Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 27 Morgunblaðið óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti. Í mötuneytinu er framreiddur aðkeyptur matur, en starfsmenn sjá jafnframt um að útbúa kaffimeðlæti. Starfið felst auk þess í frágangi og þrifum í eldhúsi, þjónustu vegna funda o.þ.h. Um er að ræða vinnu á vöktum frá kl. 9.00-20.30 virka daga. Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu af ofangreindu, er snyrtilegur, þjónustulipur og samstarfsfús. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Bjarnadóttir í síma 893 8633. Umsóknarfrestur er til 10. október nk. Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is: http://www.mbl.is/morgunblaðið/ : Sækja um starf hjá Morgunblaðinu. Mötuneyti. Einnig liggja umsóknareyðublöð frammi í afgreiðslu Morgunblaðsins. Og þangað skal skila umsóknum merktum mötuneyti Morgunblaðsins STARFSMAÐUR Í MÖTUNEYTI R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR Breyting á Svæðisskipu- lagi sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar 1992—2012 Samkvæmt byggingar- og skipulagslögum nr. 73/1997 auglýsir Hvalfjarðarstrandarhrepp- ur tillögu að breytingu Svæðisskipulags sveit- arfélaga sunnan Skarðsheiðar 1992-2012 vegna Sultartangalínu 3 og færslu á Brennim- elslínu 1 í Hvalfirði. Skipulagsbreytingin er gerð í samræmi við niðurstöðu um mat á um- hverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000 og er tillagan auglýst á grundvelli 13. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan gerir ráð fyrir lagningu nýrrar 400 kV háspennulínu (SU3) sem liggja mun frá tengi- virki við Sultartangastöð í Gnúpverjahreppi, um afréttarlönd sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu, Borgarfjarðarsveit, Skorradals- hreppi og að aðveitustöð á Brennimel í Hval- fjarðarstrandarhreppi. Einnig er um að ræða breytingu á legu núverandi Brennimelslínu 1 í Saurbæjarhlíð og við Hlíðarbæ í Hvalfirði. Teikning með greinargerð mun liggja frammi hjá oddvita Hvalfjarðarstrandarhrepps, Hlöð- um í Hvalfirði frá og með þriðjudeginum 7. október 2003 til og með þriðjudagsins 4. nóv- ember 2003. Frestur til þess að skila inn athug- asemdum rennur út þriðjudaginn 18. nóvem- ber 2003 og skal þeim skilað skriflega til Hval- fjarðarstrandarhrepps, Hlöðum, 301 Akran- es. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillög- una innan ofangreinds frests, teljast samþykkja hana. Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti Hvalfjarðarstrandarhrepps. S M Á A U G L Ý S I N G A RI FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10  1841068 I.O.O.F. 19  1841068  Leið að betri líðan Lífsljós, Haukshólum 6, Rvík býður eftirfarandi leiðir til þess: Á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 er hugleiðsla sem Ragn- heiður Benediktsdóttir leiðir. Hún hefur margra ára reynslu í að leiða kærleiksríka hugleiðslu. Á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 verður fjallað um andlega og líkamlega vellíðan, í erind- um og umræðum. Guðbjörn Jónsson leiðir. Hann hefur víð- tæka reynslu, auk tengingar við uppsprettu frá æðri vitund. Upplýsingar og skráning virka daga milli kl. 17:00—19:00 í síma 567 2001. Þátttökugjald kr. 500 f. kvöldið.  GIMLI 6003100619 I  HEKLA 6003061019 IV/V  HEKLA 6003100619 IV/V MÍMIR 6003100619 III Félagsfundur Í Samfylkingarfélagi Reykjavíkur Laugardaginn 11. október 2003 verður haldinn félagsfundur í Samfylkingarfélagi Reykjavíkur í Kornhlöðunni við Bankastræti. Fundurinn hefst kl. 11.00. Dagskrá: Kosning fulltrúa félagsins á Landsfund Sam- fylkingarinnar. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Bæjarmálafundur Samfylking- arinnar verður í dag, mánudaginn 6. september, kl. 20.30 í húsnæði Sam- fylkingarinnar í Hamraborg 11 (fyr- ir ofan Katalínu). Fjallað verður um skólamál. Tryggvi Felixson fulltrúi Samfylkingarinnar í skólanefnd kynnir drög að skólastefnu Kópa- vogsbæjar. Í DAG Svölurnar, félag starfandi og fyrrverandi flugfreyja verða með vinnufund í sal Flugvirkjafélagsins í Borgar túni 22, 3. hæð, á morg- un, þriðjudaginn 7. október, kl. 19.30. Húsið opnað kl. 19. Pökkun jólakorta. Nýir félagar og gestir velkomnir. Félagsfundur Lífssýnar verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 7. október, kl. 20.30, í Bóka- og gjafavöruversluninni Ljós og líf, Ingólfsstræti 8, Reykajvík. Erindi heldur Erla Stefánsdóttir. Fræðst verður um geimverur. Fundurinn er öllum opinn og er boðið upp á kaffiveitingar. Aðgangseyrir 500 kr. Þá hefst vetrarstarfið í skóla Erlu Stefánsdóttur, Lífssýnarskólanum miðvikudaginn 8. október kl. 20. Kennt er í þremur tveggja mán- aða tímabilum. Bókanir í Ljósi og lífi, Ingólfsstræti 8. Femínistafélags Íslands heldur fund á 2. hæð á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a, á morgun, þriðju- daginn 7. október, kl. 20–22. Ráðs- konur Femínistafélags Íslands kynna hópastarf félagsins og hvað gert verður í femínistaviku sem haldin er af félaginu í október. Kraftur – stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, heldur fund á morgun, þriðjudag- inn 7. október, kl. 20, í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, 4. hæð. Fundurinn hefur yf- irskriftina „Kópavogsendurhæf- ing“. Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi held- ur fyrirlestur og kynningu á starf- semi og þróun á göngudeild end- urhæfingar í Kópavogi fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein. Veitingar í lok fund- ar. Meistaraprófsfyrirlestur í jarð- eðlisfræði Eyjólfur Magnússon flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í stofu 101 í Odda, á morgun, þriðjudaginn 7. október, kl. 17.45. Verkefnið nefn- ist „Airborne SAR data from S-Iceland: analyses, DEM improvements and glaciological application“. Fyrirlesturinn er á íslensku og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Verkefnið fjallar um endurbætur og notkun stafræns hæðarkorts og þriggja banda radarmynda af eystra gosbeltinu frá Eyja- fjallajökli yfir norðanverðan Mýr- dalsjökul, Tindfjallajökul, Torfa- jökul og vesturhluta Vatnajökuls norður fyrir Bárðarbungu. Á MORGUN Ráðstefna um fjarskiptakerfi framtíðarinnar S. Guðjónsson ehf. stendur fyrir ráðstefnu um fjarskiptakerfi framtíðarinnar á Grand Hótel miðvikudaginn 8. október kl. 9–12. Frá Brand-Rex kemur Jan Peter Christensen og fjallar um hvenær Cat6 henti frek- ar en Cat5 sem og ljósleiðarakerfi. Kenneth Torp kemur frá Allied Telesyn og fjallar um IP-síma og IP-TV. Einnig kynnir hann örygg- islausnir fyrir fyrirtæki og heimili. Eiríkur Jónsson talar um fjar- skiptalagnir og nýja staðla. Hann kynnir einnig netmæla sem hjálp- artæki fyrir netstjóra og netþjón- ustufyrirtæki. Skráning á netfangið lydia@sg.is Á NÆSTUNNI ÁRVISSIR hverfafundir borgar- stjórans í Reykjavík hefjast með fundi Þórólfs Árnasonar með íbúum á Kjalarnesi í dag, mánudaginn 6. október. Fundirnir verða alls níu talsins og lýkur fundaröðinni í Vest- urbænum 4. nóvember. Með fundunum leggur borgar- stjóri áherslu á að kynna sér málefni hverfanna á milliliðalausan hátt, en framundan hjá Reykjavíkurborg er áframhaldandi flutningur á þjónustu borgarinnar út í hverfin, nær borg- urunum. Það nýmæli er á fundunum í ár að á þeim hefur framsögu, auk borgar- stjóra, fulltrúi hverfisbúa og munu þessir talsmenn nálgast hverfið sitt með ýmsum hætti, allt frá því að rekja brot úr sögu þess til þess að setja sig í spor barna í daglegu lífi í hverfinu. Fundarstjórar verða formenn hverfisráðanna. Fyrsti fundurinn verður í félags- heimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi mánudaginn 6. október og hefst klukkan 20. Aðrir hverfafundir verða þessa daga: Miðborg, miðvikudaginn 8. októ- ber í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi. Árbær, mánudaginn 13. október í Árbæjarskóla. Breiðholt, miðvikudaginn 15. október í Gerðubergi. Laugardalur, mánudaginn 20. október í Þróttarheimilinu í Laug- ardal. Háaleiti, miðvikudaginn 22. októ- ber í Borgarleikhúsinu, Nýja sviði. Hlíðar, mánudaginn 27. október á Kjarvalsstöðum. Grafarvogur, miðvikudaginn 29. október í Rimaskóla. Vesturbær, þriðjudaginn 4. nóv- ember í Hagaskóla. Hverfafundir með borgarstjóra haustið 2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.