Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðir blóðbankabílsins: Þriðjudagur 7. október Sjóvá Almennar, Kringlunni 5 klukkan 9.00-15.00 Miðvikudagur 8. október Viðskiptaháskólinn á Bifröst klukkan 9.30-16.30 www.blodbankinn.is UNGIR foreldrar tæplega tveggja ára stúlku, sem lést úr heilahimnu- bólgu í maí síðastliðnum, telja að kvartanir foreldra veikra barna séu ekki teknar nógu alvarlega þegar hringt er í heilbrigðisstofnanir. Landlæknir hefur kannað umrætt atvik og telur ástæðu til að endur- skoða og skerpa vinnulag við með- ferð símtala utan úr bæ til heilbrigð- isstofnana á borð við Læknavakt og Landspítala. Kvörtuðu við landlækni Foreldrar barnsins kvörtuðu við landlækni vegna meintra mistaka við sjúkdómsgreiningu og meðferð dótt- ur þeirra í kjölfar dauðsfallsins. Þeir telja viðbrögð landlæknis ófullnægj- andi. Auk fyrrnefndrar niðurstöðu í álitsdrögum sínum um málið telur landlæknir að verulega spurningu verði að setja við afgreiðslu mála í tveimur símtölum sem foreldrarnir áttu við Læknavaktina og bráðamót- töku barnadeildar hinn 8. maí. Í fyrra símtalinu hringdi móðirin á Læknavaktina klukkan 18.35 og kveðst hafa sagt hjúkrunarfræðingi af líðan barnsins, þ.á m. að það hafi verið með 40 stiga hita. Mun hjúkr- unarfræðingur hafa sagt móðurinni að gefa barninu stíl. Þetta símtal var ekki hljóðritað af vangá þar sem sím- tólið var ekki tengt við upptökutæki, að því er segir í drögunum. Þar segir einnig að móðirin hafi hringt aftur og nú um kl. 20 á bráðamóttöku barna- deildar Landspítalans og kveðst hafa fengið sama svarið, þ.e. að hún ætti að gefa barninu stíl og bíða og sjá til. Missti meðvitund Síðar um nóttina versnaði barninu og ákváðu foreldrarnir að fara með það á spítala. Á meðan foreldrarnir voru að undirbúa brottförina missti barnið skyndilega meðvitund og hætti að anda. Þremur dögum síðar lést barnið á gjörgæsludeild. Í at- hugasemdum foreldranna kemur m.a. fram krafa þeirra um að land- læknir kveði fastar að orði varðandi endurskoðun og skerpingu vinnu- lags við meðferð símtala utan úr bæ til heilbrigðisstofnana. Reynsla þeirra bendi til þess að kvartanir for- eldra vegna veikra barna séu ekki teknar nægilega alvarlega og frekar virðist viðleitni til að hvetja foreldra til að bíða og sjá til án þess að reynt sé að kanna forsögu málsins. Telja foreldrarnir að í máli dóttur sinnar hafi orðið samfelld röð mistaka sem hafi byrjað með því að lækni, sem skoðaði barnið að morgni 8. maí, sást yfir hve alvarlega veikt það var orð- ið. Ungir foreldrar hringdu ítrekað vegna veikrar dóttur sinnar sem dó síðan úr heilahimnubólgu Segja ekki tekið nægt mark á foreldrum veikra barna Landlæknir vill endurskoða meðferð símtala til heilbrigðisstofnana ÞÓRÐUR G. Ólafsson, yfirlæknir á Læknavaktinni, segist ekki vita til annars en að almennt reyni starfs- fólkið að sinna eftir bestu getu því fólki sem hringir í Læknavaktina. „Hjá okkur eru reyndir hjúkr- unarfræðingar sem svara í síma. Þeir vinna allir í heilsugæslu og hafa langa reynslu af símsvörun og við reynum að gera okkar besta í að leiðbeina fólki,“ segir Þórður. Hann segir að vafalaust muni Læknavaktin koma athugasemdum sínum á framfæri við álitsdrög landlæknis. „Við munum síðan yf- irfara álitsgerð landlæknis þegar þar að kemur en á meðan er lítið meira um málið að segja.“ Ekki náðist í Jóhannes M. Gunn- arsson lækningaforstjóra Landspít- ala – háskólasjúkráhúss í gær. „Reynum að gera okkar besta“ SERGEI B. Ivanov, varnarmálaráð- herra Rússlands, ásamt fylgdarliði embættismanna og fulltrúum fjöl- miðla, átti í gær viðdvöl á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, bauð ráðherranum og fylgdarliði til vinnuhádegisverðar í Ráðherrabústaðnum þar sem m.a. var rætt um samskipti og samvinnu Rússlands og Atlantshafsbanda- lagsins, málefni Íraks og Afganist- an og tvíhliða samskipti Íslands og Rússlands. Auk þess var farið með gestina í Þjóðmenningarhúsið þar sem handritasýning var skoðuð, segir í fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu. Utanríkisráðherra Íslands og varnar- málaráðherra Rússlands áttu fund Ræddu um tvíhliða samskipti landanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Ásgrímsson og Sergei B. Ivanov, varnarmálaráðherra Rúss- lands, við Ráðherrabústaðinn í gær. KEPPNI í ökuleikni á trukkum, sem fram fór við nýtt húsnæði vörubíladeildar Heklu við Kletta- garða á laugardag, var æsispenn- andi, að sögn Einars Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Bindindisfélags ökumanna, sem hélt keppnina. Keppendur voru 27. Kepptu þeir allir í einstaklingskeppni en kepptu svo einnig í sjö liðum frá nokkrum fyrirtækjum. Að sögn Einars er þetta í fyrsta skipti sem keppt er í ökuleikni á vörubílum á Íslandi og er stefnt að því að senda sigurvegara úr keppninni hér heima í Evrópu- keppnina á næsta ári. Einar segir vörubílstjórana flesta hafa verið atvinnumenn og að mikil samkeppni hafi ríkt þeirra á milli. Enda var oft mjótt á mun- unum. Keppnin byggist á akstri í gegnum ýmsar þrautir á sem styst- um tíma en auk þess voru lagðar nokkrar krossaspurningar um um- ferðarmál fyrir keppendur. Það var Stefán Einarsson er starfar hjá Flytjanda sem sigraði í einstaklingskeppninni og komst í mark á 121 sekúndu. Íslenska gámafélagið sigraði í liðakeppn- inni en í henni var tekið meðaltal allra keppenda liðsins. Aðeins ein kona reyndi keppn- isbrautina og gekk henni vel að sögn Einars. Morgunblaðið/Árni Torfason Keppt í ökuleikni á trukkum HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur vísað frá sakamáli á hendur manni þar sem ákæruvald- inu láðist að fara fram á það í ákæru- skjali að ákærði skyldi dæmdur til refsingar. Ekki kemur fram í dómn- um hvers konar brot maðurinn var ákærður fyrir. Við munnlegan flutning málsins lagði fulltrúi sýslumannsins á Akur- eyri fram þá ósk að ákæruskjalið yrði leiðrétt og bætt yrði inn í setn- inguna: „Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.“ Vísaði fulltrúinn m.a. til þess að um augljós mistök eða misritun hefði verið að ræða við útgáfu ákæruskjals. Dómari vísaði til laga um meðferð opinberra mála þar sem segði að hvorki mætti dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá, sem í ákæru greindi, né aðrar kröfur á hendur honum. Sagði dómari í niðurstöðu sinni að með þessum lögum hefði á margvíslegan hátt verið mælt fyrir um breytta saksóknarhætti miðað við það sem áður hafði gilt. Yrði að skýra ákvæði laganna, þ.á m. um kröfugerð, með hliðsjón af því, enda yrði ákærandi að axla ábyrgð á því, hvernig að saksókninni var staðið, og þ.á.m. að ákæran væri þannig úr garði gerð að ákærði og verjandi hans færu ekki í grafgötur um mála- tilbúnaðinn. Sakamáli vísað frá vegna mistaka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.