Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSRAELSKAR herþotur gerðu í gær sprengjuárásir á búðir í Sýrlandi, sem Ísraelar segja að séu þjálfunarbúðir palestínsku hreyfingarinnar Jíhad. Daginn áður hafði einn liðsmanna hreyfingarinnar orðið sjálfum sér og nítján öðrum að bana í sprengjutil- ræði á veitingastað í hafnarborginni Haifa í Norður-Ísrael. Á meðal þeirra sem létu lífið í tilræðinu voru fjögur börn og um 55 manns særðust. Sprengjuárásirnar á búðirnar í Sýrlandi eru þær fyrstu sem Ísraelar hafa gert á sýrlenskt landsvæði frá Yom Kippur-stríðinu fyrir sléttum 30 árum. Árásirnar kyntu undir áhyggj- um af því að grannríki Ísraels kynnu að dragast inn í átök Ísraela og Pal- estínumanna sem staðið hafa í þrjú ár. Ísraelar saka Sýrlendinga um að hafa haldið verndarhendi yfir Jíhad og fjármagnað starfsemi hreyfingar- innar. Ísraelsstjórn kvaðst í gær ætla að ráðast á hryðjuverkamenn hvar sem þeir væru í Mið-Austurlöndum. „Hvaða ríki sem heldur verndarhendi yfir hryðjuverkamönnum, þjálfar, styður og hvetur þá, verður látið sæta ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði tals- maður stjórnarinnar. Herþoturnar réðust á nokkur skot- mörk í Ein Saheh-búðunum, um 22 km norðvestan við Damaskus. Ísrael- ar segja að Íran hafi fjármagnað þjálfunarbúðirnar og nokkrar hreyf- ingar, þeirra á meðal Jíhad, hafi notað þær. Ísraelsher kvaðst ekki vita hvort mannfall hefði orðið í árásunum, en hermt var að nokkrir íbúar á svæðinu hefðu særst. „Þetta var takmörkuð aðgerð,“ sagði Raanan Gissin, ráð- gjafi Ariels Sharons, forsætisráð- herra Ísraels. „Við réðumst ekki á sýrlensk skotmörk, heldur á ákveðnar búðir sem notaðar voru til að þjálfa hryðjuverkamenn.“ Talsmaður Jíhad neitaði því að hreyfingin væri með þjálfunarbúðir í Sýrlandi. „Allar stöðvar okkar eru á palestínsku landsvæðunum,“ sagði hann en neitaði því ekki að liðsmenn hreyfingarinnar hefðu fengið ein- hverja þjálfun í Sýrlandi. Ísraelar skutu einnig nokkrum flugskeytum á Gaza-svæðinu í gær- morgun en ekkert mannfall varð. Ísr- aelskir hermenn skutu Palestínu- mann til bana og særðu tvo aðra nálægt vegartálma á Gaza-svæðinu. Stjórnin hvött til að „fjarlægja“ Arafat Yfirvöld í Ísrael sögðu að svo virtist sem sjálfsmorðsárásin í Haifa á laug- ardag hefði verið vandlega undirbúin. 29 ára kona, sem gerði árásina, er tal- in hafa skotið öryggisvörð til þess að komast inn á veitingastaðinn sem er í eigu gyðinga og ísraelskra araba. Jíhad lýsti árásinni á hendur sér. Þetta var fyrsta sjálfsmorðsárásin í Ísrael frá tveimur sprengjuárásum Hamas-liða í Tel Aviv og Jerúsalem 9. september, en þá létu 15 manns lífið, auk tveggja árásarmanna. Ariel Sharon sagði að palestínsk yf- irvöld bæru ábyrgð á árásinni þar sem þau hefðu ekki reynt að hindra starfsemi palestínskra hryðjuverka- samtaka. Saeb Erakat, háttsettur palest- ínskur embættismaður, fordæmdi árásina og krafðist alþjóðlegrar að- stoðar við að koma í veg fyrir ofbeldi í Mið-Austurlöndum. „Við krefjumst þess að Bandaríkin, Rússland, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið komi í veg fyrir að átökin á svæðinu stigmagnist og tryggi að Vegvísinum til friðar verði komið í framkvæmd,“ sagði hann. Nokkrir ísraelskir ráðherrar hvöttu stjórn Ariels Sharons til að svara tilræðinu með því að standa við þá hótun hennar að „fjarlægja“ Yass- er Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Arafat fordæmdi árásina og hvatti til vopnahlés. Hátt settur embættismaður í Ísrael sagði í gær að Arafat yrði ekki rekinn í útlegð þegar í stað. „Sú stund nálg- ast,“ bætti hann þó við. Konan, sem gerði árásina, starfaði sem lögmaður í Jenín á Vesturbakk- anum. Fjölskylda hennar segir að hún hafi orðið vitni að því þegar ísraelskir hermenn skutu bróður hennar og frænda til bana í Jenín 12. júní. Ísraelar hefna sprengjutilræðis sem kostaði 20 manns lífið Loftárásir gerðar á búðir í Sýrlandi Fyrstu árásir Ísraela á sýrlenskt landsvæði í 30 ár AP Sjálfboðaliðar safna líkamsleifum í veitingahúsi í Haifa þar sem 20 manns létu lífið í sprengjuárás.     !!! " #$$ #  ! %!!& '% ('%)  !  " # $ *%' +, -%% .- /,% %&"  '( *+, -.  / ) #     *   12 3 3 31 1 1    ,4 5 432  , %* 012$ ,  1 61 2    +,,7 2    1 2   * 2  6,  / +, , 189 ,  5 2,3   6 Jerúsalem. AP, AFP. SÚLUR, bogar, marmari og strangt yfir- bragð eru einkenni á stíl bygginga sem byggðar voru á valdatíma fasista á Ítalíu, sem vildu með húsasmíðinni endurvekja dýrðarljóma Rómaveldis hins forna, svo og reisa minnisvarða um stórhug hinna nýju valdhafa landsins. Um áratugaskeið voru þessar áberandi byggingar litnar hornauga, en nú er sú „pólitíska rétthugsun“ hvað varðar mat á byggingararfleifð fastistatímans liðin und- ir lok. Leiðtogar Evrópusambandsins (ESB) komu nú um helgina saman til að setja með viðhöfn nýja ríkjaráðstefnu um stjórn- arskrársáttmála sambandsins, en sam- komustaðurinn er í sérstöku ráðstefnu- byggingahverfi sem Benito Mussolini, leiðtogi ítölsku fasistastjórnarinnar, lét byggja fyrir rúmum 60 árum. ESB- leiðtogafundurinn beinir athyglinni á ný að þessum byggingum, sem með fáeinum síðari tíma breytingum hafa fengið á sig ferskara en jafnframt hlutlausara – ópóli- tískara – útlit. „Þar til fyrir skömmu gat maður ekki sagt upphátt að fasísk byggingarlist væri falleg; þá átti maður á hættu að vera sak- aður um að segja að fasisminn sem slíkur væri fallegur,“ segir Rossana Bossaglia, prófessor í sögu byggingarlistar, á eft- irlaunum, sem stýrði á síðasta ári sýningu í Róm á byggingararfleifð fasistatímans. „Nú getum við sagt að orrustan sé unnin,“ segir hún. MMussolini sat að valdataumum Ítalíu frá 1922 fram til þess er honum var steypt árið 1943. Hann stýrði landinu inn í ör- lagaríkt bandalag við Þýzkaland nazista og heimsstyrjöldina síðari. Forystumenn fasistastjórnarinnar álitu byggingarlist og borgarskipulag kjörinn vettvang til að skapa „nýja tíma“ sem borgararnir yrðu áþreifanlega varir við. Að frumkvæði stjórnvalda var því ráðizt í fjöldann allan af metnaðarfullum byggingaráætlunum á hinum tveggja áratuga valdatíma fasista og sér þeirra enn merki vítt og breitt um Ítalíu. Via della Conziliazione, breiðgata sem liggur að Péturstorginu í Róm, var hönnuð á miðjum fjórða áratugnum. Árið 1933 var fjögurra akreina breiðstræti rutt þvert í gegn um borgarhverfi þar sem torg og götur Forn-Rómverja lágu áður. Útborgin Latina var stofnuð árið 1932, þegar mýr- arnar suður af Róm voru ræstar. En eitt metnaðarfyllsta byggingaverk- efnið, sem ráðizt var í að frumkvæði fas- istastjórnarinnar, var EUR-ráðstefnu- og vörusýningahverfið suður af Róm, þar sem áðurnefndur leiðtogafundur ESB fer fram. Í hverfinu er nokkrar af glæstustu bygg- ingum fastistatímans að finna, svo sem Palazzo della Civilta Italiana (Þjóðmenn- ingarhús Ítalíu), ferkantað stórhýsi með stórum boga-„gluggum“ sem liggja í jöfn- um röðum eftir öllum hliðum hússins. Byggingin er stundum kölluð „ferkantaða Colosseum“. Önnur áberandi bygging á svæðinu er ráðstefnuhöllin Palazzo dei Congressi, en hún er með mikilfenglega súluframhlið og risastórt hvolfþak. Mussolini vildi að EUR-hverfið yrði sam- bærilegt að stórfengleik og hin risavöxnu byggingaráform nazista í Þýzkalandi, sem Albert Speer, húsameistari Adolfs Hitlers, hannaði. En síðari heimsstyrjöldin brauzt út og aldrei tókst að ljúka öllum bygging- aráformunum í EUR-hverfinu. Þeim hafði annars verið ætlað að hýsa eins konar heimssýningu – Allsherjarsýninguna í Róm (Esposizone universale di Roma, EUR), sem fara átti fram árið 1942 en aldrei varð af vegna stríðsins. Aðeins var lokið við nokkrar af þeim vel á annan tug bygginga sem húsameistari Mussolinis, Marcello Piacentini, hafði lagt drög að. Hverfið var síðan allt tekið í gegn fyrir Ólympíu- leikana í Róm árið 1960. Að mati sérfræðinga er það sem helzt er áhugavert við byggingarstíl fasistatímans sú blanda sem þar var reynd af klassískum stíl fornrómverska tímans og „fúnksjón- alískum“ nútímastíl. Byggingararf- leifð fasista fær uppreisn æru Rómaborg. Associated Press. AP Tiltekt á tröppum ráðstefnuhallarinnar Palazzo dei Congressi í EUR-hverfinu í Róm, sem reist var á valdatíma fasista. Þar hittust leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins á laugardaginn var til að hefja ríkjaráðstefnu um stjórnarskrársáttmála sambandsins. ’ Þar til fyrir skömmu gatmaður ekki sagt upphátt að fasísk byggingarlist væri falleg. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.