- rás“ sem Rússar gera í Finnland: Eftir fall Sovétríkjanna hefur því miður allskonar glæpastarfsemi blómstrað í Rússlandi, og margir hafa efnast á vafasaman hátt. Sumir þessara nýríku Rússa sækja inn í finnskar borgir í suð-austurhluta landsins, þar sem þeir hafa fjárfest í fasteignum og lúxus sumarbústöðum við finnsku vötnin. Þegar þessir Rússar eru á ferðinni í Finnlandi, oftast í hópum, þá liggur þeim hátt rómur á rússneskri tungu, eru oft beinlínis frekir og tillitslausir. Og skil ég vel að þeir fari í taugarnar á mörgum Finnum, enda eru Finnar jafnan hógværir og tillitssamir. En þrátt fyrir framangreinda lýsingu hef ég líka kynnst nokkrum hinum ágætustu Rússum, og auðvitað eru Rússar misjafnir eins og aðrir, og stærsti hluti þeirra hið besta fólk. En þeir sem stunda glæpi og brjóta lögin meðal Rússa eru ansi stór hóp- ur, og margs að gæta í samskiptun- um við þá. Finnar eru í sterkri að- stöðu innan Evrópusambandsins, og hafa spornað gegn óskum Rússa um að felld séu niður ákvæði um veg- bréfsáritanir Rússa til Evrópusam- bandslandanna. Skil ég þessa af- stöðu mjög vel, og tel rétt að Rússar þurfi að sækja um vegabréfsáritanir á leið sinni til Finnlands, enda auð- veldar það Finnum að koma í veg fyrir að rússneskir glæpamenn kom- ist inn í landið. Rússar eru aftarlega á merinni í ýmsu sem snertir nútímaþjóðfélagið, svo sem í umhverfisverndarmálum. T.d. eru vetrarsiglingar eldgamalla rússneskra risaolíuflutningaskipa um Finnska flóa stórhættulegar um- hverfinu og standast alls ekki nútíma öryggiskröfur, sem kveða á um tvö- faldan stálbotn skipanna. Ég hef tvisvar farið bílleiðina til St. Pétursborgar í Rússlandi, og í bæði skiptin komið við í Vyborg, sem áður var finnsk borg. Vissulega er St. Pétursborg mikilfengleg stór- borg med glitrandi gullslegnar hall- arbyggingar í miðborginni. En Vy- borg nú á dögum er sorgleg andstæða stórborgarinnar. Borgin var mjög glæsileg er hún tilheyrði Finnlandi, en er nú í algjörri niður- níðslu hjá Rússum. Glæpatíðnin í borginni er gífurleg og finnskir ferðamenn, sem sækja þangað mik- ið, hafa oft verið rændir og ruplaðir kerfisbundið á markaðstorginu af hópum götuunglinga. Svo slæmt var ástandið sl. vetur að finnskar ferða- skrifstofur stöðvuðu allar ferðir þangað, og kröfðust lögreglueftirlits. Það virðist hafa haft áhrif, því rúss- neska lögreglan, sem áður lét allt af- skiptalaust, hefur nú tekið til hend- inni á svæðinu. Þó allt sé friðsamlegt í samskipt- um Finnlands og Rússlands nú á dögum, og „andi Helsinki-ráðstefn- unnar“ ráði ríkjum, þá vex þeim fisk- ur um hrygg, sérstaklega á meðal stjórnmálamanna, sem vilja að Finn- land gerist aðili að NATO. Ekki síst núna, þegar Finnland er sterkur að- ili í Evrópusambandinu. En Finnar eru stoltir af hlutleysisstefnu sinni, og meiri hluti landsmanna er andvíg- ur NATO-aðild. Samt sem áður er hugsanlegt að NATO-aðild verði að veruleika í framtíðinni. Þó Finnar lifi í sátt og samlyndi við Rússa, og ná- granninn Rússland sé friðsamur um þessar mundir, þá vita menn að að- stæður geta breyst á nokkrum tug- um ára, með þeim afleiðingum að rússneski björninn rumski illilega enn á ný. En auðvitað vona menn að hann haldi ró sinni um ókomna tíð. BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON, myndlistarkennari, Suður-Finnlandi. Nágranninn Rússland Frá Björgvini Björgvinssyni                                Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.