Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 9 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Ný sending af drögtum i f t Nýjar mussur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Gallajakkar, -pils og -buxur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. NÝ LÍNA Hverfisgata 6 Símí 562 2862 STÆRÐIR 40-52 EFTIRFARANDI er bréf Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar til stjórnar Rithöf- undasambands Ís- lands: „Ég hef í undanfarin tvö ár unnið að ritun ævisögu Halldórs Kilj- ans Laxness í þremur bindum. Meðal þeirra gagna, sem ég hef not- að, er bréfasafn Hall- dórs í Þjóðarbókhlöðu. Ég hafði ótakmarkað- an aðgang að því. Bréf- in eru annars vegar bréf til hans frá öðrum aðilum, til dæmis Kristjáni Albertssyni og Gunnari Gunnarssyni, hins vegar bréf frá Halldóri til annarra, og eru þau bréf þar annaðhvort vegna þess, að hann hefur tekið afrit af þeim (sem er óal- gengt, sérstaklega um eldri og fróð- legri bréfin), eða vegna þess, að hann eða aðrir hafa falast eftir og fengið bréfin (eða afrit þeirra) aft- ur. Ég tel fullvíst, að viðtakendur bréfanna hafi flestir látið þau af hendi í þeirri trú, að þau yrðu geymd á safni og aðgengileg fræði- mönnum. Ætti að vera auðvelt að kanna það. Þetta bréfasafn Halldórs var af- hent Þjóðarbókhlöðu til varðveislu, eins og segir í bréfi frá Auði Lax- ness, á degi íslenskrar tungu 1996. Auður sagði við það tækifæri meðal annars, samkvæmt fréttum Morg- unblaðsins, að í bréfunum væru engin leyndarmál. Hún og fjöl- skylda hennar kærðu sig ekki um að hagnast á útgáfu bréfanna. Það væri ekki í anda skáldsins. Auður tók hins vegar fram, að hún hefði ekki afhent ýmis einkabréf sín. Bréfasafnið hefur síðan verið opið gestum Þjóðarbókhlöðunnar án nokkurra takmarkana, í um sjö ár. 18. september sl. skrifaði Auður Laxness undir bréf til safnsins, þar sem lagt var fyrir safnið að tak- marka aðgang að safninu við einn mann, Halldór Guðmundsson. Síðar var Helgu Kress bætt við með munnlegum skilaboðum. Af blaða- fréttum og viðtölum við Guðnýju Halldórsdóttur, sem fer með málið fyrir hönd Auðar, móður sinnar, er ljóst, að þessari takmörkun er beint gegn mér og til þess gerð að tor- velda eða koma í veg fyrir, að ég geti skrifað ævisögu mína um Hall- dór. Hvort sem menn kjósa að sam- þykkja það eða hafna því, liggur að minnsta kosti fyrir, að þeim fræði- mönnum, sem hyggjast stunda rannsóknir á ævi og verkum Hall- dórs Kiljans Laxness, er gert erfitt fyrir með þessari aðgangstakmörk- un. Ég tel eðlilegt, að látið verði á málið reyna. Til þess þarf lögfræði- aðstoð. Ég fer þess á leit, að Rithöfunda- sambandið leggi þessa aðstoð af mörkum. (Ég fái notið starfskrafta lögfræðings sambandsins.) Spurn- ingarnar, sem hljóta að vakna, eru meðal annars þessar: 1. Er einhvers staðar í lögum heimild fyrir Þjóðarbókhlöðuna til að framfylgja slíkri ósk um óefnis- lega aðgangstakmörkun í ljósi stjórnsýslulaga, upplýsingalaga, jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og annarra gildandi laga og réttar? Til frekari skýringar þessari spurn- ingu skal þetta tekið fram. Setjum svo, að fjölskylda skáldsins hefði sent Þjóðarbókhlöðunni ósk um, að aðeins hvítir menn fengju aðgang að bréfasafninu, en ekki svartir. Hefði Þjóðarbókhlaðan mátt fram- fylgja þeirri ósk að núgildandi rétti íslenskum? Setjum svo, að fjöl- skylda skáldsins hefði ekki sagt þetta opinberlega, en í reynd aðeins veitt hvítum mönnum og ekki svörtum að- gang að safninu, og að ljóst væri af viðtölum við fjölskylduna, að þetta væri engin til- viljun, heldur sakir fordóma í garð svartra manna (til dæmis hefðu menn úr fjöl- skyldunni verið í fram- boði fyrir flokka, sem styddu kynþáttafor- dóma, eða farið al- mennt niðrandi orðum um svarta menn). Hefði það breytt ein- hverju um svarið? Og hefði einhverju breytt um svarið, ef sett er í stað svartra manna nafnið Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en í stað hvítra manna Halldór Guðmundsson? 2. Getur Þjóðarbókhlaðan fram- fylgt ósk fjölskyldu Halldórs Kilj- ans Laxness um að takmarka að- gang minn eða annarra rithöfunda og fræðimanna að bréfum frá mönn- um, til dæmis Kristjáni Albertssyni og Gunnari Gunnarssyni, sem geymd eru í bréfasafni Halldórs? Breytir það einhverju, ef handhafar höfundarréttar þessara manna lýsa því sérstaklega yfir, að þeir vilji leyfa aðgang minn og annarra fræðimanna að þessum bréfum? 3. Getur Þjóðarbókhlaðan fram- fylgt ósk fjölskyldu Halldórs Kilj- ans Laxness um að takmarka að- gang minn eða annarra rithöfunda og fræðimanna að bréfum frá Hall- dóri til manna, sem hafa sérstak- lega látið bréfin af hendi (við Hall- dór, fjölskyldu hans, Stefán Einarsson eða Peter Hallberg), vegna þess að þeir vildu, að þau væru aðgengileg á safni, sem opið væri fræðimönnum og rithöfund- um? Breytir það einhverju, ef þeir, sem létu bréfin af hendi, eða lögleg- ir fulltrúar þeirra óska sérstaklega eftir því, að aðgangur að þeim sé op- inn? 4. Nú hefur aðgangur að þessum bréfum, bæði til og frá Halldóri, verið ótakmarkaður í sjö ár, eins og ég veit af eigin reynslu. Jafngildir það ekki birtingu bréfanna? Í Bern- arsáttmálanum, sem íslenskur höf- undarréttur hvílir á, segir, að fræði- menn megi „make quotations from a work which has already been made available to the public provid- ed that their making is compatible with fair practise and their extent does not exeed that justified by the purpose etc“. Er ekki unnt að segja, að bréfasafnið hafi verið „made available to the public“, svo að um tilvitnanir í það megi fara eins og um birt verk? 5. Höfundarréttur takmarkast sem kunnugt er af almannahags- munum í tengslum við nauðsyn á gagnrýni, fræðilegum rannsóknum, umræðum og öðru slíku. Styður það ekki enn frekar, að ég megi nota og vísa til bréfasafns Halldórs Kiljans Laxness? (Ég hef til dæmis rekist á dæmi þess, að ranglega hafi verið vitnað í bréf Halldórs. Á ég ekki að fá að leiðrétta það?) 6. Ég hef verið að skrifa ævisögu Halldórs Kiljans Laxness í tvö ár, eins og þegar hefur komið fram. Ég hef þess vegna stofnað til ríkra fjár- hagsskuldbindinga og get gert ná- kvæma grein fyrir þeim fyrir dóm- stólum, ef þörf krefur. Allir vita líka, að bókaútgáfa á Íslandi miðast við ákveðinn tíma, þegar sala er sem mest. Nú kann hin fyrirvara- lausa lokun Þjóðarbókhlöðunnar samkvæmt ósk fjölskyldu Halldórs Kiljans Laxness á bréfasafni hans að kosta röskun á verki mínu og töf á því, en hugsanlegar tekjur af því eru háðar útkomutímanum. Er ekki stofnað til skaðabótaskyldu vegna slíkrar röskunar? Og hver ber slíka skaðabótaskyldu, fjölskylda skálds- ins eða Þjóðarbókhlaðan? 7. Bréfasafn Halldórs Kiljans Laxness var fyrir sjö árum falið Þjóðarbókhlöðunni til varðveislu, eins og það var orðað. Merkir orðið varðveisla hér ekki, að safnið taki að sér að geyma bréfin og veita fræði- mönnum og áhugamönnum aðgang að þeim eftir almennum reglum, nema annað sé tekið fram? Er ekki ljóst, að allir lögðu þann skilning í þetta, þegar bréfasafnið var afhent? Hefði ella þurft að taka fram, að bréfasafnið væri einmitt afhent, af því að engin leyndarmál væru í því, en haldið væri eftir bréfum, sem geymdu viðkvæm einkamál? 8. Elsta dóttir Halldórs Kiljans Laxness, María Halldórsdóttir, hef- ur sagt mér, að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum um þessa að- gangstakmörkun. Breytir það engu? Hefur hún til dæmis sjálf ekki aðgang að þessum bréfum? Getur hún ekki falið öðr- um, hafi hún slíkan aðgang, að skoða bréfin fyrir sína hönd? Ég tel, að skera verði úr þessum spurningum og öðrum, sem kunna að rísa. Með kærri kveðju, Hannes Hólmsteinn Gissurarson.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson Bréf til stjórnar Rithöf- undasambands Íslands Hannes Hólmsteinn Gissurarson Tískuvöruverslun Laugavegi 25 LEIKRITIÐ Ólafía eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur verður frumsýnt í Reykjavík í Fríkirkjunni og Iðnó miðvikudaginn 8. október. Fyrri hluti sýningarinnar verður sýndur í Fríkirkjunni en í hléi munu leikarar og sýningargestir ganga yfir í Iðnó til að fá sér kaffi- sopa og horfa á seinni helming leik- ritsins. Leikritið fjallar um Ólafíu Jó- hannsdóttur en Norðmenn hafa kallað hana Móður Teresu norðurs- ins. Leikritið er afrakstur margra ára starfs og rannsókna Guðrúnar Ásmundsdóttur. Ólafía bjó í Noregi í 17 ár og vann hún afrek sín á meðal hinna fátækustu; götufólks, vændis- kvenna, róna og sýfilissjúkra. Ólafía var mikil eldsál og lét hún til sín taka í kvenfrelsismálum hér heima svo um munaði. Hún var ann- álaður ræðuskörungur og var af aldamótafólki sögð „mælskasta kona landsins“, segir í frétta- tilkynningu frá Leikhúsinu í kirkj- unni, sem stendur að sýningunni. Norðmenn hafa heiðrað minn- ingu Ólafíu með því að nefna götu og sjúkrahús eftir henni. Nú vilja þeir heiðra minningu hennar enn frekar því í nóvember nk. fer fram hátíðleg athöfn þar sem valin verð- ur Mannvinur ársins og eru verð- launin kennd við Ólafíu. Vigdís Finnbogadóttir hefur verið fengin til að afhenda verðlaunin. Edda Björgvinsdóttir fer með hlutverk Ólafíu og Þröstur Leó Gunnarsson fer með hlutverk Ein- ars Benediktssonar. Auk þeirra kemur fjöldi annarra leikara fram í sýningunni. Leikritið Ólafía verður einnig sýnt í Fríkirkjunni og Iðnó mið- vikudaginn 22. október og miðviku- daginn 29. október. Allar sýningar hefjast kl. 20. Ólafía sýnd í Frí- kirkjunni og Iðnó Edda Björgvinsdóttir í hlutverki Ólafíu Jóhannsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.