Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 5
Hljóma á 21. öldinni – var það af fortíð- arþrá, hagnaðarvon eða einlægri löng- un og þörf fyrir að spila saman að nýju? „Það var nú Ólafur Laufdal sem vildi fá okkur inn í Broadway og við vorum allir til í að svara þeirri eft- irspurn. Síðan höfum við haldið áfram að svara eftirspurn af og til. Auðvitað er gott að hafa sæmilega upp úr þessu, en mun betra að það sem frá okkur kemur standist gæðakröfur.“ Þegar þið komuð saman til æfinga eftir öll þessi ár – fór bíllinn strax í gang? „Jensen þurfti aðeins að hita upp röddina en þegar hún var komin í lag fór allt í gang.“ Og er nýja Hljómaplatan sú besta til þessa? „Já. Hún hefur besta hljóminn og mun betri söng en þær fyrri. Hún er sú vandaðasta, enda tókum við okkur meira eða minna fjóra mánuði í að nostra við lögin.“ Bjuggust þið við að fyrsta upplag myndi seljast upp í forsölu? „Alls ekki. En við höfum fundið undanfarin misseri hvar sem við komum, úti í búð eða í bankanum, að fólk á öllum aldri hefur góðar og já- kvæðar tilfinningar til þessarar hljómsveitar. Ég kann ekki að skýra það.“ Eru grúppíurnar orðnar gamlar? „Já, þær eru þær sömu.“ En hlustendahópurinn hefur breikkað? „Já, fólk kann þessi lög. Það er eins og þau hafi spilað sig inn í þjóðarsál- ina, burtséð frá aldri. Við fáum allar kynslóðir á böll og tónleika til okkar. Stundum koma tvítugir gaurar upp að sviði og segja alveg steinhissa við kallana: Helvíti eruð þið góðir!“ Þú ert væntanlega ekki jafnkvíðinn fyrir Austurbæjartónleikana í kvöld og þú varst í Krossinum? „Nei. Ég er vaxinn upp úr því. En pínulítinn fiðring finn ég jafnan áður en ég geng á svið.“ Tilhlökkun og spilagleði? „Já. Ég finn aldrei fyrir spilaleiða. Nema þá sem líkamlega þreytu. Við spilum stundum í þrjá og hálfan tíma án þess að taka pásu. Það gerðum við ekki einu sinni þegar við vorum ung- ir.“ Alltaf jafngaman að spila Fyrsta kossinn? „Nei. Ég er búinn að fá leiða á hon- um.“ Hvaða Hljómalag finnst þér skemmtilegast að spila? „Léttan rokkara eins og Lífsgleði, held ég. Og svo nýju lögin.“ Unglingurinn sem var einn af stofnendum fyrstu íslensku bítla- hljómsveitarinnar hefur á þessum fjórum áratugum sem liðnir eru síðan gert ótrúlega margt og margvíslegt. Fyrir utan Hljóma, Trúbrot, sólóplöt- ur, Vísnabókina, Lónlí blú bojs, Ríó tríó, Lummurnar, Þú og ég, Sléttuúlf- arnir, Guitar Islancio, tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp, leikhús og sin- fóníuhljómsveit. Þú átt Íslandsmet í fjölda tónsmíða á plötum eða á 4. hundrað. Þú hefur fengið listamanna- laun og Fálkaorðu og ég gleymi áreið- anlega mörgu. Þú getur verið stoltur af svo mörgu en er „fyrsti kossinn“ alltaf kærastur? Eru Hljómar þér hjartfólgnastir af þessu öllu? „Já. Það var skemmtilegasti tím- inn. Hann breytti svo miklu í lífinu. Var algjör bylting. Sjálfsmyndin breyttist og mér fannst ég vera að gera eitthvað sem var einhvers virði. Og ég hafði gaman af því. Ég man að þegar ég lagðist á koddann á kvöldin var ég svo þakklátur fyrir að hafa far- ið inn á þessa braut. Ég hef aldrei, ekki eitt augnablik, séð eftir því.“ En viðurkenningar eins og lista- mannalaun og Fálkaorða – gefa þær þér mikið? „Ég er þakklátur fyrir þær. Og við- urkenni fúslega að þær kitla.“ Hvað langar Gunnar Þórðarson að gera við það sem eftir er? „Mig langar helst til að semja tón- list.“ Og hætta að spila? „Ja, ef ég ætti að velja á milli tæki ég tónsmíðarnar fram yfir spila- mennskuna. Mesta kikkið fæ ég þeg- ar ég næ saman góðu lagi.“ Heldurðu að Hljómar muni koma fram á fimmtugsafmælinu? „Ég þakka mínum sæla fyrir að við erum allir lifandi. Þeirri gæfu eiga ekki allar hljómsveitir að fagna.“ Í það minnsta ekki allar þær sem eru orðnar fertugar. Þannig að þú úti- lokar ekki Hljómaball eða konsert á fimmtugsafmælinu? „Nei. Ef við verðum í lagi tökum við lagið.“ En kannski er vissara að mæta í kvöld. ath@mbl.is 5. bekkur A í Barnaskóla Keflavíkur veturinn ’56–’57. Gunnar er 2. frá hægri í efstu röð og Rúnar beint fyrir neðan hann. um þessa breytingu. Þeir lögðust gegn henni strax og vildu ekki að ég hætti með þeim, en mér var ekki haggað. Áður en við fórum utan hafði ég tal af Gunnari Jökli, sem þá var trommari í hljómsveitinni Gosar með söngvaranum Garðari Guðmundssyni, en þessi hljómsveit var mjög vinsæl unglingahljómsveit á þessum tíma í Reykjavík, og bauð honum að taka sæti mitt í Hljómum. Hann var þá að spila með hljómsveit sem hét Strengir og vildi ekki hætta með þeim. Það varð því úr að Engilbert Jensen tæki við á trommur eftir minn dag, en hann hafði verið að æfa sig um tíma og var orðinn liðtækur. Þegar hér er komið sögu eru Hljómar orðnir einhver vinsælasta hljómsveit á Íslandi og eru orðnir landsfrægir eins og tekið var til orða í blöðunum í þá daga. Alþjóð þekkir það, sem á eftir kom hjá þessum ágætu tónlistarmönnum úr Keflavík. Þeir hafa skilað þjóðinni ómældum fjársjóði á sviði popp- tónlistar en þetta var upphaf þeirra og þróun á sínum tíma í bænum Keflavík, sem núna er nefndur Bítla- bærinn vegna hljómsveitarinnar Hljóma. Áhrifavaldur Ótrúlegur fjöldi tónlistarmanna og kvenna hefur komið frá Keflavík, sem í dag heitir Reykjanesbær og má m.a. þakka hin miklu áhrif tónlistarflutn- ings frá útvarpi varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Á þessum árum okkar í Keflavík, 1950 til 1960, var nánast ekkert í boði fyrir ungt fólk af tónlist frá ríkisútvarpinu í Reykjavík nema einn hálftíma þáttur fyrir unglinga á þriðjudagskvöldum, Lög unga fólksins Við sem ólumst upp í Keflavík höfð- um aftur á móti aðgang að tónlist- arflutningi í útvarpi 24 tíma á sólar- hring. Ég byrjaði að vinna á vellinum 16 ára gamall og eignaðist mitt fyrsta Grundig útvarp þaðan, leðurklætt og glæsilegt. Þetta útvarp kólnaði ekki allan sólarhringinn. Maður sofnaði við tónlistina og maður vaknaði við tón- listina að morgni. Þarna var í boði sveitatónlist fyrir hádegi, rokktónlist eftir hádegi, allur nýjasti vinsældalist- inn frá Ameríku var spilaður daglega, síðan tók við kvöldverðartónlist eða ,,dinner music“, svo Big Band tónlist, helstu og þekktustu stórhljómsveitir í Ameríku sem spiluðu jazz og swing af miklum móð, síðan var klassísk tónlist flutt og einnig var boðið upp á draumatónlist eða ,,Music for Dream- ing“, undir miðnættið. Þetta var tón- listaruppeldi ungmenna í Keflavík í þá daga og auðvitað knúði öll þessi inn- taka á tónlist á þann vilja manna að fara að spila hana einnig. Við lærðum öll þessi fínu rokklög utanað við að heyra þau daglega, kunnum textana og sungum með. Þessi tónlist gaf okk- ur öllum tilgang og gleði því hún var svo hlaðin af fjöri, takti og rómantík. Það var því eðlileg afleiðing út frá allri þessari áhrifamiklu tónlist að við fær- um að spila hana sjálfir. Sáðkorn tónlistarinnar var því þarna fyrir hendi og jarðvegurinn var frjór sem í var sáð. Einstakt ævintýri Í dag er hljómsveitin Hljómar orðin að sögulegu fyrirbrigði á popptónlist- arsviðinu, nokkurs konar goðsögn hjá mörgum. Hún varð til á réttum tíma og á réttum stað og ástæðan fyrir vinsældum hennar verður að teljast tenging hennar, ósjálfrátt, við þá tón- listarmenningu sem Bítlarnir stóðu fyrir og hrundu af stað, sem hafði svo stórfelld áhrif á allt ungt fólk um alla heimsbyggð eins og sagan sýnir. Þessi tónlist var hlaðin jákvæðum krafti og mikilli gleði, ásamt þéttum takti sem ekki fór framhjá neinum sem hlustaði á. Lögin voru fersk og ég man ennþá eftir tilfinningunni sem fylgdi því að bíða eftir nýju lagi frá þeim og verða aldrei fyrir vonbrigðum með hvað þeir komu með næst. Það var einstakt ævintýri fyrir okk- ur ungu piltana frá Keflavík að lenda í þessari bylgju bítlatónlistar, sem færði hljómsveitina upp á topp og tind vin- sælda á hljómlistarsviðinu á Íslandi í þá daga, á innan við sex mánuðum eftir að við fórum að starfa. Hljóm- sveitin var skipuð góðum hljóðfæra- leikurum sem stóðu undir álaginu og kröfunum og skiluðu flutningi bítla- hljómlistar í sönnum anda fyrirmynd- anna, með viðeigandi hártísku og klæðaburði sem tilheyrði þessu menningarfyrirbrigði samtímans. Það hneykslaði marga eldri borg- ara hvernig menn voru til hársins. Þetta þótti villimennska og ósnyrtil- egt og með öllu óalandi og óferjandi, en Hljómastrákarnir brostu breitt og hristu lubbann í takt við hið sterka hljómfall tónlistarinnar sem þeir spiluðu af mikilli innlifun og heilluðu hina ungu kynslóð um land allt. Þann- ig varð Bítlaævintýrið á Íslandi til. Hér birtist seinni hluti upprifjunar Eggerts V. Kristinssonar á upphafi og arfleifð Hljóma. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 B 5          !" # $ %%%$ $         ! "# $ %  %& ' (  &# % ) % % * &# % %  % %   ' % &%%  %  & & +  +            &     '  (&    ' ) &* +, $ ) &*  +  ('    ' + +  '    ' ' -  ,   , (&    $ .   /    ) &* +,  (    (   ' 0 *+ / $   ' '   1  2+ * &   3 ,  4  +'&5 +   6(&   ' 76 85 9&  &  & 0 *+ /  '    &  . *3 + ,  :'& / $   , - . +%% & "/0 1 2&%% && 34 .+  %% ' 5.,- 1 11 6 " %% &% 7 84$ 9% % 4& 11 7 && ! ,&' , %% %  % :% 8 4 &; '% 9% % ! ! "%8  % $ 2&%% && 34 ,&' , %% 6 " %% 9' ; -$  <) ' -=  ' ; '   +'  <) ;   ;  !" > *& ; # $  & ; .  1 5    <)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.