Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 32
KVIKMYNDIR 32 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 11/10 kl 14 - UPPSELT, Su 12/10 kl 14 - UPPSELT Lau 18/10 kl 14 - UPPSELT, Su 19/10 kl 14 - UPPSELT Lau 25/10 kl 14 - UPPSELT, Lau 25/10 kl 17 - AUKASÝNING Su 26/10 kl 14- UPPSELT Lau 1/11 kl 14 Su 2/11 kl 14 - UPPSELT Lau 8/11 kl 14 Su 9/11 kl 14 - UPPSELT Lau 15/11 kl 14 Su 16/11 kl 14 - UPPSELT Lau 22/11 kl 14 Su 23/11 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 10/10 kl 20 Fö 17/10 kl 20 Fö 24/10 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 BORGARLEIKHÚSIÐ ER FJÖLSKYLDUVÆNT LEIKHÚS Börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum Gildir ekki á barnasýningar og sýningar með hækkuðu miðaverði. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: THE MATCH eftir Lonneke Van Leth - heimsfrumsýning SYMBIOSIS eftir Itzik Galili PARTY eftir Guðmund Helgason FRUMSÝNING Fi 9/10 kl 20 - hvít kort 2. sýn su 12/10 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 18/10 kl 20 - rauð kort 4. sýn fi 30/10 kl 20 - græn kort 5. sýn su 2/11 kl 20 - blá kort PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Lau 11/10 kl 20, Su 19/10 kl 20, Su 26/10 kl 20 Ath. Aðeins þessar sýningar KVETCH e. Steven Berkoff Mi 15/10 kl 20, Lau 18/10 kl 20, Fö 24/10 kl 20 Ath: Aðeins örfáar sýningar www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! MÁNUDAGINN 20/10 - KL. 20 UPPSELT ÞRIÐJUDAGINN 21/10 - KL. 20 UPPSELT MIÐVIKUDAGINN 22/10 - KL. 19 AUKASÝNING FIMMTUDAGINN 23/10 - KL. 19 UPPSELT MÁNUDAGINN 27/10 - KL. 19 UPPSELT ÞRIÐJUDAGINN 28/10 - KL. 19 LAUS SÆTI MIÐVIKUDAGINN 29/10 - KL. 19 LAUS SÆTI ATHUGIÐ SÝNINGUM FER FÆKKANDI! erling Fim 9.10. kl. 20 UPPSELT Fös 10.10. kl. 20 UPPSELT Fim 16.10. kl. 20.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 24.10. kl. 20 LAUS SÆTI Fös 31.10. kl. 20 LAUS SÆTI Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi eftir Kristínu Ómarsdóttur sýn. fös. 10. okt sýn. fös. 17. okt sýn. fös. 24. okt Sýningar hefjast klukkan 20. ATH: takmarkaður sýningarfjöldi Miðasala í 555 2222 eða á theater@vortex.is Mink leikhús ANDRÚMSLOFT sjöunda ára- tugarins svífur yfir vötnum í þessari gráglettnu rómantísku gamanmynd, þar sem turtildúfurnar í aðalhlut- verkunum brýna klærnar og beita öllum brögðum til að sigra hjarta hins. Karlhetjan í þessu stríði er hinn rómaði piparsveinn Catcher Block (Ewan McGregor), eftirsóttur greinahöfundur sem trúir ekki á hjónaband en er þó aldrei svo þétt bókaður í ástalífinu að ekki megi bæta kvenfólki þar inn. Hinn aðilinn er Barbara Novac (Renée Zellweg- er), snotur smábæjarstúlka á hraðri uppleið í stórborginni New York, sem slær óvænt í gegn með bók sinni Niður með ástina. Bókin sú er leið- beiningapési fyrir nútímakonur, þar sem ástin er lýst ógild og hjónaband sömuleiðis. Hvers vegna ekki bara að njóta tilhugalífsins, og einbeita sér að því að ná starfsframa og njóta velgengni, ekki ósvipað því sem svo margir karlmenn gera, ráðleggur höfundurinn kynsystrum sínum, og kemur í kjölfarið af stað hálfgerðri byltingu, þar sem konur gefa frat í eiginmenn sína í stórum stíl. Þegar þessi kvenréttindavakning fer að hafa þau áhrif á piparsveinslíf Catch- ers Blocks, að kærustur hans fá sjálfstæðiskast og segja honum allar upp, ákveður hann að gera eitthvað í málinu. Af hverju ekki að villa á sér heimildir, reyna að sigra hjarta Barböru Novac og afsanna þannig kenningu hennar? En þegar á hólm- inn er komið reynist ekki svo auðvelt að snúa á Barböru Novac. Þessi ærslafulla gamanmynd gef- ur góð fyrirheit í upphafi, með lifandi stíl sínum og byrjuninni að því sem virðist ætla að verða frumlegur og skemmtilegur söguþráður. Í útliti og frásögn er kvikmyndin nokkurs kon- ar skopstæling og endursköpun á rómantískum gamanmyndum sjö- unda áratugarins frá Hollywood sem öttu saman ákveðnum staðalmynd- um kvenna og karla, en táknmyndir þeirrar samsetningar eru stjörnurn- ar Doris Day og Rock Hudson. Stíll þessarar gamanmyndategundar er útfærður af mikilli nákvæmni í Nið- ur með ástina, í sviðsetningum, lita- meðferð og tónlist svo dæmi séu nefnd. Þá taka leikararnir upp tals- máta og látæði í anda kynhlutverka umrædds tíma, með skemmtilegum árangri. Fer Ewan McGregor þar á kostum sem hinn sjálfumglaði og sjarmerandi Catcher Block. Gallinn við þessa gamanmynd er hins vegar sá að eftir að söguaðstæðum hefur verið stillt upp í nokkuð hraðri yf- irferð er hugmyndaauðgin uppurin og fer umgjörðin brátt að skyggja á innihaldið í því sem á eftir fylgir. Í stað þess að koma með eitthvað nýtt inn í þá að mörgu leyti gamaldags rómantísku gamanmynd sem Niður með ástina skopstælir dettur hún á endanum niður í endurtekningu á henni. Það má þó alveg hafa gaman af ærslaganginum, og útlitslega er myndin vel heppnuð. Að snara piparsveininn Ástin kemur þeim Catch og Barböru að óvörum. KVIKMYNDIR Smárabíó Down With Love / Niður með ástina  Leikstjórn: Jeff Cronenweth. Handrit: Eve Ahlert og Dennis Drake. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Ewan McGregor, Sarh Paulson, David Hyde Pierce. Lengd: 96 mín. Bandaríkin. Twentieth Century Fox, 2003. Heiða Jóhannsdóttir Í MIÐJUM hópi yfirborðs- kenndra og innihaldsrýrra fram- haldsmynda sumarsins lýstur niður tilfinningaríkri mynd um leyniþráð- inn milli manns og hests, og margt fleira sem óvenjulegt má teljast í bandarískum afþreyingarmyndum. Ekki síst vel unnar leikmyndir og búninga og hrífandi tilþrif þriggja afburðaleikara, en öll þessi undir- stöðuatriði laða fram kynngimagnað afturhvarf til liðinna tíma, genginnar þekkingar og mannlífs. Mafn myndarinnar er dregið af sögufrægum veðhlaupahesti sem var orðin goðsögn í lifanda lífi á þriðja og fjórða áratugnum. Afrek hans dreifðu huga almennings frá erfiðum tímum kreppunnar miklu, og veitti ekki af. Seabiscuit hefst á dapurlegu atriði þegar Charles Howard (Jeff Bridges) missir son sinn í bílslysi. Howard hefur byggt upp veldi á bíla- sölu en fær nú skömm á fyrirbrigð- inu og heldur til Tijuana í Mexíkó þar sem menn geta stytt sér stundir við flesta þá iðju sem bannfærð er norðan landamæranna. Howard fær áhuga á veðhlaupum og kynnist lyk- ilmönnunum í sögunni af Seabiscuit, einfaranum og tamningamanninum Tom Smith (Chris Cooper) og knap- anum Red Pollard (Tobey Maguire). Þeir eru hálfgildings utangarðs- menn, líkt og kjarni sögunnar, gæð- ingurinn Seabiscuit, sem hlotið hefur afleita tamningu, er smávaxinn af veðhlaupahesti að vera og það á að fara að slá hann af þegar þremenn- ingarnir bjarga gripnum frá byssu- kúlunni. Framhaldið er viðburðarík, sigur- sæl en ekki áfallalaus saga hestsins og knapans sem rísa upp úr duftinu í átrúnaðargoð tugmilljóna Banda- ríkjamanna. Sem fyrr segir er mynd- in sögð af smekkvísi og nákvæmni til smæstu smáatriða og kvikmynda- takan, einkum á veðhlaupabrautun- um, á hug manns óskiptan, engu lík- ara en áhorfandinn sé að fylgjast með Rocky á hestbaki. Það skyggir nánast ekkert á heillandi mynd ann- að en fyrirferðarmikil frásögn sögu- mannsins, en hlutverk hans dregur tilfinnanlega úr dramatík framvind- unnar og markar persónunum bás. Engu að síður sýna þeir stórleik höfðingjarnir Bridges, sem túlkar harm, gleði og bjartsýni heiðarlegs kaupsýslumanns með stórt hjarta, eins og hann gerir manna best, og Cooper, sem er óaðfinnanlegur sem fámált og hægfara náttúrubarn sem býr í þögninni yfir ótakmörkuðum skilningi á eðli og lundarfari hesta. Maguire er nánast óþekkjanlegur úr Köngurlóarmanninum, þroskaður og heilsteyptur í vandasömu hlutverki. Ekki má gleyma enn einum snill- ingnum; William H. Macy, sem kem- ur með lífsnauðsynlegan hressleika inn í annars lítið gamansamt and- rúmsloft myndarinnar sem Tick- Tock McGlaughlin, málhress og víg- reifur fréttamaður á öldum ljósvak- ans. Þá er gaman að sjá gamla góða Ed Lauter bregða fyrir og Elizabeth Banks er trúverðug í annars sviplitlu hlutverki seinni konu Howards. Og hestarnir, maður lifandi! Sæbjörn Valdimarsson Hófatak og hestamenn Það er líkt og áhorfandinn sé að fylgjast með Rocky á hestbaki. KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn Seabiscuit ½ Leikstjóri: Gary Ross. Handrit: Gary Ross, byggt á bók Lauru Hillenbrand. Kvikmyndatökustjóri: John Schwartz- man. Tónlist: Randy Newman. Aðalleik- endur: Tobey Maguire, Jeff Bridges, Chris Cooper, Elizabeth Banks, Gary Stevens, William H. Macy, Ed Lauter. 135 mínútur. Universal Pictures. Bandaríkin 2003. DANIR gera það ekki endasleppt við grágamankrimma-færibandið. Þeir eru frjóir á þessu sviði sem mörgum öðrum og hráslagalegt um- hverfi undirheima Kaupmannahafn- ar virðist þeim óþrjótandi gnægta- brunnur. Í Ráninu á Rembrandt blandar nýliðinn Jannik Johansen saman kaldhæðni og alvöru og tekst dável upp. Hann veltir líka fyrir sér hvernig ósköp venjulegir smábófar bregðast við þegar þeir lenda í kringumstæðum sem þeir ráða ekki við og þar rís myndin hæst. Feðgarnir Mick (Lars Brygman) og Tom (Jacob Cedergren) eru báð- ir glæpamenn, hættulitlir að vísu, í borginni við sundið. Afbrotafíknin virðist ganga í erfðir því „ættarhöfð- inginn“, faðir Micks, er einnig lít- ilsigldur brotamaður og þeirra ófyr- irleitnastur. Mick sér gróðavon hvað helst í brotajárni, sá eðalmálmur sviptir hann reyndar frelsinu í myndarbyrjun. Hann er annars í lukkulegri sambúð með fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem er komin af rúmstokknum á menntabrautina. Feðgarnir dúsa fyrir tilviljun á sama tíma á bak við lás og slá, fá frelsið á svipuðum tíma og haga ör- lögin því svo að þeir verða aðal- mennirnir í smáþjófnaði sem breyt- ist í alvarlegasta listaverkaþjófnað í sögu landsins. Mick, sem ber ekki mikið skynbragð á göfugar listir, á að ræna ákveðnu málverki á lista- safni, tekur í ógáti verkið við hliðina á því – sem reynist eina Rem- brandt-málverkið í Danmörku og ómetanlegt til fjár. Sem fyrr segir fjallar Ránið á Rembrandt mikið til um afleiðingar verknaðarins, feðg- arnir og lagsmenn þeirra tveir minna á hornsíli í hákarlageri, ákvarðanir þeirra eru barnalega varfærnislegar og ómarkvissar og dæmdar til að enda með ósköpum. Í þessum kafla kemur í ljós fimi hand- ritshöfundarins Anders Thomas Jensen, sem fléttar saman fávíslegri gróðavon, örvæntingu, heimskupör- um og agnarlítilli skynsemisglóru persónanna. Leiðir málið þokkalega til lykta eftir allar hremmingarnar og kryddar lokakaflann í anda mál- tækisins „Sá hlær best sem síðast hlær“. Örlög eins bófans eru þó full- komlega óráðin. Myndin nýtur einnig góðs af út- geislun og trúverðugleika Lars Brygmans, sem heldur krimmasög- unni saman þegar mest á reynir. Aðrir leikarar eru upp og ofan, einkum ofan. Kjarnakonunni Papr- iku Steen (Okay) bregður fyrir í skondnu aukahlutverki sem hún af- greiðir á hárfínum nótum. Sæbjörn Valdimarsson Brota- járn og gersemar KVIKMYNDIR Regnboginn – Kvikmyndahátíð Eddu Rembrandt-ránið (Rembrandt )  Leikstjóri: Jannik Johansen. Handrit: Jannik Johanen og Anders Thomas Jen- sen. Kvikmyndatökustjóri: Eric Kress. Tónlist: Antony Genn. Aðalleikendur: Nikolai Coster-Waldau, Nicolas Bro, Lars Brygmann, Jacob Cedergren, Ole Ernst, Paprika Steen. 109 mínútur. Egmont Films. Danmörk 2003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.