Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 C 7 V araformaður Félags fast- eignasala er Ólafur B. Blöndal. Hann hefur verið stjórnar- meðlimur í félaginu í þrjú ár. Fljótlega eftir að hann mætti til leiks byrjaði hann að skipuleggja og stjórna námskeiðum fyrir starfsfólk á fast- eignasölum – og hefur því nokkuð látið hendur standa fram úr ermum þennan tíma. „Það hefur alltaf verið mér kappsmál í mörg ár að reyna að koma því að hjá stjórnar- mönnum í félaginu að nauðsynlegt sé að koma á námskeiðum fyrir starfsfólk á fasteignasöl- um,“ segir Ólafur og þá aðra starfsmenn en þá sem hafa menntun sem tengjast starfinu, það er að segja, lögfræðinga, viðskiptafræðinga og löggilta fasteignasala. Ekkert sem heitir „um það bil“ „Það hefur því miður verið þannig í gegnum tíðina,“ heldur Ólafur áfram, „að rekstraraðilar fasteignasala hafa ekki gætt nægilega að því að hugsa um að þjálfa og mennta sitt starfsfólk í því sem það er að fást við. Það hefur verið alltof algengt að sjá nýjum starfsmönnum, með enga reynslu og enga skólun, flaggað sem sérfræð- ingum, jafnvel daginn eftir að þeir hefja störf og er það vægast sagt mjög óábyrgt. Þetta hef- ur því miður að hluta til komið til af því að yfir- völd hafa ekki séð þessari stétt fyrir menntun í annarri mynd en löggildingarnámi, viðskipta- eða lögfræði. Það að engrar undirstöðumennt- unar sé krafist er slæmt, svo ekki sé talað um óflekkað mannorð og hreint sakavottorð, en það ætti að vera lágmarkskrafa. Það er nú einu sinni þannig að það er mikið í húfi; starfið er gríðarlega ábyrgðarmikið og það flókið að það leyfir hvorki handvömm né vankunnáttu. Það er ekkert sem heitir „um það bil“. Hlutirnir þurfa að vera nákvæmir – og í lagi. Ég held að ég megi segja að þarna skilji á milli feigs og ófeigs í starfi. Ef fólk ætlar að starfa við þetta til framtíðar, ætti það að sjá sóma sinn í að sækja þau námskeið sem í boði eru. Til samanburðar má nefna að í Bandaríkj- unum fær enginn að starfa við sölu fasteigna nema hafa til þess leyfi sem fæst eftir ákveðna skólagöngu – og þannig er það einnig víða í Evrópu.“ Félag fasteignasala hefur staðið fyrir nám- skeiðum fyrir starfsfólk á fasteignasölum síð- astliðin þrjú ár, síðast í mars í ár og sóttu það um sjötíu manns. „Á því námskeiði var tvennt sem við tókum fyrir,“ segir Ólafur. „Það var farið ofan í saum- ana á húsbréfakerfin annars vegar og nýju fasteignalögunum frá 2002 um fasteignakaup hins vegar. Námskeiði stóð í þrjár vikur og kennt var á kvöldin, tvö kvöld í viku. Nú stefnum við að sjálfstæðu framhaldi með námskeiði sem haldið verður í nóvember næst- komandi. Efnistökin þar verða Fjöleigna- húsalögin, þinglýsingar, fasteignakaup, skjala- gerð og skattamál. Við reiknum með því að sá hópur sem sótti námskeiðið í mars mæti á þetta námskeið – sem og þeir aðrir sem vilja fá skólun í þessum málum sérstaklega. Kennt verður sem fyrr í húsakynnum Háskóla Ís- lands og það er stefnt að því að þjappa nám- skeiðinu meira saman en síðasta námskeiði, þótt það sé jafnlangt, til þess að auðvelda landsbyggðafólki að sækja það. Þessi námskeið skipta ekki síst máli fyrir það að þeir sem ljúka þeim hljóta viðurkenningarskjal og geta sýnt fram á að þeir viti sitthvað um það sem þeir starfa við.“ Fyrir fleiri en þá sem starfa við fasteignasölu Hafið þið fengið viðbrögð frá starfsfólki sem sótt hefur námskeiðin? „Já, það hefur verið gríðarlega mikil ánægja með þau og ég hvet alla sem starfa við fast- eignasölu til þess að sækja námskeiðið í nóv- ember. Einnig er það opið fleiri aðilum og á námskeiðin til okkar hefur komið starfsfólk frá bönkum, lífeyrissjóðum og öðrum stofnunum sem stunda lánasýslu. Námskeiðin standa öll- um opin sem á einn eða annan hátt tengjast fasteignaviðskiptum. Ég vil líka eindregið hvetja rekstraraðila í fasteignaviðskiptum til þess að styðja sitt fólk, því það eru hagsmunir hvers fasteignasala að hafa hæft, vel menntað starfsfólk.“ Morgunblaðið/Kristinn Ólafur B. Blöndal, formaður Félags fasteignasala. Starfið leyfir hvorki handvömm né vankunnáttu Ólafur B. Blöndal, varaformaður Félags fasteignasala, hefur stjórnað og skipulagt námskeiðahald á vegum félagsins og segir það hags- muni hvers fasteignasala að hafa hæft, vel menntað starfsfólk. VIÐ Laufásveg 7 er Þrúðvangur þar sem Einar Benediktsson, skáld og fast- eignasali með meiru, bjó. Þrúð- vangur er nafn á ríki Ása-Þórs samkvæmt Snorra-Eddu. Húsið var reist árið 1918 af Margréti Zoëga, ekkju Einars Zoëga. Hún bjó þar ásamt tengda- syni sínum til 1927. Þrúðvangur EITT af þeim húsum sem Einar Benediktsson bjó í um skeið var Höfði við Borgartún. Einar bjó þar skamma hríð og nefndi húsið Héðins- höfða eftir samnefndu býli í Suður-Þingeyjar- sýslu þar sem hann hafði alist upp. Höfði var byggður af frönskum konsúl, Brillouin að nafni, sem hingað var sendur til að gæta að hagsmunum og heilsu franskra sjómanna. Húsið var keypt tilhöggvið frá Noregi og reist 1909. Höfði var með stærstu einbýlishúsum í Reykjavík á sinni tíð – en Brillouin átti ekki skap við Íslendinga, lenti í útistöðum við ýmsa aðila og hypjaði sig burtu af landinu í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar – enda voru þá fiskveiðar Frakka að leggjast af. Næsti húsbóndi í Höfða var Einar Benediktsson en hann bjó þar skamma hríð. Árið 1919 ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að taka Höfða leigunámi fyrir Pál Einarsson, sem var að taka við störfum sem dómari í nýstofnuðum hæstarétti, vegna þess að hann var húsnæð- islaus með stóra fjölskyldu. Höfði Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.