Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 D 9 FYRIRTÆKI Innritun Getum bætt við nokkrum nemendum á fiðlu, víólu og selló. Einungis börn búsett í Reykjavík fædd '97—'00 koma til greina. Innritun fer fram í síma 551 5777, milli kl. 9 og 13 virka daga. Foldaskáli — Grafarvogi Til sölu söluturn í sérflokki með myndbönd, grill og ís. Stöðug velta og góð afkoma. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v. Faxafen), sími 533 4300. Vetrarfundurinn verður haldinn í Viðey, fimmtudaginn 9. októ- ber kl. 19.00. Farið frá bryggju kl. 18.30 stundvíslega. Dagskrá: 1. Formaður segir frá starfi deildarinnar. 2. Kvöldverður. 3. Anna Þrúður Þorkelsdóttir segir frá dvöl sinni í Suður-Afríku. Tilkynnið þátttöku í síma 568 8188. Félagsmálanefnd. FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Málm-, véltækni- og netagerðarmenn Félagsfundur Félag járniðnaðarmanna boðar til félagsfundar þriðjudaginn 7. október kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í nýju húsnæði fél- agsins í Borgartúni 30, 6. hæð, Reykjavík. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Hvað er framundan við Kárahnjúka? Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. 3. Undirbúningur kjarasamninga. Félag járniðnaðarmanna. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Námsstyrkur Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar hefur það hlutverk að styrkja til framhaldsnáms nemend- ur sem hafa lokið stúdentsprófi eða öðru loka- prófi frá Flensborgarskólanum í Hafnar- firði. Styrkur úr sjóðnum verður veittur í tólfta sinn við brautskráningu frá Flensborgarskólanum 20. desember 2003 og verður þá úthlutað 250 þúsund krónum úr sjóðnum. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast til Flens- borgarskólans, Pósthólf 240, 222 Hafnarfirði, í síðasta lagi 28. nóvember 2003. Umsóknum þarf ekki að skila á sérstöku eyðu- blaði en þeim þurfa að fylgja staðfest gögn um námsferil eftir að námi í Flensborgarskól- anum lauk. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni http://www.flensborg.is eða hjá skólameistara í síma 565 0400. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið flensborg@flensborg.is. Stjórn Fræðslusjóðs Jóns Þórarinssonar. TILKYNNINGAR Lokað Vegna ferðar starfsmanna verður lokað föstudaginn 10. október 2003. ASETA ehf., Ármúla 16, sími 533 1600. Tollkvótar vegna innflutnings á hreindýrakjöti Með vísan til 65. gr. og 65. gr. A laga nr. 99/ 1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og á grund- velli reglugerðar nr. 373/2003, er hér með aug- lýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna inn- flutnings á hreindýrakjöti. Til endurúthlutunar eru 5000 kg og skal innflutningur fara fram fyrir 1. júlí 2004. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9.00-16.00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnað- arráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 10. október nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 1. október 2003. „Ljóðstafur Jóns úr Vör” Ljóðasamkeppni Lista og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu „Ljóðstafur Jóns úr Vör”. • Veitt verða ein verðlaun, kr. 300.000.- og mun verðlaunaskáldið fá til varðveislu í eitt ár göngustaf sem á verður festur skjöldur með nafni þess. • 3ja manna dómnefnd mun velja úr ljóðum sem berast. • Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina. Þau mega ekki hafa birst áður. • Ljóðum skal skilað með dulnefni og skal nafn, heimili og sími skáldsins fylgja með í lokuðu umslagi auðkennt með sama dulnefni. Aðeins má senda eitt ljóð í hverju umslagi. • Skilafrestur er til 21. nóvember 2003 og utanáskriftin er: „Ljóðstafur Jóns úr Vör” Tómstunda- og menningarsvið Kópavogs b.t. Sigurbjargar Hauksdóttur, Fannborg 2, 200 Kópavogur Afhending verðlaunanna fer fram á afmælisdegi Jóns úr Vör miðvikudagskvöldið 21. janúar 2004. Þátttöku ljóð má sækja á ofangreint heimilisfang fyrir 1. febrúar; eftir það verður þeim eytt. KÓPAVOGSBÆR ÝMISLEGT Vantar lögfræðing til að lesa yfir kennslubók tengda samningum og skjalagerð. Áhugasamir sendið upplýsingar á smarahvamm@simnet.is. Frímerki - seðlar - mynt Fyrirtækið Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er stærsta fyrirtækið á Norðurlöndum með uppboð á frímerkjum og mynt og heldur tvö stór uppboð á hverju ári auk minni uppboða. Í tengslum við norrænu frímerkjasýninguna NORDIA, sem haldin verður á Kjarvalsstöð- um dagana 16.-19. október, verða sérfróðir menn frá fyrirtækinu hér á landi í leit að efni á næstu uppboð. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum umslög- um og póstkortum, heilum söfnum og lag- erum, svo og gömlum seðlum og mynt. Þeir verða til viðtals á sýningunni, kynning- arbás nr. 19, ofangreinda daga og ennfrem- ur á Hótel Reykjavík miðvikudaginn 15. okt. kl. 17.30-19.30. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristinsson í síma 555 4991 eða 698 4991 um helgar og eftir kl. 17.00 á virkum dögum. Thomas Höiland Auktioner A/S Frydendalsvej 27, DK-1809 Frederiksberg C Sími 45 33862424 - Fax 45 33862425.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.