Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁSIR FORDÆMDAR Ísraelar gerðu í gær loftárásir á búðir í Sýrlandi sem þeir segja að herskáar hreyfingar Palestínu- manna hafi notað til að þjálfa hryðjuverkamenn. Daginn áður hafði liðsmaður einnar af hreyfing- unum sprengt sig í loft upp í veit- ingahúsi í Ísrael og orðið nítján öðr- um að bana, m.a. fjórum börnum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi loftárásir Ísraela að beiðni Sýrlendinga og leiðtogar arabaríkja fordæmdu þær, vöruðu við því að þær gætu leitt til „holskeflu ofbeld- is“ í Mið-Austurlöndum. Íhuga kynjakvóta Það er nú til athugunar hjá Kenn- araháskólanum að taka upp kynja- kvóta, en karlmenn eru mun færri í kennaranámi í skólanum en konur. Þá kemur einnig til greina að setja aldurskvóta að sögn Ólafs Proppé, rektors skólans. Mistök við meðferð? Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku, sem lést úr heilahimnubólgu í maí síðastliðnum, telja að kvartanir foreldra veikra barna séu ekki tekn- ar nógu alvarlega þegar hringt er í heilbrigðisstofnanir. Landlæknir hefur kannað umrætt atvik og telur ástæðu til að endurskoða og skerpa vinnulag við meðferð símtala utan úr bæ til heilbrigðisstofnana. Foreldrar barnsins kvörtuðu við landlækni vegna meintra mistaka við sjúk- dómsgreiningu og meðferð dóttur þeirra í kjölfar dauðsfallsins. Stærsta kókaínmálið á árinu Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur upplýst sitt stærsta kókaínmál á árinu með því að leggja hald á allt að 400 grömm af kókaíni sem tveir Íslendingar ætluðu að smygla til landsins síðdegis á föstudag. Götu- virði fíkniefnanna er allt að 15 millj- ónir króna. Cook gagnrýnir Blair Robin Cook, fyrrverandi utanrík- isráðherra Bretlands, fullyrðir að Tony Blair forsætisráðherra hafi vit- að fyrir stríðið í Írak að her Sadd- ams Husseins gæti ekki beitt ger- eyðingarvopnum með 45 mínútna fyrirvara eins og breska stjórnin hélt fram. Blair hafi viðurkennt að hættan af meintum gereyðingar- vopnum Íraka væri lítil. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 28 Vesturland 11 Dagbók 30/31 Erlent 12/13 Þjónusta 31 Daglegt líf 14/15 Kirkjustarf 31 Listir 14/16 Leikhús 30 Umræðan 18 Fólk 32/37 Hestar 19 Bíó 34/37 Forystugrein 20 Ljósvakar 38 Minningar 22/26 Veður 39 * * * STÖÐUGT fleiri nýrnaígræðslur hérlendis eru úr lifandi gjöfum. Frá 1993 til 2002 voru fram- kvæmdar 57 nýrnaígræðslur og þar af 37 úr lifandi gjöfum eða 65%. Til samanburðar var þetta hlutfall 17,6% á árunum 1970 til 1980 og 41% tímabilið 1981 til 1990. Þetta kom fram í erindi sem Páll Ásmundsson lyflæknir flutti á ráð- stefnu fagdeildar gjörgæsluhjúkr- unarfræðinga og fagdeildar svæf- ingahjúkrunarfræðinga um líffæra- flutninga á Íslandi. Í máli hans kom jafnframt fram að þetta hlut- fall væri miklu hærra á Íslandi en hjá nágrannaþjóðunum og benti hann meðal annars á að innan við 50% nýrnaígræðslna í Noregi eru úr lifandi gjöfum. Undanfarin ár hafa um 3 til 5 sjúklingar farið árlega til útlanda, einkum á Ríkisspítalann í Kaup- mannahöfn, vegna nýrnaígræðslu, en níu manns hafa verið á biðlista eftir nýrum árlega. Páll segir að Ís- lendingar séu mjög jákvæðir gagn- vart því að gefa nýru en í flestum tilfellum séu gjafarnir ættingjar, makar eða vinir. Þetta sé ekki síður ánægjulegt vegna þess að lifun nýrnagræðlinga úr lifandi gjöfum sé mun meiri en úr látnum gjöfum eða rúmlega 98% eftir fimm ár samanborið við tæplega 65% úr látnum gjöfum. „Ef nýra úr lifandi gjafa fæst er það því mun betri kostur heldur en ef það kemur úr látnum gjafa er- lendis frá,“ segir Páll. Ígræðslur hefjast hér á landi innan skamms Fyrsta nýrnaígræðsla í Íslending fór fram 1970 og voru þær um 40 fyrstu 20 árin eða um tvær að með- altali á ári. Frá 1970 til 2002 hafa verið gerðar 128 nýrnaígræðslur, 60 úr látnum gjöfum og 68 (53%) úr lifandi gjöfum. Til þessa hafa nýrnaígræðslur í íslenska sjúklinga verið framkvæmdar á erlendum sjúkrahúsum en stefnt er að því að hefja þær hérlendis innan skamms. Þær gætu orðið 5 til 7 árlega og kemur Jóhann Jónsson, ígræðslu- skurðlæknir í Bandaríkjunum, tvisvar til þrisvar til landsins á ári og framkvæmir 2-3 aðgerðir í hverri ferð. Fleiri Íslendingar gefa nýrun sín 128 nýrna- ígræðslur frá árinu 1970 Á LAUGARDAGINN voru 24 flugvélar mættar í hópflugi á veg- um Flugmálafélags Íslands á Höfðabrekkuflugvöll í Mýrdal. Vélarnar voru margskonar að gerð og sýndu flugmenn þeirra listir sínar í blíðskaparveðri. Þetta var síðasta hópflug sumars- ins og jafnframt það næst fjöl- mennasta, en hópurinn fer nokkr- um sinnum á ári í svona ferðir. Heimamönnum og nærsveita- mönnum úr Mýrdalnum var boðið að koma og skoða og fylgjast með. Reynir Ragnarsson og Jó- hann Einarsson flugmenn í Vík fylgdu síðan flugflotanum heim á leið á flugvél sinni TF-FAR og sýndu þeim jafnframt Mýrdalinn úr lofti og skýrðu frá staðháttum í talstöðinni. Að sögn Gunnars Þorsteinssonar eins af forsvars- mönnum flugdagsins heppnaðist dagurinn afar vel. Morgunblaðið/ Jónas Erlendsson Flugdagur á Höfðabrekkuflugvelli Fagradal. Morgunblaðið. HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt þrjá menn á aldr- inum 20 til 32 ára í þriggja, fimm og tíu mánaða fangelsi fyrir innbrot, þjófnaði, líkamsárás og fíkniefnabrot árið 2001 og 2003. Ákærðu játuðu brot sín en þeir eiga allir að baki sakaferil vegna ýmissa brota. Þeir sem hlutu þriggja og fimm mánaða fangelsi fengu skilorðsbundna dóma en sá sem þyngstan dóminn hlaut fékk ekki skilorð. Ákærðu voru auk þess dæmdir til að greiða á þriðja hundrað þúsund króna í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar. Ólafur Ólafsson héraðsdómari dæmdi málið. 3 til 10 mán- aða fangelsi fyrir innbrot HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt tvítuga konu í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjótast inn í gistiheimili í Ljósa- vatnshreppi fyrir réttu ári ásamt ann- arri konu og láta greipar sópa. Voru munir og áfengi sem stolið var metin á mörg hundruð þúsund krónur. Hluta af þýfinu var komið til skila. Ákærða játaði sakargiftir. Hún á að baki sakaferil og hefur tvívegis verið dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir sem hún framdi þegar hún var 16 og 17 ára. Einnig kemur fram í dómnum, að konan hafi nýver- ið tekið á sínum málum og hafið stranga áfengis- og vímuefnameð- ferð. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Verjandi ákærðu var Anna Guðný Júlíusdóttir. Málið sótti Guðjón Jóel Björnsson sýslu- mannsfulltrúi. Sjö mánaða fangelsi fyrir innbrot FLUGVÉL Lufthansa á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Toronto í Kanada var snúið hingað til lands vegna farþega á áttræðisaldri sem kvartaði undan verk fyrir hjarta. Vélin lenti í Keflavík rétt fyrir átta í gærkvöldi og var sjúklingurinn, sem er Kanadamaður, fluttur með sjúkrabíl á hjartadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins í gærkvöldi. Flugvél með hjartveikan farþega snúið við SKAFTÁRHLAUP hófst á hádegi á laugardag að því er talið er og náði hámarki við Sveinstind síðdegis í gær. Rennsli við Sveinstind, sem er um 17 km frá jökulrönd Skaftárjök- uls, var rúmlega 161 rúmmetrar á sekúndu klukkan 16 en lækkaði í 156 rúmmetra á sekúndu klukkan 17.30. Ekki er vitað úr hvorum katl- inum hlaupið er, en talið er að hlaupið sé minniháttar. Sverrir Ó. Elefsen hjá Orkustofnun sagði við Morgunblaðið í gær að undanfarin ár hefði rennsli í stærri hlaupum verið 800–1.000 rúmmetrar á sek- úndu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Skaftá hljóp síðast í byrjun september og þá var þessi mynd tekin. Minniháttar hlaup í Skaftá ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.