Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 31 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú hefur háleit markmið og vilt bæta líf þitt og þinna nánustu. Um leið ert þú með báða fætur á jörðinni. Þú munt ávallt eiga góða vini. Næsta ár býður upp á ýmsa möguleika, sem leiða munu í nýjar áttir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Fjölskylduskuldbindingar koma í veg fyrir að þú getir gert eitthvað. Nánir vinir og skyldur heimilisins skarast, en það á aðeins við í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Varastu að láta eigin van- metakennd halda aftur af þér í vinnunni í dag. Þú hefur aldrei verið betri. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú kannt að halda að þú hafir ekki nógu mikla peninga til umráða, en afslöppun og skemmtun velta sjaldnast á peningum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú efast um að þú getir skap- að þær aðstæður á heimilinu, sem þú vilt, en það er ekki rétt. Þú átt erfitt með að sýna tilfinningar þínar í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér finnst þitt daglega um- hverfi ekki gefa þér kost á að sýna þig eins og þú ert. Þessi tilfinning þarf ekki að vera á rökum reist. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú lætur gagnrýni vina og fé- laga á gildismat þitt og fjár- mál hafa áhrif á þig, en mundu að þessi mál koma engum við nema þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Samskipti við foreldra eða yf- irboðara ganga ekki vel í dag. Þú átt erfitt með að sætta þig við aga og fyrirmæli. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki láta bakslag í áætlunum hafa áhrif á þig. Bakslagið er aðeins tímabundið og staðan verður önnur eftir einn til tvo daga. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér finnst þú bera of mikla ábyrgð. Þú finnur fyrir þreytu. En þetta hugar- ástand er ekki til frambúðar og mun fljótt víkja. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér finnst aðrir halda aftur af þér, en ef til vill átt þú sök á því. Verið getur að neikvæðni þín hafi áhrif á yfirmenn í þínu nánasta umhverfi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú kannt að hafa áhyggjur af því að þú munir ekki ná ár- angri í vinnunni í dag, en það er ástæðulaust og þú ættir að hafa trú á eigin getu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú kannt að finna fyrir tíma- bundnu þunglyndi í dag og finnast sem þú hjakkir í sama farinu. Þetta er tímabundið og hverfur brátt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LÖNG NÓTT Svo þögul og döpur er þessi nótt enginn blær sem þýtur og strýkur um sefið engir fuglar sem kvaka meðan klukkublóm sofa enginn árniður heyrist ekkert rísl í læk enginn hófadynur enginn gestur sem kemur enginn vinur sem ríður í hlað Svo löng og þögul er þessi nótt þeim sem vakir og bíður Sigríður Einars frá Munaðarnesi LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 85 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 6. októ- ber, er 85 ára Sveinbjörn Benediktsson, fyrrum póst- og símstöðvarstjóri á Hell- issandi,til heimilis á Skóla- stíg 16, Stykkishólmi. Hann er að heiman í dag. ÞAÐ er eins með sagnkerfi og föt – þau eru sniðin fyrir fjöldann. Fótstórir menn eiga í erfiðleikum með að finna sitt rétta númer í skó- búð og mikil skiptingarspil falla ekki auðveldlega að helstu kerfisútfærslum. Vestur gefur; NS á hættu. Tvímenningur. Norður ♠ Á54 ♥ Á63 ♦ K72 ♣KD84 Suður ♠ DG97632 ♥ 8 ♦ ÁDG54 ♣-- Vestur Norður Austur Suður Pass 1 grand Pass 6 spaðar ! Pass Pass Pass Ekkert kerfi er sér- staklega hannað til að sýna 7-5 skiptingu á móti grand- opnun og því er stökk suð- urs í sex spaða eins gott og hvað annað. Vestur kemur út með hjartakóng og sagn- hafi tekur fagnandi á móti blindum: Slemman nánast örugg og yfirslagur mögu- legur. En það er einmitt yf- irslagurinn sem allt snýst um, því þetta er tvímenn- ingur. Hvernig myndi les- andinn spila? Samkvæmt líkindafræð- inni ber að svína fyrir kóng- inn þegar þrjú tromp eru úti. Ástæðan er einföld: Svíninginn gefur aukaslag þegar millihönd er með K10 og K8 (tvö tilfelli), en það er aðeins í einu tilfelli sem betra er að taka ásinn (blankur kóngur í austur og 108 í vestur). Líkurnar eru því tveir-á-móti-einum svín- ingunni í hag. En góður spilari blæs á líkindafræðina ef önnur rök eru tiltæk. Norður ♠ Á54 ♥ Á63 ♦ K72 ♣KD84 Vestur Austur ♠ 108 ♠ K ♥ KD104 ♥ G9752 ♦ 106 ♦ 983 ♣Á9632 ♣G1075 Suður ♠ DG97632 ♥ 8 ♦ ÁDG54 ♣-- Það er sjálfsagt að leggja í rannsóknarleiðangur – spila laufkóng úr blindum í öðrum slag. Þegar austur lætur lítið lauf án þess að blása úr nös, liggur ljóst fyr- ir að vestur á laufásinn. Hann á líka KD í hjarta og ætti því opnun með spaða- kónginn í viðbót. En hann passaði í upphafi. Málið er þar með afgreitt: þú spilar litlum spaða á kónginn og færð þinn verðskuldaða topp. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 c6 4. Bg5 Be7 5. Bxe7 Dxe7 6. e3 Rf6 7. Rc3 0-0 8. Dc2 Rbd7 9. cxd5 exd5 10. Bd3 He8 11. 0-0 Re4 12. b4 a6 13. a4 Dxb4 14. Rxe4 dxe4 15. Bxe4 Rf6 16. Bd3 a5 17. Hab1 De7 18. Bc4 Dc7 19. Rg5 He7 20. Hb2 h6 21. Rf3 Be6 22. Bxe6 Hxe6 23. Hfb1 Hb8 24. Re5 Rd5 25. Rd3 b6. Staðan kom upp á rússneska meist- aramótinu sem lauk fyrir nokkru. Andrei Belozerov (2.541) hafði hvítt gegn Pavel Tregubov (2.635). 26. Rc5! Vinnur skiptamun á einfaldan máta. Í framhaldinu barðist svartur um á hæl og hnakka en án árangurs. 26. – Hg6 27. Ra6 Dc8 28. Rxb8 Dxb8 29. Df5 Dd8 30. Hc1 Hf6 31. Dg4 Hg6 32. Df3 Hf6 33. Dh5 De7 34. Hbc2 Da3 35. De5 He6 36. Db8+ Kh7 37. Db7 Rxe3 38. Hxc6 Rd5 39. Hc8 Db4 40. Hf1 Rf4 41. Dxf7 Dxd4 42. Df5+ Hg6 43. Hc6 Dxa4 44. Hxb6 Dc4 45. Hxg6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst sl. í Árbæj- arkirkju af sr. Sigurjóni Árna Eyjólfssyni þau Sess- elja Anna Ólafsdóttir og Jón Pétur Einarsson. Heimili þeirra er í Hraunbæ 58, Reykjavík. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Sigríður Þessar duglegu stúlkur, Sigrún og María, færðu Umhyggju að gjöf 1.700 kr. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Ævintýraklúbbur kl. 16- 17. Starf fyrir 7-9 ára börn í umsjón Þóru Guðbjargar og Ólafs Jóhanns. Fjölbreytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomin. Laugarneskirkja. Góðar mömmur, kl. 12. María Íris Guðmundsdóttir, BA í sál- arfræði, og Kristjana Þorgeirsdóttir Heið- dal, líkamsræktarþjálfari bjóða til fræðslu, íhugun og hollar hreyfingar með mæðrum ungbarna, þar sem unnið er með fæðingarþunglyndi. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilis. Opinn 12 sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Allt fólk velkomið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma saman kl. 20. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilisins. Umsjón hafa Gunnlaugur Ólafsson og Hafdís Fjeldsted. Fundur Kvenfélags Laugarnes- kirkju kl. 20. (Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilisins). Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söngur, leikir og föndur.Uppl. og skrán- ing í síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10-12 ára börn. Leikir, ferðir o.fl. Umsjón Munda og Sigfús. 12 spor- in, andlegt ferðalag kl. 20. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra: Hádegisfundur presta í Bústaða- kirkju kl. 12. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN- starf með sjö til níu ára börnum í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13-15.30 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Þar verður fræðsla, föndur, spilað, spjall- að og kaffiveitingar verða í boði. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbænastund í kapellu kirkjunnar kl. 15.30-15.45. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Stelpustarf fyrir stelpur í 6. og 7. bekk kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7-9 ára kl. 17.30-18.30 í Engjaskóla. KFUK fyrir stúlkur á aldr- inum 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Seljakirkja. KFUK 9-12 ára kl. 17.30. Alfa námskeið kl. 19-22. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20-22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætl- að árg. 1990 og upp úr) á mánudögum kl. 20-22. Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells- kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tek- ur við bænarefnum í síma 691-8041 alla daga frá kl. 9-16. Al-Anon fundur í Lága- fellskirkju kl. 21. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn er í Varmárskóla kl. 13.150-14.40. Umsjón hefur Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30 æskulýðsfélag fatlaðra, eldri hóp- ur. Hulda Líney Magnúsdóttir og sr. Þor- valdur Víðisson. Kl. 20 Kvenfélag Landa- kirkju undirbýr árlegan jólabasar. Kvenfélagskonur hvattar til að mæta. Keflavíkurkirkja. SOS hjálparnámskeið fyrir foreldra barna og unglinga í minni sal Kirkjulundar kl. 20:30-22:00. Nám- skeiðin eru haldin á vegum Fræðsluskrif- stofu Reykjanesbæjar með stuðningi þjóðkirkjunnar. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Akureyrarkirkja. Tólf spora hópastarf vetrarins hefst í safnaðarheimili kl. 20. Upplýsingar og skráning í síma 462 7700 kl. 9-12 virka daga. Hjálpræðisherinn á Akureyri. kl. 15 heimilasamband, allar konur velkomnar. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk. Biblíulestur í Landakoti. Sr. Halldór Gröndal heldur áfram Biblíulestri sínum í kvöld kl. 20 í safnaðarheimilinu. Safnaðarstarf MIÐVIKUDAGINN 8. október hefst í Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar námskeið þar sem Davíðssálmur númer 23 verður kynntur og kann- aður undir leiðsögn 3 guðfræðinga. Þessi alkunni sálmur er tvímæla- laust vinsælasti sálmur Saltarans og er leitun að öðrum textum í Gamla testamentinu sem hafa haft viðlíka áhrif hvort heldur er meðal kristinna manna eða gyðinga. Á námskeiðinu verður upp- haflegt markmið sálmsins kannað í ljósi trúarhugmynda Gamla testa- mentisins og hliðstæðra hugmynda víðar í menningarheimi hinna fornu Miðausturlanda. Megináherslan í námskeiðinu verður þó að skoða 23. Davíðssálm í ólíku samhengi svo sem í menningu og listum. Fjallað verður sér- staklega um túlkun Lúthers á sálm- inum, áhrif sálmsins hér á landi, svo og notkun hans í kvikmyndum. Kennarar á námskeiðinu eru dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, dr. Kristinn Ólason og Árni Svanur Daníelsson cand.theol. Námskeiðið er haldið í Grens- áskirkju og hefst miðvikudaginn 8. október kl. 18. Kennt verður í 4 skipti, 2 tíma í senn. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskól- ans, www.kirkjan.is/leik- mannaskoli. Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja „Þótt ég fari um dimman dal“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.