Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 53 ÁLFABAKKI kl. 2, 4, 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Kl. 4 og 6. AKUREYRI Kl. 4 og 6. KRINGLAN Kl. 6. Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Yfir 100 M$ í USA! Þetta er sko stuðmynd í lagi! KRINGLAN Sýnd kl. 4, 8 og 10. . B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 8, og 10.15. B.i. 16. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 3.50, 6. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 2, 4, 6.20. Ísl tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. B.I. 16 ÁRA Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM KRINGLAN Sýnd kl. 10.20. B.i. 10. KVIKMYNDIR.IS AKUREYRI Sýnd kl. 2. Ísl tal KEFLAVÍK Sýnd kl. 2. Ísl tal ÁLFABAKKI kl. 8 og 10.10. B.i. 16.  DV  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KVIKMYNDIR.IS KVIKMYNDIR.COM  Skonrokk FM 90.9 Yfir 43.000 gestir! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Topphasarmyndin í USA í dag. þrælmögnuð yfirnáttúruleg spennumynd sem hefur slegið rækilega í gegn. Topphasarmyndin í USA í dag. FRUMSÝNING Fór beint ítoppstætið í USA SV MBL SV MBL HK.DVKVIKMYNDIR.IS lega upptekinn, og einn daginn stendur ókunnugur maður fyrir utan hjá manni og biður um bíllyklana. Þú þekkir hann ekki. Pælingin er sú að maður eigi að grípa tækifærið og sökkva sér í þá gleði sem er að vera foreldri. Tónlistarlega er ég að vitna í „Summer Holiday“ með Cliff Rich- ard og „Mrs. Brown You’ve Got a Lovely Daughter“ með Herman’s Hermits. Hér er ég að fjalla um mín eigin börn en sjálfan mig um leið. Við fengum banjóleikarann úr Pöpum til að spila inn á lagið. Ég er ofboðslega hrifinn af Pöpunum, þeir eru dálítið líkir mér. Það er fullt af Bubbalögum sem myndu steinliggja sem Papa- lög!“ 7. Minning „Dóttir mín er með sömu eiginleika og ég, hún er skrifblind. Þegar ég var lítill var lamið í mig að ég væri aumingi vegna þessa. Það væri aum- ingjaháttur að geta ekki skrifað. Hér er ég að skírskota í það um leið og ég er að hugsa um dóttur mína. „Ég á nóg, ég á nóg af göllum“ segir hér en svo enda ég á að segja „ég á nóg, ég á nóg af kostum“. Hér er ákveðinn kafli sem er tilvísun í Trúbrot en sú sveit hafði mikil áhrif á mig ungan. Það má segja að ég fjalli meira um sjálfan mig á þessari plötu sem barn en á fyrri plötunum.“ 8. Fyrirgefðu mér „Einu sinni spurði eldri kona mig í Kringlunni hvort líf mitt og konunn- ar minnar væri endalaus dans á rós- um þar sem ég semdi svo falleg lög til hennar. Ég fór að hlæja og sagði nei. Allt lagið er tilvitnun í John Lennon, „Jealous Guy“. Ég er ein- faldlega að segja með þessu lagi: „Fyrirgefðu mér fyrir það hvernig ég get verið stundum.“ Einhver ætti að geta fundið sjálfan sig í þessu.“ 9. Fagur er fiskur í sjó (vögguvísa) „Hér eru afrísku áhrifin komin aftur. Ég gerði lag fyrir nokkrum árum sem heitir „Þeir fengu fiskinn í arf“. Mér finnst ennþá það mikið óréttlæti í kvótakerfinu að ég ákvað að syngja um það ennþá. Mér fannst öflugt að setja það upp eins og mamma væri að syngja barnið sitt í svefn. Þar vitna ég í þjóðvísurnar og þuluarf- inn. Pabbinn er sjómaður sem er að vinna fyrir sægreifann sem fer með alla peningana í banka fyrir sunnan. Ég fékk fínan kór í þetta með mér; Bjarna Ármannsson fjármálaspekúl- ant, Jakob Magnússon og Helga Björns. Þessi afríska tónlist hefur haft gríðarlega mikil áhrif á mig að undanförnu og Gummi var duglegur að hvetja mig til að vinna meira úr henni.“ 10. Jóhannes 8 „Lagið fjallar um fyrirgefninguna. Þetta er Árna Johnsen-málið. Ég er að tala um það hvað við erum fljót að dæma og ráðast á fólk. Við erum öll mannleg. Árni var dæmdur og allt það en við eigum að geta horft á þetta með sorg í hjarta í stað þess að býsnast yfir því að hann sé einhver ótukt. Í Biblíunni fjallar kaflinn sem titillinn vísar í um fyrirgefninguna og ekki eigi að dæma aðra. Tónlist- arlega er ég að vísa í Bauhaus og Nick Cave og mér fannst sá dökki og blái tónn henta þessu lagi vel.“ 11. Lífið er dásamlegt „Mér fannst skipta miklu máli að enda plötuna á því að þrátt fyrir allt; þrátt fyrir litla Bubba og erfiðleika og annað þá er lífið æðislegt. Og sér- staklega hversu mikilvægt er að varðveita sakleysið og barnið í sér. Í einu erindinu segi ég t.d.: „Ég trúi á jólin og jólasvein.“ Hér er ég að vitna í Crosby, Stills og Nash. Það er líka dálítið danskt. Það er pinkulítill Kim Larsen í því (hlær).“ arnart@mbl.is 1.000 kossa nótt kemur út í dag www.bubbi.is BANDARÍSKI leikstjórinn Quentin Tarantino segir að nýjasta kvikmynd sín, sem nefnist Kill Bill: Vol- ume 1, sé svo framandi og blóðug að ljóst sé að hún gerist í „ævintýralandi“. Tarantino, sem var við- staddur frumsýningu kvikmyndarinnar í Bretlandi á fimmtudag, hefur átt undir högg að sækja vegna of- beldisatriða í kvikmyndinni. „Þessi kvikmynd gerist ekki á jörðinni,“ sagði leikstjórinn um Kill Bill, sem hefur fengið lofsamlega dóma í Bandaríkjunum, þrátt fyrir ofbeldisatriðin, að sögn BBC. „Ég vildi búa til magnþrungnustu atriði sem sést hafa í kvikmyndum,“ sagði leikstjórinn og taldi jafn- framt að hún væri þrungin gráu gamni. „Ég hef tekið upp ofbeldisatriði áður en aldrei jafn hryllileg og nú,“ sagði Tarantino, sem einkum er þekktur fyrir kvik- myndirnar Reservoir Dogs og Pulp Fiction. Hann segir að það hafi tekið sig heilt ár að skrifa ofbeldisatriði kvikmyndarinnar, en eitt atriði, þar sem ein aðalsöguhetjan berst gegn 88 andstæðingum (samúræjum), tók átta vikur í vinnslu. Kill Bill, sem byggir söguþráðinn á bardagamyndum, sem voru vin- sælar á 8. áratug 20. aldar, skartar meðal annars Umu Thurman, Darryl Hannah, Lucy Liu og David Carradine. Annar hluti kvikmyndarinnar er væntanlegur í kvikmyndahús snemma á næsta ári, en ákveðið var að skipta kvikmyndinni í tvo hluta þegar ljóst var að hún yrði um þrír klukkutímar að lengd. Miramax, sem framleiðir myndina, hafði áhyggjur af dræmri miða- sölu í kvikmyndahúsum ef Kill Bill yrði þrír klukku- tímar í sýningu. Blóðugur Billi Reuters Meira blóð? Nei, nú er nóg komið, Quentin. Leikstjór- inn ofbeldissjúki og aðalleikkonan hans bregða á leik í Berlín í síðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.