Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 C 5 Á STOFNFUNDI Félags fasteignasala var bara harla góð mæting – ef miðað er við stofn- fundasögu stéttarinnar. Alls voru sautján manns skráðir stofnfélagar; lögfræðingar, við- skiptafræðingar og löggiltir fasteignasalar sem ekki seldu fasteignir úr skúffum og skotum til hliðar við annað starf – heldur höfðu fast- eignasölu að aðalstarfi. Tilgangur félagsins var að vinna að auknum samskiptum félagsmanna, standa vörð um hagsmuni og réttindi þeirra, gangast fyrir upp- lýsingamiðlun til fjölmiðla og almennings um fasteignaviðskipti, samræma starfshætti fé- laga sinna og vinna að tryggum viðskiptahátt- um á sviði fasteigna. Þá vænta stofnfélagar þess að náið samstarf takist með félaginu og stjórnvöldum, opinberum stofnunum og öðrum sem tengjast fasteignaviðskiptum. Síðast, en ekki síst, er það von félaganna að stofnun fé- lagsins megi verða til þess að þeir fjölmörgu sem kaupa og selja fasteignir finni sig öruggari í fasteignaviðskiptum. Síðan var mynduð bráða- birgðastjórn. Næsti fundur var haldinn í nóvember 1983 og enn sem fyrr var nafn félagsins helsta umræðu- efni, sem og hverjir ættu rétt á félagsaðild. Sumir vildu að félagið héti Félag löggiltra fast- eignasala, á meðan aðrir töldu að félagsskap- urinn ætti að vera opinn öllu starfsfólki fast- eignasölufyrirtækja. Enn var verið að þrátta um nafn á félagið tutt- ugu og átta árum seinna – og hálfu betur. Ekki horfði þetta vænlega um tíma. Þó tókst á þess- um fundi að taka næsta skref; fá fundarmenn til þess að samþykkja að ráða starfsmann í hluta- starf. Það tók Ingileifur Einarsson fasteignasali að sér og starfaði fyrstu mánuðina. Bráðabirgastjórnin starfaði einnig af mikilli elju. Það sem kannski skipti sköpum fyrir fast- eignasala að þessu sinni – og sameinaði þá, var Upphaf Félags fasteignasala sú staðreynd að þeir stóðu upp fyrir axlir í mis- gengisstefnunni margfrægu, þegar kaupendur fasteigna voru nær daglega að missa allt út úr höndunum. Hlutverk fasteignasala var marg- þætt þessi misserin, því þeir urðu sálusorgarar og sökudólgar. Á þeim dundu daglega afleið- ingar af ákvörðunum stjórnvalda og þeir þurftu að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Laga- umhverfið var að breytast, tímabil mikilla þjóð- félagshræringa var í uppsiglingu og fast- eignasalar hreinlega urðu að hefja viðræður við stjórnvöld um fyrirhugaða löggjöf um fast- eignasölu. Stjórnvöld, fyrir sitt leyti, fögnuðu mjög stofn- un félagsins, því umhverfi fasteignaumsýslu í landinu markaði óvissu og sú geggjun sem ríkti á fasteignamarkaði var engum í hag. Stjórnvöld þurftu hreinlega á aðstoð að halda í þeim ógöngum sem þau höfðu sjálf hannað. Fyrsti reglulegi aðalfundur félagsins var hald- inn í janúar 1984. Það var ljóst að mikilvægt skref hafði verið stigið. Ekki var lengur þráttað um félagsnafn, eða verið í neinni fýlu, heldur var kynnt úttekt sem gerð hafði verið á réttarstöðu fasteignasala, auk þess sem tíminn frá stofn- fundi hafði verið notaður til þess að gera tillögu að merki fyrir félagið. Og kosin var fyrsta stjórn félagsins. Hún var skipuð þeim Magnúsi Axels- syni, sem var formaður, Atla Vagnssyni, Þórólfi Halldórssyni, Dan V.S. Wium og Viðari Böðv- arssyni. Hér var komin stjórn sem ekki sat með hend- ur í vösum þar til þurfti að heilsa einhverjum kolleganum hjá Sýslumannsembættinu, Fast- eignamatinu eða öðrum föstum viðkomustöð- um fasteignasala. Hér voru komnir athafna- menn sem boðuðu til blaðamannafundar, kynntu merki félagsins og viðhorf til ástandsins á fasteignamarkaði – og héldu heil býsn af stjórnarfundum. ÞAÐ var í miðju kalda stríðinu, árið 1955, sem fasteignasalar reyndu fyrst að mynda með sér félagsskap. Það var í byrjun október og var fram- haldsstofnfundur haldinn í lok október. Í aðdrag- anda félagsins hafði það fengið nafnið Fast- eignasalafélag Íslands, en lagt var til að það yrði nefnt Félag löggiltra fasteignasala. Sú nafngift var felld og samþykkt að félagið héti Félag ís- lenskra fasteignasala. Samþykkt voru lög eftir að nokkuð hafði verið þráttað um 5. greinina, sem var samþykkt „fyrst í stað“ og svohljóð- andi: „Félagsmenn hver í sínu lögsagnarumdæmi, skulu hafa samvinnu um fasteignasölu, þannig að upplýsa hver annan um eignirnar sé þess ósk- að, forðast samkeppni um þær og skipta þóknun fyrir sölu jafnt milli sín, ef annar hefir kaupanda en hinn seljanda og spyrjast ætíð fyrir um hvort annar eða fleiri hafi eignina á hendi, er hann tek- ur við henni.“ Viðskiptavinum rænt Það var lenska að menn rændu viðskiptavin- um hver af öðrum og vafðist þeim því eitthvað tunga um höfuð þegar játast skyldi undir skuld- bindingar af þessu tagi. Í lok fundarins kom í ljós að menn voru fremur ókátir yfir lélegri mætingu og vildu freista þess að fá fleiri fasteignasala með í félagsskapinn. Var því boðað til framhalds- fundarins. Þar var rætt um það hvort félagið ætti að vera fyrir alla fasteignasala eða eingöngu lög- gilta fasteignasala. Lögunum var lítillega breytt og kosin stjórn. Árið eftir var auglýstur aðal- fundur og var þar að vísu færð sjóðsbók en enga aðra starfsemi er að lesa úr fundargerð. Fer ekki fleiri sögum af því félagi. Leið nú og beið – þetta kvartöld – án þess að fasteignasalar kæmu saman á fundum sem ekki voru til annars en setja þeim leiðinlegar reglur. Mætingin á sjötta áratugnum sýndi svo ekki varð um villst að ef það var einhver stétt sem fasteignasalar vildu ekki þekkja, þá voru það fasteignasalar. Mestu vandræðin höfðu jú hlot- ist af því að þrátta um nafn á félaginu. Svo vildu þeir fá að hirða þá kúnna sem þeir gátu önglað sér í, hvað sem hver segði – og var kannski ekk- ert í það hrópandi ósamræmi við siðferðið sem í gildi var. Þetta var jú á þeim tíma sem pólitík- usar höfðu ráðstöfunarrétt yfir hluta af húsnæð- ismálastjórnarlánum, sem ekki sjaldan var veitt til vina og kunningja til að braska með. Gjaldeyr- isviðskipti lutu ströngum reglum fyrir þjóðina, nema suma sem voru í aðstöðu til að plokka gjaldeyri til sín. Allt snerist um að vera í að- stöðu. En hvað sem því líður, þá áttu sér stað ýmsar breytingar á þeim tuttugu og fimm árum frá því að fasteignasalafélagið hið fyrsta var stofnað og þar til næsta fasteignasalafélagi var hleypt af stokkunum. Það fékk heitið Félag fasteigna- sölufyrirtækja. Samkvæmt lögum félagsins var tilgangur þess sá að vera málsvari fasteigna- sölufyrirtækja og stuðla að auknum sam- skiptum og fræðslu milli félagsmanna. Hér var um að ræða félag sem byggðist á aðild fyr- irtækja en ekki einstaklinga. Auðvitað var hér líka kosin stjórn. Samkvæmt heimildum virðist þetta félag hafa haldið einn fund síðar á árinu. Fara síðan ekki sögur af því að fasteignasalar hefðu neitt fleira að ræða næstu þrjátíu mán- uðina eða svo. Þá gerðust þau undur og stórmerki 12. apríl 1983, sem var þriðjudagur, og klukkan ekki nema 8.30 að morgni að nokkrir fasteignasalar lentu saman á herbergi 407 á Hótel Borg til þess að ræða nýtt félag. Undirbúningsnefnd var kosin og næsti fundur var haldinn 12. maí. Þar var bráðabirgðastjórn kosin og stofnfundur var síðan haldinn 5. júlí. Á þeim fundi var ákveðið að félagið héti Félag fasteignasala, jafnvel þótt fundarmenn hafi samþykkt nafnið treglega – og hreint ekki fyrr en sá möguleiki hafði verið rædd- ur að breyta mætti nafni félagsins síðar. Síðan eru liðin tuttugu ár – félagið heitir ennþá Félag fasteignasala og hæpið að nokkur maður fari að gera veður út af því héðan af. Heimild: Fasteignasalar á Íslandi; Saga-Æviskrár. Höfundur: Óskar Guðmundsson. Útgefandi: Félag fasteignasala 2002. Stofnun fasteignasalafélaga Sú braut var nokkuð grýtt sem ryðja þurfti áður en tókst að koma fasteignasölum til þess að taka höndum saman og stofna með sér félag til að standa vörð um hagsmuni sína og til að samnýta þekkingu og reynslu. Á STRÍÐSÁRUNUM voru reistir herskálar við býlið Múla, austan og norðan við það sem síðar varð Háaleitisbraut. Skálahverfið var í daglegu tali kallað Múla- kampur og eftir stríðið tóku Íslendingar skálana til íbúðar þegar hermennirnir yfirgáfu þá. En þar sem gríðarlegur húsnæðisskortur var í Reykjavík, dugðu skál- arnir ekki til og smám saman drifu sig karlar með haka og skóflur hingað og þangað um svæðið og byggðu nokkuð af litlum íbúðarhúsum, án skipulags og lóðaréttinda. Þau hús eru nú horfin í dag. Múlakampur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.