Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, SIGURJÓN HERBERT SIGURJÓNSSON bakari frá Ísafirði, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði þriðjudaginn 30. september. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 7. október kl. 13.30. Inga Herbertsdóttir Wessman, Ib Wessman, Einar Ingþór Einarsson, Sólveig Gísladóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR R. SIGURÐSSON, Keldulandi 19, Reykjavík, andaðist á Landspítala Hringbraut föstudaginn 3. október. Óskar Sigurðsson, Edda Ragnarsdóttir, Þórunn Laufey Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Ragnar Örn Pétursson, Birgir Sigurðsson, Svava Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi HALLBJÖRN EÐVARÐ ODDSSON, Dvalarheimilinu Grund, áður til heimilis á Lynghaga 6, lést laugardaginn 4. október. Fjóla Eiríksdóttir, Helga Hallbjörnsdóttir, Dóra Hallbjörnsdóttir, Sigríður Hallbjörnsdóttir, Erla Hallbjörnsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Lilja Hallbjörnsdóttir, Atli Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Brynjar Guð-björn Ívarsson fæddist á Hellissandi 8. júlí 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. september. Foreldr- ar hans voru Sigrún Hólmfríður Guð- björnsdóttir hús- freyja, f. 4. febrúar 1900 d. 3. mars 1999, og Ívar Möwel Þórð- arson sjómaður og útvegsbóndi, f. 4. jan- úar 1904, d. 5. maí 1983. Systkini Brynj- ars eru, Björg, f. 25.8. 1928, Helga, f. 7.2. 1930, Örlygur, f. 2.4. 1931, Leifur, f. 23.1. 1934, og Svala, f. 10.11. 1936. Brynjar kvæntist 17. september 1961 Halldóru Guðrúnu Karvels- dóttur, f. 5.9. 1939 en foreldrar hennar voru Halldóra Veturliða- dóttir og Karvel Lindberg Ol- geirsson vélstjóri. Börn Brynjars og Halldóru eru fimm: 1) Örn Ægir verkamaður, f. 4.8. 1959. 2) G. Ómar, f. 4.8. 1959. 3)Halldóra Berglind, f. 8.6. 1961, gift Andrési Einari Einarsyni sjó- manni, þau eiga fjögur börn, þau eru Sandra Ösp, Kristín Lind, Brynjar Már og Ein- ar Logi. 4) Sigurður Ívar skipatækni- fræðingur, f. 1.8.1962, kjörsonur Leifs bróður Brynj- ars, hann er kvæntur Maríu K. Ásmunds- dóttur, þau eiga þrjú börn, þau eru Ása Laufey, Ívar Karl og Svanlaug Nína. 5) Hlöðver Már skipa- sali, f. 25.8. 1965, kvæntur Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdótt- ur verslunarkonu, þau eiga tvö börn, Þóru Björk og Halldór Inga og Hlöðver á son, Ragnar Andra, frá fyrri sambúð. Barnabarnabörnin eru tvö. Eftir barnaskólapróf fór Brynj- ar til sjós og útskrifaðist síðar úr stýrimannaskólanum á Ísafirði ár- ið 1958. Hann var stýrimaður og skipstjóri að mestu fram til 1970 og vann ýmis störf eftir það, kenndi þ. á m. sjó og siglingafræði og árið 1980 stofnaði hann Skipa- söluna Báta og búnað og starfaði þar fram á síðasta dag. Útför Brynjars fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, okkur langar að skrifa nokkrar línur um góðar minningar um þig. Þegar við vorum strákar fór pabbi oft með okkur í bíltúr, oft var farið á bílasölur og draumabíllinn skoðaður. Við uxum úr grasi og hófum störf í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Eftir sem áður tók pabbi okkur með í bíltúra, þangað til hann hvatti okkur til að taka bílpróf sjálfir. Áður en við fórum í ökutíma hjá ökukennara fór hann oft með okkur niður á Granda og leyfði okkur að keyra hring eftir hring til að æfa okkur. Pabba og mömmu þótti gaman að ferðast um landið og það er okkur svo minnistætt er við stoppuðum í Botn- skálanum til að taka bensín og að sjálfsögðu var farið inn og pabbi keypti pylsu og kók fyrir okkur. Á leið okkar um landið sagði hann okkur sögur um gamla atburði sem gerst höfðu á hverjum stað fyrir sig, það voru skemmtilegar sögur. Pabbi og mamma ferðust líka mikið erlendis og fengum við stundum að koma með. Þar er ferð til Rimini á Ítalíu okkur mjög minnistæð og áttum við þar yndislegar stundir saman að ógleymdum stundum í Danmörku þar sem við bræðurnir dvöldum á spítala. Pabbi var alltaf til staðar þegar við þurftum á honum að halda og hjálpaði okkur í einu og öllu. Elsku pabbi, við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar með þér. Guð geymi þig. Þínir synir Ómar og Örn. Pabbi minn er dáinn, það er sárasta stund sem ég hef lifað að sjá líf hans fjara út, þetta gerðist svo hratt, hann kenndi sér meins, fór inn á spítala, þá uppgötvast að hann er með krabba- mein og svo er hann dáinn, allt gerist þetta á tveimur vikum. Hann sagði mér frá krabbameininu sex dögum áður en hann dó, rólega en blátt áfram eins og honum var líkt og hughreysti mig með hlýju faðmlagi og þeim orðum að þetta væri enginn dauðadómur, hann kæmi heim í næstu viku og þá myndum við tala betur um þetta „öll fjölskyldan“ en daginn sem hann átti að koma heim af spítalanum dró verulega af honum og hann lést fyrir hádegi næsta dag. Það er sem ég heyri pabba segja núna „líttu á björtu hliðarnar“ svo kæmi upptalningin, eða hann kæmi með setninguna úr æðruleysisbæn- inni „sættu þig við það sem þú færð ekki breytt …“ og fleira í þeim dúr. Hann hvatti okkur systkinin til að reyna að láta drauma okkar rætast og eins gerði hann við okkar börn og virti alltaf þær ákvarðanir sem ég tók og studdi mig ef ég þurfti á því að halda. Pabbi var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa ef það var í hans valdi, ég kom kannski til hans með vandamál sem mér fannst vera í einni flækju en eftir smáspjall við hann var hann búin að greiða úr henni og svo hlógum við jafnvel að öllu saman, ef ég svo mikið sem nefndi það eða þakkaði honum þá var alltaf svarið að hann væri ekki að gera eitt eða neitt, bara að hlusta og benda á leiðir sem ég kom ekki auga á, ég hef oft brosað með sjálfri mér þegar ég hugsa til þess hvað hann þurfti að hlusta á, en alltaf endaði hann á að segja að endilega ef það væri eitthvað, að tala við sig, það væri bara til góðs. Þær voru margar útilegurnar sem farið var í, mamma, pabbi og við systkinin fjögur í aftursætinu og allt yfirfullt af dóti, það var þröngt og pabbi reyndi að hafa ofan af fyrir okk- ur með gátum og fleiru í þeim dúr, það var nú meira fjörið. Þegar ég og fjölskylda mín bjugg- um fyrir norðan kom hann ásamt mömmu á hverju sumri og var alltaf tilhlökkun og spenningur dagana á undan, undanfarin ár eða síðan við fluttum aftur í bæinn hafa þau verið hjá okkur á aðfangadagskvöld, núna síðustu daga vorum við að tala um að hann, mamma og fleiri í fjölskyldunni kæmu til Spánar yfir jólin ef við vær- um flutt fyrir jól eða eins og Desi sagði við hann að það væri engin af- sökun að skrópa í kalkúninn þó að við værum með hann á Spáni og hann var alveg sammála því, helst vildi hann að allir gætu komið og verið saman þar um jólin, ég veit að við hugsum öll til hans þegar við setjumst við jólaborð- ið. Pabbi talaði um dauðann og velti oft fyrir sér hvað tæki við eftir þetta líf, ég vona og treysti því að vel hafi verið tekið á móti honum í nýjum heimkynnum! Guð varðveiti þig, elsku pabbi minn, þín dóttir Halldóra Berglind. Elsku pabbi, þegar ég var lítill strákur að reyna að skrifa þér bréf þegar þú varst búinn að vera lengi að heiman á sjó þá man ég að bréfin til þín hófust svona, „Elsku pabbi, ég skrifa þér nokkrar línur“. Nú er aftur komið að því að ég skrifa þér nokkrar línur, en nú af söknuði en ekki til- hlökkun að fá þig heim aftur eins og á þeim tíma. Það er svo margt sem kemur í hug minn á þessum tímamótum, td. skíða- ferðirnar í Bláfjöllin, samverustund- irnar með þér og mömmu í bústað- inum, tjaldútilegurnar sem við áttum saman frá því ég var pínulítill og fram til nýliðins sumars, og nú síðustu árin, „ískvöldin“ sem við áttum öll fjöl- skyldan þar sem við komum saman og dönsuðum línudansa og fengum okk- ur svo ís og kaffi eftir dansinn. Allt er mér svo dýrmætt núna, en var svo eðlilegt þá. Mér fannst uppeldismottóið svo einfalt frá þér „komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig“. Þetta er svo ein- falt og þessi orð þín hafa fylgt mér gegnum mín æviár. Þú varst einstak- ur pabbi, þú varst aldrei að flækja þetta með sögum eða öðru heldur komu svona fleygar tilvitnanir sem snertu mig djúpt og urðu mér minni- stæðar frá bernsku og ég hef gert að mínu lífsmottói. Þú hvattir mig í námi og starfi og síðustu árin þín störfuðum við saman og það voru mér dýrmætir tímar. Þar kom svo vel fram frá þér lífsgildið, það er heiðarleiki, sanngirni, trygg- lyndi og góðmennska. Þú varst oft að gantast með það að þegar menn létust, þá fyrst yrðu þeir að góðmennum, en það er ekki hægt að minnast þín á annan hátt. Þú sagð- ir stundum við mig hvað þú hlakkaðir til að vita hvað tæki við eftir þetta jarðneska líf hér, hvað væri hinumeg- in og að þú hlakkaðir til að fá að vita það og sjá. Elsku pabbi, ég veit að þú ert á góðum stað núna. Minning þín er ljós í lífi mínu. Elsku mamma, guð styrki þig í sorg þinni. Þinn sonur, Hlöðver Már. Elsku afi. Það er núna sem við gerum okkur grein fyrir því hversu ofboðslega dýr- mætar minningar eru. Því nú þegar þú ert farinn þá eru það minningarn- ar um þig sem eru það eina sem við eigum eftir og þær verða alltaf til staðar hjá okkur. Þessar minningar eru ófáar. Allt frá því að hafa setið í fanginu á þér í brúna afastólnum sem lítil börn og til dagsins í dag. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar og fengum við ávallt hlýjar móttökur. Sjaldan skemmtum við systur okkur eins vel og í ferðalögunum með þér og ömmu, þar var allt látið eftir okkur og við vorum eins og prinsessur. Ferðin til Mallorca er ógleymanleg. Þar kenndir þú Kristínu að stinga sér út í laugina og fórst á kostum í kappsundi við Söndru þar sem þú týndir næstum stuttbuxunum. Og ekki má gleyma ferðinni niður að snekkjuhöfninni þar sem þú ætlaðir að finna handa okkur ríka og myndarlega prinsa. Og ískvöldin okkar... þá hittumst við fjölskyldan og þú og amma kennd- uð okkar nýjan og nýjan línudans sem síðan voru sýndir á ættarmóti þar sem við skemmtum okkur öll konung- lega. Það sem stendur mest upp úr hjá okkur systkinunum þegar við lítum til baka, er endalaus trú þín á okkur. Það var sama hvaða bakteríu við fengum í hausinn, þú varst alltaf þar til að hlusta á okkur, styðja og styrkja. Við munum alltaf minnast jákvæðni þinn- ar og hvetjandi orða í okkar garð. Og þar sem þú bæði styrktir og studdir mig, Kristínu, svo mikið í leiklistinni þá var það mér mjög mikils virði að þú skyldir koma og sjá síðustu sýn- ingu mína núna í haust og hrós þitt var sterkara en öll önnur til samans. Og þegar ég, Sandra, gekk í gegnum erfiða tíma, þá var alveg sama hversu svart mér fannst það vera, eftir spjall um heima og geyma við þig fylltist ég bjartsýni á ný og fór með bros á vör, tilbúin að takast á við verkefni hvers dags. Og þó að ég, Brynjar, hafi ekki haft jafn mikinn áhuga á skólanum og systur mínar þá bentir þú mér á að mér lægi ekki lífið á, það væri nógur tími til að læra þegar áhuginn vakn- aði, ég væri í skóla lífsins núna. Þarna sérðu, það var sama hvað það var, þú studdir okkur. Fyrir það og allar þær dýrmætu stundir sem við áttum sam- an viljum við þakka þér. Takk elsku afi okkar. Hvar sem þú ert núna þá vitum við að þú munt alltaf vaka yfir okkur og við geymum minningu þína í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku amma, mamma, Ómar og Örn, Hlöðver og Siggi, megi guð gefa ykkur styrk til að takast á við missinn og sorgina sem því fylgir að missa maka og föður. Bless elsku afi okkar og megi Guð vera með þér og varðveita að eilífu, Sandra Ösp, Kristín Lind og Brynjar Már. Og innan skamms við yfirgefum leikinn. Ný æska gengur sigurdjörf og hreykin, af sömu blekking blind, í okkar spor. Og brátt er gleymt við áttum líka vor. Og þannig skal um eilífð áfram haldið, unz einhverntíma fellur hinzta tjaldið. (Tómas Guðmundsson.) Hinsta tjaldið er fallið yfir ævi bróður míns. Margs er að minnast eftir rúma sextíu ára samfylgd. Við vorum sex systkinin sem lifðum fram á fullorð- insár, einn drengur dó í frumbernsku. Brynjar var miðbarnið í þeim hópi, dauði hans kom eins og reiðarslag yfir alla, ekkert sá á honum og hann kvartaði aldrei, þó var hann orðin hel- sjúkur. Dauðinn hrifsaði hann til sín á einni viku. Ég lít til baka yfir farinn veg. Við ólumst upp við mjög sérstak- ar aðstæður og oft á tíðum erfiðar. Fjölskyldan flutti úr Reykjavík ári BRYNJAR GUÐBJÖRN ÍVARSSON Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, GUÐRÚN HALLDÓRA RICHARDSDÓTTIR, Lækjarkinn 26, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu í dag, mánudaginn 6. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð landspítalans. Jóhannes C. Klein, Áslaug Skúladóttir, Jónas Gunnar Allansson, Trausti Skúlason, Brynja Steinarsdóttir, Emilía Ósk Bjarnadóttir, Richard Jónsson, Erla Þórðardóttir, Þórdís Richardsdóttir, P.O. Sylwan, Ingibjörg Richardsdóttir, Kristinn Karl Dulaney og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.