Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ORFUR í efnahagsmálum þjóðarinnar eru bjartar um þessar mundir. Bæði opin- berir aðilar og greiningar- deildir fjármálastofnana gera ráð fyrir stórauknum hagvexti á komandi árum og bendir því allt til þess að viðfangsefni hagstjórnar á næstunni muni felast í því að tryggja að vöxtur og þensla fari ekki úr böndum í stað þess að takast á við kyrrstöðu eða samdrátt í efna- hagslífinu eins og dæmi má sjá um í ýms- um öðrum þróuðum hagkerfum. Þótt hag- stjórn við þessar aðstæður verði vissulega vandasöm má ekki gleyma því að þar er í sjálfu sér ekki um vandamál að ræða held- ur jákvætt verkefni, sem felur í sér tæki- færi til að bæta lífskjör þjóðarinnar og efla undirstöður atvinnulífsins. Afgerandi þáttur ríkisvaldsins Engum dylst, að stefnan í ríkisfjármál- um mun hafa afgerandi áhrif á það hvern- ig til tekst við hagstjórnina. Aukin umsvif í atvinnulífinu og uppbygging í orkumálum kalla á aukið aðhald af hálfu ríkisins, bæði hvað varðar framkvæmdir og rekstur. Markmiðið af hálfu stjórnvalda hlýtur að vera að stuðla fremur að jöfnum og örugg- um vexti í stað þess að magna upp sveiflur. Hitt er svo annað mál, að ekki á einvörð- ungu að líta á aðhald í ríkisrekstrinum sem sveiflujöfnunaraðgerð til skamms tíma. Þvert á móti er mikilvægt að draga úr um- svifum ríkisins til lengri tíma í því skyni að gefa einstaklingum og fyrirtækjum aukið svigrúm til að láta til sín taka í efnahagslíf- inu. Fyrirferðarmikið ríkisvald og mikil op- inber umsvif eru til lengri tíma litið hemill á framfarir og vöxt í hagkerfinu. Þannig þjóna skattalækkanir fyrst og fremst þeim tilgangi til lengri tíma litið að minnka hlut ríkisins og skilja aukna fjármuni eftir í höndum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu, þótt tímasetningu einstakra að- gerða í skattamálum verði auðvitað að skoða í ljósi aðstæðna í efnahagsmálum hverju sinni. Jákvæð stefna í fjárlagafrumvarpi Nú á fyrstu starfsdögum Alþingis hefur ríkisstjórnin kynnt stefnumörkun sína, bæði í stefnuræðu forsætisráðherra og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004. Þar er nánar gerð grein fyrir því hvernig stjórnin hyggst ná markmiðum sínum, sem fram komu í stjórnarsáttmálanum frá því í vor, og um leið endurspeglast þar þær áherslur, sem stjórnarflokkarnir kynntu fyrir kosningar. Þetta kemur ekki síst fram í þeirri langtímastefnumörkun í rík- isfjármá lagafrum meginlín málanna ilvægt n stefna l auðvelda samheng efnahag gera áæ þróun í geta þes senn he stjórnvö enda þ standast Mikilvæg stefn mörkun í ríkis Eftir Birgi Ármannsson ’ Ægang skatt langt ráð fy að sk þess og ná gerði Þ RÓUNARAÐSTOÐ ber ár- angur. Og árangurinn er merkjanlegur. Frá 1990– 1999 minnkaði sár fátækt, þar sem fólk hefur minna en einn bandaríkjadal á dag til lífsvið- urværis, úr 29% í 23%. Á þrjátíu ára tímabili hefur dánartíðni barna undir fimm ára aldri fallið úr 96 í 56 á hverja þúsund íbúa. En þróunaraðstoðin er ekki næg. Helsti óvinur samtímans er ennþá fá- tækt. Um 1,2 milljarðar hafa enn ein- ungis sem nemur einum bandaríkjadal á dag til að draga fram lífið og um 800 milljónir líða næringarskort. Víða nær tíunda hvert barn enn ekki fimm ára aldri. Í fjórum ríkjum sunnanverðrar Afríku er rúmur þriðjungur íbúa smit- aður af eyðniveirunni sem eykur enn á örbirgð og hamlar framþróun í gjör- vallri álfunni. Tæpast þarf að fjölyrða um mik- ilvægi þróunaraðstoðar og áframhald- andi aukna áherslu Íslands á því sviði. Okkur ber, sem velferðarríki, siðferð- isleg skylda til að styðja við bakið á fá- tækum ríkjum. Á síðustu árum, eða í tíð Halldórs Ásgrímssonar sem utanrík- isráðherra, hafa framlög til þróun- araðstoðar aukist jöfnum skrefum og telja nú um 1,3 milljarða, eða 0,16% af landsframleiðslu. Er þar um að ræða tvöföldun í framlögum á síðastliðnum fimm árum og hefur orðið gjörbreyting á starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á þessu tímabili. Opnað var sendiráð í Mósambík árið 2001 til að styrkja tengsl Íslands við Afríku og styðja við vaxandi starfsemi Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands í fjórum ríkjum sunnan- og austanverðrar Afr- íku. Síðar í þessum mánuði mun ráð- herrann sækja fund norrænna utanrík- isráðherra og utanríkisráðherra ríkja í sunnanverðri Afríku í borginni Pemba í Mósambík, auk þess sem hann mun kynna sér starfsemi Þróunarsam- vinnustofnunar í Mósambík og Úganda, en vinna stendur nú yfir við gerð nýrr- ar langtímaáætlunar um starfsemi ÞSSÍ, þar sem m.a. verður tekið mið af tillögum sem fram koma í nýrri skýrslu Setu í stjór það starf að dæmislandan mun utanríki fangsmikla h Ísland ber áb skriflegum fy er bankinn fj irmælunum e landanna átt skoðanaskipt irmæli send við umræðu í ágreiningur s dæmisins þar inn. Þetta er st ríkisráðuneyt sviði þróunar svið fjölþjóðl verið sett á f ráðuneytisins krefst aukinn þróunarlanda ráðs, jafnt vi ington, við sa menn íslensk Þróunarsamv irséð er að fi sinni verkefn hafa sumir h af þróunarmá þjóðabankan búnaðarstofn Undirbúnin aður enda br frekar verði þekkingu sem lensk formen urlanda og E þjóðabankan aukinni þáttt ábyrgð okkar í heimum. Með forme nýtt skeið í í og hefur enn smærri ríki á að sér kveða þjóðavettvan Jónasar H. Haralz og Hermanns Ing- ólfssonar um Ísland og þróunarlöndin. Um síðustu mánaðamót áttu sér stað ákveðin vatnaskil í íslenskri þróun- arsamvinnu, þegar Ísland tók við mik- ilvægri ábyrgðarstöðu innan stærstu þróunarstofnunar heims, Alþjóðabank- ans. Markmið Alþjóðabankans er skýrt: að útrýma fátækt í heiminum. Svoköll- uð þúsaldarmarkmið um þróun og minnkun fátæktar eru aðalviðmið bank- ans og starfar hann ötullega við hlið annarra alþjóðastofnana að framkvæmd þeirra. Vegna stærðar sinnar er Al- þjóðabankinn mjög áhrifamikill og áberandi í allri umræðu og stefnumótun á sviði þróunarmála. Aðildarríki bank- ans eru 184 talsins og hjá honum starfa rúmlega tíu þúsund starfsmenn frá um 160 ríkjum. Höfuðstöðvarnar eru í Washington, en auk þess eru rekin meira en hundrað útibú víðsvegar um heiminn. Árlega úthlutar Alþjóðabank- inn meira en 19,6 milljörðum banda- ríkjadala, eða um 1500 milljörðum ís- lenskra króna, til þróunarlanda og ríkja í Austur-Evrópu, bæði í formi hag- stæðra lána og styrkja, og stuðlar þannig að efnahagslegum og fé- lagslegum framförum í fátækari ríkjum heims. Stjórn Alþjóðabankans skipa 24 aðal- fulltrúar, sem sitja annaðhvort fyrir hönd eins ríkis eða hópa ríkja sem mynda saman kjördæmi. Aðalfulltrúar hafa eftirlit með starfsemi bankans, móta stefnu hans og taka fyrir lán- og styrkveitingar til þróunarríkja. Nú hef- ur Ísland tekið við stöðu aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlanda og Eystra- saltsríkja og mun Þorsteinn Ingólfsson, sendiherra og fyrrverandi fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, sinna þessu mikilvæga starfi. Að- alfulltrúinn hefur sér til aðstoðar sjö sérfræðinga frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum á skrifstofu kjör- dæmisins í Washington. Baráttan gegn fátækt í heiminum Eftir Björn Inga Hrafnsson Höfundur er vinnustofnu anríkisráðh ’ Þetta er stærsta verk-efni sem utanríkisráðu- neytið hefur tekið að sér á sviði þróunarmála… ‘ LAMBAKJÖT OG RAUNSÆI MORÐALDAN Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM Umheiminum er fyrir löngufarið að ofbjóða morðaldan,sem stendur yfir í Mið- Austurlöndum, og gildir einu hver hlut á að máli. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að milli ákveðinna hópa í Ísrael og Palestínu er til stað- ar eins konar óheilagt bandalag. Þetta er bandalag öfgasinna í hópi Ísraelsmanna og öfgasinna í hópi Palestínumanna. Markmið þessa bandalags er að koma í veg fyrir að hægt verði að semja um frið á milli þessara tveggja þjóða. Hvers vegna vilja þessir öfgamenn í hvorum tveggja herbúðum koma í veg fyrir frið? Vegna þess, að stór hópur manna beggja vegna víglínunnar hefur beina og óbeina hagsmuni af því að ófriður ríki. Fyrir nokkru flutti Yossi Beilin, fyrrverandi dómsmálaráðherra Ísr- aels og einn af upphafsmönnum hins svonefnda Oslóarsamkomulags fyr- ir einum áratug, athyglisvert erindi á fundi alþjóðlegra ritstjórasam- taka IPI, í Salzburg í Austurríki. Hann lýsti þeirri skoðun, að höfund- ar Oslóarsamkomulagsins í báðum hópum hefðu gert þau grundvallar- mistök að átta sig ekki á styrk þeirra afla í Ísrael og Palestínu, sem beinlínis vildu koma í veg fyrir frið, sumir vegna öfgakenndra skoðana, aðrir vegna þess, að þeir hefðu ára- tugum saman haft lífsviðurværi sitt með beinum eða óbeinum hætti af því stríðsástandi, sem ríkir á milli Ísraelsmanna og Palestínuaraba. Þetta eru hóparnir, sem sjá til þess að hryðjuverk verði framin beggja vegna víglínunnar ef einhver hætta er á því að friðarferlið sé að komast á skrið. Þeir eyðilögðu Oslóarsamkomulagið og þeir eru komnir vel á veg með að eyðileggja þann Vegvísi, sem Bandaríkjamenn höfðu ákveðna forystu um að leggja grundvöll að. Það er fleira en innanríkispólitík- in í Ísrael og Palestínu, sem kemur í veg fyrir frið í Mið-Austurlöndum. Hið sama á við um þau stjórnmála- átök, sem fram fara í Bandaríkjun- um. Bæði demókratar og repúblik- anar leitast við að hagnýta sér ákveðna atburðarás í Mið-Austur- löndum sjálfum sér til framdráttar. Það er ekki bara Bush, núverandi Bandaríkjaforseti, sem gerir það. Hið sama átti við um Clinton, fyrr- verandi forseta, sem að mati Yossi Beilin magnaði Oslóarsamkomulag- ið upp langt umfram það, sem efni þess gaf tilefni til, í því skyni að ná ákveðnum markmiðum í bandarískri innanríkispólitík. Talsmenn allra aðila lýsa jafnan yfir harmi sínum, þegar ný voðaverk eru framin eins og gerðist sl. laug- ardag. Það er erfitt að taka lengur nokkurt mark á þessum orðum. Það er augljóst, að hvorki Sharon né Arafat láta sig nokkru skipta þau morð, sem framin eru reglulega í Mið-Austurlöndum. Og Bush Bandaríkjaforseti hugsar fyrst og fremst um það að ná endurkjöri sem forseti og mun haga aðgerðum sín- um eða aðgerðarleysi í málefnum Mið-Austurlanda í samræmi við þá hagsmuni. Á meðan hugur fylgir ekki máli hjá þeim, sem geta mestu ráðið um framtíð Ísraelsmanna og Palest- ínuaraba, er barnaskapur hjá öðrum að halda að þeir geti haft nokkur áhrif í þá átt að draga úr morðöld- unni í Mið-Austurlöndum. Í Morgunblaðinu í gær var skýrtfrá því, að stefnt væri að því að flytja út til Ítalíu á næstu mán- uðum og misserum um 900 tonn af lambakjöti. Fram kemur að út- flutningur á lambakjöti á þennan markað hófst fyrir tveimur árum og að í fyrra hafi farið þangað 130 tonn. Nú sé ætlunin að stórauka útflutninginn en tekið fram, að þær áætlanir geti raskast. Í sömu frétt segir að á síðasta ári hafi 65 tonn af lambakjöti verið flutt til Bandaríkjanna og vonir standi til að takast megi að tvöfalda söluna þangað á þessu ári. Svo lengi, sem menn muna, hafa staðið yfir tilraunir til að finna markað fyrir íslenzkt lambakjöt í öðrum löndum. Hefur verulegum fjármunum verið varið til þess að markaðssetja kjötið á erlendum mörkuðum. Veruleikinn er hins vegar sá, að þrátt fyrir tilraunir í marga ára- tugi hefur ekki tekizt að finna markað fyrir íslenzkt lambakjöt, þar sem viðunandi verð fæst fyrir kjötið og þar sem það hefur náð varanlegri fótfestu. Er ekki tími til kominn að horf- ast í augu við þennan veruleika? Er ekki tími til kominn að bændur og forystumenn þeirra geri sér grein fyrir því, að það hefur mjög takmarkaður árangur náðst á nokkrum áratugum, og líkurnar á því, að árangur náist á næstu ár- um, eru mjög litlar. Þeir sem fylgzt hafa með fréttum af þessum vettvangi í nærfellt hálfa öld vita mætavel, að alltaf koma við og við fréttir um að nú ríki bjartsýni um að fundist hafi nýr markaður. Nú er sá markaður á Ítalíu. Það kæmi ánægjulega á óvart ef einhver raunverulegur grundvöllur reynd- ist fyrir þeim vonum, sem menn binda nú við Ítalíumarkað. Við Íslendingar kunnum vel að meta íslenzkt lambakjöt. Það er orðið tímabært að takmarka fram- leiðslu þess við þarfir innanlands- markaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.