Morgunblaðið - 05.10.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 05.10.2003, Síða 2
J Á, við erum greinilega fertughljómsveit,“ segir Gunnar, þarsem við sitjum í makindumheima hjá honum á Ægisgöt-unni með nokkurri umferð af unglingum og hundi, sem leggur sig fljótlega við fótskör blaðamanns og hrýtur milt. „Menn sprikla ekki eins og þeir gerðu og fara ekki úr að ofan. Við getum spilað tvö kvöld í röð en á því þriðja erum við al- veg búnir. Raddirnar farnar. Í gamla daga gátum við spilað sex kvöld í röð en þá var nú kannski helmingurinn hálfslappur. En held að ég hafi aldrei aflýst spiliríi út af veikindum. Mætti frekar sloj en að sleppa því. Þetta held ég að eigi almennt við um mús- íkbransann. Kannski er ástæðan sú að menn hafa bara svo gaman af þessu og einnig að hver hlekkur í svona hljómsveit er svo mikilvægur; menn leyfa sér helst ekki að ganga úr skaftinu.“ Söguskoðanir Hann heldur því hins vegar hik- laust fram að sú hljómsveit sem í kvöld kemur fram í Austurbæ sé mun betri en sú sem tróð upp í Krossinum 40 árum fyrr. „Við spilum miklu bet- ur, erum auðvitað sjóaðri og aðeins betri söngvarar. Þetta var ekki beys- ið í byrjun. Við Rúnar lentum fljót- lega í því að þurfa að syngja en við vorum bara engir söngvarar. Við sungum meira af illri nauðsyn en getu. Það hefur skánað.“ Voru falskir Hljómar í Krossinum? „Ábyggilega.“ Manstu þetta ball eins og Eggert Kristinsson, trommuleikari og einn stofnenda Hljóma, lýsir því í greinum sínum í Morgunblaðinu í gær og í dag? „Ég man bara ekkert eftir því,“ svarar Gunnar að bragði. „Eða því sem næst. Ég man að Rúnar sneri baki í fólkið. Ég hafði skrifað upp fyr- ir hann bassanótur á blað: F,G,A o.s.frv., Rúnar hafði blaðið á borði fyrir aftan sig og rýndi í það allt kvöldið. Var þar fyrir utan auðvitað skítfeiminn og nervös. Eins og við vorum allir. Það man ég þó!“ Manstu kannski almennt lítið frá þessum fyrstu Hljómaárum? „Já. Ég er með versta minnið af okkur. Hinir muna alls konar uppá- komur. Ég man hins vegar öll lögin, sem þeir kannski muna ekki. Þau sitja föst í minninu.“ Samkvæmt frásögn Eggerts beitti hann sér fyrir því að hljómsveitin var stofnuð þegar Guðmundur Ingólfsson hafi tilkynnt að hann hygðist leysa upp hljómsveit sína sem þið Eggert og Einar Júlíusson söngvari voruð í. Hins vegar skrifar Doktor Gunni í rokksögu sinni Eru ekki allir í stuði? að Hljómar hafi orðið til í framhaldi af því að Einar ákvað að hætta hjá Guð- mundi vegna drykkjuskapar liðs- mannanna og þú hafir þá fylgt honum eftir og síðar Eggert. Hvor söguskoð- unin er rétt? Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Morgunblaðið/Kristinn Hljómar saman á ný: Erlingur Björnsson, Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen og Gunnar Þórðarson. … eins og saga sem gengur upp 2 B SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Jú, það var fyrir mín orð að Rúnar var ráðinn bassa- leikari Hljóma án þess að kunna á hljóðfæri. Við höfð- um verið vinir allt frá því við kynnt- umst í níu ára bekk. Mér finnst Rúnar lítið hafa breyst sem persónuleiki síðan þá. Hann var og er enn lítillátur, ljúfur og kátur, hvers manns hugljúfi. Við áttum það m.a. sameiginlegt að vera báðir ofboðslega feimnir. Kannski náðum við saman vegna þess. Við hlustuðum á músík úr Ka- naútvarpinu í kjallaranum heima hjá honum og Rúnar hafði verið söngv- ari í skólahljómsveitinni í gaggó svo ég vissi að hann var músíkalskur þótt hann spilaði ekki á hljóðfæri. Við tókum tvær–þrjár vikur í að ég kenndi honum á bassann; hann var fljótur að læra enda má segja að bassagangurinn í þeirri músík sem við vorum að spila þá hafi ekki verið flókinn og byggst á grunntónunum. Rúnar var líka góður íþróttamað- ur og mikill keppnismaður, sem átti eftir að nýtast hljómsveitinni vel. Hans kraftmikla og stundum villta sviðsframkoma átti stóran þátt í vel- gengni Hljóma; ég er ekki í nokkrum vafa um það. Partur af aðdráttarafli okkar var spurningin: Hvað gerir Rúnar í kvöld? Engin önnur hljóm- sveit þessara ára gat boðið upp á slíkar uppákomur. Síðan kom auðvitað að því að við Rúnar uxum í sundur músíklega. Hann er meiri rokkari en ég sem vildi fara út í aðeins flóknari mál. Og samband okkar seinni árin hefur ekki verið eins náið persónulega og það var; við hringjumst ekki á reglu- lega. Núna erum við frekar sam- verkamenn en nánir vinir, eins og á við um samband okkar allra í Hljóm- um. Við erum í ýmsu öðru og flestir fjölskyldumenn. En samband okkar er þægilegt, byggist á grunni gam- allar vináttu sem aldrei hverfur og skín í gegnum allt samstarfið. Um tíma, kannski eitt ár, slitnaði bæði vináttusamband og samstarf okkar Rúnars. Það var út af pen- ingamálum og sjálfsagt ungæð- ishætti; við hefðum átt að geta leyst ágreininginn með því að tala út um málið. Við áttum saman fyrirtækið Hljóma til helminga og ég varð ósáttur við hvernig hlutaskiptin voru, bæði hvað varðaði eign og stjórnun. Við héldum þó áfram að talast við þegar við rákumst hvor á annan, en mér þótti mjög leiðinlegt hvernig þetta fór. Í rauninni má segja að við Rúnar höfum verið meira og minna saman samfleytt í yfir tuttugu ár, frá skóla- vináttu í níu ára bekk gegnum mjög náið samstarf í ýmsum útgáfum af Hljómum, Trúbroti og Lónlí blú bojs. Kannski var því kominn tími á að fara í pásu. Ég held eftir á að hyggja að við höfum haft gott af því, þótt betra hefði verið að standa öðruvísi að slitunum. Svo kom auðvitað að því að pásan fjaraði út af sjálfu sér. Jú, ég samdi og flutti lag til Rúnars á sólóplötu sem ég gaf út. Það heitir Hey brother. Með því langaði mig til að segja honum hvað mér þætti vænt um hann. Við höfum aldrei tal- að um þetta lag, en það talar sínu máli.“ Rúnar Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.