Morgunblaðið - 05.10.2003, Page 3

Morgunblaðið - 05.10.2003, Page 3
Gunnar Þórðarson þegir ítarlega. „Ég veit það ekki. Ég held að ástæð- an hafi örugglega ekki verið drykkju- skapur í hljómsveit Guðmundar. Það er einhver galgopaskýring. Guð- mundur lagði sína sveit niður og við vildum spila áfram. En hver stofnaði Hljóma? Ég vil ekki fullyrða um það. Annaðhvort var það ég, Eggert, Ein- ar eða Erlingur.“ Hann hlær. „Er ekki gott að hafa nokkra opna mögu- leika? Ha?“ En nafnið átti Eggert? „Já, svo mikið man ég.“ En var ekki ástæðan fyrir því að Hljómar urðu til sú sama og rokkarar og popparar almennt fást einstaka sinnum til að viðurkenna, þ.e. að menn stofnuðu hljómsveit til að eiga betri séns í stelpur? „Neeei. Í það minnsta var ástæðan ekki sú hjá mér, heldur sú staðreynd að ég hataði að mæta í vinnu klukkan átta á morgnana. Ég vann í blikk- smiðju og þegar ég heyrði þessi hel- vítis hamarshögg og djöfulgang í morgunsárið dag eftir dag man ég að ég sagði við sjálfan mig: Ég ætla mér að fá vinnu þar sem ég get ráðið mín- um tíma og haft gaman af. Þetta var mín ástæða. Og það hefur tekist.“ Gunnar Ef þú skoðar nú ljósmyndir af þessum unga manni, Gunnari Þórð- arsyni, 18 ára, þegar hann byrjaði í Hljómum og þennan 58 ára mann sem spilar með sveitinni í kvöld, 40 árum síðar – þetta er sannarlega sami maður, en er hann öðruvísi maður? Hefur hann breyst mikið sem per- sónuleiki? „Já. Í rauninni finnst mér eins og þessi 18 ára gaur tilheyri einhverju öðru lífi. Ég hef aldrei hugsað mikið til baka eða velt mér upp úr fortíðinni og þekki varla þann mann sem ég sé á gömlum ljósmyndum sem ég rekst á eða get munað hvernig honum leið. Öll þessi ár hafa mestanpart verið vinna. Og svo horfi ég fram á veginn. Ég hef aldrei sest niður og hlustað á gömlu plöturnar með Hljómum eða Trúbroti. Ef ég heyri þessi lög í út- varpinu finnst mér yfirleitt gaman að þeim þótt stundum fari eitt og annað í taugarnar á mér vegna þess að við hefðum getað gert betur með meiri tíma og betri aðstæðum eins og nú eru. Málið er það að á þeim tíma þegar við tókum upp þessar plötur hvarflaði ekki að okkur að þær myndu lifa svona lengi. Svo situr maður uppi með að heyra sama feilinn alla ævi!“ Samstarfsmaður ykkar í textagerð og samferðamaður gegnum tíðina Þorsteinn Eggertsson segir í rokk- sögu Doktors Gunna að bæði Rúnar og Erlingur hafi eftir að hljómsveitin varð vinsæl ekki verið sömu rólegu, feimnu piltarnir og þeir voru áður. Frægðin hafi breytt þeim, en ekki Gunnari Þórðarsyni sem var sami töffarinn fyrir og eftir, þótt allir ut- anaðkomandi hafi haldið að hann væri feimni strákurinn. Hvernig skynjar þú þetta? Gunnar hlær. „Þorsteinn er sögu- maður. Ég hef aldrei talið mig töff- ara; þvert á móti frekar mjúkan. Að vísu á ég líka til þannig skap, að vera harður og taka kaldar ákvarðanir þegar það hefur verið nauðsynlegt fyrir tónlistina eða framtíð hljóm- sveitanna. Ef ég veit að ákvörðunin er rétt líður mér vel með hana þótt hún geti verið sár fyrir aðra. No regrets.“ Þorsteinn segir líka að ástæðan fyrir því að þú breyttist ekki hafi ver- ið að þú hafir aldrei verið mikið fyrir sjóbisnissinn, heldur fyrir tónlistina – að verða góður hljóðfæraleikari. „Ég held ég geti fallist á það. Auð- vitað pældi ég líka í velgengni hljóm- sveitarinnar, en hún byggðist ekki síst á að við gætum boðið upp á góða músík og værum betri en hinir.“ Fannst þér þið alltaf vera það – betri en hinir? „Neinei, ekki alltaf. Tónar, þegar Gunnar Jökull spilaði með þeim, voru betri en Hljómar.“ Varstu spældur? „Já,“ svarar Gunnar hlæjandi. „En þetta hleypti bara í okkur keppnis- andanum.“ Að verða góður hljóðfæraleikari – hvenær fannst þér þú hafa náð því markmiði? „Það kom seinna, að vissu marki. Þegar við Hljómarnir sendum frá okkur plöturnar okkar voru á þeim ýmis lög, eins og Þú og ég, Lífsgleði, Heyrðu mig góða, sem hljómsveitin spilaði næstum aldrei á tónleikum eða böllum. Það var vegna minnimáttar- kenndar; við treystum okkur hrein- lega ekki til þess. Bláu augun þín var eiginlega eina lagið sem var alltaf á prógramminu. Þetta hefur breyst en í rauninni finnst mér ég ekki enn hafa náð fullum tökum á hljóðfæraleikn- um. Í tónsmíðunum getur maður endalaust leikið sér að hljómum og Gunnar og Ringo Starr með Stuðmönnum í Atlavík – íslenskur og enskur bítill saman á sviði. „Hann var frekar dulur og drakk dálítið Koníak í appelsíni,“ segir Gunnar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 B 3 „Við Erlingur kynnt- umst í gagnfræða- skóla Keflavíkur, ekki síst gegnum skóla- hljómsveitina sem við vorum báðir í. Mér finnst hann enn í dag alveg eins og hann var þá: Frekar hlédrægur náungi. Hann var aldrei mesti músíkhausinn af okkur en fórst vel úr hendi að sjá um ráðningar og peningamál og þess háttar. Erlingur hefur alltaf verið fínn og ljúfur félagi, klettur sem ekki klikk- ar. Og hann hefur bara svo gaman af því sem við höfum verið að gera. Hann hefur því ákaflega jákvæða nærveru í bandinu.“ Erlingur Björnsson „Engilbert er litríkur karakter, mikil tilfinn- ingavera og hefur sínar skoðanir á flestu. Hann er var um sig og ef honum mislíkar eitt- hvað felur hann það ekki. Það getur verið mjög skemmtilegt í kringum hann, því hann er svo opinn. Stöku sinnum getur það verið óþægilegt – af sömu ástæðum – rétt á meðan, en svo verður það aftur skemmtilegt. Við vorum til dæmis í sjónvarpsupptöku nú fyrir helgina og Engilbert neitaði að láta farða sig. Hann kvaðst hafa orðið fyrir því fyrir löngu að hafa verið farðaður fyr- ir sjónvarpsupptöku og fengið frunsu á nefið strax á eftir. Og þarna voru þær tvær „ríkissminkurnar“, eins og hann kallar þær, hlaupandi á eftir honum með sminkdósirnar! Rétt á meðan eltingaleik- urinn stóð yfir var þetta frekar óþægi- legt en síðan bara fyndið. Engilbert er geysilega músíkalskur og hefur mikla rödd sem er gulls ígildi. Hann hefur allt í að leggja fyrir sig klassískan söng. Rödd hans hefur ekkert fölnað gegnum árin sem er merkilegt því hann hafði ekki notað hana í langan tíma þeg- ar við byrjuðum aftur fyrir tveimur ár- um; söng ekki einu sinni í baði. Hitt lífið hans Engilberts er veiði- mennska. Hann er mikill lífskúnstner og stendur ekki á sama um hvaða kaffi hann drekkur.“ Engilbert Jensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.