Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson ÞAÐ eru alltaf að bætast við nýjar uppskriftabækur.Nú hafa Nóatúnsverslanirnar hellt sér út í útgáfu ísamvinnu við PP-forlag og komu nýlega fjórar upp-skriftabækur út sem seldar eru í verslunum Nóa- túns. Hver bók hefur ákveðið þema. Í einni er fjallað um sushi-rétti í öllum sínum myndum. Fjallað er um hráefni sem notað er við sushi-gerð, s.s. hrísgrjónin og nori-þangið. Veitt- ar eru leiðbeiningar um framleiðslu sushi og þarna er að finna uppskriftir að t.d. Nigiri-sushi-réttum, Temaki sushi, Maki sushi og Sashimi-réttum. Í annarri er fjallað um wok- rétti, það er rétti í asískum stíl sem eldaðir eru á svokölluðum wok-pönnum. Þá fjallar þriðja bókin um forrétti og er þar að finna uppskriftir að margvíslegum smáréttum héðan og það- an úr heiminum. Í þeirri fjórðu er að finna margvíslegar upp- skriftir að fitusnauðum réttum úr jafnt kjöti, fiski sem græn- meti. Fimmta bókin er loks tileinkuð kaffi og meðlæti með kaffi. Fjallað er um sögu kaffisins, hvernig laga eigi gott kaffi og einnig má finna uppskriftir að áfengum sem óáfengum kaffidrykkjum jafnt sem uppskriftum að góðu meðlæti með kaffinu. Bækurnar eru skreyttar fjölda litmynda, m.a. af öllum réttum. Sushi, wok, forréttir, kaffi og fitusnautt V ITTORIO Mazzetta, fulltrúi ítalskavínfyrirtækisins Antinori, stýrði í vik-unni glæsilegri smökkun á vínum fyr-irtækisins þar sem á fimmta tug gestagafst tækifæri til að bragða á nokkrum af bestu vínum Antinori markgreifa. Þarna voru m.a. í boði sígild Toskana-vín á borð við Tignanello og Guado al Tasso auk Brunello-vínsins Pian delle Vigne. Sum vínanna hafa ekki áður verið í boði hér á landi svo sem hvítvínið Vermentino frá vínekrum Guado al Tasso í Bolgheri í Toskana og Conte Della Vipera frá Umbríu, en hið síðarnefnda var nýlega tekið í sölu. Margir gesta smökkuðu þarna í fyrsta sinn einnig á einnar ekru vínum frá Prunotto, sem er vínfyrirtæki Antinoris í Piedmont á Norður- Ítalíu. Voru þarna í boði Barbaresco-vínið Bric Turot og Barbera vínið Costamiole. Áhugi á ítölskum vínum hefur vaxið gífurlega á síðustu árum um allan heim. Á það við hér á landi sem annars staðar. Mazzetti segir að það megi rekja til þeirra miklu breytinga og uppstokkunar er átt hafi sér stað í ítalskri víngerð á skömmum tíma. Frakkar hafi lengi átt sína „chateau“-menningu þar sem vín eru ræktuð og framleidd á stórum búgörð- um. Á Ítalíu hafi vínframleiðslan hins vegar verið sundraðri og byggt á örlitlum einingum. Bændur hafi ræktað þrúgur, framleitt eitthvert magn af víni til eigin brúks en síðan selt afganginn af þrúgunum til stærri framleiðenda. Framleiðsla hafi ekki tekið mið af gæðum heldur magni. Nú hafi hins vegar allt breyst. Litlu framleiðendurnir sem hefðu burði til að framleiða góð vín væru farnir að gera það en einnig hefðu vínfyrirtæki keypt upp ekrur til að rækta þrúgur fyrir vínin sín sjálf. Hann sagði að það ætti m.a. við um Antinori og hefði fyrirtækið á und- anförnum árum keypt mikið af ekrum í Toskana, Úmbríu, Púglíu og í Piedmonte. Væri Antinori nú einn stærsti vínekrueigandi Evrópu og stefnan sú að fyrirtækið þyrfti ekki að sækja þrúgur annað fyr- ir vín sín. Framleiðslan hefði hins vegar ekki aukist í flöskum talið frá árinu 1985 þrátt fyrir öll þessi kaup á ekrum. Gæðin hefðu hins vegar aukist. Ýmislegt er framundan hjá Antinori að sögn Mazzetti. Hann sagði fyrirtækið binda hvað mestar vonir við Guado al Tasso sem ofurvín framtíð- arinnar en hvað markaðsvín varðar þá er á dagskrá að breyta Villa Antinori, einu mest selda víni fyr- irtækisins. Það hefur um árabil verið Chianti Class- ico-vín en verður frá og með árganginum 2001 tekið út úr þeirri skilgreiningu. Þess í stað verður það flokkað sem Toskana IGT og blöndunni breytt. Frá og með þessum árgangi verður það úr Sangiovese- þrúgunni til helminga en hinn helmingurinn verður Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah af ekrum Antinori í Toskana. Er þetta að sögn Mazzetti gert til að koma í veg fyrir að þurfa að hækka verð víns- ins verulega vegna hækkana á verði Chianti Class- ico-vína. Ítalía blómstrar Morgunblaðið/Sverrir Vittorio Mazzetta með framleiðslu Antinori-fyrirtækisins. VÍN frá suðurhluta Ítalíu hafa verið ímikilli sókn að undanförnu. Á þaðekki síst við um vín frá Sikiley. Úr-valið af sikileyskum vínum í vínbúð- unum hefur jafnframt verið að aukast og eru mörg af betri vínum eyjunnar nú fáanleg hér á landi. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem gæðaframleiðsla hefur náð yfirtökunum í sikileyskri víngerð og mörg af mest spenn- andi fyrirtækjunum eru ekki gömul í hett- unni. Fyrirtækið Firriato, sem hefur aðsetur sitt við Trapany á norðvesturhluta Sikileyjar var þannig stofnað árið 1985 og hefur markaðs- sett vín frá árinu 1994. Vínin frá Sikiley eru nútímaleg í alla staði og alþjóðleg í stílnum án þess þó að glata hin- um sikileyska uppruna sínum, sem er mikill kostur. Þannig renna þau ekki saman við önnur „alþjóðleg“ vín þó svo að þrúgur á borð við Chardonnay og Cabernet Sauvign- on séu notaðar í bland við hinar upprunalegu þrúgur Sikileyjar. Alcamo Bianco 2002 er hvít- vín ræktað úr þrúgunum Cat- aratto og Inzolia. Blóm og sítrus í nefi, blómin hvít og sítrusinn sætur lime-ávöxtur. Þurrt og þægilegt í munni, langt með miklu, örlítið beisku bragði. Afskaplega þokkafullt vín, lifandi og ein- faldlega gott. 1.290 krónur. 18/20 Casa Vinicola Firriato Santagost- ino Baglio Soria 2002 er annað hvítvín frá þessum framleið- anda unnið úr þrúgunum Cat- aratto (70%) og Chardonnay. Ferskur, titrandi ilmur, sítr- us, kívi og kantalúpu-melónur í nefi. Í munni hefur vínið gífurlega dýpt í bragðið í bland við yndislegan ferskleika. Þroskann úr sól Sikileyjar en jafnframt fínleika og elegans vína sem einungis kemur með frá- bærri víngerð. Yndislegt í alla staði. 1.790 krónur. 19/20 Altavilla Della Corte Rosso 2001 er rauðvín úr þrúgunum Nero d’Av- ola og Cabernet Sauvignon 2001. Sætur áfengur ilmur, dökkur ávöxtur, nýbakaðir kanilsnúðar, rúsínur og smjör. Í munni þétt, þurrt svolítið stamt. Glæsileg uppbygging. 1.590 krónur. 18/20 Santagostino Baglio Soria Rosso 2001 er mikill kraftabolti unninn til helminga úr þrúg- unum Nero d’Avola og Syrah. Dökkt og mikið vín, ávöxt- urinn heitur, þroskaður og kryddaður. Þarna eru plómur og þurrkaðir ávextir en einn- ig vottar fyrir leðri og van- illu. Bragðsprengja en jafn- framt fínlegt og flott. 1.790 krónur. 18/20 Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Firriato – nútímalegur Sikileyingur 250 g kínverskar eggjanúðlur salt 1 lítill haus kínakál 100 g shiitake-sveppir 300 g svínalundir 1 rauð eldpaprika (chili) 4 msk. olía 1 msk. rifið engifer 1 stöngull sítrónugras ½ tsk. dayong (kínversk krydd- blanda) 2 msk. hrísgrjónavín 4 msk. sojasósa Undirbúningur: Látið núðlurnar í sjóðandi salt- vatn, takið af hitanum og hrærið í 2–3 mínútur. Hellið vatninu af, skolið núðlurnar undir köldu vatni og látið leka vel af þeim. Hreinsið kínakálið, skolið það og skerið í 1 sm breiðar ræmur. Hreins- ið sveppina með eldhúspappír. Sker- ið sveppina og kjötið í litlar sneiðar. Skolið eldpaprikuna, kljúfið hana í tvennt, fjarlægið kjarnana og skerið ávöxtinn smátt. Hitið wok-pönnuna og hellið olíu- nni á hana. Setjið kjötið, sveppina og kálið hvert á fætur öðru út í og steik- ið. Bætið kryddinu saman við og hellið sojasósu og hrísgrjónavíni yfir. Hrærið núðlurnar saman við og látið standa í 3 mínútur áður en rétturinn er borinn fram. (Úr bókinni Wok.) INDÓNESÍSKUR NÚÐLURÉTTUR MEÐ SVÍNAKJÖTI matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is.  Það eru til óteljandi gerðir af tappa- togurum enda reyna hugvitsmenn stöð- ugt að finna nýjar leiðir til að ná töppum upp úr vínflöskum. Sumir eru einfaldir, aðrir flóknir. Sumir krefjast mikils átaks, aðrir lítils. Þessi tappatogari er þess eðlis að hann nær tappanum upp án nokk- urrar valdbeitingar. Með tveimur hand- tökum er tappinn kominn upp. Tappatog- arinn er klemmdur um flöskustútinn og handfangið síðan dregið upp og til baka. Tappinn fylgir með. Nauðsynlegt er þó að stilla hann því í fyrsta skipti sem ég reyndi hann þrýsti hann einfaldlega tapp- anum niður. Með einfaldri stillingu tókst að leiðrétta það og hefur hann gegnt verki sínu af sóma síðan. Gripurinn fæst í Kristali og postulín í Kópavogi. Hann kemur í gjafaöskju og kostar kr. 3.900 svartur en kr. 4.100 tvílitur í stáli. Auka- bor fylgir einnig með. Afbragðs olía  Áhugamenn um góða matargerð eru ávallt á höttunum eftir góðum hráefnum. Og það er eins og að finna gull að rekast áólífuolíu í hæsta gæðaflokki því mest af því sem hér er selt er af miðlungs- gæðum ef ekki neðar. Í Kokku við Laugaveg er fá- anleg olía frá Rieteine í Toskana. Rieteine er eig- inlega vínframleiðandi en líkt og flestir bændur á þessum slóðum ræktar hann einnig olíur. Olían er fallega græn, sæt og bragðmikil. Þykk og mild. Lúxusolía sem maður not- ar ekki á pönnuna heldur á salötin og út á mat til að auka bragð. Samkvæmt reglum má sýrustig í olíum ekki vera yfir 1% ef þær eiga að ná flokkun sem jómfrúrolíur eða extra vergine. Sýrustigið í þessari olíu er 0,19% sem segir ýmislegt um gæðin enda allar þrúgur handtíndar. Traustur tappatogari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.