Morgunblaðið - 05.10.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 05.10.2003, Síða 6
6 B SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Velkom- in til Dogville Eftir að hafa stýrt Björk Guðmundsdóttur til sigurs á kvikmyndahátíðinni í Cann- es fyrir rúmum þremur ár- um og sjálfur hlotið enn ein verðlaunin þar, Gullpálm- ann, varð Daninn Lars von Trier án tvímæla einhver umtalaðasti kvikmynda- gerðarmaður í heimi. Kom það líka á daginn þegar hann réð í hlutverk fyrir næstu mynd á eftir Myrkra- dansaranum, sem frumsýnd er hér á landi um helgina. Allar helstu stjörnur heims- ins með Nicole Kidman í fararbroddi vildu setjast að í Dogville, eins og von Trier gerði Skarphéðni Guð- mundssyni nánari grein fyr- ir, auk þess sem hann ræddi opinskátt um þá hörðu ádeilu sem felst í myndinni á yfirvöld í Bandaríkjunum. MENN setti hljóða yfir frammistöðu hans og Emily Watson í hlut- verki hinna eldheitu en lánlausu elskhuga í Brimbroti árið 1996. Síðan þá hefur hinn hávaxni og stórskorni Svíi Stellan Skarsgård tekið þátt í öllum verkum Lars von Trier, nema einu. Skarsgård fór með lítið hlutverk í Lansanum II ári eftir að leiðir þeirra von Trier lágu fyrst saman. Ekki lék Skarsgård einn af Fá- vitunum 1998 þótt það hafi örugglega komið til tals en árið 2000 birtist hann í hlutverki læknisins í Myrkradansarunum. Og nú í Dogville leikur hann Chuck, geðstirt og ofbeldisfullt karlmenni sem beitir bæjarbúa andlegri og líkamlegri kúgun til að fá sínu framgengt. Segi alltaf já við Lars „Það er sama hvað hann biður mig um að gera, ég mun alltaf segja já,“ segir Skarsgård. „Hann er einfaldlega maður að mínu skapi. Okkur kemur vel saman og hann fær mig til að hlæja. Það er alltaf gaman að vinna fyrir hann, sem sannarlega er ekki hægt að segja um alla í þessum bransa. Reyndar hef ég aldrei litið á þessi verk- efni með honum sem vinnu. Þetta er miklu frekar leikur, eitthvað sem ég geri til að hvíla mig á vinnunni, hinni eiginlegu, þessari í Holly- wood. Sem ég fæ borgað fyrir,“ segir hann og hlær. „Ég hitti Lars fyrst á kvikmyndahátíð fyrir einum tuttugu árum. Þá var hann að kynna sína fyrstu mynd í fullri lengd, Frumatriði glæps (Forbrydelsens element). Við náðum strax mjög vel saman, mér þótti hann snjall og ég hugsaði með mér að það yrði áhugavert frammis mördar Silfurbj meira á Alveg sömu púkarnir Ljósmynd/Halldór Kolbeins Stellan Skarsgård um Lars von Trier: „Hann er ein faldlega maður að mínu skapi.“ Stellan Skarsgård er á launaskrá hjá Lars von Trier E FTIR allt havaríið í kringum meinta sam- skiptaörðugleika milli Lars von Triers og Bjarkar Guðmundsdóttur er þau unnu saman við Myrkradansarann er svo sem skiljanlegt að þessi danski kvikmynda- maður sé þekktari fyrir það hér á landi en sjálfar kvikmyndir sínar. Samt vita von- andi flestir að hann hefur á liðnum árum verið í fremstu röð þeirra sem talist geta til skapandi kvikmyndagerðarmanna. Með hverri mynd sem hann hefur sent frá sér hefur hann nefnilega með ein- um eða öðrum hætti ögrað rækilega hugmyndum um hvernig bíómyndir „eigi“ að vera. Sjónarspilið í Evrópu og allir leikirnir hans með litina og aðrar sjónbrellur komu mönnum í opna skjöldu 1991. Sjúkrahússdramað Lansinn gæddi hugtakið sápuópera nýrri merkingu árið 1994. Ber- skjaldaðri persónur og magnaðri leiktúlkun aðalleikara hafði vart sést er Brimbrot birtist 1996, ekki frekar en sú dirfska sem Fávitarnir endurspegluðu 1998 þar sem „heil- brigt“ fólk lék sér að því að látast þroskaheft og gerði það svo í ofanálag „í alvöru“. Svo tók hann sig til og bauð upp í söng og dans fyrir þremur árum, í lokamyndinni í Gull- hjarta-þríleiknum, Myrkradansaranum, og uppgötvaði í leiðinni leynda leikhæfileika söngkonunnar Bjarkar Guð- mundsdóttur frá Íslandi. Í dýrabúri Nú hefur hinn stórhuga Lars von Trier hafist handa við gerð nýs þríleiks þar sem, að eigin sögn, hann mun leitast við að varpa ljósi á stórveldið Bandaríkin í gegnum ungu konuna Grace. Og hann byrjar með því að bjóða okkur vel- komin til Dogville, smábæjar þar sem allir lifa í sátt og samlyndi – svo lengi sem þeir geta beygt sig undir þær reglur og þau lífsgildi sem þar ráða ríkjum – „í þessu litla og þrönga dýrabúri“, eins og hann orðar það. Kringumstæður voru viðeigandi þar sem blaðamaður Morgunblaðsins átti samtal við von Trier. Í garðskála glæsilegs strandhótels rétt utan við bíóborgina Cannes sem stendur við frönsku rívíeruna. Ekki það að von Trier sé vanur því að vera í slíku umhverfi. Þvert á móti forðast hann það eins og klisjukennda Hollywood-fléttuna. Hann er nefnilega, eins og margoft hefur komið fram, haldinn ferðalagafælni á alvarlegu stigi, er meinilla við að þurfa að yfirgefa fósturjörð sína og gerir það aðeins í ýtrustu neyð, þegar hann þarf að skjóta bíómynd eða mæta til Cannes. Það er þó ekkert skrítið að hann láti helst til leiðast að leggja ferðalagið til Suður-Evrópu á sig til að fylgja eftir myndum sínum. Hann er nefnilega í miklu uppáhaldi þar hjá hátíðarhöldurum og hefur oftar en ekki áskotnast ein eða önnur vegtyllan þar fyrir verk sín. Það var líka fátt ofar á baugi á hátíðinni í ár. Ný mynd eftir von Trier var í aðalkeppninni um Gullpálmann og það þýddi aðeins eitt. Hann var sigurstranglegur. Dró heldur ekki úr sigurmöguleikunum að myndin skartaði skærustu kvenstjörnu kvikmyndanna um þessar mundir, þá nýbök- uðum Óskarsverðlaunahafa, áströlsku leikkonunni Nicole Kidman. Með því fetar hún í fótspor þeirra Emily Watson og Bjarkar, sem báðar hlutu mikið lof og fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína í myndum von Triers – en áttu að sama skapi báðar í meintum samskiptajörðugleikum við leikstjóra sinn. Von Trier var býsna upptrekktur á þessum óvenju vindasama Cannes-degi. Allur dagurinn hafði farið í að veita viðtöl og hann sagðist uppgefinn, að fátt sogaði úr honum meiri kraft en að þurfa að svara endalausu spurn- ingaflóði um verk sín og meiningar. En þótt mátturinn væri í minna lagi hafði það greinilega ekki komið niður á mannasiðunum því kurteisin var hann uppmáluð og svar- aði spurningum blaðamanns eftir bestu getu – að virtist. Þó var blaðamaður varari um sig og nærgætnari en venju- lega, með það hugfast að það orð fari af danska leikstjór- anum að hann sé misjafnlega fyrir kallaður; geti á góðum degi verið sá allra skemmtilegasti viðmælandi sem hugs- ast getur en á slæmum haft allt á hornum sér, sérstaklega misvitra blaðamenn. Því var réttast að byrja bara á byrj- uninni og fara mjúklega í sakirnar. Eins og t.d. með þeirri spurningu hvaðan nafnið er komið á myndinni og þar með smábænum sem hún fjallar um: „Upphaflega átti megininntak myndarinnar að vera hversu lokað samfélag getur dregið lífsviljann úr fólki. Að einangrað samfélag eins og afskekkt smáþorp geti virk- að eins og fangabúðir þar sem markmið ráðenda, fanga- varða, er að láta fangana hegða sér eins og dýr í dýra- garði, tamda, bugaða, algjörlega undirgefna. Það gerði lífið bærilegra fyrir alla. Í þessari hugmyndavinnu varð nafnið Dogville til og hélst þótt áherslur hafi breyst. Reyndar hefði myndin með réttu átt að heita „Dogs- ville“, en ég var ekkert að breyta titlinum því mér líka svona smávægileg mistök.“ Dogville er Bandaríkin Dogville er dæmisaga og ber öll merki slíkrar frá- sagnarhefðar. Sagan er líka allegoría en hún segir frá ungri konu, Grace, sem leikin er af Nicole Kidman, sem í upphafi virðist á flótta undan einhverju/m. Stundin er kreppuárin, staðurinn ónefndur að því undanskildu að þessi smábær Dogville er þó klárlega í Bandaríkjunum. Hvort sem það er fyrir tilviljun eða ekki þá kemur Grace til Dogville og hittir þar fyrst fyrir ungan hugsuð sem hlúir að henni og veitir húsaskjól. Aðdáun hans á þessari dularfullu konu er augljós og hann lofar henni að gera hvað sem er til að fá þorpsbúa til að leyfa henni að vera. Tortryggnir í meira lagi og smeykir við allt hið ókunn- uga fallast þorpsbúar treglega á bón hans, en með þeim skilyrðum þó að hún leggi sitt af mörkum, og það ríku- lega. Og þegar þeir kynnast betur þessum nýjasta bæj- arbúa átta þeir sig auðvitað á því hversu tilbreytingin getur verið frískandi, hvað það er hollt að eiga samskipti við einhvern sem þekkir eitthvað annað og meira en næsta nágrenni. En um leið og vinsældir Grace aukast og hún verður meira áberandi í bæjarlífinu fara aðvör- unarbjöllurnar af stað. Vissulega er hún ágæt til síns brúks en hvaða áhrif kynni hún að hafa á bæjarlífið? Var lífið ekki ágætt eins og það var áður en hún birtist og er einhver ástæða til að hrófla við því? Líkt og svo margar aðrar myndir sem frumsýndar voru á Cannes-hátíðinni sem fram fór í maí, og reyndar almennt síðan Bandaríkjamenn og Bretar réðustu inn í Írak þá hefur verið fjallað um Dogville sem harkalega gagnrýni á Bandaríkin. Ólíkt flestum öðrum tilvikum er fótur fyrir slíkum getgátum. Von Trier viðurkennir nefnilega fúslega að í myndinni beini hann spjótum sínum að Bandaríkjunum og að vel megi túlka út frá henni að hann sé hreint ekki sáttur við mjög margt sem þar eigi sér stað, og mörg þau viðhorf sem þar séu ríkjandi, einkum meðal ráðama Það fer aldrei á milli mála að tryggnu íbúar Dogville standa ýmist megi túlka Grace sem inn þjóð. Þá sé um að ræða allegorí ríkjamanna, þ.e. ráðamanna lan til annarra þjóðríkja. Og að fra vart aðkomumanninum Grace e bandarískra yfirvalda í gegnum upp á síðkastið, á vettvangi alþj „Ég er viss um að það er fullt sem hefur sömu pólitísku skoða þjóðarinnar. En það held ég að mörku líka þannig að ég á örug anabræður í Bandaríkjunum en segir von Trier og hlær. „Vitanlega er ég ekki mótfall heild sinni, eða landinu sem slík vera á móti einhverju landi? En síðustu árin er mér síður en svo andvígur innrásinni í Írak. Mér og hættulegt að stilla heiminum urlönd séu á móti múslímum. A jafnvægi milli þessara tveggja un sé óhjákvæmileg að þær þur drottnar. Ef sagan hefur kennt það aldrei öðruvísi en með blóð sorglegu tilgangsleysi.“ – Þessar hugmyndir voru ful Írak braust út? „Já, töluvert áður.“ – Og finnst þér það hafa renn málstað þinn? „Nei, það sorglega hefur ger Frakklandi og prédika pólitíska sem ég er ekki vanur,“ segir vo Hefndin ögrar Um leið og von Trier viðurke gagnrýni sína á Bandaríkin áré anir koma frá manni sem aldre heim. „Það er mikið fjallað um Danmörku. Ekki mikið, alltaf. Þ komið þangað. En ég byggi þes Bandaríkjum sem ég hef kynns Lars von Trier og Miðjarðarhafið: „Hver einasta mynd sem ég geri er á einhvern hátt mótvægi v mjög gaman af svona rosalegu umstangi eins og í kringum Myrkradansarann.“ Að vera pólitískur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.