Morgunblaðið - 05.10.2003, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.10.2003, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 B 11 ferðalög Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.gistinglavilla16.com sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. Gjald fyrir golf hefur hækkað mik- ið undanfarin tvö ár og þar með verð á þessum hótelpökkum svo við ákváðum að breyta til.“ Golf á haustin í Flórída Sigurður segir að hópurinn hafi fram til þessa kosið að vera á eigin vegum og út af fyrir sig og því pantað ferðirnar á Netinu og það hafi ávallt gengið upp eins og best verði á kosið. „Ferðaskrifstofurnar hér heima skipuleggja golfferðir vor og haust og þá er séð fyrir öllu sem er mjög þægi- legt fyrir þá sem það kjósa.“ Þegar hann er spurður hvar best sé að spila golf á haustin ef hann miðar við þá staði sem hann hefur sjálfur sótt þá segist hann ekki frá því að það sé á Flórída. Þar sé veðrið frábært á þess- um árstíma og verðlag nokkuð gott, sérstaklega núna þegar gengi dollar- ans er hagstætt. „Haustin eru ekki háannatími í ferðamennsku á Flórída og því er hægt að fá hagstæð kjör bæði á golfi, gistingu og bílaleigubíl. Flugið er hins vegar mun dýrara en til Evrópu og tekur lengri tíma. Ekki er hægt að vera án bílaleigubíla og setja margir fyrir sig vegalengdirnar sem geta verið verulegar á okkar mælikvarða og þar af leiðandi er meira fyrir hlut- unum haft.“ Sigurð- ur segir að þó að hópurinn ferðist saman til útlanda þá spili hann saman í hverri viku hér heima yfir sumarið. „Flest erum við í Golfklúbbnum Oddi og spilum á velli okkar í Urriða- vatnsdal í Heið- mörkinni, sem er án efa fallegasta golf- vallarstæðið á höf- uðborgarsvæðinu,“ bætir hann við. „Við höfum lengi haft það fyrir sið að spila saman á miðvikudögum.“ Þegar Sigurður er inntur eftir því í lokin hvað sé svona grípandi við að spila golf segir hann þetta vera af- skaplega skemmtilega íþrótt og að mörg hafi þau í þessum hóp stundað einhverjar íþróttir á árum áður og golfið hafi bara verið eðlilegt fram- hald. „Svo er þessi félagsskapur sér- staklega skemmtilegur sem skiptir nú mestu máli.“ Golfhótelið sem hópurinn gisti á nú fyrir skömmu þegar hann var að spila golf á Costa Brava á Spáni.  Nokkrar slóðir sem reynst hafa vel við skipulagningu golf- ferðanna: Golfvöllurinn og hótelið á Costa Brava www.golfcostabrava.com/ golf_ing.htm Golfvellir í nágrenni hótelsins á Costa Brava www.golfgirona.com/ www.pgacatalunya.com Golfvellir og hótel í Portúgal: www.algarvegolf.net/ www.vilagale.pt www.vilamoura.dompedro.pt/ offers.html Skemmtilegir golfvellir í Suð- ur-Englandi www.bramshaw.co.uk ÞEIR sem sækja Hveragerði heim í vetur geta farið á vegum Upplýs- ingamiðstöðvar Suðurlands í skipu- lagðar gönguferðir um bæinn og einnig í lengri ferðir. Að sögn Davíðs Samúelssonar, forstöðumanns Upplýsingamið- stöðvarinnar, sem hefur aðsetur í Hveragerði, stendur fólki til boða að panta gönguferðir með leiðsögn í all- an vetur. „Lagt verður af stað frá Upplýsingamiðstöðinni í gönguferð- ina um Hveragerði. Gönguferðin hefst á heimsókn á nýtt tjaldsvæði Hvergerðinga við Reykjamörk. Það- an er haldið áleiðis að Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands og því næst gengið meðfram Reykja- fjalli þar sem blasir við mikil nátt- úrufegurð. Þá verður Garðyrkjuskóli Íslands heimsóttur en þar er einnig hægt að fá leiðsögn um húsið sér- staklega hjá starfsmönnum skólans ef áhugi er fyrir hendi.“ Davíð segir að óvæntar uppákom- ur verði í gönguferðunum sem ekki sé hægt að skýra frá nánar eins og gefur að skilja og síðan verða hvera- svæðunum gerð góð skil. Þegar heimsókn í Garðyrkjuskólann lýkur verður gengið upp með Varmá að gamalli ullarþvottastöð og rafstöð. Farið verður upp með gistiheimilinu Frosti og Funa og niður Laufskóga. Gönguferðinni lýkur síðan í Ferða- eldhúsinu Kjöt og kúnst en þar gefst gestum kostur á að skoða hvernig jarðhiti er nýttur við matargerðina. Þar geta gestir einnig keypt léttar veitingar eins og kaffi og meðlæti eða súpu og salat svo dæmi séu tekin. Gönguferð í Reykjadal Þá er einnig boðið upp á gönguferð sem er aðeins lengri. Þá er farið upp í Reykjadal og gengið upp með Reykjadalsá. Innst í dalnum er hylur sem hægt er að baða sig í. Þá má snæða nesti í skála sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Davíð segir að Reykjadalur sé einstaklega fal- legur og leiðin þægileg, gengið er síðan niður Grænsdal til baka eða fyrir Ölkelduháls. Boðið upp á gönguferðir um Hveragerði í vetur Gera má ráð fyrir að gönguferðin um Hveragerði taki tvær til þrjár klukkustundir.  Upplýsingamiðstöð ferðamála Breiðumörk 2 810 Hveragerði Sími:. 483-4601 Fax: 483-4604 Netfang: tourinfo@hveragerdi.is Vefslóð: www.sudurland.net/info GÖNGUFERÐIR ÁSPÁNI OG Í NOREGI Ferðaskrifstofan ÍT-ferðir hefur þegar skipulagt gönguferðir næsta sumars. Í júní á næsta ári verður boðið upp á gönguferð í Pýreneafjöllunum í Aragon þar sem m.a. verður gengið yfir til Frakklands. Hægt er að fara í flúðasiglingu í lok göngu og eyða viku í Tossa de Mar eftir gönguna. Einnig verður boðið upp á göngu í Aragon út frá Torla um þjóðgarðinn Ordesa. Þá er búið að skipuleggja tveggja vikna göngu á Playa de Aro. Gengið verður á milli bæja á Costa Brava ströndinni. Seinni hluta júnímánaðar verður svo boðið upp á trússferð um Lysefjord í Noregi. Flogið verður beint til Stav- anger 23.júní 2004. Fjörður og Víknaslóðir ÍT-ferðir munu einnig bjóða upp á nokkrar gönguferðir innanlands á næsta ári. Meðal ferða verður boðið upp á trússferð í Fjörður með heima- mönnum. Þá verða á boðstólum ferðir um Víknaslóðir í fylgd heimamanna. Trússferð um Snæfjallaströnd, Grunnuvík og Jökulfirði er á dagskrá einnig. Gengið í nágrenni höfuðborgarinnar Göngugarpar ÍT-ferða hittast alla sunnudagsmorgna kl. 11.00 og ganga saman í tvo til þrjá klukkutíma. Í dag, 5. október, verður gengið á Skálafell og þann 12. október á Úlfarsfell og 19. október upp með Fossánni í Hvalfirði. Þann 26. október verður genginn hringur í Vífilsstaðahlíðinni. Ef veður er of slæmt fyrir fjallgöngu verða valdar aðrar leiðir. Mæting er við Vetnisstöðina við Vest- urlandsveg nema 26. október, þá er hist við Hafnarfjarðarkirkjugarð. Öllum er boðið að taka þátt í þessum göngu- ferðum í nágrenni höfuðborgarinnar sér að kostnaðarlausu. NÝTT LÚXUSHÓTEL ÁTENERIFE Á suðurhluta eyjunnar Tenerife á Kan- aríeyjum er verið að taka í notkun nýtt fimm stjörnu hótel Abama Hotel og Resort. Meðal annars er þar boðið upp á 27 holu golfvöll, tennisklúbb, heilsu- ræktarstöð og nokkra veitingastaði. Sjá nánar á www.abamahotel- resort.com ÍBÚÐIR TIL LEIGU Á SPÁNI Fyrirtækið Costa de la Luz er með um 180 íbúðir á sínum snærum í Andalús- íu á Spáni sem þaðleigir út ferða- manna. Íbúðirnar eru til dæmis í Sevilla, Cádiz og Jerez.  Frekari upplýsingar um leigu- íbúðir í Andalúsíu eru á www.feriehus-costaluz.com Tölvupóstfang: post@feriehus- costaluz.com Morgunblaðið/Kristinn  ÍT-ferðir Engjavegur 6 104 Reykjavík Sími: 588 9900 Fax: 588 9901 Nánari upplýsingar um göngu- ferðir á vegum ÍT-ferða eru á slóðinniwww.itferdir.is FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.