Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 270. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Heillaðar af göldrum Ungar stúlkur með áhuga á yfirnátt- úrulegum hlutum | Daglegt líf 15 Sér í honum stríðsmann Bubbi Morthens telur Skúla Stein efni í atvinnumann | Fólkið 36 Sköruðu fram úr Ásthildur og Borgvardt eru leikmenn ársins | Íþróttir B1 REKTOR Kennaraháskóla Íslands segir alvarlegt hversu lágt hlutfall af nemendum skólans er karlar og segir að nú sé til umræðu innan skólans að setja svokallaðan kynjakvóta á fyrir næsta haust til að auka hlutfall karla í skólanum. „Við erum að ræða núna hvort við ættum að setja kynjakvóta, sem mundi þýða að karlmenn ættu forgang upp að vissu hlutfalli,“ segir Ólafur Proppé, rektor KHÍ, og telur ekki ólíklegt að þessi leið verði farin fyrir næsta haust. Ákvörðunar um þetta er að vænta í kringum áramót, en skólinn auglýsir eftir nemendum fyrir næsta skólaár í mars ár hvert. „Við höfum miklar áhyggjur af kynjahlutfallinu í skólanum, hlutfallið er um 85% konur og 15% karlar í dag, mismunandi eftir brautum,“ segir Ólaf- ur. „En það er alvarleg ákvörðun að taka inn karl og hafna á móti konu sem er kannski með betri árangur, það má líka deila á það.“ Einnig kvóti á aldur og búsetu? „Það er fleira en bara karlar sem við erum að skoða. Við erum að ræða hvort við ættum að setja kvóta á aldur. Nem- endur okkar eru fremur gamlir, og ver- ið er að ræða hvort t.d. ætti að gefa ný- stúdentum möguleika á einhverjum kvóta,“ segir Ólafur. Einnig bendir hann á að fólk með búsetu utan höf- uðborgarsvæðisins sé fátt í skólanum og hugsanlega megi setja kvóta á það. Til umræðu að taka upp kynjakvóta innan KHÍ Aðeins 15% nem- enda skólans karlar VERÐ á svínakjöti hefur lækkað um 31,2% á einu ári. Allar kjöttegundir eru á lægra verði í dag en þær voru fyrir 12 mánuðum. Vísitala neysluverðs hefur á sama tíma hækkað um 2,2%. Mikið er um tilboð á kjöti hjá verslunum. Engin merki eru enn komin fram um að það sé að draga úr verðstríði á kjötmarkaði. Mikil framleiðsluaukning hefur verið á svínakjöti sl. tvö ár. Ef marka má tölur Hag- stofunnar leiddi þessi aukning til verulegrar verðlækkunar á svínakjöti í lok síðasta árs. Verðið hélt áfram að lækka fram á vor en hækkaði síðan aðeins í sumar. Verðið hefur síðan lækkað aftur í haust og virðist enn vera að lækka. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, segir að kjöt sé almennt selt und- ir kostnaðarverði og þetta geti ekki gengið til langframa. Hann segir að samkvæmt lögmálinu um framboð og eftir- spurn ætti verðið að leita jafnvægis. Það myndi gerast með þeim hætti að einhverjir framleið- endur færu á hausinn og í framhaldinu hækk- aði verðið. Tjónið sem fylgdi þessu stríði sé hins vegar mikið. Fyrir ári voru verslanir með tilboð á svína- lærum. Dæmi voru um tilboð á 389 kr./kg. Fram kom á þeim tíma að eðlilegt verð á svína- læri væri 599 kr. Nú eru verslanir að bjóða svínalæri á tilboði á 299 kr. Algengt er að versl- anir séu núna með lambalæri af nýslátruðu á tilboði á tæplega 900 kr./kg. Dæmi er hins veg- ar um verslun sem býður lambalæri af nýslátr- uðu á 649 kr./kg. Í byrjun september í fyrra voru verslanir að bjóða árs gamalt lambalæri á tilboði á 898 kr. Í september í fyrra voru versl- anir með tilboð á frosnum kjúklingum á 369 kr./kg. Í dag er algengt tilboðsverð 289 kr. Yfir 30% verðlækkun á svínakjöti á einu ári                   SIGURÐUR G. Markússon, rekstrarstjóri Nóa- túnsverslananna, segist ekki hafa trú á því að verðið á kjöti haldist svona lágt til lengdar og kallar hann ástandið eins og það er í dag „gósentíð fyrir neytendur“. Sigurður segir erfitt að áætla hversu langt sé í að það fari hækkandi en telur ólíklegt að verðið fari aftur upp í það sem það var fyrir einhverjum árum, og segist reikna með að lendingin verði einhver millivegur. Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss, segir að hann hafi ekki trú á því að verðið á svína- og kjúklingakjöti muni nokkurn tímann verða jafn hátt og það var fyr- ir ári, en segir verð á kjúklingum sennilega komið eins neðarlega og það komist. „Ég held það sjái það allir að það er engin innstæða fyr- ir þessu allra lægsta verði sem við erum að sjá í þessum kjötgreinum í dag.“ Hann segir markaðinn í dag einkennast af offramboði á kjöti og samdrætti í neyslu lambakjöts. „Gósentíð fyrir neytendur“ ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna efndi til skyndifundar í gær- kvöldi að beiðni Sýrlendinga og Líb- ana sem mótmæltu loftárásum Ísraela á búðir Palestínumanna í Sýrlandi í gærmorgun. Leiðtogar arabaríkja fordæmdu loftárásirnar í gærkvöldi, sögðu að þær gætu leitt til „holskeflu ofbeldis“ í Mið-Aust- urlöndum og skoruðu á öryggisráð- ið að gera þegar í stað ráðstafanir til að halda Ísraelsstjórn í skefjum. Palestínska hreyfingin Hamas kvaðst ætla að hefna loftárásanna með sprengjutilræðum í Ísrael. Utanríkisráðherra Sýrlands sagði í bréfi til Kofis Annans, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, að loftárásirnar væru „sví- virðilegt brot á alþjóðlegum sáttmálum af hálfu Ísraela“ sem hefðu stóraukið spennuna í Mið- Austurlöndum. Líbanar kvörtuðu yfir því að átta ísraelskar herþotur hefðu rofið lofthelgi landsins til að ráðast á skotmörkin í Sýrlandi. Loftárásirnar voru gerðar á búð- ir í Sýrlandi sem Ísraelar segja að herskáar palestínskar hreyfingar, Hamas og Jíhad, hafi notað til að þjálfa hryðjuverkamenn. Daginn áður sprengdi einn af liðsmönnum Jíhad sig í loft upp og varð nítján öðrum að bana, m.a. fjórum börn- um, í veitingahúsi í ísraelsku borg- inni Haifa. Loftárásirnar í gær kyntu undir áhyggjum af því að grannríki Ísr- aels kynnu að dragast inn í átök Ísr- aela og Palestínumanna. Ísraels- stjórn áskildi sér rétt til árása á hryðjuverkamenn hvar sem þeir væru í Mið-Austurlöndum. Arafat lýsir yfir neyðarástandi Bandaríkjastjórn hvatti Ísraela og Sýrlendinga til að grípa ekki til aðgerða sem myndu auka spennuna og leiða til frekari átaka. Sendi- herra Bandaríkjanna las harðorða yfirlýsingu á fundi öryggisráðsins í gærkvöldi og gagnrýndi Sýrlend- inga fyrir að halda verndarhendi yf- ir palestínskum hryðjuverkamönn- um. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sem Ísraelar hafa hótað að reka í útlegð, lýsti yfir neyðar- ástandi á palestínsku svæðunum í gærkvöldi. Hann skipaði einnig átta menn í bráðabirgðastjórn sem hann sagði að ætti að starfa í mánuð und- ir forystu Ahmeds Qoreis og óska síðan eftir stuðningi palestínska þingsins. Reuters Ættingjar tveggja arabískra Ísraela, sem biðu bana í sprengjutilræði á laugardag, halda á líkkistum þeirra við útför í borginni Haifa í Norður-Ísrael í gær. Auk tilræðismannsins biðu nítján manns bana í árásinni. Arabaríki vara við „holskeflu ofbeldis“ Sameinuðu þjóðunum. AFP. Loftárásir/12 NOREGUR er það land í Evr- ópu þar sem hlutfallslega flestir karlmenn eru of þungir. Kemur þetta fram í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar, WHO. Annar hver fullorðinn, norskur karlmaður er of þung- ur, samkvæmt skýrslu WHO, „Food and Health in Europe“, en hún nær til þrjátíu landa. Meðal kvenna í Noregi er hlutfall þeirra sem eru of þungar mun lægra, eða um það bil ein af hverjum þrem. Ástandið meðal breskra kvenna er mun verra, en um 40% þeirra eru of þung en næstar koma grískar kynsyst- ur þeirra. Könnunin tók ekki til Ís- lands. Norskir karlar feitastir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.