Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 4
samsetningum þeirra og ég kann meira í því nú en þá, en samt veit maður ekki hvort lag hefur heppnast fyrr en eitthvað smellur saman and- lega, eins og saga sem gengur upp.“ Og þegar það gerist? „Þá er voðalega gaman. Í vor til dæmis átti ég óvenjulega frjóan sköp- unartíma að þessu leyti, fyrst með því að semja heila plötu fyrir strákana í Ríó í þeirra sveita- og þjóðlagastíl og þegar það var búið hélt ég bara áfram og samdi í poppaðri og rokkaðri stíl lög á nýju Hljómaplötuna sem nú er komin út. Allt í allt samdi ég 35–40 lög á tveimur og hálfum mánuði. Það var eins og æð hefði opnast, sköpunar- æð.“ Þorsteinn Eggertsson segir líka að þú hafir einbeitt þér að spilamennsk- unni en í alveg sérstöku stuði hafirðu tekið tvö spor. „Þetta er nú frasi frá Ámunda (Ámundasyni umboðsmanni): Tvö spor áfram og eitt afturábak. Og eitt- hvað er til í þessu.“ Og hvað tekurðu mörg spor í kvöld, heldurðu? „Ætli þau verði fleiri en eitt áfram og eitt til baka!“ Enn vitna ég í Þorstein: Hann seg- ir að þú hafir greinilega verið „vald- hafinn“ í Hljómum? Varstu það? „Já.“ Þurftirðu að berjast fyrir þeim völdum? „Nei. Þau komu af sjálfu sér því ég var fljótastur að pikka upp lögin og réði yfir mestri músíkþekkingu. En við Rúnar vorum saman í því að drífa bandið áfram; metnaðurinn var mest- ur hjá okkur tveimur.“ Og hinir hlýddu bara? „Nja, þeir voru alveg til í tuskið.“ En stimpilklukkan var ykkar Rún- ars? „Já. En enginn þurfti að stimpla sig inn fyrir klukkan fimm.“ Komu stundum upp ágreinings- mál, tónlistarleg eða persónuleg? „Varla get ég sagt það. Hljómar voru og eru samstillt hljómsveit. Kannski má segja að eftir nokkurra ára spilamennsku hafi sumir gefið eftir undan álagi langrar keyrslu, orðið þreyttir og leitað fullmikið á náðir brennivínsins. Þá gátu komið upp ágreiningsmál.“ Í fyrrnefndri bók Doktors Gunna er haft eftir Pétri Östlund, trommu- leikara Hljóma, sem tók við af Eng- ilbert Jensen, að hann hafi hætt 1966 m.a. vegna þess að sveitin hafi verið í árangurslitlu ströggli við að meika’ða í útlöndum og allir hafi verið orðnir blankir, en bætir við: „Hefði ég ekki hætt, þá er ég viss um að það hefðu orðið endalok Hljóma. Þessi „Hljóm- ar the great“ andi, sem hafði ríkt inn- an hljómsveitarinnar, var búinn að gera mann hálfgeggjaðan. Við vorum hættir að æfa og mórallinn var slæm- ur. Gunnar átti bágt með að þola mót- bárur, sem er að vissu leyti skiljan- legt, þar sem hann hafði verið svo lengi einráður í hljómsveitinni.“ Ertu sammála þessari lýsingu Péturs? „Já, ég get vel verið það. Vonbrigð- in vegna þess að allt þetta brölt hafði gengið illa höfðu vissulega sitt að segja. Við höfðum gert þessa bíó- mynd (Umbarumbamba) og hún var algjör bömmer og við töpuðum pen- ingum. Og við Pétur rifumst oft. Hann var skapmaður en ég fór frekar inn í mig í vonsku og þetta hafði þau áhrif að áhuginn á samstarfinu dofn- aði á báða bóga. Niðurstaðan var því eðlileg og rétt. Það var æðislegt að vinna með Pétri í upphafi en sem hljómsveit höfðum við dalað og okkur gekk illa. Við vorum orðnir mest rythm and blues-grúppa og mig lang- aði í flóknari og vandaðri söng í anda Beach Boys. En við höfðum ekkert í það, vorum hættir að flytja þannig músík vegna þess að við hreinlega gátum það ekki.“ Þá kom Engilbert aftur inn – og þið gátuð það? „Já, og síðan einnig Shady Owens. Næstu tvö árin voru sérlega skemmti- legt og gott tímabil fyrir Hljóma.“ Þá, nú og svo áfram Á hvaða tímabili var að þínu mati skemmtilegast að vera í Hljómum? Hvenær var mórallinn bestur? „Ég held að einmitt sá tími sem við vorum að tala um hafi verið skemmti- legastur – og árangursríkastur.“ Var það eðlilegt næsta skref að slíta bandinu og stofna Trúbrot eða voru það mistök? „Rétt skref, held ég. Þá vorum við aftur á endapunkti og urðum að finna nýja byrjun. Breyttur tíðarandi kall- aði á það.“ En núna – hvernig er mórallinn í Hljómum núna? „Mjög fínn. Öllum finnst gaman.“ Hvers vegna endurreistuð þið Leikið fyrir aðdáendur í sjónvarpssal. 4 B SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H LJÓMAR höfðu æft laga- syrpu af fyrstu plötu Bítl- anna áður en þeir komu fram fyrsta sinni op- inberlega á dansleik. Nokkuð var liðið á dansleikinn í Kross- inum þegar hljómsveitin hóf að leika bítlasyrpuna og salurinn brást við um leið. Þeir þurftu að endurtaka syrpuna sex sinnum þetta kvöld. Bítlarnir höfðu slegið í gegn með sínu fyrsta lagi, She Loves Me, í september og Hljómar urðu strax samnefnari bítla- menningar á Íslandi. Hljómsveitinni var strax vel tekið og við spiluðum síðan um hverja helgi í Krossinum. Þannig gekk fram til ársloka við vax- andi vinsældir en þá varð breyting á, því Einar Júlíusson þurfti að fara í kirtlatöku upp úr áramótum og var því frá störfum í hljómsveitinni næstu þrjá mánuði. Nú var úr vöndu að ráða því ekki gátum við stoppað spila- mennskuna, svo við létum boð út ganga í Keflavík að okkur vantaði söngvara strax og buðum upp á áheyrn í Krossinum. Það mætti slang- ur af ungu fólki og tók lagið með okk- ur. Fyrstu mannabreytingarnar Ein stúlka, Birna Guðmundsdóttir, kennd við Litlabæ í Keflavík, tók með okkur lagið og var mjög efnileg, hún var reyndar náfrænka mín því faðir hennar og faðir minn voru bræður. Hún hafði bjarta og háa rödd og skil- aði lagi eins og ,,Mama“, prýðilega vel. Annað ungmenni tók lagið og það var Karl Hermannsson, sonur Her- manns Eiríkssonar skólastjóra Barna- skólans í Keflavík. Kalli hafði yfir sér ákveðinn stíl, þó feiminn væri, og hann söng nokkuð í þeim anda sem við gátum fellt okkur við. Það var því ákveðið að ráða Kalla söngvara Hljóma frá áramótum 1963-64. Hann gekk því í hljómsveitina og starfaði síðan með Hljómum fram til vorsins 1964 en varð þá að hætta sökum þess að hann var að byrja sem lærlingur í rafiðn um vorið. Nú voru góð ráð dýr því þetta voru slæmar fréttir. Framundan var skipulögð hljómleikaferð um allt landið og við orðnir söngvaralausir. Eftir því sem Hljómarnir urðu þekktir af afspurn fyrir sinn tónlist- arflutning jókst ásóknin. Upp úr ára- mótum ’63-’64 vorum við farnir að spila öll kvöld vikunnar á skólaböllum bæði í Reykjavík, Hafnarfirði og víðar. Það orð fór af hljómsveitinni að hún væri góð og engin óregla væri á með- limum hennar. Hún var því vel séð á skólaböllum, bæði fyrir gagnfræðinga og menntskælinga. Einnig tóku við hljómleikar í Austurbæjarbíói, Há- skólabíói og víðar þennan vetur, sem jók á vinsældir þessarar hljómsveitar unga fólks- ins. Hljómsveitin vakti það mikla athygli að Knútur Otterstedt, rafmagnsverkfræðingur á Akureyri, hringdi í mig rétt fyrir páska og vildi ráða hljómsveit- ina í fimm daga verk- efni fyrir norðan. Hann var þá formað- ur íþróttafélags á Akureyri og vildi afla fjár með því að nýta sér vinsældir Hljóma. Til þessa höfðu Hljómar einungis tekið 5.000 krónur fyrir kvöldið en nú fór ég fram á fimmfalda þá upphæð og setti fram kröfu um 25.000 krón- ur fyrir hljómsveitina fyrir hvert kvöld. Knútur þurfti aðeins að hugsa sig um, en hefur að sjálfsögðu sem reiknings- glöggur maður verið búinn að áætla og reikna út mögulegar tekjur af þessari framkvæmd svo hann sló til. Þetta var í raun ótrúleg uppsveifla í tekjum og vegna vaxandi vinsælda héldust launin í þessu hlutfalli eftir það. Við mættum fyrir norðan og þar tóku þeir, sem réðu okkur til verksins, mjög vel á móti okkur. Við spiluðum síðan í ýmsum samkomuhúsum í Eyjafirði og einnig á Sjallanum, ætíð fyrir fullu húsi, spiluðum á fimm dans- leikjum í allt. Eftir þetta verkefni voru allir sáttir og það var ljóst að Hljómar voru komnir í nýjan verðflokk og vin- sældir þeirra stöðugt að vaxa. Hljómleikaferð út á land Þess vegna var það ákveðið að fara í hljómleikahald um allt landið sumarið 1964 og réð ég skipuleggj- anda til þess að panta húsin og sjá um auglýsingar. Þetta var ungur og röskur náungi að nafni Ámundi Ámundason sem við hittum er við spiluðum fyrir Verslunarskóla Reykjavíkur í Sjálfstæðishúsinu. Hann var aldeilis til í verkefnið og hóf þegar skipulagningu. Við höfðum því hrint þessum áætl- unum af stað þegar við missum að- alsöngvara sveitarinnar, Kalla Her- mannsson, á vormánuðum. Þá ákvað Gunnar að taka að sér sönginn ásamt Rúnari og við urðum reyndar allir að hjálpa til við að syngja. Það var því ákveðið að við yrðum bara fjórir þetta sumar og vorum þá komnir með sömu skipan og Bítlarnir höfðu í sínum flutningi. Þetta reyndist mun erfiðara en menn grunaði í fyrstu. Það reyndi gíf- urlega á Gunnar og Rúnar og ég man það að er leið fram á miðvikudags- kvöld þá var Gunnar alveg að verða raddlaus eftir sex daga stanslausan söng. Við tókum okkur alltaf frí á fimmtudagskvöldum og það bjargaði málunum nægilega vel fyrir Gunnar því hann gat þá hvílt raddböndin í eitt kvöld. En þetta stóð oft mjög tæpt. Við byrjuðum fyrstu hljómleika okk- ar á Akranesi á laugardegi og spil- uðum svo á dansleik í Brúarási í Borg- arfirði um kvöldið, en þar mættu 700 manns í þetta litla hús og það var svo troðið að lítið var hægt að dansa svo menn bara stóðu og hlustuðu á tón- slistina. Á hljómleikaferð okkar um landið var alltaf húsfyllir. Ferðin stóð yfir í júní, júlí og ágúst. Síðasta ballið var í Húsafelli um verslunarmanna- helgina fyrir templarahreyfinguna og var þetta ein af fyrstu stóru útihátíð- um sem haldin hafði verið hér á landi. Pílagrímsferð til Liverpool Í september 1964 förum við út til Englands í nokkurs konar pílagríms- ferð til Liverpool en þar byrjuðu Bítl- arnir að spila í Cavern Club, sem var neðanjarðar í gömlu húsnæði. Í þess- ari ferð var einnig Andrés Indriðason, útvarpsmaður, en hann hafði lengi fylgt okkur eftir og flutti af okkur fréttir í útvarpi og blöðum. Hann flutti síðan útvarpsþátt um þessa ferð okk- ar til Liverpool. Við spiluðum þar eitt kvöld við góðar undirtektir og skemmtum okkur afskaplega vel. Ég gerðist meðlimur í Cavern Club og á ennþá félagsskírteinið. Á hótelinu hittum við svo piltana í Swinging Blue Jeans og vorum að spjalla við þá yfir daginn. Gunnar, Rúnar og Erlingur höfðu keypt sér bítlajakka í London ásamt einhverju af hljóðfærum og birtust í þessari múnderingu á sviðinu í Ca- vern Club, síðan voru teknar af okkur myndir á sviðinu og eftir hljómleikana sem oft hafa birst síðan í fjölmiðlum. Þarna urðu svo önnur tímamót í hljómsveitinni því ég ákvað að yf- irgefa frægðina og hljómsveitina Hljóma og setjast á skólabekk í Lond- on. Ég hafði ákveðið þetta fyrr um sumarið svo strákarnir vissu alveg Brostu breitt og hristu lubbann í takt Félagaskírteini í Cavern-klúbbnum í Liverpool. Fyrsta íslenska bítlahljómsveitin leikur í klúbbnum þar sem Bítlarnir byrjuðu. Hljómar komu í fyrsta skipti fram á tónleikum í Krossinum 5. október 1963 og vöktu þegar athygli. Eggert V. Kristinsson rekur upphaf ferils vinsæl- ustu popptónlistarsveitar allra tíma á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.