Morgunblaðið - 05.10.2003, Síða 9

Morgunblaðið - 05.10.2003, Síða 9
Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Sérblað um heilsu, útivist og næringu að hausti kemur út sunnudaginn 12. október nk. Auglýsendur! Í blaðinu verður fjallað um skotveiði og hestamennsku, haustlitaferðir, fjallgöngur og aðra útiveru, skoðað hvernig best sé að verja sig fyrir vatni og vindum og í kjölfarið ágangi kvefs, hálsbólgu og leiðum umgangspestum. Ennfremur verður fjallað um dæmigert hráefni í haustmatargerð, til dæmis villibráð, nýslátrað lambakjöt og fleira. Efnistök verða af öllu landinu. Þeir sem hafa áhuga á því að auglýsa og koma á framfæri efni í blaðið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins. Pöntunar- og skilafrestur auglýsinga er til kl. 16 þriðjudaginn 7. október. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Það er ýmislegt sem stendur börn- um til boða í London. Nánar á: www.kidslovelondon.com SÚKKULAÐIUNNENDUR myndu líklega hoppa hæð sína ef þeir kæmust á alþjóðlegu súkku- laðihátíðina í portúgalska miðaldabænum Óbidos dagana 4.-9. nóvember næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin í Óbidos og allskyns uppákomur sem eru tengdar súkkulaði verða á boðstólum. Til dæmis verður haldin samkeppni um bestu súkkulaðiuppskrift- ina og valinn verður besti súkkulaðiskúlptúrinn og síðan fá bakarar sérstaklega að spreyta sig við sætindagerð. Þá verða ótal fyrirtæki frá ýmsum löndum með kynningar á súkkulaði og vel verður tekið á móti börnum í sérstöku súkkulaðihúsi þar sem þeim verður kennt að búa til súkkulaði og þau fá að taka þátt í ýms- um uppákomum. Þá stendur gestum til boða að fara á námskeið í gerð rétta þar sem súkkulaði er í aðalhlutverki. Súkkulaðihátíðin verður haldin í Óbidos í Portúgal. Súkkulaðihátíð í Portúgal  Upplýsingar um Óbidos er hægt að fá á slóðinni www.cm-obidos.pt og frekari upp- lýsingar um súkkulaðihátíðina er að finna á www.festivalchocolate.com FLUGLEIÐIR eru eitt tólf flugfélaga sem hlotið hafa tilnefningu til verðlaun- anna British Travel Award 2003 eða bresku ferða- verðlaunanna árið 2003. Flugleiðir hljóta tilnefn- ingu í flokki þar sem keppt er um besta áætlunar- flugfélag á stuttum flug- leiðum. Tilkynnt verður um verðlaunahafa þann 16. október næstkomandi. Guðjón Arngrímsson hjá upplýsingadeild Flugleiða segir að þessi viðurkenning sýni þá sterku stöðu sem flugfélagið hafi á breska ferðamarkaðnum. Önnur flugfélög sem hlutu tilnefningu eru m.a. British Airways, KLM, Cyprus Airways, EasyJet og Lufthansa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugleiðir tilnefndar til breskra ferðaverðlauna UNDANFARNAR vikur hafa draugar víðsvegar af landinu verið að koma sér fyrir í gamla frystihúsinu Hólmaröst á Stokkseyri. Þar fer fremstur í flokki Kampholts-Móri en auk hans eru hinir ýmsu draugar á sveimi. Draugasetrið verður formlega opnað á næstu vikum. Benedikt G. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri segir að húsnæðið sem er um þúsund fermetrar sé að taka á sig endanlega mynd og ef fari sem horfi muni gestir fara hæfilega skjálfandi á beinunum út eftir heimsókn þangað. „Þetta verður sögusafn og gestir fá afhenta geislaspilara sem þeir hafa með sér þegar þeir ganga um safnið og kynna sér draugasögur og reimleika.“ Benedikt segir að Kampholts-Móri sé í aðalhlutverki en síðan taka við hin- ir ýmsu draugar af öllu landinu og gest- ir fá að kynnast þeim bæði í máli og myndum. Þór Vigfússon er sögumaður en Bjarni Harðarson hefur séð um mynd- efni og texta. Verið er að prufukeyra safnið fyrir hópa þessa dagana. Að sögn Benedikts er beðið eftir vínveit- ingaleyfi fyrir safnið en meiningin er að gestir geti fengið sér hrollvekjandi hressingu. Ferðir á draugaslóðir Í tengslum við Draugasetrið býður fyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar ehf. upp á drauga- ferðir um Suðurland. „Við erum með þrenns konar draugaferðir. Ein ferðin er tileinkuð Kamp- holts-Móra, síðan er nokkurs kon- ar framhaldsferð sem stendur til boða og svo erum við með álfa- og tröllaferðir, dauðadóma, aftökur og sitthvað fleira.“ Reimleikar í frystihúsinu Draugasetur opnað á Stokkseyri á næstu vikum  Frekari upplýsingar um Draugasetrið og draugaferðirnar fást hjá skrifstofu Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Fossnesi C Selfossi Sími: 482-1210 Netfang: gt@gtyrfingsson.is Vefslóð: www.tyrfingsson.is GERÐAR hafa verið endurbæt- ur á heimasíðu skandinavíska lággjaldaflugfélagsins Snow- flake sem þýðir að nú geta við- skiptavinir bókað og borgað far- seðil með flugfélaginu á Netinu. Viðskiptavinir fá engan far- seðil en koma í staðinn með bók- unarnúmer sem þeir fá á Netinu þegar þeir innrita sig á flugvell- inum. Snowflake-flugfélagið Hægt að kaupa farseðil á Netinu Vefslóð flugfélagsins Snowflake er www.fly- snowflake.com HÆGT er að lesa sér til um og finna á korti á Netinu þá tegund veitingahúsa sem Bandaríkja- menn kalla „diners“ en slóðin www.dinercity.com er tileinkuð þeim. Þessi tegund veitingastaða var undanfari skyndibitakeðjanna sem nú eru allsráðandi. Uppruni orðsins diner vísar til veitinga- vagna járnbrautarlestanna og myndi á íslensku útleggjast braut- aráning. Þessir staðir voru nær alltaf í fjölskyldueigu og buðu upp á ódýran mat eldaðan á staðnum. Annað sem einkenndi brautar- áninguna var lögun staðarins. Húsnæðið var ílangt og með bar- borði (sem margir þekkja úr ótal bíómyndum) þar sem tekið var á móti pöntuninni. Hægt var að sitja við barborðið og snæða hrærðu eggin og drekka kaffið eða setjast við borð sem boltuð voru í gólfið. Dæmigerður braut- aráningarstaður þjónaði svipuðu hlutverki og hverfisbarinn gerir í Bretlandi. Með tilkomu skyndibitakeðj- anna fækkaði brautaráningar- stöðum verulega. Brautarán- ing í Banda- ríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.