Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ E in af ástæðunum fyrir því að fast- eignasölum fannst mikilvægt að stofna með sér félagsskap fyrir tuttugu árum, var sú tortryggni sem þeir fundu fyrir í þjóðfélag- inu. Margt hefur áunnist á þeim tuttugu árum sem félagið hefur starfað, þótt lík- lega verði seint hægt að koma í veg fyrir að óheilir menn rati í þá stétt, rétt eins og aðrar. Núverandi formaður Félags fasteignasala er Björn Þorri Viktorsson og þegar hann er spurð- ur hvort misferlismál sem komið hafa upp á síð- ustu misserum hafi orðið til þess að almenn- ingur sé aftur farinn að vantreysta fasteignasölum, segist hann ekki álíta það. „Almennt held ég að fólk treysti fast- eignasölum,“ segir Björn Þorri, „en það þarf að tryggja það að einungis þeir hafi löggildingu sem eru traustsins verðir. Vissulega er stór og misjafn hópur að fást við fasteignasölu; menn með ólíkan bakgrunn, reynslu og þekkingu og það er full ástæða fyrir fólk sem er að fara út í fasteignakaup að kynna sér orðspor og reynslu þess fasteignasala sem það ætlar að eiga viðskipti við. Fólk ætti alls ekki að láta glepjast af gylliboðum, það er nú oftast þannig að þú færð það sem þú borgar fyr- ir.“ Eru allir sem selja fasteignir í Félagi fast- eignasala? „Nei, það er frjáls aðild að félaginu. Hins veg- ar geta engir aðrir en löggiltir fasteignasalar orðið meðlimir í félaginu. Auk þess hefur félagið sett þau skilyrði að félagsmenn séu ekki á van- skilaskrá og séu fjárhagslega burðugir. Auk þess hefur félagið reynt að sporna við svokall- aðri „leppun“ í greininni, það er, þegar löggiltur fasteignasali leyfir öðrum sem ekki hefur rétt- indi að reka starfsemi í sínu nafni. Við göngum því lengra en lögin gera ráð fyrir – og er það í samræmi við siðareglur félagsins. En Félag fasteignasala er í dag frjáls félagsskapur og það er engin skylduaðild að honum.“ Hefur gefið mynd af losaralegum þjónustuveitanda En er félagsaðild þá einhver trygging fyrir þá sem eru að skipta við fasteignasölur? „Við vonum það auðvitað. Innan félagsins er starfandi samskiptanefnd sem tekur á málum sem upp koma í samskiptum við viðskiptavini. Félagið hefur sett sér faglegar reglur og siða- reglur til að fara eftir í viðskiptunum. Engu að síður er alltaf hægt að gera betur og okkur sem störfum að félagsmálunum, langar til þess að koma á meiri festu í starfsgreininni. Ég held að aðeins þannig verði hægt að tryggja það að fólk starfi af heilindum.“ Hvernig þá? „Hingað til hefur, til dæmis, þannig verið háttað til í þessu fagi að sölumenn hafa mjög gjarnan ráðist til fasteignasala sem verktakar, jafnvel með litla eða enga kauptryggingu. Þetta verktakafyrirkomulag getur leitt af sér meiri lausung. Viðskiptavinurinn vill gjarnan hitta sölumanninn ef upp koma vandamál, en sá er þá kannnski farinn yfir á aðra fasteignasölu, eða bara hættur. Þetta fyrirkomulag hefur í sumum tilfellum gefið þá mynd út á við að fast- eignasölur séu losaralegur þjónustuveitandi. Þetta verktakafyrirkomulag án kauptryggingar getur líka leitt af sér þá vígstöðu, að sölumað- urinn geri nánast hvað sem er til að ná saman samningum, einfaldlega til að eiga sjálfur fyrir salti í grautinn. Auðvitað er þetta samt alls ekki algilt. Núna liggja fyrir drög að frumvarpi sem von- andi verður lagt fyrir Alþingi nú á haustþinginu. Í því frumvarpi verður ákvæði sem gerir það að verkum að verktaka í þessari grein verður bönnuð. Það verður ekki hægt að tryggja starfsmenn í greininni nema til sé ráðning- arsamningur milli sölumanns og hins löggilta fasteignasala. Sá sem ætlar að koma fram sem verktaki í greininni verður þá að vera löggiltur fasteignasali og tryggður sem slíkur.“ Í dag heldur Félag fasteignasala úti gríð- arlega öflugri starfsemi. Auk sjö manna stjórn- ar er fjöldi nefnda á vegum félagsins, meðal annars samskiptanefnd, laganefnd, fræðslu- nefnd, auglýsinganefnd og skemmtinefnd, svo einhverjar séu nefndar. Í þessu starfi leggja býsna margir félagsmenn hönd á plóginn. Björn Þorri nefnir til dæmis Agnar Gústafsson hrl. sem hann segir hafa verið í samskiptanefnd fé- lagsins nánast frá upphafi og unnið þar gríð- arlega mikið starf, þótt hann hafi ekki komið mikið fram fyrir félagið út á við. Í félaginu eru um sjötíu manns en löggiltir fasteignasalar í landinu eru tæplega hundrað og fimmtíu. Lögbundið hlutverk yfir til félagsins „Ef lagafrumvarpið, sem nú hefur verið sent hagsmunaaðilum til kynningar, gengur eftir, verða gífurlegar breytingar á Félagi fast- eignasala,“ segir Björn Þorri. „Þá verður fé- lagsaðild gerð að skyldu og Félag fasteignasala verður með svipuðu sniði og hlutverki og Lög- mannafélag Íslands er nú. Það sem skiptir kannski mestu máli, er að þá fær félagið lög- bundið hlutverk; það er að segja það, ásamt eft- irlitsnefnd félagsins, tekur þá yfir allt eftirlit með starfsemi félagsmanna. Eftirlitsnefndin verður nokkurs konar „stjórnsýslubatterí“. Hún öðlast mjög rúmar heimildir til þess að grípa inn í ef eitthvað er athugavert við störf fé- lagsmanna. Hún mun geta áminnt félagsmenn, ef það á við og skorað á þá að koma hlutunum í betra horf. Við ítrekaðar áminningar, eða séu brot skórkostleg, þá getur nefndin svipt fast- eignasala starfsréttindum og þess vegna látið loka starfsstöð viðkomandi. Með þessum nýju lögum verða loksins settar reglur um að menn þurfi að varðveita vörslufé með vissum hætti, það er að segja, að vörslufé sé aðskilið frá eigin fé fyrirtækisins. Það er auð- vitað með ólíkindum að fasteignasalar, rétt eins og lögmenn, skuli ekki vera skyldaðir til að vera með sérstaka fjárvörslureikninga. Ég sjálfur er til dæmis bæði lögmaður og löggiltur fast- eignasali. Sem fasteignasali má ég velta ann- arra manna vörslufé á mínum eigin reikningi, en taki ég við slíku fé sem lögmaður má ég það ekki. Bara þetta eina atriði verður gríðarleg réttarbót og ætti að koma í veg fyrir mál eins og Holtsmálið.“ Hvernig verður þetta vörslufé tryggt? „Það er gert ráð fyrir því að menn skili yf- irlýsingu frá löggiltum endurskoðanda sem staðfestir að meðferð vörslufjár sé í samræmi við reglur. Í rauninni er þarna verið að taka upp svipaðar reglur og gilda í dag um lögmenn og hafa reynst ágætlega. Í nýja frumvarpinu er ákvæði um fé- lagsskyldu, sem þýðir að skipta þarf Félagi fast- eignasala í tvennt, þar sem annar hlutinn lýtur að faglegu þáttunum. Hins vegar yrði önnur starfsemi félagsins rekin af einhvers konar fé- lagsdeild sem þá yrði frjáls aðild að. Það er ljóst að ef þetta frumvarp verður að lögum, verða töluverðar breytingar á skipulagi og starfsemi Félags fasteignasala. Félagið mun fá lögbundið hlutverk og allt umfang starfsemi þess mun aukast. Ljóst er að rekstur þess verð- ur miklu kostnaðarsamari en hann hefur verið, þar sem allt eftirlitshlutverk verður framvegis á herðum félagsins.“ Lög um fasteignakaup frá 2002 Nú erum við að tala um frumvarp um fast- eignasölu sem meiningin er að leggja fyrir það þing sem er nýhafið. Í fyrra voru hins vegar sett lög (40/2002) um fasteignakaup. Um hvað snú- ast þau? „Þau lög fjalla um réttarsambandið á milli kaupenda og seljenda og eru fyrstu settu lögin sem taka gildi um það samband hér á landi. Fram að þeim tíma byggðist hinn gildandi rétt- ur á þessu sviði á venjum og fordæmum sem voru mjög óaðgengilegar réttarheimildir fyrir fólk. Ég held að fasteignasalar séu almennt á því að það hafi verið mikil réttarbót að þessum lögum og að þeir séu sammála um að galla- málum, kvörtunarmálum og öðrum neikvæðum eftirmálum fasteignaviðskipta hafi stórfækkað. Eftir að lögin tóku gildi voru samin ný stöðluð samningsákvæði sem nú eru í öllum kaupsamn- ingsformum, þannig að fólk er í dag miklu meira meðvitað um réttarstöðuna en áður var. Það var orðin hálfgerð þjóðaríþrótt að mæta með jafnvel þrjátíu til fjörutíu atriða kvörtunarlista í afsals- gerðina þegar verið var að ljúka endanlegu upp- gjöri. Þá vildi fólk láta taka tillit til alls kyns at- riða til að lækka lokagreiðsluna. Þetta hefur gerbreyst. Í dag eru kaupendur meðvitaðir um að eldri eignir eru í því ástandi sem aldur þeirra gefur tilefni til. Til að um sé að ræða galla í notaðri fasteign í dag, þá þurfa meint frávik að vera veruleg frá því sem eðlilegt getur talist miðað við aldur og sögu eignarinnar, nema seljandi hafi beitt svikum.“ Óviðunandi að kastað sé rýrð á alla stéttina En svo vikið sé aftur að því frumvarpi sem nú liggur til umsagnar hjá hagsmunaaðilum og verður vonandi lagt fljótlega fyrir Alþingi. Sjá menn fyrir sér að erfiðara verði fyrir svika- hrappa að komast upp með misferli og að þau muni hafa bætandi áhrif á orðspor stéttarinnar? „Já, auðvitað vona fasteignasalar að jákvæð- ar breytingar fylgi í kjölfarið. Annars held ég að orðspor fasteignasala sé ekki slæmt almennt. Það er dálítið slæmt þegar koma fréttir eins og voru í DV um daginn um misferli á fast- eignasölu, eða fasteignasölum – án þess að nefnt væri hvaða fasteignasala/sölur það væru. Þá fellur grunur á alla stéttina og það er óvið- unandi. Með nýju lögunum á félagið líka mögu- leika á að stöðva menn sem ætla sér að standa í misferlum, jafnvel loka starfsstöð þeirra – vegna þess að slík misferli kasta rýrð á alla stéttina og það er vissulega óviðunandi.“ Verða þeir sem ætla sér út í fasteignakaup ekki bara að leita til félagsins til þess að spyrja hverjum sé treystandi og hverjum ekki í fast- eignasölu? „Það gerir fólk nú þegar – og er alveg eðli- legt. Þeir sem fara til fasteignasala eru oftast að ráðstafa stórum hluta af eiginfé sínu, auk veru- legum hluta af framtíðartekjum sínum. Fólk ætlast til þess að fá alvöru ráðgjöf og þjónustu. Þetta er ekkert öðruvísi en að fara til tann- læknis. Þú vilt vita eitthvað um hann. Þú hleypir ekki hverjum sem er upp í munninn á þér. Það sama á að eiga við þegar þú ert að gera skuld- bindingar um það fé sem þú átt nú þegar og það fé sem þú átt eftir að vinna fyrir næstu áratug- ina.“ Breyttar menntunar- og reynslukröfur Hvaða menntunar- og reynslukröfur eru gerðar til þeirra sem fást við fasteignasölu? „Hingað til hafa menntunar- og starfs- reynslukröfur verið vægast sagt mjög litlar. En með nýju lögunum, ef þau ná fram að ganga, verða gerðar allt aðrar kröfur um menntun og reynslu einstaklings sem óskar eftir að hljóta löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Samkvæmt núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að sá sem vill öðlast löggildingu hafi unnið á fasteignasölu í einn mánuð – og hafa viku starfsreynslu hjá þinglýsingardeild Sýslumannsembættisins. Námið er síðan kvöld- nám sem sótt var með vinnu í samtals þrjár annir. Þegar þú horfir á hagsmunina sem viðkom- andi er að höndla með, sérðu strax hvers konar grín þetta er. Hvað frumvarpið varðar, þá verð- ur krafist stúdentsprófs, auk þess sem frum- varpshöfundur hefur lagt til að krafist verði tólf mánaða starfsreynslu til þess að öðlast löggild- ingu. Félag fasteignasala vill breyta því ákvæði og krefjast þrjátíu og sex mánaða starfsreynslu. Þeirri starfsreynslu viljum við skipta þannig að til þess að öðlast próftökurétt í löggilding- arnámi þurfi viðkomandi að hafa átján mánaða starfsreynslu og síðan, eftir að prófi lýkur, þurfi hann einnig að öðlast átján mánaða starfs- reynslu til þess að hljóta réttindin. Þetta bygg- ist í rauninni á því að sá sem hefur ekki lokið prófinu, muni aldrei öðlast starfsreynslu við störf sem lúta að skjalagerð, útreikningum lög- skilauppgjörs og öðrum flóknari þáttum við- skiptanna, vegna þess að hann hefur ekki aflað sér þekkingar til þess.“ Félag fasteignasala á krossgötum eftir 20 ára starfsemi Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Þegar félagið var stofnað árið 1983 ríkti hálf- gerð skálmöld á þessum markaði. Menn með lít- inn metnað og kunnáttu fengust við fast- eignasölu í skúmaskotum og bakherbergjum um allan bæ. Margir hverjir störfuði í skjóli „leppa“ sem aldrei komu í raun að málum. Sum- ir þessara manna urði uppvísir að misferli og óheiðarleika gagnvart viðskiptamönnum sínum og höfðu því mjög neikvæð áhrif á almennings- álitið. Síðan þá hefur mikið breyst. Bæði var heil- mikil réttarbót með setningu nýrra laga árið 1986, sem leiddi af sér mun vandaðri vinnu- brögð og aftur með setningu laganna frá 1997. Þeir sem stóðu að stofnun félagsins voru fast- eignasalar sem höfðu metnað, framtíðarsýn og vilja til að breyta málum til betra horfs, en það er einmitt það sem félagið hefur barist fyrir frá upphafi. Félag fasteignasala hefur orðið sá vett- vangur sem hefur gert stéttina gildandi í þjóð- málaumræðunni og í gegnum félagið hafa fast- eignasalar fengið tækifæri til að hafa áhrif á ýmis mál sem snerta starfsgreinina. Þannig hefur félagið, til dæmis fengið til umsagnar fjölda lagafrumvarpa í gegnum tíðina, auk þess sem oft er leitað til félagsins með skýringar á ýmsu því sem lýtur að fasteignaviðskiptum. Þá hafa fulltrúar félagsins oft setið í nefndum á vegum stjórnvalda sem fjallað hafa um mál er snerta fasteignaviðskipti og fasteignamark- aðinn. Eins og ég sagði, þá stendur félagið nú á krossgötum, ef frumvarp dómsmálaráðuneyt- isins verður að lögum. Þá fær félagið lögbundið hlutverk með því að allt eftirlit með starfsemi greinarinnar verður flutt til félagsins. Það eft- irlitshlutverk hefur lengst af verið í höndum lögreglustjóra, en frá árinu 1986 hefur það verið hjá dómsmálaráðuneytinu. Verði þetta raunin, ber það félaginu fagurt vitni um að starfsemi þess hafi verið með slíkum ágætum síðastliðin tuttugu árin að því sé nú treystandi til að vera með svo mikilvægt hlutverk.“ Morgunblaðið/Þorkell Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala. Viljum koma á meiri festu í starfsgreininni Formaður Félags fasteignasala, Björn Þorri Viktorsson, segir nýtt frumvarp um fasteignasölu, sem vonandi verður lagt fram á Alþingi fljótlega, og lögin um fasteignakaup sem tóku gildi 2002 skerpa réttarstöðu kaup- enda og seljenda og koma í veg fyrir lausung og möguleika á misferli í fasteignaviðskiptum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.