Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 25 ✝ GuðmundurSverrisson fæddist í Hvammi í Norðurárdal 30. september 1917. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 27. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Sverrir Gíslason, f. 4. ágúst 1885, d. 24. mars 1967, og Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 24. júlí 1890, d. 18. mars 1971. Systkini Guðmundar eru: Andrés, f. 27. desember 1918, Vigdís, f. 27. mars 1920, Ólafur, f. 13. maí 1923 og tvíburarnir Ás- geir og Einar, f. 9. júní 1928. Guðmundur kvæntist 9. janúar 1943 Sigríði Stefánsdóttur, f. 27. október 1922, d. 24. júlí 2001. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Ólafsson skósmiður, f. 8. júlí 1895, d. 10. september 1986 og Sigurbjörg Magnúsdóttir hús- móðir, f. 6. desember 1896, d. 20. apríl 1978. Börn Guðmundar og Sigríðar eru: 1) Sigurlaug kenn- ari, f. 12. september 1943, maki Indriði Valdimarsson skrifstofu- stjóri, f. 22. desember 1948. Börn Díana Linda Sigurðardóttir skrifstofumaður, f. 25. septem- ber 1971, börn þeirra; Árni Freyr, f. 30. ágúst 1988, Guð- mundur, f. 4. apríl 1994. Sigrún Herdís förðunarfræðingur, f. 11. september 1974, maki Magnús Sigurðsson veggfóður- og dúk- lagningamaður, f. 30. júlí 1974, börn þeirra; Ágústa Kristín, f. 23. maí 1995, Sigurbjörg Herdís, f. 25. október 1999, Kristófer Ró- bert, f. 5. mars 2003. 3) Sverrir bóndi, f. 23. febrúar 1950, eig- inkona Sigþrúður Margrét Þórð- ardóttir bóndi, f. 24. mars 1952. Börn þeirra: Hrafnhildur há- skólanemi, f. 20. nóvember 1976, Þórður Smári, húsasmiður og há- skólanemi, f. 4. júní 1979, Sverrir Már fjölbrautaskólanemi, f. 6. júlí 1985. 4) Guðmundur Stefán, starfsmaður Fjöliðjunnar í Borg- arnesi, f. 14. júlí 1957. Guðmundur útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyrar- skóla 1939, var starfsmaður við Mjólkursamlag Borgfirðinga í Borgarnesi 1942-1944, bóndi í Hvammi í Norðurárdal 1944 til 1976. Flutti þá til Borgarness og starfaði þar sem stöðvarstjóri Bifreiðastöðvar KB um árabil. Var í stjórn Búnaðarsambands Borgarfjarðar og gegndi fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað. Útför Guðmundar fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þeirra: Sigríður kennari, f. 14. mars 1972, maki Hjörtur Hróðmarsson raf- eindavirki, f. 20. nóv- ember 1970, dætur þeirra; Ingveldur María, f. 31. janúar 1994, Sigurlaug Rún, f. 20. mars 1997, og Mirra Björt, f. 18. mars 2003. Ingibjörg hjúkrunarfræðingur, f. 25. október 1977, maki Ragnar Fjalar Þrastarson sölu- fulltrúi, f. 19. júní 1977. Þau eiga óskírða dóttur, f. 25. september 2003. Valdimar nemi, f. 30. mars 1983, unnusta, Marý Njálsdóttir hárgreiðsl- unemi, f. 11. janúar 1984. 2) Sig- ríður Herdís skrifstofumaður, f. 30. mars 1946, maki Sigurður Þórðarson, þau skildu. Börn þeirra: Guðmundur matreiðslu- meistari, f. 11. júní 1965, sam- býliskona Unnur Runólfsdóttir skrifstofumaður, f. 12. ágúst 1967, börn þeirra; Runólfur Grétar, f. 20. janúar 1994, Sigríð- ur Herdís, f. 27. október 1996. Sverrir Þórður verslunarmaður, f. 24. september 1967, eiginkona Elsku pabbi minn, það var svo gaman þegar ég var með ykkur mömmu að ferðast um landið. Þegar þið voruð svo hress. Ég man eftir því þegar við fórum hringveginn. Ég var svo glaður og það var svo gaman að vera með ykkur. Við fórum norður til Akureyrar og norður í Fnjóskadal til Öldu og Stebba og gistum þar. Það voru oft skemmtilegar stundir með ykkur pabbi minn. Ég man eftir því þegar við vorum að fara til Reykja- víkur og suður á Kálfatjörn til Díu og ég gisti þar með ykkur. Ég gerði svo margt skemmtilegt með ykkur mömmu. Ég lærði svo mikið í landa- fræði með því að ferðast með ykkur, pabbi minn og ég er þakklátur fyrir það tækifæri að geta verið svona mik- ið með ykkur. Það var mér mikils virði að geta gert þetta. Í Hvammi man ég sérstaklega eftir því þegar þú ætlaðir að láta mig keyra traktor og slóðadraga túnið með Zetornum og ég var svo þrár við þig og neitaði að fara upp í traktor- inn. En þegar ég komst upp á lagið með það þá gat ég ekki stoppað. Það var gaman að vera með þér í Hvammi. Sérstaklega í heyskapnum á sumrin þegar við vorum að þurrka heyið og borðuðum nesti niður á engj- um í góðu veðri. Stundum festir þú bílinn þinn í ánni þegar við vorum að keyra heim heyið af Hólsey eða Des- ey. Þá var gamli trukkurinn sóttur til að draga þig upp úr! Mér fannst sér- staklega gaman að vera með þér úti við því þú varst alltaf svo hress. Og þú varst alltaf svo mikið með hugann upp í Norðurárdal. Þá er það svo mikils virði fyrir mig pabbi minn að hafa getað heimsótt þig svona mikið í sumar og hjálpað þér í veikindunum og verið með þér. Þú varst stundum svo slappur og las- inn og ég gerði allt sem ég gat til að létta þér lífið og stytta þér stundir. Ég fékk það tækifæri að fara einn og óstuddur á bílnum mínum að heim- sækja þig og að spjalla við þig um daginn og veginn. Pabbi minn, þú hjálpaðir mér svo mikið þegar ég var veikur þegar ég var lítill og nú er mér mikils virði að hafa getað hjálpað þér í staðinn. Það gleður mig að hafa get- að gert þetta fyrir þig og styrkir mig svo mikið að hafa getað hjálpað þér. Ég fór stundum með þig út í göngu- túr í hjólastólnum að fá frískt loft þegar það var gott veður í sumar. Og það var svo gaman að vera með þér þegar við systkinin fórum með þig upp að Hvammi að skoða leiðið henn- ar mömmu og hleðsluna við kirkju- garðinn og heimsækja Sverri og Siggu. Það var mjög ánægjulegt að geta hjálpað þér þegar þú komst á dval- arheimilið. Þegar ég var að hengja upp myndirnar fyrir þig og fara út í búð að kaupa trönuberjasafa sem þú varst að drekka og þér þótti svo góð- ur. Þetta verður svo góð minning fyrir mig. Ég gerði allt sem ég gat til að hjálpa þér pabbi minn. Guð blessi þig og veri með þér og mömmu. Ég þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Þinn sonur, Guðmundur Stefán. Það var falleg haustnótt 27. sept- ember sl. þegar þú kvaddir þessa jarðvist eftir hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Margs er að minnast, t.d. öll ynd- islegu árin á æskuheimilinu Hvammi í Norðurárdal þar sem þið foreldrar okkar bjugguð með svo mikilli reisn og myndarskap. Á þeim stað leið þér vel, enda fæddur þar og uppalinn. Það varð mikil sorg og missir þeg- ar móðir okkar lést, 24. júlí 2001. Fljótlega eftir það fór heilsu þinni að hraka og þú þurftir að dvelja lang- dvölum á Sjúkrahúsi Akraness. Þar varst þú undir handleiðslu góðra lækna og frábærs hjúkrunarfólks sem gerði allt sem í þess valdi stóð til að þér liði sem allra best. Fyrir þessa frábæru umönnun viljum við þakka alveg sérstaklega. Sumarið var þér mjög þungt. Þó svo að veðrið léki við okkur með sól og hlýju gast þú lítið notið þess. Hug- urinn var hins vegar stöðugt frammi í Hvammi og vel var fylgst með hvar Sverrir væri að heyja hverju sinni, hvort sem það var á heimatúninu, á Hólsey eða Dysey og alltaf varst þú með á hreinu hve margar heyrúllurn- ar voru orðnar. Einnig fylgdist þú með viðgerð á kirkjugarðinum sem fram fór í sumar, en þar var m.a. hlað- inn veggur umhverfis garðinn. Síðasta ferð okkar systkinanna með þig að Hvammi seinni hluta sum- ars var erfið. Þú varst varla ferðafær sökum veikindanna en þráðir að leggja það á þig að fara og sjá staðinn sem alla tíð var þér svo kær og það var okkur mikil ánægja og dýrmæt stund að geta orðið við þessari ósk þinni. Búið var að ráðgera aðra ferð að Hvammi þegar smalað yrði til fyrstu rétta, en heilsan leyfði ekki að sú ferð yrði farin. Nú hefur algóður Guð tekið þig í sinn faðm og létt þér allar þrautirnar. Þín jarðneska ferð endar svo sann- arlega á þínum stað í Hvammi í Norð- urárdal. Blessuð sé minning þín. Sigríður Herdís og Sigurlaug. Elsku afi. Okkur systkinin langar með nokkr- um orðum að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Við bræðurnir fengum að dvelja hjá ykk- ur ömmu í Hvammi í Norðurárdal. Sama var eftir að þið flytjið í Borg- arnes, þá var Sigrún Herdís komin í hópinn. Við nutum þess að koma til ykkar. Alltaf var stutt í gamanið hjá þér og hafðir þú gaman að segja okk- ur sögur af prakkarastrikum hjá þér og systkinum þínum þegar þið voruð lítil. Þú unnir allri fallegri tónlist og spilaðir svo uppáhaldslögin hvort sem var á píanóið, orgelið eða harmonikk- una. Við gætum lengi haldið áfram að telja upp allar stundirnar með þér. En eftir að amma féll frá þá fór heils- unni þinni að hraka og þurftir þú oft að dvelja á Sjúkrahúsinu á Akranesi undir góðri umönnun hjá starfsfólk- inu þar. Þegar við heimsóttum þig þangað varstu mikið veikur en alltaf var stutt í gamanið hjá þér elsku afi og nú ertu loksins búinn að fá hvíldina og komin til ömmu. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Þín barnabörn Guðmundur, Sverrir, Sigrún Herdís og makar. Elsku langafi Gúndi. Okkur langar að þakka þér inni- lega fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Með söknuði kveðjum við þig, elsku langafi. Nú legg ég aftur augun mín, en öndin hvarflar, Guð, til þín, þinn almáttugan ástarvæng lát yfirskyggja mína sæng. (Matthías Jochumsson.) Þín barnabarnabörn Árni Freyr, Guðmundur, Run- ólfur Grétar, Sigríður Herdís, Ágústa Kristín, Sigurbjörg Herdís og Kristófer Róbert. Elsku afi minn. Í hjarta mínu geymi ég ljúfar minningar um þig og ömmu og allt sem við gerðum saman. Ég þakka þér líka sérstaklega fyrir samverustund- irnar í sumar, þegar við Mirra Björt komum alltaf til þín á spítalann. Henni þótti svo gott að kúra hjá þér, og fá svo sopann sinn á eftir. Þetta voru yndislegar stundir fyrir okkur öll afi minn. Silla og Inga María biðja líka fyrir kveðjur. Far þú í friði og megi Guð vera með þér. Þín Sigríður. GUÐMUNDUR SVERRISSON eftir stríðslok út í Breiðafjarðareyjar, þar var allt mjög frumstætt og okkur framandi, en þar var verk að vinna og allir höfðu skyldum að gegna. Þetta var harður skóli og ekki síst fyrir unga drengi. Ég sé hann fyrir mér, hann stendur við stýrið á litlum báti, hann er bara 15- 16 ára. Hann er dökkhærður, fríð- ur sýnum, hnellinn á velli, meðalmað- ur. Honum er trúað til að fara með bátinn og fólk upp í Stykkishólm til að sækja varning og vistir og fara með út í eyjuna sem við vorum nýflutt til. Það var búið að kenna bræðrunum rétta siglingaleið og svo varð að treysta því að vélin bilaði ekki, sem hún þó oft gerði, þá varð allt bara að vera í hendi guðs. Ég er um borð í bátnum, alltaf dauðhrædd, horfi á bróður minn, hann haggast ekki, svipbrigðalaus og lætur sem ekkert sé, ég væli, hann segir, þú vildir fara með og þú ferð, ég þagna, þetta var líka alveg rétt. Hann var alla tíð heiðarlegur og laus við alla yfirborðsmennsku, hæg- látur en fastur fyrir. Það er rétt, það er enginn sá mæli- kvarði til sem metur og vegur líf manna eða sýn mannsins á tilveruna, við erum öll svo misjöfn. Hann kynnt- ist mörgum hliðum mannlífsins en stefndi snemma að því að verða sjálfs sín herra og honum tókst það. Hann stofnaði fyrirtækið „Bátar og búnað- ur“ og honum farnaðist vel, alltaf var nóg að gera enda var hann heiðarleg- ur og réttsýnn, sonur hans vann með honum síðustu árin og er kominn vel inn í reksturinn svo fyrirtækið heldur áfram í góðum höndum. Brynjar var kvæntur Halldóru Karvelsdóttur og áttu þau fimm börn, 10 barnabörn og tvö barnabarnabörn, konan hans er einstök manneskja og mikið lífslán fyrir bróður minn að eignast þessa traustu konu sem lífs- förunaut, þó þau hafi þurft að takast á við margt í lífinu þá sá maður þau allt- af færast nær og nær hvort öðru og voru orðin eins og einn maður. Hans mál voru hennar mál og hennar mál hans. Þau áttu saman unaðsreit uppi í Borgarfirði og dvöldu þar eins oft og þau gátu. Já, tjaldið er fallið, lífsgöngu hans er lokið, skarð er komið í systkina- hópinn sem ekki verður fyllt. Við eigum öll um sárt að binda en sárastur er söknuðurinn hjá konu hans og börnum, fráfall hans kom óvænt og miskunnarlaust. Sendi ég þeim mínar dýpstu samúðarkveðjur. En við eigum öll þá von að ná end- urfundum við ástvini okkar sem á undan eru farnir og þá hafa foreldrar okkar verið til staðar að taka á móti drengnum sínum, þeim fylgdi alltaf ljósið bjarta. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þökk fyrir samfylgdina. Svala Ívarsdóttir. Hann keypti sér ritvél og kennslu- bók í vélritun. Þetta var á enduðum áttunda áratugnum og hann ætlaði að skapa sér nýjan starfsvettvang, þá um fimmtugt. Á þessum árum var ekki bjart yfir atvinnumálum mið- aldra sjómanns. Sjómennskuferillinn að baki, enda sjóvolk fyrir unga menn en ekki gamla. Hann hafði reynt fyrir sér með prjónastofu, fullur kapps og áræðis, en dagar slíks reksturs senn liðnir á Íslandi og í óða önn að flytjast til Asíu. Reksturinn hafði leikið hann illa fjárhagslega en hann gafst ekki upp. Allar hans persónulegu eigur voru lagðar undir og félagið varð aldr- ei gjaldþrota, það var gert upp við alla. Hann hafði reynt fyrir sér með kennslu í sjóvinnu í gagnfræðaskóla en líkaði ekki vinnan og tekjurnar dugðu vart fyrir nauðþurftum. Nú skyldi skapa sér nýjan starfsvettvang með eigin hugviti og kröftum og líta bjartsýnn til framtíðar. Skipasala og verzlun með net, línu, baujur, dreka og þess háttar var nýja starfið. Þekk- ingu sína á þessum hlutum ætlaði hann að nýta. En það þurfti fleira til. Hann kunni ekki að vélrita og var sannfærður um að þá þekkingu og færni þyrfti hann að hafa til að geta sinnt nýja starfinu. Hann pjakkaði á ritvélina. Fingrasetningin var rétt og að öllu leyti farið eftir bókinni. Stirðir sjómannsfingurnir voru ekki hlýðnir, námið gekk hægt og stundum verkj- aði hann upp í axlir eftir daginn. En hann gafst ekki upp. Vélrituð var hver æfingin á fætur annarri og blöð- in hrönnuðust upp. Hver einasta laus stund var notuð til að æfa sig og hon- um tókst það sem hann ætlaði sér. Seinna, þegar tölvuumhverfi varð ráðandi í starfsgreininni, var hann fljótur að tileinka sér þá nýjung og kom sér þá vel færni hans í vélritun. En vélritun var ekki það eina sem hann þurfti að tileinka sér. Hann þurfti að læra allt upp á nýtt á miðjum aldri. Námskeið voru sótt, bækur keyptar og lesnar og allt af sama kappi, dugnaði og þrjósku, þar til ár- angri var náð. Brynjar vissi samt að dugnaður og þekking ein og sér er ekki nægjanleg til þess að ná árangri í starfi og lífi. Það þurfti að ávinna sér traust í starfsgreininni og það er ekki öðruvísi gert en með heiðarleika og trúverðugleika í daglegu starfi. Þótt þannig hátti til að seljandi sé hinn formlegi viðskiptamaður skipasalans, þarf hann og á einnig að gæta hags- muna kaupanda. Þegar vandamál komu upp í skipaviðskiptum var Brynjar óþreytandi við að reyna að leysa þau, hvort sem þau höfðu nokk- uð með vinnubrögð skipasölunnar að gera eður ei. Hann gætti ýtrustu hlut- lægni og sanngirni í þessu sáttahlut- verki sínu, varði til þess ómældum tíma og oftar en ekki skildu menn sáttir. Ein hans mesta gleði í lífinu var að ná sáttum milli manna og ekki fannst honum síður ánægjulegt að menn sem hann hafði deilt við um skipaviðskipti, leituðu til hans aftur og aftur í vinsemd og af virðingu. Brynjar hafði innbyggða þá megin- reglu að engu máli skipti hversu stór eða smá viðskiptin voru. Allir fengu sömu þjónustu og sama viðmót. Sum- ir sem til hans leituðu höfðu hrasað í sínum rekstri og voru veikum burðum að koma undir sig fótunum á ný. Þessa menn þjónustaði hann með sama hætti og stórútgerðir og hefur þjónusta Brynjars eflaust stuðlað að því að sumir þessara manna komust í álnir á ný. Brynjar var mikið snyrtimenni, í umgengni á skrifstofu sinni, heimili, bíl og síðast en ekki síst í klæðaburði. Síðustu vikurnar sem hann lifði not- aði hann til að fegra og snyrta í kring- um sig og þá aðallega á gamla vinnu- staðnum. Brynjar hætti daglegum störfum fyrir tveimur árum og hugðist njóta ævikvöldsins með fjölskyldu sinni í ró og næði á friðarstóli. Þau hjónin komu sér upp athvarfi í fögru umhverfi Borgarfjarðar þar sem þau áttu marga gleðistund. Það leið samt varla sá dagur að hann kæmi ekki á sína gömlu starfsstöð og verði þar nokkr- um klukkutímum. Áhuginn á fyrir- tækinu sem hann hafði byggt upp var alltaf samur og jafn. Brynjar átti skamma banalegu eins og hann hafði sjálfur óskað sér og heyrðist aldrei frá honum æðruorð í veikindum hans. Við sem þekktum Brynjar getum huggað okkur við að hann fékk að kveðja með þeim hætti, sem sjálfur vildi, þótt okkur finnist kallið hafa komið alltof fljótt. Ég og eiginkona mín færum Hall- dóru, eftirlifandi eiginkonu hans, og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Ólafur Þórðarson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.