Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK NýOrka afhenti Strætó bs. í gær lykla að tveimur af þremur efnarafalknúnum Mercedes Benz vetnisvögnum sem verða fljót- lega teknir í almennan akstur á leið 2. Vagn- arnir og vetnisstöðin, sem opnuð var í vor, eru hluti af rannsóknar- og þróunarverkefni um vetnisnotkun sem kallast ECTOS. Heildar- kostnaður verkefnisins nemur ríflega 700 millj- ónum króna. Evrópusambandið styrkir verk- efnið um 40% kostnaðar en eigendur Íslenskrar NýOrku og Skeljungur leggja fram stærsta hlutann. Afhending lyklanna fór fram með formlegri athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærmorgun þar sem viðstödd voru m.a. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Þórólfur Árnason, borgar- stjóri og forráðamenn þeirra fyrirtækja sem standa að verkefninu. Fluttar voru ræður í Ráð- húsinu og við sama tækifæri var Hjálmar Árna- son þingmaður heiðraður sérstaklega fyrir frumkvæði hans og baráttu í vetnismálum. Að athöfn lokinni var farið með gesti í prufuferð með vögnunum um miðborgina. 30 milljóna ESB-styrkur í rannsóknir á vetnisnotkun fiskiskipa Stjórnarformaður NýOrku, Þorsteinn I. Sig- fússon, sagði m.a. í ræðu sinni í Ráðhúsinu að verkefnið skildi eftir sig hér á landi um einn milljarð króna í veltu í orkurannsóknum og þró- un. Við Háskóla Íslands, Iðntæknistofnun og í sprotafyrirtækjum væru á þriðja tug einstak- linga tengdir vetnisþróun og síðustu tólf mánuði hefði Íslensk NýOrka tekið á móti um eitt þús- und erlendum gestum. Þeir hefðu eingöngu komið til að kynna sér og fræðast um verkefnið. „Talað er um að vetnistúrismi sé orðinn að veru- leika hér á landi,“ sagði Þorsteinn. Hann upp- lýsti ennfremur að nýr styrkur hefði verið að berast Íslenskri NýOrku frá Evrópusamband- inu; um 30 milljónir kr. til að vinna að undirbún- ingi notkunar vetnis í fiskiskipum. Markmiðið með ECTOS-verkefninu er að prófa þrjá strætisvagna sem nota vetni sem orkubera og eru knúnir svokölluðum efnaraföl- um. Einnig er rekin vetnisstöð sem framleiðir vetni með rafgreiningu vatns og skilar elds- neytinu beint á eldsneytisgeyma farartækja. ECTOS-verkefnið er fyrirrennari annarra svip- aðra verkefna sem nú eru að hefjast í níu borg- um Evrópu og einni í Ástralíu. Eftir hádegi í gær gafst almenningi svo kost- ur á að fara um borð í vagnana þar sem þeim var ekið milli höfuðstöðva Strætó bs. í Mjódd og vetnisstöðvar Skeljungs við Vesturlandsveg. Efnt var til fjölskylduhátíðar í Mjódd þar sem fram komu skemmtikraftar, veitingar fram bornar og krakkar gátu farið í leiktæki. Er Morgunblaðsmenn voru þar á ferð var ekki ann- að að heyra á fólki en að það væri spennt fyrir nýju vetnisvögnunum, ekki síst unga kynslóðin. Strætó bs. fékk afhenta í gær tvo af þremur efnarafalknúnum vetnisvögnum til notkunar Vetnisvagnarnir tveir fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í gær. Þeir munu á næstu dögum aka á leið 2 hjá Strætó bs. milli Granda og Voga sem liggur um Lækjartorg og Hlemm. Verkefnið skilar milljarði í veltu vegna rannsókna Morgunblaðið/Árni Sæberg Meðal farþega í prufuferð með vetnisvagni frá Ráðhúsinu í gær voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Þórólfur Árnason borgarstjóri. Fyrir aftan þau sitja Þorsteinn I. Sigfússon, stjórnarformaður Íslenskrar Ný- Orku, og Guðjón Ólafur Jónsson, stjórnarformaður Strætó bs. Var spenna og gleði ríkjandi. HANNES Rútsson og Jóhanna Kristjáns- dóttir fóru með fjölskylduna í prufuferð í gær með vetnisvagni úr Mjódd og upp á Ártúns- höfða. Þau voru ánægð með ferðina, sögðu hana hafa verið skemmtilega og áhugaverða. „Vagninn er hljóðlátur og virðist vera nokk- uð hraðskreiður. Að vísu fékk ég ekki sæti að þessu sinni. Ég hef farið nokkrum sinnum í strætó og fann greinilegan mun á þessum vagni og öðrum,“ sagði Hannes. Jóhanna sagði vetnisvagninn hafa verið „mýkri“ en þá venjulegu og hljóðlátari. „Þetta var skemmtilegt og verður enn skemmtilegra að fá að sitja í svona vagni líka,“ sagði Jóhanna sem varð að standa á leiðinni líkt og eiginmaðurinn. Fríða Kristín, 13 ára dóttir þeirra, var einnig ánægð með ferðina. Fannst henni „miklu minni hávaði“ vera í vetnisvagninum en hún átti að venjast alla jafna og auðveld- ara að tala saman. Systir hennar, Alexía Rut, 7 ára, var sammála sem og vinkona Alexíu og jafnaldra, Þórdís Lilja Samsonardóttir, lengst til hægri á myndinni. Urðu þær litlu sér úti um andlitsmálun á fjölskylduhátíð Strætó bs. og voru hinar kátustu. Ánægð fjölskylda að lokinni fyrstu ferðinni með vetnisvagni sem þau sögðu hljóðlátan. „Hljóðlátari og mýkri en þeir venjulegu“ ÍSLENDINGUR úr félaginu Ís- land-Palestína dvelur um þessar mundir í höfuðstöðvum Yassers Arafats í bænum Ramallah í Palest- ínu í þeim tilgangi að eigin sögn að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og forða Arafat frá hugs- anlegum hefndaraðgerðum Ísraels- hers vegna sjálfsmorðsárásar pal- estínskrar konu í Haifa sem varð 19 að bana á laugardag. Viðar Þorsteinsson, varaformað- ur félagsins Ísland-Palestína, segist ekki gera þetta til að vernda Arafat sem persónu heldur til að styðja rétt Palestínumanna til að kjósa sér leið- toga. Viðar kom til Ísraels á fimmtu- daginn og var staddur á Vestur- bakkanum sem hluti af hópi á vegum Alþjóðasamstöðuhreyfingar- innar (ISM) þegar sjálfsmorðsárás- in var gerð, og ákvað að halda til í höfuðstöðvum Arafats ásamt hópi Vesturlandabúa og Ísraela til að reyna að koma í veg fyrir að Ísr- aelsher ráði Arafat af dögum eins og ísraelskir ráðamenn hafa rætt und- anfarið. „Við komum þarna í gærkvöldi [fyrrakvöld] og tókst að komast inn í Ramallah og var tekið á móti okkur í forsetahöllinni,“ segir Viðar. „Við fórum með nokkrum ísraelskum borgurum sem eru meðlimir í ísr- aelsku friðarhreyfingunni. Ég held að það sé enginn vafi á því að nær- vera okkar hafi haft eitthvað að segja og að Ísraelar hafi beint hefndaraðgerðum sínum annað.“ Í gær var svo móttaka þar sem Arafat bauð erlendu gestunum til veislu og þakkaði þeim fyrir að hafa komið. Viðar tekur þó fram að nær- vera þeirra í höfuðstöðvum Arafats tákni ekki beinan stuðning við hann heldur stuðning við rétt Palestínu- manna til að kjósa sér leiðtoga. Fór til Palestínu til að tína ólífur Tilgangurinn með dvöl Viðars á Vesturbakkanum er samt ekki að vera einhvers konar mannlegur skjöldur fyrir stjórnvöld í Palestínu heldur að taka þátt í lífi og starfi Palestínumanna að hans sögn. „Oft er það sem andspyrnan á móti her- náminu gengur út á að reyna að komast á milli staða, komast til vinnu og þess háttar.“ Viðar segir að það sem hann lagði upp með þegar hann ákvað að fara til Vesturbakkans hafi verið að að- stoða við ólífutínslu vestast á Vest- urbakkanum. „Það eru mjög erfiðar aðstæður til ólífutínslu þarna, bæði vegna landnemabyggða sem hafa verið að byggjast upp í nokkur ár, en ekki síst vegna aðskilnaðar- veggsins.“ Veggurinn liggur oft þannig að hann skilur ólífuakra bænda frá bæjunum þar sem þeir búa, og Viðar segir bændurna hafa fengið leyfi til að fara í gegnum hlið á veggnum tvisvar á dag. „Starfið snýst mikið um að fara með bænd- unum og krefjast þess að þeir fái að fara í gegnum hliðið. Það er búið að lofa þeim að það verði gert en stund- um er ekki staðið við það, og því gott fyrir þá að hafa alþjóðlegan stuðn- ing við það. Svo tökum við að sjálf- sögðu þátt í sjálfri tínslunni.“ Viðar segir ástandið í Palestínu slæmt, en þó skárra en þegar hann var í Ramallah síðast. „Ég var hérna í apríl í fyrra, þá var algert útgöngu- bann í allri borginni og hræðilegt að horfa upp á það. Ramallah er bara í góðu ásigkomulagi miðað við það og lífið gengur sinn vanagang. En það eru miklar lokanir og vafalaust eitt- hvað um útgöngubönn og jafnvel árásir fyrir norðan.“ Íslendingur staddur í höfuðstöðvum Arafats Ver Arafat fyrir hugsan- legum hefndaraðgerðum Viðar Þorsteinsson og Sigrid Valtingojer við komuna til Jerúsalem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.