Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 13 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is GSM VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Handfrjáls búna›ur Miki› úrval Vertu me› bá›ar hendur á st‡ri w w w .d es ig n. is © 20 03 ROBIN Cook, fyrrverandi utanrík- isráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Tony Blair forsætisráðherra hefði vitað fyrir stríðið í Írak að her Sadd- ams Husseins gæti ekki beitt ger- eyðingarvopnum með 45 mínútna fyrirvara eins og haldið var fram í breskri skýrslu sem birt var fyrir rúmu ári. Cook skírskotaði til samræðna þeirra Blairs hálfum mánuði áður en stríðið hófst 20. mars og sagði að for- sætisráðherrann hefði þá viðurkennt að heiminum stafaði ekki eins mikil hætta af vopnum Íraka og haldið var fram opinberlega. Hann hefði fengið það á tilfinninguna að Blair væri staðráðinn í því að hefja stríð í Írak með Bandaríkjamönnum, jafnvel þótt vopnaeftirlit Sameinuðu þjóð- anna hefði borið nokkurn árangur á þessum tíma. Þessar fullyrðingar koma fram í bók sem byggjast á dagbók sem Cook hélt mánuðina áður en stríðið hófst. Útdrættir úr bókinni voru birtir í Sunday Times. Cook kvaðst hafa sagt Blair á fundi þeirra 5. mars að hann teldi að Íraksher ætti aðeins vígvallarefna- vopn sem hægt yrði að beita gegn breskum hermönnum ef þeir yrðu sendir til Íraks. Bretlandi stafaði ekki hætta af slíkum vopnum að öðru leyti. Þegar ráðherrann fyrrverandi var spurður hvort Blair hefði haft áhyggjur af því að her Saddams Husseins kynni að beita efnavopn- unum gegn breskum hermönnum sagði Cook að forsætisráðherrann hefði svarað: „Jú, en hann hefur lagt svo mikið á sig til að fela þau að það verður erfitt fyrir hann að setja þau saman nógu fljótt til notkunar.“ Cook sagði að Bretum hefði ekki getað stafað mikil hætta af vopnum sem breski forsætisráðherrann við- urkenndi að ekki væri hægt að beita gegn hermönnum, hvað þá breskum borgum. „Fáránleg hugmynd“ Breska blaðið Mail on Sunday hafði í gær eftir heimildarmanni í stjórninni að yfirmenn leyniþjónust- unnar hefðu skýrt breskum ráðherr- um frá því að Írakar hefðu losað sig við gereyðingarvopnin áður en stríð- ið hófst. Blair hefði virt þessar upp- lýsingar að vettugi. Talsmaður breska forsætisráðuneytisins sagði að fullyrðingar Cooks væru rangar. „Sú hugmynd að forsætisráðherrann hafi einhvern tíma sagt að Saddam Hussein ætti ekki gereyðingarvopn er fáránleg,“ sagði hann. Robin Cook um meint gereyðingarvopn hers Saddams fyrir stríðið í Írak Segir Blair hafa vitað að hættan hafi verið lítil London. AFP. Robin Cook Tony Blair KJELL Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, sagði í við- tali við Aftenposten í gær að hann léði máls á þeirri hugmynd að Norðmenn gengju í nýtt og sveigjanlegra Evrópusamband eftir að aðildar- ríkjunum fjölgar í 25. „Það sem fær mig til að vilja skoða ESB-mál- ið aftur núna er að þegar sam- bandið nær til 25 ríkja þá getur svo farið að samruninn verði ekki eins umfangsmikill og margir ótt- uðust,“ var haft eftir Bondevik. „Þess vegna bar ég fram þá spurningu hvort hægt yrði að fá aðild án þess að taka þátt í öllum samrunanum. Við sjáum það nú þegar að nokkur ríki eru utan Schengen, önnur fyrir utan mynt- bandalagið EMU, og ég tel að þetta skapi áhugaverða möguleika sem ég vil láta reyna meira á.“ Bondevik segir að áður en hann taki endanlega afstöðu í málinu vilji hann sjá hvernig Evrópusam- bandið þróast eftir að aðildarríkj- unum fjölgar og hvernig stjórn- arskrá þess verður. Stuðningsmenn þess að Noreg- ur gangi í Evrópusambandið fögn- uðu ummælum forsætisráð- herrans og sögðu hann hafa tekið nýtt skref í átt að aðild að ESB. „Það er gleðilegt að Bondevik skuli nú vera opnari fyrir því að ræða ESB,“ sagði Jens Stolten- berg, leiðtogi norska Verka- mannaflokksins. „Þegar aðildar- ríkjunum fjölgar úr 15 í 25 er ljóst að það hefur þýðingu fyrir Nor- eg.“ Noregur Ljær máls á aðild að sveigjan- legra ESB Kjell Magne Bondevik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.